Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1995, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995
Spumingin
Hver gæti orðið leiðtogi
félagshyggjuflokkanna ef
þeir sameinuðust?
Finnur Bárðarson iðjuþjálfari: Eng-
inn.
Birna Þórðardóttir blaðamaður: Ég.
Kjartan Bjarnason verkamaður: Jó-
hanna Sigurðardóttir.
Sonja B. Hauksdóttir, atvinnulaus:
Ég hef enga skoðun á því.
Elvar Kjartansson iðnaðarmaður: Ég
er skoðanalaus í þessu máli.
Gunnar Þórarinsson leiðsögumaður:
Jón Baldvin.
Lesendur
Bflastæðin í
miðborginni
„Aðalatriðið er að greiða 50 kallinn og fá aldrei sekt eða þá að nota býlhýs-
in,“ segir Jón m.a.
Jón Sigurjónsson gullsmiður skrifar:
Mér er ánægja aö svara húsmóður
er skrifaði í DV 13. júlí sl. og reyndar
þeim öðrum sem leggja leið sína í
miðborg Reykjavíkur. Þannig er að
ég var einn af kaupmönnunum í
Laugavegssamtökunum sem voru í
viðræðum við Reykjavíkurborg út
af hækkunum og breytingum á
stööumælagjöldunum í vor. Miklar
hækkanir á stöðumælagjöldum
hefðu verið mjög óheppilegar ef til-
lögur borgarinnar hefðu náð fram
að ganga. En þær náðust ekki allar
fram sem betur fer, sættir náðust
milli borgarinnar og kaupmanna.
Hið rétta í þessu máli er að það
varð engin 100% hækkun. Það er
sama verð, 50 kr., fyrir 1 klukku-
stund á Laugaveginum. Breytingam-
ar urðu aftur á móti eftirfarandi:
Gjaldtaka er nú til kl. 18 á virkum
dögum, en var áöur til kl. 17, og einn-
ig er gjaldtaka á laugardögum frá kl.
10-14 en svo var ekki áður.
Grundvallaratriðið er að það eru
frekar fá bílastæöi í miðborginni.
Þau bílastæði, sem eru næst verslun-
um og stofnunum, verða að vera
gjaldskyld til að sém flestir geti kom-
ist að og sem flestir geti notað stæðin
yfir daginn í stað þess að einn bíll
standi þar óhreyfður allan daginn.
Þetta með laugardagsgjaldtökuna
er hins vegar þannig að sömu bílam-
ir vora við stöðumælana frá fóstu-
dagskvöldum og langt fram á laugar-
dag og jafnvel lengur. Tengdist þetta
aðallega pöbbarápi fólks sem skildi
bílana eftir. Einnig höfðu margir
ekki nægan skilning á því að verslan-
ir þyrftu á bílastæðunum að halda á
verslunartíma. Til að milda aðgerð-
irnar fengu kaupmenn því framgengt
að öll bílhýsi í bænum yröu frí á laug-
ardögum. Hugsunin var líka sú að
fólk gæti kynnst bílhýsunum í róleg-
heitum á laugardögum og séð hve
hagkvæm þau em.
Reykjavíkurborg hækkaði líka
stööumælasektina úr 300 í 500 kr. og
er það svo sem ekki dýrt miðað við
það sem gerist erlendis. Og 50 kr.
fyrir 1 klst. er að okkar mati mjög
ódýrt og þar sem miðamælar em er
jafnvel enn ódýrara og hægt að
kaupa þar lengri tíma. Aðalatriðið
er að greiða 50 kallinn og fá aldrei
sekt eða þá að nota bílhýsin. Við
kaupmenn í miðborginni vitum að
íslendingar hafa valið einkabílinn
sem sitt farartæki. Við munum því
reyna að hafa aðgengi bíla að mið-
bænum eins gott og hægt er hverju
sinni.
Nokkrar staðreyndir um áfengi
H.Kr. skrifar:
Hinn 13. júlí sl. las ég það sem
„óvirkur alkóhólisti" skrifar. Pistill
hans hét „Áfengi og tóbak tortímir".
