Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1995, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRIFT ER OPiN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL.6-8 LAUGAftDAGS- OG MANUDAGSMDRGNA Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1995. Vandræðaástand á golfvellinum við Hellu: Krummi stelur kúlunum - um 100 golfkúlur hurfu einn daginn „Fjöldi kylfinga var við æfingar fyrir fyrsta golfmót ársins á Hellu þann 1. maí þegar mikið hrafnager kom aðvífandi og hirti megnið af æfingakúlum þeirra. Vallarstarfs- menn giska á að þann dag hafi horf- ið um 100 golfkúlur. Það á að halda íslandsmótið í golfi hér á þessum velli í lok júlí í sumar og mér líst ekki á málið ef þetta verður enn vandamál þá,“ sagði Ingvar Baldurs- son, nefndarmaður hjá Golfklúbbi Hellu á Rangárvöllum. Golfvöllurinn á Hellu er með þeim glæsilegri á landinu og einn af fáum 18 holu völlum á landinu. „Þetta hefur verið mikið vandamál í vor. Krummi er búinn að taka ein- hver hundruö bolta í vor. Um leið og kylfmgar mæta á völlinn byrja hrafnamir að tínast á staðinn, setjast á staura í nágrenninu og sitja um hvem bolta. Ég var að koma af móti Krummi angrar kylfingana á Hellu. áöan og það var ekki hægt að fá eina einustu kúlu til æfinga, krummi var búinn að hirða þær allar. Menn hafa reynt að ganga upp með Hróarslækn- um, sem rennur í gegnum golfvöll- inn, til þess að leita að kúlum. Þar fundust um daginn einar 11 kúlur sem krummi hafði falið. Ræddar hafa verið ýmsar aðferðir til úrbóta og sumir hafa minnst á þann möguleika hvort ekki megi fækka í liði þjófanna með skotvopnum en það er ansi hart ef menn veröa að fara vopnaðir út á golfvöll," sagði Ingvar. Stálu rafmagni - greiddu orkuna eftir ríflega áætiun Tveir menn á Suðurlandi hafa vegar aðmálafþessumtogakæmu skaftámilliloftsogmælisogþann- viðurkennt aö hafa stolið rafmagni öðru hverju upp. Þau væru ekki ig náð að þrýsta plastinu á mælum frá Rafmagnsveitum ríkisins um stórvægileg og þótt um þjófnað niöur svo að teljarinn stöðvast. árabil. Annar mannanna er raf- væri að ræða væri reynt að leysa „Yflrleittfylgjumst viömeðnotk- virki en hinn er í opinberu starfi þau án kæru og með því að áætla uninni og oftast sjáum við fljótlega og hafa þeir gert upp við Rafmagn- rafmagnsnotkun á viðkomandi. ef eitthvað er óeðlilegt við raf- sveituna. Áætluö var á þá rífieg Þessi leið væri farin þar sem erfitt magnsnotkun. Hvort sem hún er notkun raönagns á þeim tíma sem væri að færa sönnur á þjófnað af ofmikil eða lítil könnum við máhð. um ræöir og gerðu þeir upp sam- þessu tagi og sjaldnast lægi fyrir Það er sjaldnast sem menn komast kvæmt núgildandi taxta. játning manna. upp meö að fá orku án þess að Örlygur Jónsson, rafveitustjóri á Oftast mun sú leið vera farin að greiða fyrir hana. Ef og þegar það Hvolsvelli, játaði því hvorki né menn tengja fram hjá mæliun sem kemst upp þá fá menn að borga neitaði að þetta héfði átt sér stað, mæla rafmagnsnotkun eða mæl- ríflega fyrir það,“ segir Örlygur. sagðist ekki tjá sig um einstök mál arnir eru stöðvaði. Þess eru jafnvel -pp sem kæmu upp. Hann sagði hins dæmi aö menn hafi þvingað kúst- Hægri maðurinn Jacques Chirac, borgarstjóri Parisar, verður næsti forseti Frakklands. Chirac sigraði Lionel Jospin, frambjóðanda sósíalista. Þegar mikill meirihluti atkvæða hafði verið talinn í gærkvöldi hafði Chirac hlotið ríflega 52% atkvæða en Jospin ríflega 47%. Chirac segir að meginverkefni hans áforsetastóli verði að skapa fleiri störf til að vinna gegn atvinnuleysinu sem er um 13% í landinu. -Sjá bls. 10 símamynd Reuter Snjóbíll skorð- - aðist í djúpri jökulsprungu Snjóbíh, sem var á Breiðamerkur- jökh á vegum Landsvirkjunar á föstudag, lenti í 15 metra djúpri jök- ulsprungu og festist. Skorðaðist bíll- inn efst í frekar breiðri sprungunni. Mátti ekki miklu muna að hann félh niöur. Þrir menn voru í snjóbílnum og sakaði þá ekki. Tókst þeim að komast úr bílnum og kalla eftir hjálp. Var annar snjóbíll fenginn írá Reykjavík og gekk vel að draga hinn úr sprungunni. Tekinn með sjónvarpogbjór Maður sem brotist hafði inn í veit- ingastaðinn Jakka og brauð í Skeif- unni á laugardagsmorgun var hand- tekinn á staðnum. Hafði maðurinn þá borið sjónvarpstæki og töluvert af bjór út úr veitingastaðnum og var að búast til brottferðar. Helgin var annars tiltölulega róleg hjá Reykjavíkurlögreglunni. Gerð var tilraun til innbrots í söluturn við Ármúla og brotist inn í bíl við Sléttu- veg og útvarpstæki stohð. Þá kvikn- aði eldur í öskutunnu við Eddufell í gærmorgun og olli smávægilegum skemmdum. LOKI Það bregst ekki: Upp koma svik um síðir! Veörið á morgun: Þurrtum land allt Á morgun er gert ráö fyrir hægri breytilegri átt eða norð- lægri átt og að þurrt verði um nánast allt land. Léttskýjað verð- ur mjög víða, síst þó norðaustan- lands. Svalt verður við norður- ströndina en annars 7-10 stiga hiti að deginum. Veörið í dag er á bls. 44. K I N G L#m alltaf á Miðvikudögum i i i t i i i i i i i i i i i i í í t i t t t t t t t t t t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.