Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1995, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1995 Fréttir Bæjarstjórinn í Hafnarfirði: Skógræktin leggur Kapelluhraun í rúst „Aðalskipulag hefur ekki gert ráð fyrir og gerir ekki ráö fyrir iðnaðar- svæði þarna. Þetta eru hugmyndir frá 1988 sem voru á pappírum í þrjá mánuði. Skógræktarstjóri heíði vel getað kynnt sér hvaða breytingum þessar hugmyndir tóku í vinnslu eins og aðrir. Eg lít svo á að hann sé þama að fara vísvitandi með rangt mál til að hvítþvo Skógrækt ríkisins því það hlýtur aö vera öfugsnúið að Skóg- rækt ríkisins, sem á að rækta upp land, skuh leggja gróið land í rúst,“ segir Magnús Jón Árnason, bæjar- stjóri í Hafnarfirði. Árið 1992 seldi Skógrækt ríkisins Borgartaki rétt til að taka eina millj- ón rúmmetra af nýju hraurii í Kap- elluhrauni í Hafnarfirði. Samningur- inn var miðaður við að malamámið entist til ársins 2002 eða skemur eftir því hversu lengi fyrirtækið er að vinna þessa milljón rúmmetra. Jón Loftsson skógræktarstjóri segir að í samningnum sé skýrt kveðið á um umgengni og frágang í hrauninu og hefur skógarvorðurinn á Suðvestur- landi eftirlit með námunni. „Umhverfismat var ekki til þegar samið var um malarnámið áriö 1992 og gömul náma var fyrir á staönum. Við gerðum bara samning við nýjan aðila og notum fjármunina til skóg- ræktar á góðum stöðum. Ég hafði þær upplýsingar frá bæjaryfirvöld- um á þeim tíma að þetta væri fram- tíðariðnaðarsvæði Hafnfirðinga," segir Jón Loftsson skógræktarstjóri. -GHS HM-miðasalan á Akureyri: Um 500 mið- ar hafa selst Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri „Það má reikna með að það sé búið að selja um 500 miða á leikina í riðla- keppninni hér á Akureyri," segir Gyða Björk Aradóttir, starfsmaður í aðgöngumiðasölunni á HM-leikina á Akureyri. Hún segir að Akureyringar hafi tekið vel við sér nú í vikunni, t.d. hafi selst um 200 miðar á leikina tvo síðustu daga riðlakeppninnar. Mest er aðsókn- in á leikina á mánudag en þá leika m.a. Svíþjóð óg Hvíta-Rússland og verður það 500. HM-leikurinn frá upp- hafi. Þá er einnig áhugi fyrir leikjunum 14. mai þegar Svíar mæta Spánverjum. Aögöngumiðar á leikina í riðla- keppnina á Akureyri eru samtals um 9 þúsund svo það er ekki hátt hlut- fall sem selt hefur verið af miðum til Akureyringa, en reiknað er meö um 200-300 útlendingum sem munu fylgjast með leikjunum. Þó hefur ekki verið hægt að fá nákvæmar upplýsingar ) um íjölda erlendra áhugamanna sem mun sækja leik- ina, og því borið við að salan fari fram hjá mörgum aðilum. Gyða Björk Aradóttir sagði að ekki hefði vetið tekin ákvörðun um það hvort skólakrökkum á Akureyri yrði boðið á leiki keppninnar, en hún sagðist þó frekar reikna með því. T.d. er lögð mikil áhersla á að bekk- urinn verði þétt setinn á mánudag þegar 500. HM-leikurinn fer fram. Árbæjarsafn: Útkall vegna Slökkviliöið í Reykjavík var kallað að Árbæjarsafni seinnipartinn í gær. En ekki var mikið um eld þar sem brunaboði haföi fariö í gang þegar verið var aö sjóöa svið í safninu. Höfðu starfsmenn gleymt aö slökkva á brunakerfinu. enginn út PHILIPS I tilefni heimsmeistarakeppninnar í handknattleik hér á landi bjóðum við PHILIPS PT 472 sjónvarpstæki á sérstöku HM tilboði. Þetta eru hágæða 28" stereo tæki sem eru búin myndgæðum sem finnast aðeins hjá PHILIPS. Iwll' ** 8 S ' &*£SS<f MB PHILIPS PT 472 • Black Matrix myndlampi • CTI litastýring • Nicam stereo • íslenskt textavarp • Easy logic fjarstýring með aðgerðastýringu á skjá • 2 scarttengi • Beintenging fyrir hljómt. (Surround) • Spatial hljómbreytir Rétt verð: HM tilboð: 94.600 ^ 89.900 Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO TIL ALLT AÐ 36 MANAOA '‘Ikís*. 