Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 íþróttir Port Vale vill kaupa Þorvald Daníel Ólaöson, DV, Akcanesi: Fréttastofa Sky skýrði frá því í gærkvöldi að enska knattspyrnufé- lagið Port Vale, sem leikur í 1. deild, hefði áhuga á að fá íslenska landsliðsmanninn Þorvald Örlygs- son til liðs viö sig, en hann spilar með nágrannaliðinu, Stoke. Þorvaldur sagði í viðtali viö Sky að sér væri frjálst að fara frá Stoke, en eins og málin stæðu vildi hann ekkert um það segia hvert hann færi og það væri sitt einkamál. Þorvaldur sagðist jafnframt ræða við nokkur félög á næstunni en vildi ekkí gefa upp hver þau væru. Leikmenn Partick mjög grimmir Keflavík leikur í Skotlandi á morgun Ægir Már Káiason, DV, Suöumesjum: „Við vitum lítið um þetta skoska lið en þær upplýsingar sem ég hef fengið eru að þeir hafi ekki marga veikleika. Þeir eru mjög grimmir og líkamlega sterkir. Þá hafa þeir að sögn góðan markaskorara. Þeir náðu fljúgandi siglingu í lokin í skosku úrvalsdeildinni og töpuðu ekki leik í síðustu 5 umferðunum," sagði Þórir Sigfússon, þjálfari Keflvíkinga sem leika gegn skoska liðinu Partick Thistle í Inter Toto keppninni í Skot- landi á morgun. Þetta er annar leikur Keflvíkinga í keppninni en þeir töpuðu fyrir Metz frá Frakklandi um síðustu helgi, 1-2. Partick ætlar sér mjög langt í keppninni og í viðtali við Sunday Mirror sagði framkvæmdastjórinn, John Lambie, að liðið yrði hreinlega að vinna Keflavík til að eiga mögu- leika að komast áfram. Hann sagðist ekki vita mikið um hina íslensku andstæðinga sína en þeir væru án efa með gott lið. Stjórinn sagði enn fremur að sínir menn kæmu fullir sjálfstrausts í leikina í þessari keppni og þeir tækju hana mjög alvarlega. Óvænt úrslit á Wimbledon Michael Chang, Stefan Edberg og Jim Courier féllu allir óvænt út úr Wimbledon-mótinu í tennis í gær. Chang tapaði fyrir Korda frá Tékklandi, Edberg fyrir Norman frá Belgíu og Courier fyrir Pioline frá Frakklandi. Andre Agassi og Boris Becker komust hins vegar áfram án vandræða. í kvennaflokki vann Stefíi Graf sigur á Amöndu Coutzer frá Suður-Afríku, en Helena Sukova tapaði óvænt fyrir Yome Kamio frá Japan. Fyrsti Draumaliðsmeistarinn Fyrsta hlutanum í Draumaliðsleik DV er lokið og ljóst hver er „þjálfari júnimánaðar“. Það verður gert opinbert í helgarblaðí DV en þar er fjallað um þennan vinsæla lesendaleik á tveimur síöum. inmiiii iiimiii IIIMIII liimgiimiæiimiiHsiii I M i M i I mm i I i mm ■ mm | i mm I mm i i g mm 1 I Íi Opna Dilettóíí J kvennamótib verbur haldib á G raf a rhojt sveH i j jlj n j ✓ s Leiknar verba 18 holur meb fullri forgjöf í þremur forgjafarflokkum. A-flokkur B-flokkur C-flokkur ■0-22 forgjöf 23 - 27 forgjöf 28 - 36 Glæsileg verblaun verba fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki og fyrir besta skor mótsins. Aukaverblaun verba fyrir ab vera næst holu á 2. og 6. braut vallarins. Ræst verbur út frá kl. 10:00. Skráninq fer fram í Golfverslun Sigurbar Pét .rssonar í síma 587 2215. Skráningu lýkur laugardaginn 1. júlíkl. 