Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1995, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 15 Konur og nýsköpun í atvinnulíf i ir hina. Það viðbragð þjóðfélagsins við áfollum og samdrætti að um- bera eða jafnvel greiða fyrir stór- felldu og vaxandi verkleysi full- frísks og vinnufúss fólks sem engu að slður verður að framfleyta er að minni hyggju andstætt allri heil- brigðri skynsemi. Líkja má því við þaö að þegar skip verður fyrir áfoll- um og fer að leka þá væri það fyrsta ákvörðun skipstjórans að senda stóran hluta áhafnarinnar í koju. Þegar þjóðfélög lenda í áföllum þá verða allir að leggja meira aö sér. Ekki minna. Eðlilegt viðbragð við áföllum og samdrætti í verömætasköpun er að herða róðurinn og finna þörf verk- efni fyrir allar vinnufúsar hendur. Sú tilhneiging einstaklinga, fyrir- tækja og þjóðfélaga að missa móð- inn og draga sig saman í kút þegar á reynir felur í sér skammsýni og uppgjöf gagnvart þeim verkefnum sem þarfnast úrlausna. Merkilegt er að sjá slíkt undanhald boðað sem raunhæfar lausnir. Jór Erlendsson „Sívaxandi hlutfallsleg fjölgun þeirra sem eru á framfæri annarra með einum eða öðrum hætti leggur æ þyngri byrð- ar á herðar þeim sem skapa verðmætin og halda uppi velferðinni.“ Atvinna og elli Skammgóöur vermir Það er því skammgóður vermir fyrir þá sem komast í störf eða Greinarhöfundur segir veigamikii efnahagsleg rök fyrir þvi aö nýta til fullnustu alla tiltæka starfssorku þeirra sem eru komnir á efri ár, sem og allra annarra. Eitt af þeim úrræðum sem mönn- um hafa hugkvæmst til að draga úr atvinnuleysi er að lækka eftir- launaaldur. Gera þannig fólk sem er að ljúka starfsævinni að mestu verklaust um leið og yngra fólki er hleypt að. Út af fyrir sig er það rökrétt að gamalt fólk víki úr krefjandi störf- um í fyllingu tímans fyrir þeim sem eru yngri og kraftmeiri. Þetta á hinn bóginn ekki að þýða að öldnu fólki sé með öllu vísað frá virkri þátttöku í verömætasköpun í þjóð- félaginu. Gamalt fólk býr yfir mikilli reynslu og þekkingu sem eðlilegt er að nýta svo lengi sem fært er. Og alkunna er að margir þeir sem verða að hætta störfum á vinnu- markaði áður en þeir sjálfir vilja eða neyðast til af einhverjum ástæðum missa oft fótanna í lífinu og brotna niður. Rétt eins og margt fólk sem missir vinnuna. Lítill ávinningur Rannsóknir sýna að einungis um 20% af þeim störfum sem losnar um með því aö lækka eftirlauna- aldur nýtast öðrum. Flest hin störf- in „gufa upp“ af ýmsum ástæöum. Þetta kemur fram í athyglisverðri grein sem Jón Sæmundur Sigur- jónsson skrifaði nýverið í Morgun- hlaðið. Lækkun eftirlaunaaldurs er því lélegt úrræði til að skapa störf fyrir ungt fólk sem vantar vinnu. Veigamikil efnahagsleg rök eru fyrir því aö nýta til fullnustu alla tiltæka starfsorku þeirra sem eru komnir á efri ár sem og allra ann- arra. Sívaxandi hlutfallsleg fiölgun þeirra sem eru á framfæri annarra með einum eða öðrum hætti leggur æ þyngri byrðar á herðar þeim sem skapa verðmætin og halda uppi velferðinni. Svo getur farið að lok- um aö grundvöUurinn undir vel- ferðarkerfinu verði orðinn svo rýr að á