Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1995, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1995, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 30. JÚNl' 1995 Fréttir ■ Menn sammála um að til bóta horfi í málefnum Hæstaréttar: Biðtíminn styttist - segir formaður dómarafélagsins - nóg að gert, segir formaður lögmanna „Opinberu málin ganga mjög hratt fyrir sig hjá dómstólunum. Tími einkamála fyrir héraösdómunum hefur styst og er aö styttast fyrir Hæstarétti þar sem flöskuhálsinn var fyrst og fremst. Þær breytingar, sem gerðar voru 'fyrir tæpu ári á dóminum, virðast hafa boriö árangur því málatíminn er aö styttast," segir Allan Vagn Magnússon, formaður Dómarafélagsins, í samtali viö DV. Eins og greint var frá í DV fyrir skömmu hefur mál Málfríöar Þor- leifsdóttur, sem slasaöist fyrir 8 árum í vinnuslysi, verið til meöferð- Björk Guðmundsdóttir fær lofsam- lega dóma í danska blaðinu Jyllands- Posten nú nýlega en þar segir gagn- rýnandi blaösins, Uffe Christensen, m.a. aö Björk sé einn merkasti lista- maöur þessa áratugar. Christensen segir Björk hafa tekiö alla með trompi með fyrstu plötu sinni, Debut, vegna þeirrar miklu orku sem hún búi yfir. Sú orka magnist stöðugt og sé nú meiri en nokkru sinni fyrr. Með nýjustu plötu sinni, Post, sanni hún að hún sé í fararbroddi nýrrar kynslóðar rokk- tónlistarmanna. Hann segir Björk auðveldlega hafa getað lifað á þeirri frægð sem hún hlaut með Debut en hún hafi hins vegar ekki látið sér það nægja. Með Post fari hún inn á svið þar sem mikiifenglegir hæfileikar hennar komi berlega í ljós. Undarleg og djörf Christensen segir að eins og platan Debut sé Post mjög persónuleg plata. ar hjá Hæstarétti í hálft annað ár og ekki enn verið tekið til meðferðar. Ljóst er að málið verður hins vegar flutt í byrjun næsta árs, tveimur árum eftir að því var áfrýjað. Margir hafa orðið til aö gagnrýna þann tíma sem tekið hefur að fá niðurstöðu í málinu og önnur svipuð mál. Svo virðist sem menn hafi verið sammála um að eftir að tókst að færa meðferð einkamála í héraði til betri vegar sé flöskuhálsinn í Hæstarétti. Hefur rétturinn verið gagnrýndur harðlega en á undanförnum árum hafa verið gerðar töluverðar breyt- Hún sé eilítið undarleg og djörf en það sé einmitt undarlegheitin sem geri tónlist Bjarkar svo aðlaöandi. Þá segist hann vera yfir sig hrifinn af rödd Bjarkar sem hann segir líkj- ast svolítið rödd írsku söngkonunnar Sinead O’Connor. Hins vegar búi Björk yfir meiri krafti og rödd henn- ar verði aldrei fyrirséð eins og raun- in sé með Sinead O’Connor. „Björk breytir rödd sinni stöðugt og tónlist hennar er aldrei eins og maður býst við að hún verði. Rödd hennar hel- tekur mann og leiðir mann um marg- breytileika hæfileika hennar.” Hann segir að tónlist Bjarkar sé oft og tíð- um ekki falleg og ekki alltaf hljóm- ræn en þó alltaf áhugaverð. Christensen segir að lokum að með Post hafi Björk náð að skapa eitt áhugaverðasta tónlistarverk ársins og sem listamaður hafi hún skapað sér sess sem einn merkasti listamað- ur þessa áratugar. ingar á skipulagi þannig að mál taka ekki jafn langan tíma og áður tíðkað- ist en mikill fjöidi einkamála