Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Blaðsíða 48
56 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 Afmæli Steingrímur StTh. Sigurðsson Steingrímur Stefán Thomas Sig- urðsson, listmálari og rithöfundur, Stífluseh 1 (að Hæðardragi) í Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Steingrímur fæddist á Akureyri. Hann var í námi í University College í Notthingham á Englandi 1946-47, í ensku og enskum bókmenntum í Leeds University 1947-48, lauk cand. phil.-prófi frá HI1949 og stundaði nám í St. Peter’s Hall í Oxford 1956 ogíEdinborgl959. Steingrímur kenndi við MA 1944-46 og 1954-60, kenndi við Gagn- fræðaskólann við Lindargötu 1949-50, var blaðamaður á Tíman- um 1948, gaf út og ritstýrði tímarit- inu Líf og list 1950-52, stundaði blaðamennsku og ritstörf 1961-66 en hefur haft myndlist að aðalstarfi frá 1%6. Hann hefur haldið mikinn fjölda málverkasýninga heima og erlendis. Rit Steingríms: Skammdegi á Keflavíkurvelli, 1954; Fórur, ritsafn, 1954; Sjö sögur, smásagnasafn, 1958; Spegill samtíöar, 1967; Ellefu líf, saga um lífshlaup Brynhildar Ge- orgíuBjörnsson-Borger, 1983. Hann þýddi Dagur í lífi Ivans Den- isovitchs eftir A. Solzhenitsyn, útg. 1983. Hann hefur þýtt íjölda greina í blöð og tímarit, flutt efni í.útvarp, var ritsfjóri Heimilispóstsins 1961 og formaður Stúdentafélagsins á Akureyri 1954-55. Fjölskylda Steingrímur kvæntist 1956 Guð- rúnu Bjamadóttur, f. 10.5.1917, meinatækni. Þau skildu. Steingrímur kvæntist 1961 Margr- éti Ásgeirsdóttur, f. 21.8.1928, loft- skeytamanni. Þau skildu. Böm Steingríms og Margrétar eru Steingrímur Lárents Thomas, f. 21.7.1962, lögreglumaður í Reykja- vík; Jón Thomas, f. 28.3.1964, deild- arstjóri í Reykjavík; Haildóra María Margrét, f. 30.5.1966, snyrtifræðing- ur og kaupkona í Reykjavík. Systkini Steingríms: Ólafur, f. 4.8. 1915, fyrrv. yfirlæknir á Akureyri; Þórann Tunnard, f. 30.6.1917, hús- móðir og ekkja í Bretlandi; Arnljót- ur, f. 18.12.1918, d. 22.3.1919; Örlyg- ur, f. 13.2.1920, listmálari í Reykja- vík; Guðmundur Ingvi, f. 16.6.1922, hrl. í Reykjavík. Foreldrar Steingríms voru Sigurð- ur Guðmundsson, f. 1878, d. 1949, skólameistari MA, og k.h., Halldóra Ólafsdóttir, f. 1892, húsfreyja. Ætt Sigurður var sonur Guðmundar, b. í Mjóadal, Erlendssonar, dbrm. í Tungunesi, Pálmasonar, bróður Jóns, afa Jóns á Akri, Jóns Leifs, Jóns Kaldal og Jóns Jónssonar, alþm. í Stóradal. Móðir Guðmundar var Elísabet Þorleifsdóttir, ríka í Stóradal, Þorkelssonar og Ingibjarg- ar Guðmundsdóttur, b. í Stóradal Jónsdóttur, ættföður Skeggsstaða- ættarinnar, Jónssonar. Móðir Sigurðar var Ingibjörg Sig- urðardóttir, b. á Reykjum á Reykja- braut, Sigurðssonar, b. á Brekku í Þingi, Jónssonar, bróður Ólafs, langafa Sigurðar Nordal og Ólafs, föður Ólafs landlæknis. Ólafur var einnig langafi Jónasar Kristjáns- sonar læknis, afa nafha síns, rit- stjóra DV. Móðir Ingibjargar var Þorbjörg Ámadóttir. Halldóra var dóttir Ólafs, prests í Kálfholti, Finnssonar, b. á Meðal- felli, bróður Páls, langafa Þorsteins Thorarensens rithöfundar. Finnur var sonur Einars, prests á Reyni- völlum, Pálssonar, prests á Þing- völlum, Þorlákssonar, bróður Jóns, prests og skálds á Bægisá. Móðir Finns var Ragnhildur Magnúsdótt- ir, lögm. á Meðalfehi, Ólafssonar, bróður Eggerts skálds. Móðir Ragn- hildar var Ragnheiður Finnsdóttir, biskups í Skálholti, Jónssonar. Móð- ir Ólafs var Kristín Stefánsdóttir. prests á Reynivöllum, Stefánssonar, amtmanns