skömmum tíma skapist neyð- arástand þegar geta eða vilji til að greiða fyrir velferðina minnkar hjá almenningi. KjaJIaiiiin Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upplýsinga- þjónustu Háskólans halda vinnu þegar hluta vinnuafls- ins er vísað út af vinnumarkaðin- um og verður um leið að byrði fyr- Um allan heim er það viðurkennt að mesta gróskan í atvinnusköpun er í smáfyrirtækjum. Það er einnig staðreynd að hlutur kvenna fer vaxandi í stofnun nýrra fyrirtækja. Hér á landi hefur þróunin verið í sömu átt. Konur eru að hasla sér völl viða í atvinnulífinu og aðallega með stofnun smáfyrirtækja. Þær fara varlega í fiárfestingum, þær fórna ekki fiárhagslegu öryggi heimilisins fyrir atvinnurekstur og þaö er vissulega gott. Hér á landi hefur verið afar erfitt að fá hagstæð lán tU atvinnurekstr- ar, nema eiga möguleika á veði í fast- eign. Það má heita furðuleg þröng- sýni að stjómendur lánastofhana skuli fyrst og fremst horfa á stein- steypu en ekki rekstrargrundvöll fyrirtækisins sem lána á til. Nýta þarf frumkvæði kvenna Nýlega var haldin ráðstefna á ísafirði um atvinnumál kvenna. Þar meö var lokið átaksverkefni í atvinnumálum kvenna á Vestfiörð- um sem hófst fyrir tveimur árum. Það er ljóst að konur hafa markað spor í atvinnusögu Vestfiarða á þessum tveimur árum. Allmörgum fyrirtækjum kvenna hefur verið komið á fót og er þar um nýjungar að ræða í atvinnulífi Vestfiarða. Sem dæmi má nefna svepþarækt á Flateyri, framleiðslu á jurtakremi og jurtaolíu á Patreks- firöi, leirkeraverkstæði á Suöur- Kjallaiinn Jóna Valgerður Kristjánsdóttir fv. þingkona Kvennalistans eyri, saumastofu á Barðaströnd og harðfiskbitaframleiðslu á ísafirði svo eitthvað sé nefnt. Konur á landsbyggðinni hafa stofnað fyrir- tæki í ferðaþjónustu, minjagripa- gerð, matvælaframleiðslu, skart- gripagerð og fataframieiðslu. Lánatryggingarsjóður kvenna Nú þurfa konur að stofna til sam- taka um að markaðssefia enn frek- ar þessar vörur sínar. Það er of kostnaöarsamt og tímafrekt hverju smáfyrirtæki að standa eitt aö slíku. En nokkur fyrirtæki saman gætu auðveldlega náð árangri. Koma þarf á fót miðstöðvum á nokkrum stöðum á landinu í ná- lægð við stærri markaðssvæði þar sem kynning og sala færi fram. Fyrir nokkrum árum var byrjað að kynna hér á landi svokallaðan Lánatryggingarsjóð kvenna. Slíkir Undirbúningur hafinn Nú hefur félagsmálaráðuneytið, Reykjavíkurborg og iðnaðarráðu- neytið gert með sér samkomulag um stofnun Lánatryggingarsjóðs kvenna og hefur verið stofnaður vinnuhópur til aö útfæra hug- myndina að íslenskum aðstæðum. Úndirrituð átti þátt í því að koma „Fyrir nokkrum árum var byrjað að kynna hér á landi svokallaðan Lána- tryggingarsjóð kvenna. Slíkir sjóðir erlendis veita tryggingu fyrir lanum sem kemur þá í staðinn fyrir veð í fast- eign.