Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1995, Blaðsíða 17
16
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995
íþróttir
Bragi Bergmann knattspyrnu-
dómari dæmdi leik danska liðsins
Næstved og velska liösins Ton
Pentre í Inter-Toto keppninni á
laugardag. Línuverðir voru þeir
Pétur Sigurðsson og Jón Sigur-
jónsson. Þeir komust að sögn
danskra blaða vel frá leiknum.
Næstved sigraði í leiknum, 2-0.
ívarogEgill
sigruðu
Opna GKG golfmótið fór fram á
sunnudag. í keppni án forgjafar
sigraði ívar Hauksson á 72 högg-
um, annar varð Óskar Ingason á
74 og þriðji varð Ottó Sigurðsson,
einnig á 74 höggum. Meö forgjöf
sigraði Egill Jónsson á 64 högg-
um, i ööru sæti varð Örn Sæ-
mundsson á 65 og þriðji Sigurður
K. Egilsson, einnig á 65 höggum.
Stef án og Einar
bestiríGrafarhoKi
Opna Egils-mótið í golfi fór
frara hjá GR í Grafarholti á laug-
ardag og voru leiknar 18 holur
meö og án forgjafar. í keppni án
forgjafar sigraði Einar Long Þór-
isson, GR, á 74 höggum. I öðru
sæti hafnaði Stefán Sæmunds-
son, GOB, á 78 höggum og þriðji
varð Haukur Örn Bjamason, GR,
á 82 höggum. í keppni með forgjöf
sigaði Stefán Sæmundsson, GOB,
á 68 höggum, í öðru sæti varð
Hólmfríður G, Krístinsdóttir, GR,
á 69 og þriöji varð Ragnar Grnm-
arsson, GR, á 70 höggum.
Norntan þénar
mestgolfara
Ástralinn Greg Norman er efst-
ur á heimslista yfir þá golfara
sem hafa þénað mest á árinu.
Norman hefur unnið rúmlega 1,1
milljón dollara þaö sem af er ár-
inu. í ööru sæti er Corey Pavin
frá Bandaríkjunmn með rétt
rúmlega eina milljón dollara og
þríðji er landi hans, Lee Janzen,
með 920 þúsund dollara. Af öðr-
um þekktum má nefna að Payne
Ste warr er i 10. sæti og Nick Faldo
í 11. sæti. *
Rosenborgí
efstasætiíNoregi
Rosenborg er i efsta sæti í
norsku 1. deildinni í knattspyrnu
eftir leiki helgarinnar. Úrslitin
urðu þessi:
Bödo - Rosenborg....1-2
Hödd - Stábek.......1-1
Molde - Kongvinger..3-1
Start-Brann..,-.....1-0
Strindheim -Ham-Kam..2-4
VIF-Viking..........1-1
Rosenborg er með 36 stig, Molde
32, Viking 26, Liiieström 26, Start
22.
CeHicíviðræðum
viðAndreasThom
Forráöamenn Glasgow Celtic í
Skotlandi eiga í viðræðum við
þýska landslíðsmanninn Andre-
as Thom um að hann gangi til
liös við félagið fyrir næstu leiktiö
sem hefst í næsta mánuði. Tiiom
lék með Bayer Léverkusen og vill
þýska hðið fá fjórar milljónir
marka fyrir hann.
DregíðíToto
í gær var dregið til 16-liða úr-
slita í Inter-Toto keppninni. Eftir-
talin Uö drógust saman: Köln -
Innsbruck, Bordeaux - Frankf-
urt, Leverkusen - Odense, Bursa-
spor - OFI Croto, Aarau -
Karlsruhe, Heerenveen-Const-
anta, Piatra Neamt - Metz,
Strasbourg - Vorwaerts.
Eiður Smári Guðjohnsen:
• Eiður Smári Guðjohnsen.
Eyþór Eðvarðsson, DV, Hollandi:
Eiður Smári Guðjohnsen, sem á
síðasta keppnistímabih lék með
unglinga- og varaliði PSV Eindho-
ven, er nú byrjaður að leika með
aðalhði félgsins. Eiður er annar
tveggja sem fluttur var upp í aðallið-
ið.
Eiður hefur komið inn á í síðari
hálíleik í öUum þremur æfingaleikj-
um sem PSV hefur spUað fyrir kom-
andi tímabil sem hefst fóstudaginn
18. ágúst. Eiður náði að skora eitt
mark síðasta laugardag þegar PSV
vann stórsigur á Baarna, 10-1, og lék
þá prýðUega.