á Hvítárvöllum, Ólafs- sonar, ættföður Stephensenættar- innar, Stefánssonar. Móðir Stefáns prests var Marta María Diðriksdótt- ir Hölter. Móðir Kristínar var Guð- Steingrímur Stefán Thomas Sig- urðsson. rún, systir Kristínar, langömmu EUnar, móður Þorvaldar Skúlason- ar Ustmálara. Guðrún var dóttir Þorvalds, prófasts og skálds í Holti, Böðvarssonar, og Kristínar Björns- dóttur, prests í Bólstaðarhlíð, Jóns- sonar, föður Elísabetar, ömmu Þór- arins B. Þorlákssonarlistmálara. Móðir Halldóra var Þórunn Ólafs- dóttir, b. í Mýrarhúsum á Seltjarn- arnesi, Guðmundssonar, og Karít- asar Runólfsdóttur, systur Þórðar, afa Kristjáns Albertssonar. Til hamingju med afmælið 30. apríl 85 ára Tryggvi Emil Guðmundsson, Hrafnistu v/Kleppsveg, Reykjavík. 80ára Friðgeir Ingimundarson, Sæviðarsundi 20, Reykjavík. Helga Þorsteinsdóttir, Garöavegi 22, Hvammstanga. Ingibjörg G. Gíslason, Laufasvegi 64a, Reykjavík. Valgeröur Jónasdóttir, Einholti 6c, Akureyri, 75 ára GuðbjÖrg Einarsdóttir, Hellisgötu 33, Hafnarfirði. Sigríður Sigurðardóttir, Þorragötu 7, Reykjavík. Kjartan Bjarnason, Hraunbúðum, Vestmanneyjum. Hallkell Þorkelsson, Holtaseh 38, Reykjavík. Guðný Karlsdóttir, Brekastíg3, Vestmannaeyjum. María Erla Friðsteinsdóttir, Hæðarseli 15, Reykjavík. Biginmaður hcnnarerStef- ánTyrfings- son.Þau takaá mótigestumí Fossinum, Garðatorgi 1, sunnudaginn30.4.,frákl. 19-22. Jóbann H. Jónsson, Stóra-Dal, Eyjafjarðarsveit. 70 ára Ólafur Marel Ólafsson útgerðarmaöur, Brekkuvegi 7, Seyðisfirði. Eiginkona hans er Elísabet Hlín Axelsdóttir húsmóðir. Þau era erlendis. Magnús Daníelsson, Smiðjugötu 12, ísafirði. Bjargey Stefánsdóttir, Ásgaröi 149, Reykjavík. María Jóhannsdóttir, Akurgerði 3b, Akureyri. Árni Þorvaldsson, Kelduhvammi 9, Hafnarfirði. Smyrlahrauni 48, Hafnarfxrði. Sólveig Sigurjóna Gísladóttir, Uröarvegi 19, ísafirði. Benedikt Leósson, Löghergsgötu 5, Akureyri. Guðný Jónasdóttir, Rjúpufellil5, Reykjavík. Elín Nóadóttir, Hjarðarhaga28, Reykjavík. óskar Smith Grímsson, Háaleítisbraut 117, Reykjavik. 40ára Sigríður Stefánsdóttir, Líndarflöt 46, Garðabæ. Jóhanna B. Kristjánsdóttir, Álfaskeiði 127, Hafharfirði. HuldaKarlsdóttir, Höfðastíg 17, Bolungarvík. Jósefína H. Guðjónsdóttir Jósefína Helga Guðjónsdóttir, Aust- urströnd 8, Seltjarnarnesi, er áttræð ídag. Starfsferill Helga fæddist á Patreksfirði og ólst þar upp. Hún fluttist til Reykja- víkur 1946 og hefur átt þar heima síðan. Fjölskylda Eiginmaður Helgu var Jón Eggert Bachmann Lárusson, f. 12.7.1912, d. 20.6.1981, loftskeytamaður. Hann var sonur Lárusar Lárussonar, gjaldkera í Reykjavík, og Málfríðar Helgu Bachmann húsmóður. Börn Helgu og Jóns Eggerts era Málfríður Helga Bachmann, f. 27.12. 1939, fulltrúi hjá Pósti og síma, á tvo syni, Jón Helga Bragason, f. 11.12. 1967, og Frey Bragason, f. 20.11.1969; Ólafur Ingi Jónsson, f. 29.10.1945, d. 25.12.1989, prentsmiöjustjóri DV, var kvæntur Sigríði Sigurjónsdótt- ur og eru böm þeirra Anna Sigur- borg, f. 6.1.1968, Ingi Rafn, f. 8.5. 