hafði safnast fyrir hjá réttinum. í júlí sl. voru gerðar enn frekari breytingar á skipulagi réttarins. Fólu þær helst í sér að fækka enn meir þeim málum sem tekin eru til fullrar meðferðar og stytta þann tíma sem tekur að undirbúa mál til flutnings. Mörgum hefur ekki þótt nóg að gert og spyrja hvort ekki sé hægt að stytta þann undirbúningstima sem málsaðilar fá til að ganga frá málum til flutnings í Hæstarétti enn frekar. „Við byrjum í dag, fljúgum til Lu- ton og höfum fengið mjög góð við- brögð við þessu. Það má segja að vélin sé nánast full,“ sagði Stefán Ásgrímsson, starfsmaður Emerald Air, en flugfélagið hefur flug til Lu- ton í London í dag. Áætlunarferðir verða síðan tvær á viku, þriðjudaga og fóstudaga. Farið verður frá Kefla- vík klukkan 13.55. „Ég tel að ekki sé hægt að stytta þennan tíma meira. Sá tími sem tek- ur lögmenn að afla ágrips og ganga frá greinar- og dómsgerðum hefur styst og er reyndar mjög knappur f dag. Til að stytta þann tíma sem Mður frá því mál er tilbúið til flutnings og þar til það er flutt og dæmt er frekar spurning um peninga eins og allt annað í þjófélaginu. Til þess þurfa stjórnvöld að fjölga dómurum enn meira, bæta við dómsölum og fjölga starfsfólki,“ segir Þórunn Guð- mundsdóttir, formaður lögmannafé- lagsins. „Flugfélagið hefur verið með áætl- unarflug milh Belfast og Luton frá þvi í vetur en nú hefur ísland bæst í hringinn. Flugleiðin hefst í Luton að morgni, flogið er til Belfast, þaðan til íslands, þá Belfast og loks er end- að í Luton,“ segir Stefán. Hann segir Emerald Air vera nýlegt írskt félag með varnarþing í Belfast en ýmsir íslendingareigiíþví. -sv Sigurður Líndal, lagaprófessor við HÍ, segir að hluti skýringarinnar á af hverju svo mörg mál séu í biðröð hjá Hæstarétti sé sú að allt of miklu af ómerkilegum málum sé áfrýjað til réttarins - málum sem eiga raun- verulega ekkert erindi til Hæstarétt- ar heldur ætti að leysa á öðrum vett- vangi. „Það þarf að dæma þessi mál rétt líka fyrst þau eru komin fyrir réttinn þótt manni finnist þau oft ómerkileg og þá bitna þau á merkilegri málun- um, “ segir Sigurður. -pp KeflavíkurflugvöHur: Sprengjuhót- unin gabb Ægír Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Þetta var gabb. Það hefur ekki tekist að rekja símtalið og ekki er vitaö hver var þarna að verki. Sá sem hringdi talaði ensku,“ sagði Þorgeir Þorsteinsson, sýslumaöur á Keflavikurflugvelli. Herlögregiunni á Keflavíkur- flugvelli barst sprengjuhótun kl. 12 í gærdag og sagt var aö sprengju hefði verið koraið fyrir á vellinum. Helst var hægt að skilja á hótuninni að sprengjunni eða sprengjunum hefði verið komið fyrir á stað þar sem mikill fjöldi manna var saman kominn í hádeginu. Herlögreglan gerði íslensku lögreglunni á Keflavík- urflugvelli strax viðvart og fór hún ásamt slökkviliðinu á vellin- um þegar af stað til leitar. Leitin beindist að mötuneytum, mat- sölustöðum og samkomuhúsum hermanna og voru allir staðimir þegar í stað rýmdir á meðan leit fór fram en engin sprengja fannst. Herlögreglan hefur búnað til að rekja símtöl. Hættuástandi var aflýst einum og hálfum tíma eftir að hótunin barst og tóku rúmlega 40 manns þátt í