Góðgerðarskjöldurinn:
Kanchelkis og
Ferguson ekki með
Bikarmeistarar Everton munu
leika án tveggja sterkra leikmanna
þegar Uðið mætir Englandsmeistur-
um Blackburn Rovers í hinum árlega
leik um góðgerðarskjöldinn 13. ágú.st
á Wembley-leikvanginum í London.
Þeir Duncan Ferguson og Andrei
Kanchelkis verða báðir fjarri góðu
gamni en þeir eru uppteknir með
landsliðum sínum.
Ferguson með Skotum í leik gegn
Grikkjum og Kanchelkis með Rúss-
um í leik gegn Finnum en báðir leik-
irnir eru í undankeppni Evrópumóts
landsliða.
Evrópukeppnin í knattspymu:
ísland gegn Sviss
beint til Tyrklands
-1200 Svisslendingar hafa pantað miða
Tyrkir hafa ekki síður en Sviss- til Tyrklands frá Laugardalsveilin-
Iendingar áhuga á leik íslands og um.Tyrkirhorfatilþessaieiksmeð
Sviss í Evrópukeppninní í knatt- eftirvæntingu og er von þeírra að
spyrnu sem háöur verður í Reykja- ísland vinni leikinn því þá eru þeir
vík 16. ágúst. Leikurinn hefur svo gott sem komnir áfram í úrsli-
mikla þýðingu fyrir báöar þjóðirn- takeppnina sem verður á Englandi
ar upp á framhaldið í riðlinum. næsta sumar.
Vitað er um áhuga svissneskra ÞessmágetaaðAnkaraTVsýndi
knattspyrnuáhugamanna en þeir einnig beint frá leik íslands gegn
hafa þegar staöfest pöntun á um Ungverjum en vegna þess að þeir
1200 aögöngumiöum. hafa aðgang að gervihnattadiski
Nú hefúr tyrkneska sjónvarps- gefstþeimtækifæritilaðfáleikinn
stööin Ankara Televison ákveöið heim i stofú því útsendingar ATV
að sýna leik íslands og Sviss beint sjást vel hér á landi.
Við spilum þá upp
úr skðnum!
• Menn beita stundum hinum ýmsu brögðum til að klekkja á andstæðingnum. Arnar Arnarson, Víkingur, reynir að losa sig
frá KA-leikmanni í Stjörnugrófinni í gærkvöldi. DV-mynd ÞÖK
Þrumufleygur Marteins
- bjargaði Víkingum í jafnteflisleik gegn KA
Þórður Gíslason skrifer:
1-0 Marteinn Guðgeirsson (38. vsp.)
1-1 Stefán Þórðarson (53.)
1- 2 Bjarni Jónsson (79.)
2- 2 Marteinn Guðgeirsson (82.)
„Ég er svekktur að við skyldum ekki
ná að vinna þennan leik. Við áttum fyrri
hálfleikinn en þeir hinn síðari svo þetta
verða aö teljast nokkuð sanngjörn úr-
sht. En aðalmálið var að tapa ekki.“
sagði Marteinn Guðgeirsson, fyrirliði
Víkinga, eftir jafntefh við KA, 2-2, í 2.
deildinni í gærkvöldi.
Víkingar byrjuðu leikinn af fullum
krafti, voru mun meira með boltann í
fyrri hálfleik. Þeir spiluðu mjög vel á
köflum með þá Sigurð Ómarsson og
Arnar Arnarson í farabroddi. KA-menn
áttu nokkrar hættulegar skyndisóknir.
Fyrsta markið kom úr vítaspyrnu eftir
að varnarmaður KA hafði hrint Einari
Ö. Birgissyni sem sneri baki í markið.
í síðari hálfleik tók Dean Martin, kant-
maður KA-manna, til sinna ráða og
geystist hvað eftir annað upp hægri
kantinn. KA-menn gerðu tvö glæsUeg
mörk eftir slíkar rispur. Martin óð með
boltann upp að endahnu og setti hann
fyrst á hausinn á Stefáni Þórðarsyni og
síðan Bjarna Jónssyni sem báðir þökk-
uðu fyrir sig með marki.
En eftir mörkin slökuöu KA-menn á
og Víkingar sóttu án afláts síðustu mín-
úturnar. Það var svo átta mínútum fyrir
leikslok að Marteinn Guðgeirsson jafn-
aði leikinn með sérlega glæsUegu marki.