1971, og Siguijón, f. 9.10.1982. Systkini Helgu eru öll látin en þau voru Kristjana Guðjónsdóttir, f. 11.10.1901; Jórunn Guðjónsdóttir, f. 2.10.1905; Jóhannes Guðjónsson, f. 28.7.1912. Foreldrar Helgu voru Guðjón Ingi Jósepsson, sjómaður á Patreksfirði, og Þórdís Jónsdóttir frá Hænuvík, húsmóðir. Ætt Guðjón Ingi var sonur Jóseps frá Múlanesi, Bjarnasonar, Sigmunds- sonar. Móðir Guðjóns var Helga Jónsdóttir, b. í Hvammi á Barða- strönd, Bjarnasonar. Þórdís var dóttir Jóns, b. í Hænu- vík, Sigurðssonar. Móöir Þórdísar Jósefína Helga Guðjónsdóttir. var Helga Ólafsdóttir, b. á Láganúpi á Rauðasandi, Ásbjörnssonar. Móð- ir Helgu var Helga Einarsdóttir, b. í Kollsvík, ættföður Kollsvíkurætt- arinnar, Jónssonar. Helga tekur á móti gestum í sjálf- stæðissalnum á Austurströnd 3 í dag, laugardaginn 29.4., kl. 15-18. Þóra Ágústsdóttir Smáauglýsingadeild /////////////////////////////// Opið í dag til kl. 14 Lokað á morgun, sunnud. 30. apríl Opið mánudaginn 1. maí frá kl. 16-22 D V kemur næst út eldsnemma að morgni þriðjudaginn 2. maí smáauglýsingadeild Þverholti 11, sími 563 2700 Þóra Ágústsdóttir skrifstofustjóri, Ugluhólum 8, Reykjavík, verður sextugámorgun. Starfsferill Þóra fæddist í Stykkishólmi og ólst upp í Vík í Stykkishólmi. Hún lauk landsprófi frá Gagnfræðaskól- anum í Stykkishólmi 1951, stundaði nám við Húsmæðraskóla Suöur- lands að Laugarvatni veturinn 1953-54, nam þýsku við Eurocentr- um í Þýskalandi 1990 og ensku í Bandaríkjunum 1993. Þóra vann á Pósti og síma 1951-53, við Búnaðarbanka íslands í Stykkis- hólmi 1969-84 og var þar skrifstofu- stjóri 1982-84. Sumarið 1984 flutti Þóra til Reykjavíkur og hefur starfað síðan þá í Búnaðarbanka íslands í Háa- leiti en hún hefur verið þar skrif- stofustjórifrál985. Fjölskylda Þóragiftist31.7.1954 Jóhannesi Kristjánssyni, f. 21.8.1914, d. 22.11. 1983, fyrrv. kaupfélagsstjóra. Hann var sonur Kristjáns A. Kristjáns- sonar kaupmanns og Sigríðar H. Jóhannesdóttur ljósmóður sem bæði voru frá Suðureyri við Súg- andafjörð. Börn Þóru og Jóhannesar era Sig- ríður H. Jóhannesdóttir, f. 28.11. 1954, gift Ágústi Þórarinssyni og á hún tvö böm; H. Ágúst Jóhannes- son, f. 21.2.1960, kvæntur Ragnheiði Bachmann G. og eiga þau tvö böm; Guðrún E. Jóhannesdóttir, f. 2.7. 1965, en sambýlismaður hennar er Jóhannes Halldórsson og á hún tvö Þóra Agústsdóttir. börn. Foreldrar Þóru: H. Ágúst Pálsson, f. 26.8.1896, d. 14.7.1959, skipstjóri í Vík í Stykkishólmi, og Magðalena Níelsdóttir, f. 16.6.1897, d. 21.5.1975, húsmóðir. Þóra mun taka á móti gestum í sal Tannlæknafélagsins að Síðumúla 35 í Reykjavík á morgun, sunnudaginn 30.4., kl. 15-18. Grétar Már Jónsson Grétar Már Jónsson skipstjóri, Hlíð- argötu 22, Sandgerði, er fertugur í dag. Starfsferill Grétar Már fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði til fimmtán ára aldurs. Þá flutti hann í Sand- gerði þar sem hann hefur átt heima síðan. Grétar Már lauk fiskimanna- prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1975. Grétar Már var fyrst skipstjóri 1978 á Bjamarvík GK 49. Síðan á Sigurjóni GK 491980-84, á Barða RE, vertíöina 1984, á Sæborgu RE 20 1985-92 en er nú skipstjóri á Bergi Vigfúsi GK 53. Grétar Már er einn af stofnendum handknattleiksdeildar Reynis í Sandgerði, sat í sveitarstjórn fyrir Alþýðuflokkinn og óháða 1982-90, hefur setið í hafnarstjórn frá 1982 og er nú formaður hennar. Fjölskylda Systkini Grétars Más eru Kári Jónsson, f. 25.5.1959, verkamaður í Sandgerði, kvæntur Sesselju Aðal- steinsdóttur, meðferðarfulltrúa fyr- ir þroskahefta; Steinunn, f. 5.6.1961, starfsmaður við bamaheimili, hú- settíHafnarfirði. Foreldrar Grétars eru Jón Eð- Grétar Már Jónsson. valdsson, skipstjóri og útgerðar- maður, og Guðbjörg Ástvaldsdóttir húsmóðir. Grétar tekur á móti gestum í sam- komuhúsinu Sandgerði á morgun, sunnudaginn 30.4., milli kl. 18.00 og 21.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.