16:00 Þátttökugjald 1.800,- kr. ATH! Framvísa skal félags- og forgjaf- r til keppni. arskírteini þegar mætt er t Golfklúbbur Reykjavíkur 'í Ksm i 0 mm I M i I i M i I M I MH i M i mm i i i mm i i O.Johnsontk Kaaber hf lliaHliamiimHIHBIIBBIimHIIHHIIHBIIHBIIMHIIHIl ■nnamiiMuf EMítugþraut um helgina Keppni í 2. deild, fyrsta riðli, Evrópukeppninnar í tugþraut karla og sjöþraut kvenna fer fram á laugardag og sunnudag á Laug- ardalsvelli. Keppni hefst klukkan 10 báða keppnisdagana og stend- ur til klukkan 17. Alls keppa 5 þjóðir í karlaflokki, ísland, ír- land, Slóvenía, Lettland og Dan- mörk. í kvennaflokki keppa 4 þjóðir, ísland, írland, Danmörk og Lettland. Hver þjóð sendir 4 þátttakendur en árangur þriggja efstu telur til stiga. Landslið Islands í karla- flokki er skipað þeim Jóni Arnari Magnússyni, Friögeiri Halldórs- syni, Ólafl Guðmundssyni og Theódóri Karlssyni. í kvennalið- inu eru þær Sunna Gestsdóttir, Vala R. Flosadóttir, Sigríður A. Guðjónsdóttir og Þuríður Yngv- arsdóttir. Sáfimmtándi gegn Færeyjum Fimmtándi A-landsleikur ís- lands og Færeyja í knattspyrnu fer fram í Neskaupstað á sunnu- daginn klukkan 14 og er það jafn- framt fyrsti landsleikurinn á Austurlandi. ísland hefur unnið 13 af 14 leikj umþjóðannatilþessa en liðin geröu 0-0 jafntefli í Fær- eyjum árið 1984. Þá tefldi ísland fram 21 árs landsliði sínu. Síðast léku Uðin í Þórshöfn árið 1990 og þá vann ísland nauman sigur, 3-2. ísland hefur líklega aldrei teflt fram jafn sterku liði gegn Færeyjum og nú en fjórir at- vinnumenn taka þátt í leiknum. Fjórir leikir í 2. deild Fjórir leikir fara fram í 2. deild- inni í knattspyrnu á sunnudag. Klukkan 16 mætast efsta liöið Stjarnan og Þróttur í Garðabæ. Um kvöldið klukkan 20 verða síð- an þrír leikir. KA og Þór mætast í Akureyrarslagnum, botnlið ÍR og HK mætast í Mjóddinni og Víkingar taka á móti Skalla- grímsmönnum í Fossvogi. Dortmund vill fá Herrlich Þýsku meistararnir Borussia Dortmund vilja ólmir fá hinn stórefnilega framherja Heiko Herrlich til liðs við sig. Herrlich var markahæstur í þýsku úrvals- deildinni og er af mörgum talinn framtíðarstjarna í Þýskalandi. Herrlich leikur með Borussia Mönchengladbach sem varð bik- armeistari á dögunum og vilja forráðamenn liðsins gera allt sem þeir geta til að halda í leikmann- inn. Talið er líklegt að Herrlich vilji frekar leika með Dortmund og víst er að liðið er tilbúið að borga háa fjárupphæð fyrir leik- manninn. Shilton til Coventry Peter Shilton, fyrrum landshðs- markvörður Englands, gerði í gær samning við úrvalsdeildar- liðið Coventry. Shilton, sem kom- inn er vel á fimmtugsaldurinn, lék 125 landsleiki fyrir England og yfir eitt þúsund deildarleiki með hinum ýmsu félögum. Fyrstustig Neistans Neisti frá Hofsósf fékk sín fyrstu stig í 4. deildinni í knatt- spy rnu með 1^1 sigri á SM í Hörg- árdal í gærkvöldi. Donald Þór Kelly skoraði fyrir SM. Víkverji og Ármann geröu jafntefli, 0-0. Bikarliðið er áf ram í slagnum - Grindavík vann FH, 0-2 Víöir Sigurösson skrifar: „Bikarlið" síðasta árs, Grindavík, stóð undir nafni í Kaplakrikanum í gærkvöldi þegar það vann verð- skuldaðan sigur á FH, 0-2, í 16 liða úrshtum Mjólkurbikarsins. Grindvíkingar voru mun betri aðil- inn í fyrri hálfleik og komust yflr á 26. mínútu. Eftir glæsilega sókn renndi Tómas Ingi Tómasson boltan- um inn í vítateig FH þar sem Grétar Einarsson skoraði með hörkuskoti. Á 54. mínútu skoraði svo Þorsteinn Jónsson eftir fyrirgjöf frá Grétari, 0-2. Þá tók FH völdin og sótti grimmt og komst næst því að skora þegar Ólafur B. Stephensen átti hörkuskot í þverslá og Albert Sævarsson varði vel frá Jóni Erling Ragnarssyni og Þorsteini Halldórssyni. En á loka- kaflanum fékk Grindavík