Hann tók boltann viðstöðulaust á lofti
rétt fyrir utan vítateig og hamraði hann
í bláhornið.
Víkingar minntust fyrrum þjálfara
síns, Youri Sedov, með einnar mínútu
þögn fyrir leikinn.
Maður leiksins: Dean Martin, KA.
Grobbelaar, Segers
og Fashanu ákærðir
- allir lýsa þeir yfir sakleysi sínu
• John Fashanu er einn þeirra sem
ákærðir hafa verið.
Lögregluyfirvöld í Englandi hafa
ákært knattspyrnumennina Bruce
Grobbelaar, John Fashanu og Hans Se-
gers fyrir spiUingu innan knattspym-
unnar og að hafa haft áhrif á úrslit leikja.
Lögreglurannsókn á þessu alvarlega
máU hefur staðið yfir í sumar og eftir
þá rannsókn var ákveðið að kæra þá
þremenninga. Þá hefur eiginkona Fas-
hanu, Mehssa Kassamapsi, og kaup-
sýslumaður frá Malasíu, Heng Suan
Lim, einnig verið ákærð fyrir sömu sak-
ir.
Daivd Hewitt, lögfræðingur Groobela-
ar, sagði við fréttamenn í gær að mark-
vörðurinn frægi, sem nú leikur með
Southampton, neitaði að hafa komið
nálægt glæpsamlegu athæfi sem þessu.
Segers, markvörður Wimbledon, sagði
við fréttamenn að hann væri saklaus
ásamt félögum sínum og að lögregla
hefði ekki neinar sannanir á þá. Segers
sagðist vona að þetta hræðUega mál
kæmi ekki of mikið niður á þeim og
hann sagðist áfram ætla að gera sitt
besta í marki Wimbeldon á næsta keppn-
istímabiU.
Fashanu, sem leikur með Aston ViUa,
neitaði að tjá sig við fréttamenn í gær
en lögfræðingur hans, Henry Brand-
man, sagði að leikmaðurinn ætlaði að
hreinsa nafn sitt af þessum ásökunum.
Ákvörðun dómarans skal standa
- Þjóðverjar og Portúgalir fengu ávítur frá FIFA
Knattspymusambönd Þýskalands og Portúgals
hafa fengið strangar ávítur frá alþjóða
knattspyrnusambandinu (FIFA) fyrir að
láta endurleika deildarleiki vegna um-
dehdra dóma hjá dómurum í leikjunum.
Þýska sambandið lét endurtaka leik
Leipzig og Chémnitzer í fyrra vegna
umdeildrar dómgæslu og það sama gerð-
ist í Portúgal með leik Benfica og Sport-
ing í deildarkeppninni.
Brotið gegn meginreglu
sem tengist dómgæslu
„Þama var brotið gegn meginreglu sem
tengist dómgæslu því að ákvörðun dóm-
arans á alltaf að standa," sagði talsmað-
ur FIFA í gær eftir fund nefndarinnar í
Sviss.
Bæði samböndin eiga yfir höfði sér
sektir vegna þessara atvika. FIFA ætlar
að fylgja því vel eftir að atburðir af þessu
tagi endurtaki sig ekki.
17
________________________________________________íþróttir
Staðan könnuð þegar íslandsmótíð er hálfnað:
„Knattspyrnan
slakari en áður“
- segir Magnús Jónatansson, fyrrverandi þjálfari, 1 viðtali við DV
„Frá mínum bæjardyrum séð er
knattspyrnan á íslandsmótinu
slakara en áður. Leikmenn sem
undanfarin ár hafa verið að leika
vel eru ekki að gera það nógu gott
sem einstaklingar innan síns hðs.
Hér er um að ræða nokkra leik-
menn sem hafa yfir að ráða mun
meiri getu og styrkleika en þeir
hafa sýnt í sumar. Það er erfltt að
segja hverju megi kenna um en
menn þurfa vissulega margir
hverjir að hugsa sinn gang. Knatt-
spymulega séð tel ég að við eigum
ekki möguleika á að ná lengra
nema leikmenn geti æft og leikið
fótbolta allt árið um kring. Við
þurfum að fá yfirbyggðar skemmur
sem hægt er að nota þegar aðrar
aðstæður ganga ekki. íslensk
knattspyrna er komin á endastöð
að mínu mati og nú þarf að bæta
hraðann og tæknina. Það gerist
ekki nema hægt sé að lengja leik-
tímabilið, þar á ég við deildina og
bikar,“ sagði Magnús Jónatansson,
fyrrverandi þjálfari Fylkis og
Breiðabhks, í viðtali við DV um
íslandsmótið í knattspyrnu sem nú
er hálfnað.
