Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 Neytendur_____________________________________________ Samræmd EES reglugerð um umbúðamerkingar á matvælum: Kæmi mjög illa niður á neytendum - segir Stefán Guðjónsson hjá Félagi íslenskra stórkaupmanna „Ef þessi reglugerö tæki .gildi gæti þaö leytt til þess aö vissar bandarísk- ar vörutegundir myndu detta út af markaðnum eöa hækka umtalsvert. Málið snýst um þaö aö merkingar á bandarískum vörum samrýmast ekki þessum evrópusambands stööl- um, þannig að ef menn eru ekki til- búnir til þess að sérmerkja vörurn- ar, sem myndi væntanlega hækka verö þeirra, munu þær vörur detta út af markaðnum," sagði Stefán Guö- jónsson hjá Félagi íslenskra stór- kaupmanna. Hvaða reglur eru þetta? Reglugerð sú er um ræðir átti aö taka gildi um síðustu áramót en gild- istökunni var þá frestað um.eitt ár. Innflytjendur gerðu þá kröfu að skýr- ar línur yrðu komnar í þetta mál að minnsta kosti 6 mánuðum áður en reglugerðin kæmi til framkvæmda en enn er ekkert komið á hreint um það hvemig málið mun fara. Eins og nafnið gefur til kynna kveður reglugerðin á um samræmd- ar merkingar allra vara sem seldar eru á evrópska efnahagssvæðinu. Merkingar bandarískra vara sam- ræmast í mörgum tilfellum ekki regl- um sem settar eru á EES þannig aö til þess að leyfilegt sé að selja þær í löndum EES verður að merkja þær upp á nýtt samkvæmt Evrópureglun- um, ella detta þær út af markaðnum. Að sögn Ólafs Bjömssonar, fram- kvæmdastjóra Innnes, sem flytur meðal annars inn vörur frá Banda- ríkjunum, er til dæmis um að ræða næringargildislýsingu á bandarísk- um vörum. „Þar er skylda að tilgreina á um- búðunum hvað er mikið kólesteról, fita, hvað margar kaloríur og fieira í vörunni en sú næringargildislýsing er bönnuð í Evrópusambandinu þar sem Bandaríkjamenn gefa þetta upp í skömmtum, sem er áætluð neysla, en í EES verður að gefa þetta upp í 100 g. Annað svona dæmi er það að hjá Evrópusambandinu er skylda að dagsetja nær allar vörur, einnig niö- Vonandi hafa sem allra flestir prófað hina frábæm grillupp- skrift frá Ingvari Sigurðssyni á Argentínu sem birtist hér á síð- unni síðastliðinn fóstudag. Neyt- endasíðan heyrði í nokkmm sem höföu prófað uppskriftina og hk- að mjög vel. Invar lumar hins vegar á ýms- um góðum ráðum fyrir gríllara sem ekki komust fyrir síðast og munu birtast hér á síðunni á næstunni. Hér kerour eitt shkt. „Til þess að fá alveg ekta ís- lenskt grillbragö af matnum sem menn era aó grilla er mjög gott ráð að selja birkigreinar og barmálar ofan á kolin. Ef menn eru meö gasgrill er þetta sett í álbakka sem komið er íýrir undir grindunum. Þegar greinarnar hitna gefa þær frá sér þessa is- lensku náttúrulykt sem við vilj- um einmitt hafa af grillmat. Þetta er einfalt ráð og sniðugt/' sagöi Ingvar Sigurðsson. Nokkrar þeirra vara sem myndu annaðhvort hækka eða detta út af markaðnum samkvæmt viðmælendum neyt- endasíðunnar ef samræmd EES reglugerð um umbúðamerkingar á matvælum gengi i gildi. ursuðuvörur sem geymast í ijölda ára, en það er ekki gert í Bandaríkj- unum, þriðja dæmið er svo það að fljótlega verða allar vörur á evrópska efnahagssvæðinu að hafa heimilis- fang í einhverju af löndum þess ann- ars má ekki selja þær vörur á svæð- inu,“ sagði Ólafur. Verst fyrir neytendur Þeir Sigurður og Ólafur vora sam- mála um það að reglugerð þessi kæmi fyrst og fremst illa niður á neytendum. „Það er notað sem yfirskin að þessi reglugerð eigi að vemda neytend- uma. Samt er það almennt viður- kennt að F.D.A.(Food and drag adm- inisteration), sem er matvælaeftirlitið í Bandaríkjunum, sé eitt strangasta matvælaeftirlit í heiminum. Þessi reglugerð er þess vegna engan veginn til þess að vernda neytendur heldur einungis til þess að hindra aögang annarra vara en evrópskra inn á evr- ópska efnahagssvæðið," sagði Ólafur. Reynt að finna lausn í máli allra þeirra sem neytenda- síðan ræddi við kom fram að pólitísk- ur vilji virtist vera fyrir því að leysa málið. Spurningin væri hins vegar hvað embættismannakerfiö gerði og einnig hvort við yrðum hreinlega að gangast undir þessar reglur þar sem við værum í EES. Um þessar mundir er Félag íslenskra stórkaupmanna