Honum finnst til skammar að sá „að-
ili sem á að passa upp á þegnana,
ríkið, skuli selja þennan óþverra".
Vel fellst ég á að þetta sé ekki gott.
En við verðum að hugsa þetta til
enda. Meirihluti landsmanna vill að
„þessi óþverri" fáist í landinu: því
talin er. nauðsyn, þó ill sé, að einhver
selji. Hver á þá að versla með og
annast dreifingu þess?
Þessar fiknivömr eru best komnar
hjá ríkinu því það græðir ekki á því
aö meira sé drukkið. Ríkið veröur
margt að borga vegna áfengisneyslu
beint og óbeint. Aö því leyti sem
áfengissalan er tekjustofn fyrir ríkið
dugar það ekki nema til að mæta að
nokkru af þeim kostnaði sem lendir
á ríkinu vegna neyslunnar.
Sá „óvirki" segir um frænda sinn
sem er látinn: „Hefði þetta verið
bannað frá upphafi hefði hann aldrei
komist í kynni við þetta og væri
kannski enn á meðal okkar.“ Þetta
er nokkuð djörf ályktun. Það hafa
ýmsir stytt ævi sína með neyslu
vímuefna sem voru bönnuð. Bann í
lögum er ekki alltaf haldið. Til þess
að svo geti orðið þarf stuðningur við
bannið að vera áhugamál nógu
margra svo aö almenningur vaki yfir
lögunum.
Þegar þessi mál em athuguð í heild
verðum við að svara vissum spurn-
ingum. Getum við haldið uppi lögum
sem banna sölu áfengis í landinu?
Sé það ill nauðsyn að áfengi sé selt
í landinu er spurt hverjum eigi að
fela máhð. Flestum hefur fundist að
athugðu máh að ríkisvaldið verði aö
ganga í það skítverk.
„Það á ekki að hjálpa fólki að
fremja svona glæpi gagnvart sjálfu
sér,“ segir „óvirkur alkóhólisti".
Þetta vil ég taka undir en jafnframt
vil ég benda honum á að sú var tíöin
að hann leit öðruvísi á þau mál og
taldi drykkjuna eftirsóknarverða.
Hveragerði í sviðsljósinu
Einar Gislason skrífar:
Um nokkurt skeiö hefur staðið yflr
kynning á Hveragerði. DV gerði t.d.
kynningunni góö skil í aukablaði
nýlega og var þar rætt við fjölda
manna og áhugaverð mál á vegum
bæjarins kynnt í máU og myndum.
Á Stöð 2 var einnig sýnt fréttaskot
frá Hveragerði. Engin mynd var frá
WMMÉþjónusta
allan sólarhringinn
9D415DÖ
Aðeins 39,90 mínútan
- eða hringið í síma
563 2700
miíli kl. 14 og 16
Aöstaðan í Hverageröi gerir bæinn
markveröari en marga aöra hér á
landi. Sundlaug Hveragerðis var eitt
sinn stærsta sundlaug landsins.
Hveragerðisbæ sjálfum eða mannlífi
þar. Einungis sýndar spúandi heita-
vatnsleiðslur og gumað af hinum al-
þekkta jarðhita. Ekki var þar heldur
minnst á annað markvert í Hvera-
gerði og er þó af mörgu aö taka. Ekk-
ert minnst á starfsemi Áss eða frum-
kvöðla að starfsemi hans og gefur sú
starfsemi bænum þó mikið gildi og
hefur gert um áratugaskeið. í sér-
blaði DV var þess hins vegar getið
að bæjarstjóri Hveragerðis byggi í
einu hinna vinalegu og faUegu húsa
DvalarheimiUsins Áss.
En í það heila tekið finnst mér oft
ekki fjallað um Hveragerði og hina
miklu möguleika þar af þeirri þekk-
ingu sem þó er til staðar um bæinn.