leitinni. Björk hefur skapað eitt áhugaverðasta tónlistarverk ársins með plötu sinni Post, að mati gagnrýnanda Jyllands-Posten. Björk Guömundsdóttlr: Einn merkasti listamaður þessa áratugar - segir gagnrýnandi Jyllands-Posten Sumarvinna skólafólks: Stúlkur kvarta til Jaf nréttisráðs Starfsfólks Jafnréttisráðs hefur að undanfórnu fengið nokkrar kvartan- ir frá stúlkum á framhaldsskóla- og háskólaaldri þar sem þær telja að gengið hafi verið fram hjá þeim við ráðningu í sumarstörf og yngri og minna menntaðir piltar teknir inn í staðinn. Á þetta einkum við um sum- arvinnu á vegum sveitarfélaga, þó ekki vinnuskóla eða unglingavinnu. Erindi stúlknanna hafa komið jafnt frá höfuðborgarsvæðinu sem lands- byggðinni. Þær hafa fyrst og fremst verið að kanna hver réttur þeirra er en engar formlegar kærur hafa bor- ist Jafnréttisráðivegnaþessa. -bjb Grímur Gíslason, stjómarformaður Herjólfs hf.: Vegagerðin stef nir að því að yf irtaka Herjólf - og fá daglega stjómun fyrirtækisins í sínar hendur Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum: „Ég vil vekja athygli á skulda- stöðu fyrirtækisins og þeirri ábyrgð sem því fylgir að halda áfram á sömu braut. Eins og mál- um er nú háttað safnast upp við- skiptaskuld Heijólfs hf. við Vega- gerðina vegna afborgana af smíöi skipsins. Skuldir þessar námu 266 milljónum króna um síöustu ára- mót og stefna í hálfan milljarö í lok þessa árs. Það er þvi ljóst aö fyrir- tækið-er nánast gjaldþrota og því kominn tími til að fá á hreint hvernig ríkið hyggst afgreiða það mál enda verður það stærsta mál næstu stjómar," sagði Grímur Gíslason, stjómarformaður Her- jólfs hf., á aðalfundi fyrirtækisins á þriöjudagskvöldiö. Grímur segir að meö því að skuldfæra greiðslur vegna smíði Herjólfs á fyrirtækið gangi Vega- gerðin þvert á vilja Alþingis. Það hafi aldrei verið ætlun þess að framlög ríkisins vegna smíðinnar skrifuðust á Heijólf hf. sem á og rekur Herjólf. Það sé skilningur stjómarinnar og það hafi þing- menn kjördæmisins staðfest. Það hafi ekki breyst þótt Heijólfur og aörar ferjur í landinu heyri nú undir Vegagerðina. „Það hefur frá upphafi verið stefna Vegagerðarinnar að eignast Herjólf og flytja stjómun skipsins til Reykjavíkur. Stjórnin hefur ver- ið í slag um forræði Heijólfs við Vegagerðina frá upphafi og aö mínu mati er þetta stærsta mál nýrrar stjórnar. Herjólfur hf. er hlutafélag og með því að skuldfæra aíborganir og fjármagnskostnað á fyrirtækiö geta þeir hvenær sem er gert félagið gjaldþrota," sagði Grímur en í þessu máli hefur stjórnin stuðning þingmanna kjör- dæmisins. „í viðtölum við okkur hafa þeir staðfest að það hafi aldrei verið inni í myndinni að til kæmi breytt eignarhald á skipinu. Herj- ólfur er okkar þjóðvegur og um framlög til hans eiga að gilda sömu reglur og til annarra vegafram- kvæmda, hvort sem það eru vegir, brýr eða göng. Þarna þurfa Vest- mannaeyingar að vera á verði því ég held að það yrði ekki bæjarfélag- inu til góðs ef Heijólfi yrði fjarstýrt úr Reykjavík. Þá er hætt við að daglegar ferðir heyrðu sögunni til,“ sagði Grímur. EmeraldAir: Fyrsta f lugið til Luton í dag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.