mörg færi til að skora þriðja markið, Grétar það besta þegar hann skaut í stöng úr dauðafæri. „Þetta var mjög mikilvægur sigur og kom á réttum tíma. Hann gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir næstu leiki í deildinni, sem við ætlum að vinna, og það yrði gaman að komast aftur alla leið í bikarnum," sagöi Milan Jankovic, fyrirliði Grindvík- inga, við DV eftir leikinn. Jankovic og Þorsteinn Guðjónsson léku mjög vel í vörn Grindavíkur og Zoran Ljubicic var allt í öllu á miðj- unni og upphafsmaður að báðum mörkum hðsins. Hjá FH léku varnar- mennirnir Jón Sveinsson og Auðun Helgason best og byggðu upp fjöl- margar sóknir, en samt var það veik- ur hlekkur hjá FH hve illa miðjan í vörninni opnaðist nokkrum sinnum. Miðað við þennan leik eru Grindvík- ingar greinilega betur í stakk búnir fyrir baráttuna í neðri hluta deildar- innar en Hafnarfjaröarliðiö, sem er komið í verulega vond mál. Óvæntenverð- skuldað í Eyjum Porsteinn Guruiarsson, DV, Eyjurru 2. deildar hð Þórs kom skemmti- lega á óvart með verðskulduðum sígri á ÍBV, 2-3, í framlengdum leik í Eyjum í gærkvöldi. Eyjamenn skoruðu fyrsta mark leiksins strax á 3. mínútu og var þar að verki Rútur Snorrason úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Tryggva Guðmundssyni. Áhorf- endur voru að búa sig undir enn eina markasúpuna hjá Eyjamönn- um þegar Þórsarar jöíhuðu með marki Árna Þórs Árnasonar eftir mistök í vörn ÍBV. Eyjamenn sóttu stíft eftir þetta og fengu góð færi en Ólafur Pétursson, markvörður Þórs, varði í öll skiptin glæsilega. Þórsarar voru betri framan af síðari hálfleik en Eyjamenn kom- ust aftur yfir með marki Tryggva Guðmundssonar. Vendipunktur leiksins var síðan á 78, mínútu þeg- ar Eyjamenn fengu vítaspyrnu- og gátu gert út um leikinn. Ólafur varði hins vegar með thþrifum frá Rúti og skömmu síðar jaifnaði Árni Þór með Öðru marki sínu fyrir Þór. í framlengingunni gerðist fátt markvert þar til Árni Þór var felld- ur klaufalega af Gísla Sveinssyni, markverði IBV, og Sveinbjörn Há- konarson skoraði af öryggi úr vit- inu. Eyjamenn sóttu stíft það sem eftir híði leiks en Þórsarar vörðust vel með Ólaf í markinu sem besta mann og héldu sinu. Þórsarar stigu villtan stríðsdans i leikslok enda uppskáru þeir vel. Glæsisigur Fylk- is á Ólafsf irði - vann 1. deildar liö Leifturs, 3-6 Helgi Jónsson, DV, Ólafefiröi: Það voru skoruð níu mörk í þok- unni á Ólafsfirði í gærkvöldi þegar baráttuglaðir Fylkismenn sigruöu heillum horfna Leiftursmenn, 3-6. Annarrar deildar lið Fylkis er þar með komið áfram en 1. deildar lið Leifturs er úr leik. Þetta er í þriðja skipti á 5 árum sem Árbæjarliðið sendir Leiftur út úr keppninni. Fylkir komst yfir strax á 5. mínútu þegar Kristinn Tómasson komst inn fyrir vöm heimamanna og skoraði, Sverrir Sverrisson jafnaði 1-1 á 13. mínútu eftir vamarmistök Árbæ- inga. Síðan fengu gestirnir nokkur dauðafæri sem ekki nýttust og komu öll eftir hroðaleg varnarmistök Leift- ursmanna Gunnar Oddsson kom Leiftri yfir, 2-1, og virtist leikuirinn þá ætla að snúast. En það var öðru nær. Fylkis- menn jöfnuðu úr aukaspyrnu Guð- mundar Torfasonar og í hléi stóð 2-2. Kristinn Tómasson óð hreinlega í færum í síðari hálfleik og lét til sín taka. Hann skoraði úr mjög vafa- samri vítaspyrnu en Páll Guömunds- son jafnaði fyrir Leiftur, 3-3, skömmu síðar. Leiftursvörnin sofn- aði síðan illa