711 allt að 24 mánaða Umboðsmenn um land allt Sandkom dv Barist við Svía Þáerhún loksinshafm, heimsmeist- arakeppnini : haiiíiknattleik. Átianrcruliö insíðanþaðvar ákveðiðíS- Kóreu að Jialila þessikeppni iimnioghetiu gengiðáýmsu. Þá var reyndar barist um keppnina 1994 og andstæðingamir voru S viar. Matthías Mathiesen, sem þá var ráð- herra, átti snilldarleiki á fundi Al- þjóða handknattleikssambandsins, gekk í kjölfar forsvarsmanna sænska handknattleikssambandsins. Sænski formaðurinn fór á milli og sneri mönnum tíl liðs við sína umsókn en menn höfðu ekki íyrr lofað S víum stuðningi að Mattiiías var kominn og búirrn að fá þá til að styöja ísland. Niðurstaöan varö svo sú að breyta tilhögum keppninnar, halda hana á tveggja ára fresti frá árinu 1993, þá í Svíþjóð og síðan á íslandi 1995. (þróttahöll lofað fþramuræðu : á þinginu lofaði : Matthíasium- boðiislenskra stjóravaldaað keppnináís- iaiHÍiyrði glæsáeg.Byggð yrðilþróttahöll semmyndi rúma7-8þús- ; undáhorfend- ur og var ekki annað að sjá en þjóðin öil með stjómvöld i fararbroddi stæði að baki íslenskuumsókninni. Svo fóru menn að huga að þ ví að eitth vað myndi kosta að byggja þessa íþrótta- höllogþá fóru að renna á þá tvær grímur. Síðan má segja að stór hluti baráttu handknattleiksforustunnar, a.m.k. tíl skamms túna, hafi farið i aö reyna að fa stíömvöld hvers tíma til að standa viö stóru orðin. Niður- stöðuna vita allir. Byggt vai' við íþróttáhöUina i Laugardal og er ekki annað að sjá en að allír séu ánægðir þótt útkoman sé allt önnur en lofað var í Kóreu um áriö. Enginn asi Þegarþetta erskrifaðer ekkiendanlega ljósthvorthjór- salaverður leyfðáleikjum HMihandbolta á Akureyri. SýsJumaður semfékkerindi HM-nefndar- innarumbjór- söluna sendi það lögum samkvæmt til áfengisvamarnefndar bæjarins til umsagnar. Það hefur hleypt illu blóði i menn að nefndin sat á bréfmu nokkra daga og ekki var boðað til fundai' i nefndinni fyrr en á sama tíma og bæjarstíórnarfundur var sl. þriðjudag. Þá átti að vera tryggt að erindið gæti ekki komiö til afgreiðslu bæjarstíómarþar sem næsti reglu- legi fundur hennar er ekki fyrr en 16. raaí. Þeir sem vildu veita bjórsölu- leyfið bmgðust ókvæða við og allt fór á fleygiferð í kerfinu við að boða til aukafundar í bæjarstjóm og veita leyfiðþar. Rak stöngina í hana Akurcyring- urnokkur.sem þungterhald- innafsjúkdómi þeimseinveiöi- dellanefnist, hefurafogtilí veturhaftþær skemmtilegu draumfarirað halda til veiða. Hannhefurþá gj arnan sett í stórfiska á flugur og yfirleitt haft betur eftir harða viöur- eign. Eina nóttínai síöustu viku dreymdi hann viði ureign við 23 punda stórlax en þegar viðureignin náði hámarki varö „betri helmingurinn“ í hjónarúminu eitthvað órólegur og gaf veiðímanninum vænt olnboga- skot. Veiðímaðurinnhálfvaknaði en landaði þó laximun með glæsíbrag. Þegar hann sagði frá draumförura þessum var hann spurður hvers vegna konan heiði geflð honum oln- bogaskotið sagðihann: „Ætli éghafi ekki rekiö stöngina í hana.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.