Viðtöl við verslunareigendur eða
embættismenn eru ekki lengur jafn
áhugaverö og áður þótti. Þaö em
mannvirkin og aöstaðan í Hvera-
gerði sem gera bæinn markverðari
en marga aðra hér. Heilsu- og dvalar-
staðir Áss og NLFÍ eru að mínu mati
þyngstu lóðin á þeirri vogarskál. Ás
er þó algjört einkaframtak hugum-
stórra einstakhnga sem seint verður
metið að veröleikum.
DV
BjarniAraá
Aðaistöðinni
Dagný hringdi:
Ég vil eindregið fá að fjá mig í
örfáum orðum um þátt Bjarna
Ara á Aðalstööinni sem útvarpað
er á milU kl. 13 og 14 á daginn en
þátturinn er svo endurtekinn á
nóttuhni kl. 1-4. Þetta er með
þeim allra bestu tónlistarþáttum
sem í gangi em í dag á útvarps-
stöðvunum aö mínu mati. Þarna
eru einungs vel þekkt og vinsæl
lög, aðaUega þessi gömlu góðu,
leikin og sungin. AJlt fallegar
melódíur sem maður er unun á
að hlýða og skapa þægilegt og
notalegt andrúmsloft, hvort sem
maður er við vinnu sína eða í
afslöppun. Bestu þakkir tíl
Bjarna og Aðalstöðvarinnar.
Neikvæður
umræðuþáttur
H.J.K. hringdi:
Umræðuþátturinn að lokinni
sýningu myndarinnar Biösalur
dauðans, var afar neikvæður að
flestu leyti. Þama var verið að
bera blak af ástandinu í Kína og
sú aðferðafræði er hættuleg. Og
nú tyggur hver upp eftir öðmm
í fjölmiölum þá staðhæfingu sem
fram kom í þættinum, að í Kína
sé bara allt artnaö samfélag og þar
ríki allt önnur sjónarmið!
Toiluráfiskaf-
urðumíEvrópu?
M.P. hríngdi:
Nú hafa Norðmenn náð sam-
komulagi við Evrópusambandið
um tollftjálsan aögang meö fisk
og fiskafurðir til landa ESB. Hvað
um okkur íslendinga? Ég hef ekki
séð nákvæmar útlistanir á í
hvaða löndum Evrópu við þurf-
um aö greiða toll og hve mikinn
í hverju landi fýrir sig. Þetta
þurfa fjölmiðlar að upplýsa okk-
ur um. Er tollurinn kannski þeg-
ar afnuminn á okkar afurðum?
Ef ekki hlýtur það að verða krafa
okkar aö fá sama rétt og Norð-
menn i ESB.
Heilbrigðisráöherra:
Svarið var
boðsent
Heilbrigðisráðherra viU koma
eftirfarandi athugasemd á fram-
færi hér á síðunni vegna bréfs
Önnu Guðmundsdóttur í DV 20.
þ.m. um bréf umboösmanns
bama til heilbrigðisráðuneytis-
ins.
„Umboðsmaður barna skrifaði
heilbrigðisráðuneytinu bréf og
óskaði eftir upplýsingum frá
ráðuneytinu um lokanir á ungl-
inga- og bamageðdeildum, Um-
boðsmaður bama gaf í bréfi sínu
frest til 21. júlí til að svara fyrir-
spuminni. Svar hefur nú verið
sent til umboðsmanns og var það
boðsent þann 20. júlí sl.“.
Kaupmenn:
Afnemið
pokagjaldið
Stefán Sigurðsson skrifar:
Þessi svokallaöi pokasjóður er
enn eitt fyrirbæriö sem viö ís-
lendingar höfum tileinkað okkur,
algjörlega að þarflausu. Hvergi
hef ég þurft að borga fyrir poka
í matvöruverlsunum nema hér á
landi. Aðrar verslanir en mat-
vöruverslanir láta vörur sínar í
poka ókeypis, t.d. skóverslanir,
fataverslanir o.sírv. Neytendur
eiga ekki að láta bjóöa sér þessi
pokakaup við kassana í verslun-
unum, nóg greiðum við samt fyr-
ir vörumar. Umbúðir utan um
vörur eiga aö vera innifaldar í
vöruverðinu.