á verðinum og Fylkis- menn nýttu sér það til fullnustu. Guðmundur Torfason skoraði með góðu skoti, 3-4, og Kristinn skoraði síðan í tvígang undir lok leiksins og kórónaði frábæra frammistöðu sína, en hann gerði 4 mörk í leiknum. Fylkismenn uppskáru eins og þeir sáðu. Þeir börðust vel frá fyrstu mín- útu á meðan Leiftursmenn léku langt undir getu. Dómari leiksins, Ólafur Ragnarsson, var líka langt undir getu í þessum leik og var mistækur. FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 25 Þorsteinn Jónsson fagnar innilega öðru marki Grindvíkinga gegn FH-ingum í Krikan um í gærkvöldi. DV-mynd BG Fjör í Garðabænum - KR vann fríska Stjörnustráka, 1-2 Bjöm Leósson skxifar „Það var kominn tími til aö ég setti svona eins og eitt raark og það var virki- lega gaman að skora bæði mörkin. Þetta var erfiður leikur, Stjarnan er með mjög gott lið og það vissum við fyrir- fram. Við höfum bikarinn að verja og ætlum okkur aha leið,“ sagði Sahh Heimir Porca eftir 1-2 sigur KR á Stjörnunni í 16 liða úrslitum Mjólkur- bikarkeppninnarí Garðabæí gærkvöld. Porca gerði bæði mörk KR í leiknum. Leikur liðanna var stórskemmtilegur og flörugur og bæöi liðin léku góða knattspyrnu. Stjörnumenn fegnu óska- byrjun er dæmd var vítaspyrna á KR á 17. mín. Birgir Sigfússon var felldur í teignum og Guðmundur Steinsson skoraði af öryggi. Eftir markið óx KR-ingum ásmegin og sóknir þeirra þyngdust. Jöfnunar- markið lá í loftinu og það gerði Sahh Heimir meö skoti í þverslá og inn. Eftir 6 mín. leik í síðari hálfleik rak Sahh Heimir síöan aftur smiðshöggið á vel útfærða sókn bikarmeistaranna. „Þessi leikur var eins og bikarleikir eiga að vera. Við erum með gott hð og mér fannst strákamir komast vel frá verkefninu," sagði Helgi Þórðarson, annar þjálfara Stjörnunnar. Valdimar Kristófersson Stjörnumað- ur komst mjög vel frá leiknum og KR- ingamir Salih Heimir og Guðmundur Benediktsson áttu einnig mjög góðan leik. Iþróttir Jóhannes. slag um ENMitilinn Jóhannes R. Jóhannesson komst í gærkvöldi í átta manna úrslit á Evr- ópumeistaramótinu í snóker í Belfast. Jóhannes R. sigraði írann John Far- reh, 5-4, í æsispennandi leik í gær. Jóhannes sigraðí í lokarammanum eft- ir að staðan hafði verið jöfn, 4-4. „Þetta var hrikalega spennandi og erfitt. Ég komst í 4-2 en þá lenti ég í vandræðum. Hann jafnaði með því að sigra tvo ramnia en sem betur fer náði ég aö sigra i úrslitarammanum. Það var tæpt en ég vann hann á bleiku kúlumú. Þetta var mjög góður leikur ogminn besti leikur í langan tíma. Það má segja að þetta sé allt barátta upp á líf og dauða því sá sem tapar fer heim. Nú er ég kominn í átta manna úrslit og mæti þar Julian Logue frá írlandi en hann hefur leikið geysilega vel á mótinu," sagöi Jóhannes R. við DV í gærkvöldi. HM-boði neitað HSI hefur hafnað boði um þátttöku í heimsmeistarakeppni 21 árs liða í handknattleik sem fram fer í Argent- ínu í haust. ísland tapaði fyrir Portú- gölum í undankeppninni í júni og missti þar með af því að komast til Argentínu, en fékk boð um þátttöku eftir að fjölmargar þjóðir, aðallega frá Asíu og Afríku, drógu sig út úr keppninni. Lára Hrund Bjargardóttir, Ægi, setti í gærkvöldi glæsilegt stúlkna- og telpnamet í 1500 m skriðsundi, synti á hinum ótrúlega tíma, 17:56,36 mínútum, á innanfélagsmóti. Gamla stúlknametið var 18:22,00 og gamla telpnametið 18:51,23 mín. Petteri La- Tvær Evrópuþjóðir fengu boð á undan íslandi, Slóvenía sem þáði það og Litháen sem hafnaði boðinu. Að sögn Þorbjörns Jenssonar landsliðs- þjálfara, var bæði um það að ræða að mjög kostnaðarsamt væri að fara til Argentínu og síðan að enginn undirbúningur hefði miðast við ferð þangað eftir að íslenska liðið féll úr keppni. ine, þjálfari Ægis, segir að tímar Láru lofi mjög góðu um framhaldið - en fram undan er þátttaka hennar í Evrópumóti unglinga sem fer fram í Genf í Sviss 19.