Skaginn hefur hefðina
og kann ekki að tapa
„Þegar mótið er hálfnað þá kemur
í ljós að það er frekar óhkt fyrri
mótum. Mesta athyglin og spennan
er í neðri hluta deildarinnar. Því
miður er lítil spenna við toppinn
og það eyðileggur að sjálfsögðu
dálítið stemninguna. Það er ekkert
spennandi að vera í 2. sæti á eftir
Skaganum. En þetta er ekki Skag-
anum að kenna heldur hinum Uð-
unum. Skagahðið hefur haft mikla
yfirburði og er að mínu mati eina
liðið sem sýnir stöðugleika. Leik-
menn Akurnesinga hafa heföina og
kunna ekki aö tapa. Skaginn á mjög
líklega eftir að tapa leik eða leikjum
en það ógnar þeim ekkert hð því á
sama tíma hafa hin hðin ekki þann
stöðugleika sem þarf th að ná ár-
angri.
Leiftur með
spútnikliðið
Það er athyglisvert að á hveiju
sumri kemur alltaf fram spútnik-
lið. Það hð sem hefur komið mest
á óvart að mínu mati er Leiftur.
Ólafsfirðingum hefur gengið vel aö
fá frekar sundurleitan hóp til að
vinna vel saman. Það sýnir sig allt-
af að lið með góða leikmenn, sem
vhja spila fyrst og fremst fyrir liðið
og síðan fyrir sig, nær langt. Það
er mikil leikgleði í Leiftursmönn-
um og það skiptir miklu máh líka.
Svipaða sögu má segja af Grind-
víkingum sem hafa farið langt á
leikgleði og baráttu.
Fram valdið mestum
vonbrigðum í sumar
Það hð sem hefur valdið mér mest-
um vonbrigöum er Fram og slæmt
gengi þess. Fram er í slæmum
málum eins og reyndar Valur og
FH en ef maður ber þessi lið saman
þá kemur í ljós að FH hefur misst
mikinn mannskap frá því á undan-
fórnum árum og eins er Valur með
nánast nýtt lið. Fram er hins vegar
með mjög sterkt lið á pappírunum,
landsliðsmenn, unghngalandsliðs-
menn og aöra reynslumikla leik-
menn sem unniö hafa titla. Það er
eitthvað mikið að hjá Framliðinu
eins og síðustu tveir leikir hafa
sýnt. Ef Framarar settu upp töflu
með afrekum hvers leikmanns þá
kæmi í ljós að mannskapurinn hef-
ur samanlagt ótrúlega árangra að
baki.
KR-ingum virðist
vanta leikgleði
KR-ingar eru einnig með mjög
sterkt lið og mun sterkara en ár-
angurinn sýnir. KR er að vísu í 2.
sæti en liðið á að geta betur en það
hefur sýnt í leikjum í sumar. Það
sem mestum vonbrigðum veldur
með KR er hvað hðið á erfitt með
að skora. Það virðist vanta leik-
gleði hjá leikmönnum KR og það
þarf aö bæta ef hðið á að ná aha
leið eins og vænst er af vesturbæj-
arveldinu.
Eyjamenn gætu orðið
geysisterkir
Eyjamenn eru með lið sem gæti
orðið geysisterkt eftir 2-3 ár ef rétt
er haldið á málum þar og liðið
styrkt skynsamlega. Þeir hafa mjög
athyghsvert liö og það er mikiö
púður í leikmönnum hðsins.
Keflavík hefur leikið nokkuð vel
þrátt fyrir mikið álag á fyrri hluta
mótsins. Þaö er ahtaf erfitt að þurfa
að sitja uppi með frestaða leiki og
eins er það almennt slæmt fyrir
mótið ef fresta þarf leikjum.
Breiðablik á við sama vandamál-
ið að stríða eins og oft áður, það
er of mikið jó-jó gengi hjá liðinu.
Það vantar stöðugleika í Kópavog-
inn og meiri hefð ef Blikarnir ætla
sér stóra hluti í náinni framtíð,"
sagði Magnús.
• Magnús Jónatansson segir að bæta þurfi tæknina og hraðann.
Frá framkvæmdastjóra KSI
Guentchevtil Luton
Búlgarinn Bontcho Guentchev
er genginn í raðir 1. deildar liðs
Luton frá Ipswich sem féll sem
kunnugt er úr úrvalsdeildinni sl.
vor.
