Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1995, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1995 7 Fréttir Frestun humarverötíðar harölega gagnrýnd: Ósk einhverr- ar skólanef nd- ar í Eyjunt „Sjávarútvegsráðuneytið verður að endurskoöa frestun á vertíðinni í ljósi yfirvofandi verkfalls. Mér er reyndar óskiljanlegt að til þessarar frestunar skuli vera gripið. Ég heyri það eftir sjávarútvegsráðherra að það sé gert til að koma til móts við óskir einhverrar skólanefndar í Vest- mannaeyjum," segir Haildóra B. Jónsdóttir, útgerðarstjóri og formað- ur Útvegsmannafélags Hornafjarðar. „Það veiðist alltaf best fyrst á vert- íðinni þannig að skaðinn er mjög mikiil," segir hún. „Bara kjaftæði“ Á Suðurlandi og Reykjanesi hvöttu sjómenn og humarverkendur til þess að vertíðinni yrði frestað. „Við mönnum þessa vinnslu að mestu með skólafólki. Hefði vertíðin byrjað 14. maí heíði það kostað stór- vandræði þar sem skólafólkið skilar sér ekki fyrr en 25. maí,“ segir Hjör- leifur Brynjólfsson, framkvæmda- stjóri Humarvinnslunnar í Þorláks- höfn. „Við Grindvíkingar höfum aldrei verið hlynntir þessari tímasetningu. Þegar þessu var flýtt fyrir nokkrum árum var það gert á þeim forsendum að það leiddi til aflaaukningar sem er auðvitað bara kjaftæði," segir Dagbjartur Einarsson í Grindavík. -rt Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráöherra: Engin áform um að hætta við frestun „Þetta kom til vegna þess að það komu svo harðar óskir frá öllum plássunum þar sem humar er unn- inn, að Homafirði undanskildum. Ástæðan var þessi röskun á skóla- haldi og skólafólk er uppistaðan í vinnuaflinu. Við vorum að taka tillit til þeirra óska,“ segir Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra vegna frestunar humarvertíðar og þeirra mótmæla sem Hornfirðingar hafa haft uppi. Hann segir engin áform um að breyta þessari ákvörðun. „Það er ekkert nýtt komið fram enn þá sem breytir málinu," segir Þor- steinn. - Getur sú staðreynd að boðað hefur verið sjómannaverkfall breytt þess- ari'ákvörðun? „Það hefur ekki verið hugleitt út frá þeim forsendum en vissulega get- ur það bitnað á humarveiðunum," segirÞorsteinn. -rt GRUnDIG LITASJÓNVARP Nicam Stereo íslenskt textavarp og margt margt fleira... Var 1i^5§® Þú sparar 46.656 Æ NVAt TÖÐIN SIÐUMULA 2 - SÍMI 568 90 90 Alsælumálið: Viðurkenndi fjármögnun Rúmlega tvítugur karlmaður, sem handtekinn var á Keflavíkurflúgvelli með jafngamalli stúlku vegna amfet- amín og alsælusmygls, hefur játað við yfirheyrslur lögreglu aðild aö málinu. Honum hefur verið sleppt úr haldi en ljóst er að hann stóð að fjármögnun fikniefnakaupanna. Rannsókn málsins er lokið og telst þaðaðfulluupplýst. -pp ••99*56*70** g Tekur við svörum fyrir þig! Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alla íaridsmenn. Vortilboð á sturtuklefum og sturtubúnaði frá TAB Ítalíu Tilboðið gildir frá 8.-20. maí (eða meðan birgðir endast) Heill sturtuklefi, ______ _________________________ st. 80x80 cm, m/botni. Blöndunartæki, sturtu- búnaður og vatnslás. Dropamynstur. Hornopnun Verð frá 24.800 stgr. Sturtuhorn, st. 70-90 cm. Öryggis- gler, segullæsing. Mynstur: Granit/rend- ur Verð frá 12.800 stgr. _r Opnum 8. maí í Síðumúla 34 (Fellsmúlamegin) Sturtuhorn, st. 70-90 cm. Styrol plast, seg- ullæsing, dropa- mynstur Verð frá 6.900 stgr. Sturtuhlíf á baðkör st. 160-180 cm milli veggja, hæð 140 cm. Öryggis- gler. Mynstur: granit/rendur Verðfrá 17.600 stgr. Sturtuhorn, rúnað, st. 80-90 cm. Sveigtöryggisgler Mynstur: rendur. Verðfrá 36.700 stgr. Styrol plast. Mynstur: dropar Verð frá 20.900 stgr. Sturtuhlífará baðkör, st. frá 120-164 á lengd, hæð 140cm. Styrol plast, dropa- mynstur, heil hlíf eða har- móníka. Verð frá 7.200 stgr. Opið: mán. -fö. 9-18 laugar. 10-14 Sturtuhurðir, st. 70-90 cm. Heilareða þrí- skiptar. Örygg- isgler. Mynst- ur: granit/rend- ur Verðfrá 10.900 stgr. Síðumúla 34 (Fellsmúlamegin) Sími 887332

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.