að athuga þetta mál í samráði við utanríkis- og umhverfismálaráðu- neytið sem hefur með matvælavernd að gera og vonast er til þess að sem allra hagstæðust niðurstaða náist fyrir íslenska neytendur. Reynt var að fá álit opinberra aðila á málinu en í utanríkisráðuneytinu sem og umhverfisráðuneytinu töldu menn sig ekki geta svarað spurning- um um málið að svo stöddu. Sama var uppi á teningnum hjá Hollustu- vemd ríkisins. ÁTVR: Engin styrkleikatakmörk - og opið er til 19.00 á föstudögum „Það er löngu liðin tíð að það sé eitt- hvert hámark á áfengismagni þess bjórs sem fluttur er til landsins. Þeg- ar hafin var sala á bjór hérna á sín- umm tíma var sú ákvörðun tekin að sænskri fyrirmynd að einingin af bjór væri 33 cl og hámarksstyrkleiki væri 5,6%. Þessi ákvörðun var á sín- um tíma tekin af okkur og fjármála- ráðuneytinu en hún hefur ekki verið í gildi síðan 1. mars ’94,“ sagði Hö- skuldur Jónsson, forstjóri ATVR í samtali við neytendasíðuna. Að undanfornu hafa bjórinnflytj- endur og fleiri rætt um að nú væri hægt að flytja inn sterkan bjór sem ekki mátti áður en að sögn Höskuld- ar hefur það verið hægt um nokkurt skeið. Samkvæmt heimildum neyt- endasíðunnar eru nokkrir innflytj- endur að huga að innflutningi á sterkum bjór sem neytendur þekkja erlendis frá. „Hins vegar er alkóhóískattur á bjór sem hefur dregið úr líkunum á því að menn kaupi þann allra sterk- asta,“ sagði Höskuldur. Aukin þjónusta í sumar hefur áfengisverslunin að Stuðlahálsi verið opin til klukkan Umhverfisverndí við innkaup í Grænu bókinni um neytendur og umhverfi, sem kom út á dögunum, er neytendum bent á ýmár leiöir til þess að vernda umhverfiö í hinu daglega amstri. Hér eru nokkrar leiöir til þess aö vera umhverfisvænn í innkaupum. Þeir sem velja kranavatn umfram gosdrykki, ávaxtasafa í fernum >(c o.þ.h. verksmiðjuframleidda drykki draga úr umbúöamagninu. ^ Er eldhúspappír nauðsynlegur? Tauþurrkur og klútar gera sama ^f^gagn og má þvo. ^_Margir gætu veriö reiðubúnir að nota innkaupatöskur í staö þess >T að taka poka í hvert sinn sem keypt er inn. Nálægð við framleiðendur skiptir máli. Því fjær sem framleiðandinn T er því meiri spilling verður á umhverfinu viö flutning vörunnar. * Draga ber úr notkun einnota vara eins og kostur er. Heimildir: Græna bókin um neytendur og umhverfi, 1995 ov Pósturogsírai: skráin - skoðanakönnun í gangi Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu voru ákaflega margar villur í hinni tvískiptu símaskrá Pósts og síma og hefur verið talaö um að þær væru ekki undir 700 að tölu. Póstur og sími lofaði lands- möimum því að út yrði gefm ein- hvers konar leiðréttingaskrá en ekkert bólar á henni ennþá. Neyt- endasíðan hafði samband við upplýsingafulltrúa Pósts og síma til þess að spyrja hvenær skráin kæmi út. „Þaö er ennþá óljóst hvenær skráin kemur út en það er miðað við að hún verði komin fyrir mánaðamót,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi fyrírtækisins. Aðspurð sagði hún að ekki væri búið að ákveða með hvaöa hætti henni yrði komið til símnotenda en til greina kæmi að bera hana út í öll hús eða birta stórar auglýsingar víða. Hvað vilja fyrirtaekl? Póstur og simi hefur nú beðið Gallup um að gera skoöanakönn- un meöal fyrirtækja um það hvernig form stjórnendur þeirra telja að sé æskilegast fyrir skrána á næsta ári. Spurt er 17 spurn- inga, meðal annars hvort menn telji betra að hafa skrána í einu lagi eða tvískipta. Aðspuröir sögðu talsmenn Pósts og síma að slík könnun hefði verið gerð meðal almenn- ings í fyrra og því lægju fyrir skoðanir hans þótt ekki fengjust þær uppgefnar. Niðurstöður skoðanakönnun- arinnar verða birtar eftir um það bil hálfan mánuð og að sögn upp- lýsingafulltrúa munu þær hafa veruleg áhrif á framtíð skrárinn- ar. ábjór Nú er hægt að kaupa bjór til sjö á föstudagskvöldum og rótsterkan í þokkabót. 19.00 á föstudögum. Að sögn Hösk- uldar hafa neytendur þó ekki nýtt sér þessa þjónustu því á meðan alli er fullt í Kringlunni og Mjódd um sexleytið á fostudögum er tómt aö Stuðlahálsi. Höskuldur sagði að ekki væri búið að ákveða hvort framhald yrði á þessari þjónustu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.