-22. júlí. Auk Láru mun Hjalti Guðmundsson, SH, taka þátt í mótinu. Unglingaliðið í Gautaborg Landslið íslands, 18 ára og yngri, í handknattleik mun taka þátt í opna Norðurlandamótinu í Gautaborg sem hefst um helgina. íslendingar leika þar í riðh með Svíum, Þjóðverjum, Slóvökum og Færeyjum. í hinum riðhnum leika síðan Norðmenn, Króatar, Finnar og Katarar. íslenska landsliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum: Ásmundur Einarsson, Aftureld- ingu, Jónas Stefánsson, FH, Svanur Baldursson, Val, Guðjón Hauksson, Breiðabliki, Lárus Long, FH, Gunnar Gunnarsson, FH, Ólafur Sigurjónsson, ÍR, Gunnar B. Viktorsson, ÍBV, Arn- ar Pétursson, ÍBV, Atli Þór Samúelsson, KA, Haraldur Þor- varðarson, KR, Sigurður Viðars- son, Stjörnunni, Einar Jónsson, Val, Þröstur Helgason, Víkingi, Hjörtur Arnarson, Víkingi og Heiðmar Felixson, Þór, Ak. Met hjá Láru Þróttarar voru miklu betri - en Valsmenn naðu að vinna 2. defldar flðið, 3-2. að Hflðarenda Ægir Mar Kárason skriíar: Það voru sárir Þróttarar sem gengu af Valsvelli í gærkvöldi eftir að þeir höfðu tapað fyrir Val, 3-2, í 16 hða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þróttar- ar, sem leika í 2. deild, voru miklu betri lengst af og sundurspiluðu slaka Valsmenn á löngum köflum. En 1. deildar liðið nýtti tækifærin og út á það gengur leikurinn. „Við gáfum allt í þennan leik og ætluðum að fara áfram. Ég er mjög sáttur við leik okkar en viö vorum óheppnir að klára ekki færin. Það var mjög sárt að tapa þessum leik,“ sagði Ágúst Hauksson, þjálfari Þrótt- ar, en hann gat ekki leikið með sínum mönnum þar sem hann tók út leik- bann. Sigþór Júlíusson kom Valsmönn- um yfir á 13. mínútu eftir mikii varn- armistök. Kristinn Lárusson bætti öðru markinu við áður en Hreiðar Bjarnason minnkaði muninn fyrir Þrótt rétt fyrir hlé. Sigþór skoraði aftur fyrir Vals- menn og kom þeim í 3-1 en Skúli Egilsson, nýkominn inn á sem vara- maður, minnkaði aftur muninn. Þrátt fyrir mikla yfirbuurði Þróttara á lokakaflanum tókst þeim ekki að jafna. Evrópubikarkeppnin í Qölþrautum Evrópubikarkeppnin í tugþraut karla og sjöþraut kvenna fer fram dagana 1. og 2. júlí á Laugardalsvelli. Alls keppa 5 þjóðir í karlaflokki, íslending- ar, Irar, Slóvenar, Lettar og Danir, og í kvennaflokki keppa 4, íslending- ar, Lettar, írar og Danir. Tímasetning er eftirfarandi: Laugardagur 1. júlí 10.00 100 m, tugþr. 10.40 Langstökk, tugþr. 10.45 100 m grind, sjöþr. 11.30 Hástökk, sjöþr. 12.10 Kúla, tugþr. 13.30 Hástökk, tugþr. Kúla, sjöþr. 14.50 200 m, sjöþr. 16.50 400 m, tugþr. Sunnudagur 2. júlí 10.00 110 m grind, tugþr. 10.45 Kringla, tugþr. 12.00 Stangarstökk, tugþr. Langstökk, sjöþr. 13.40 Spjót, sjöþr. 15.00 Spjót, tugþr. 15.30 800 m, sjöþr. 17.00 1500 m, tugþr. Athugið! Jón Arnar Magnússon verður meðal keppenda í tugþraut FLUGLEIDIR EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.