“ sjóðir erlendis veita tryggingu fyrir lánum sem kemur þá í staðinn fyr- ir veð í fasteign. Konur í fyrir- tækjarekstri sækja um lánatrygg- ingu til sjóðsins og fá síðan lán í banka ef lánatryggingarsjóðurinn metur rekstur þeirra hagkvæman. Sjóðurinn veitir 75% tryggingu fyr- ir láninu en bankinn tekur sjálfur áhættu sem samsvarar 25% af lán- inu. Það hefur einkennt lánatrygg- ingarsjóði kvenna í heiminum að afiollin eru um helmingi minni en hjá öðrum lánastofnunum. hugmyndinni um lánatryggingar- sjóð kvenna á framfæri á Alþingi við umræður um fiárlög og at- vinnumál. Það er því ástæða til að gleðjast yfir því að sú hugmynd sé nú að verða að veruleika. Það mun gera konum hægara um vik að stofna til atvinnurekstrar í fram- tíðinni og íslenskt atvinnulíf þarf á kröftum þeirra að halda. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Þátttaka Hinriks Braga- sonar í HM í Sviss Allar reglur þverbrotnar „Það er grundvailar- atriöi að menn eru saklausir þar tii sekt er sönnuö. Þaö erheldurekki réttlæti í því að þar sem __ málið hefur elglnktmaHlnrikB’ dregist að Br*9a,0,’ar- Hinrik eigi að gjalda fyrir það og sifia heima. Svíar halda því fram að þeir væru löngu búnir að sefia hann í bann en þeir miða við sín- ar lyfiareglur. Ailar regiur ÍSÍ um svona mál voru þverbrotnar og þess vegna tekur þetta svoaa iangan tíma i kerfinu. Þetta virð- ast Svíar og Finnar ekki vita, þeir tala alitaf eins og málið sé fullsannað en frá því er langur vegur. Það er líka hættuleg þróun ef þjóðir geta tekið geðþótta- ákvarðanir um að knapi taki ekki þátt á HM, hvað kölium við þá yfir okkur? Þar sem lög hjá FEIF kveða ekki á um þetta er þrýst- ingi beitt. Það finnst mér í hæsta máta óeðlilegt. i raun má líta á þetta sem vantraust á ísienska dómstóla, aö geta ekki beðið eftir þeirra niðurstöðum. Og að þátt- taka Hinriks á HM spilli fyrir al- þjóðlegu samstarfi er út í hött. Það er miklu frekar aögeröaleysi HÍS sem ætti að vera iöngu búið að gera þessum þjóöum grein fyr- ir málavöxtum. Á því viröist al- ger misbrestur eða svo mætti ætla af þessum áskorunum er- lendis frá nema menn séu knúnir áfram af öðrum hagsmunum, svo sem viðskiptalegum.“ Almenningur fordæmir „Gýmismál- ið er alvarlegt og þegar það kom upp vor- um við hesta- menn algjör- iega vanbúnir að taka á slík- um málum. Engar reglur voru til og stjómendur samtaka hestamanna heyktust á að grípa til aðgerða á grundvelh regina sem almennt gilda í íþróttaheiminum og ég tel að þaö heíðu þeir átt að gera strax. Þá væri staðan allt önnur. Það hefði verið betra fyrir þá sem nú sæta ákæru af hendi ríkissaksóknara aö gert hefði verið út um máliö strax og þeir þá væntanlega verið settir í keppnisbann. Nú aukast vandræðin með hverjum degi sem líður og hverju móti sem Guðmundur Blrklr Þor- kelsson skólameistari. haldið er. Aliur aimenningur for- dærnir ákærðu á bak þeim þótt flestir hrosi biítt í nálægð og það kann ekki góöri lukku að stýra. Erlendir unnendur íslenska hestsins og vinir okkar eiga engin orð af hneykslan. Hinrik Bragason, sem ég þekki vel og að öðru leyti ekki nema af góðu einu, þarf á góðum stuðn- ingi að halda þegar þessi leiöindi eru frá og hann verður að fmna sjálfur hvernig hjörtun slá í brjóstum hestaunnenda og haga sínum gjöröum í samræmi viö það ef honum á að farnast vel. Þess vegna á hann ekki að taka þátt í heimsmeistaramótinu í Sviss.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.