Silenzitil Forest
í gær gekk Nottingham Forest
endanlega frá kaupunum á sókn-
arleikmanninum Andrea Shenzi
frá ítalska liðinu Torino.
Tottenhamsigraði
Eftir hroðalega útreið Totten-
ham gegu Köln í Toto-keppninni,
þar sem Tottenham tapaði, 8-0,
náði hðið að sigra sænsku meist-
arana í IFK Gautaborg í vináttu-
leik í Gautaborg í gær, 0-2. Mörk-
in skoruöu Jason Dozzel og
Ronnie Rosentlial.
íslenska U-16 ára landshð
kvenna í knattspyrnu tapaði fyrir
því sænska í gær, 4-0, á opna
Norðurlandamótinu sem fram fer
í Noregi. Síðasti leikur íslendinga
er gegn Dönum í dag sem þegar
hafa tryggt sér Norðurlanda-
meistaratitilinn. ísiand er í næst-
neðsta sæti með 3 stig eftir sigur
á Hohandi.
Staðan
Stjarnan ...10 8 1 1 24-6 25
Fylkir ...10 7 2 1 23-12 23
Þór, A ...10 5 1 4 18-17 16
Skahagr ...10 4 3 3 13-12 15
Þróttur, R... ...10 3 3 4 12-13 15
Víöir ...10 3 3 4 10-12 12
KA ...10 3 4 3 11-13 13
ÍR ...10 3 1 6 15-22 10
Víkingur ...10 3 1 6 12-20 10
HK ...10 1 1 8 14-25 4
Markahæstir:
Guðmundur Steinsson, Stjömu... 8
HjörturHjartarson, Skallagr....7
Sirtdri Grétarsson, HK.........7
Guðjón Þorvarðarson, ÍR........6
Heiðar Sigurjónsson, Þrótti....5
Kristinn Tómasson, Fylki.......5
í kvöld
Mizundeildin
20.00 Haukar - ÍA
20.00 Stjarnan - KR
18.30 Valur -ÍBA
2. deild kvenna
20.00 Dalvík-Tindastóh
20.00 Leiftur - KS
4. deild karla
20.00 Léttir-GG
20.00 Framheijar - Víkveiji
20.00 Víkingur Ó. - Ármann
20.00 Bruni-ÍH
20.00 Grótta - Ökkh
Vegna þeirra frétta sem komið hafa
fram í fjölmiðlum í kjölfar úrskurðar
dómstóls KSÍ varðandi kæru Ung-
mennafélagsins Stjörnunnar gegn
Knattspyrnufélaginu Þrótti vegna
leiks félaganna í 2. dehd, sem fram
fór 2. júh síðasthðinn, vil ég undirrit-
aður fyrir hönd skrifstofu KSÍ koma
eftirfarandi á framfæri:
Skrifstofu KSÍ berast daglega fyrir-
spurnir um reglur og reglugerðir
sem gilda um knattspyrnumót. Þess-
um fyrirspumum leitast starfsmenn
KSÍ við að svara eftir bestu getu í
samræmi við ghdandi lög og reglu-
gerðir. í sumum tilfehum þarf að
túlka lög og reglur þar sem ákvæði
eru ekki skýr og leiðbeina fyrirspyij-
endum um hvar sé að finna í lögum
og reglugerðum KSÍ ákvæði um þau
atriði sem spurt er um. Slíkar túlkan-
ir starfsmanna KSÍ jafngilda ekki
reglum eða lögum og ábyrgðin liggur
alltaf hjá aðildarfélögum eins og
þeim er að jafnaði gert ljóst.
Dómstóll KSÍ starfar sjálfstætt og
er kosinn af ársþingi KSI. Aðildarfé-
lög geta leitað til dómstóls í héraði
ef þau telja á sér brotið. Úrskurði
héraðdómstóls má síðan áfrýja th
dómstóls KSÍ. Úrskurður dómstóls
KSÍ er endanlegur nema í málum
sem hafa almennt gildi fyrir íþrótta-
hreyfmguna í heild. í slíkum tilfell-
um er hægt að áfrýja til dómstóls ÍSÍ.
Viðingarfyllst,
Snorri Finnlaugsson, framkvæmda-
stjóri KSf.
Þolreiðarkeppni
Islands
verður haldln helgina
29. og 30. júlí.
Skráning í síma
566 6179.
LAXNES
HESTA-
LEIG4