Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1995, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 Fréttir 3 Deilan um ígulkeraveiöarnar: Aðeins hlust- að á fjórar áhafnir - segirBjörgvinRagnarsson, skipstjóri „Það er rétt að áhafnir fjögurra báta, sem stunda ígulkeraveiöar, sendu sjávarútvegsráðherra áskor- un um að fresta því til 1. október að hefja íugulkeraveiðar vegna þess að hrognafylling væri ekki orðin nægi- leg. Áhafnir tveggja báta neituðu að skrifa undir hjá þeim og ekki var rætt við áhafnir fjögurra báta sem veiða fyrir íslensk ígulker í Njarðvík. Við sendum inn greinargerð um að hrognafyllingin væri orðin mjög góð og því ekkert á móti þvi að hefja veið- arnar 1. september eins og venð hef- ur. Á okkur, sjö áhafnir, er ekki hlustað. Tekið er tillit til hinna 5ög- urra og farið bil beggja eins og ráð- herra segir,“ sagði Björgvin Ragn- arsson, skipstjóri á ígulkerabátnum Lofti Breiðfjörð SH í samtali við DV um þær deilur sem uppi eru vegna frestunar á ígulkeraveiðum til 15. september. Björgvin fullyrðir að það sé eitt- hvað annað en hrognafylling ígul- keranna sem ræður því að frestað er til 15. september að hefja veiðarn- ar. í því sambandi bendir hann á að bréf áhafna þessara fjögurra báta hafi verið sent ráðuneytinu í júlí síð- astliðnum. Hann segist ekki skilja þau vinnubrögð sjávarútvegsráðu- neytisins að ræða ekkert við áhafnir af sjö bátum af ellefu varðandi mál- ið, ekki síst í ljósi þess að fulltrúi Hafrannsóknastofnunar hafl farið á ígulkeramiðin fyrir skömmu og sagt á eftir að hrognafyllingin væri næg til að hefja veiðarnar. „Það er annað en skemmtilegt fyrir sjómennina að missa hálfan mánuð úr veiðunum vegna þessa,“ segir Björgvin Ragnarsson. Pétur Ágústsson hjá íshákarU í Stykkishólmi: Hrognanýting léleg í byrjun september „Við höfum ekkert legið á því að við erum samþykkir því að fresta ígulkeraveiðunum til 1. október. Ástæðan er sú að samkvæmt okkar reynslu hefur hrognanýting verið slæm fyrstu vikurnar í september bæði árin. Bæði hefur verið minni hrognafylling og eins hafa litir, sem skipta miklu máli á Japansmarkaði, ekki verið góðir,“ segir Pétur Ágústs- son hjá íshákarli í Stykkishólmi, sem er annar tveggja framleiðenda ígul- kerahrogna hér á landi. Áhafnir báta fyrirtækisins sendu inn áskorun til sjávarútvegsráðu- neytisins um að fresta ígulkeraveið- unum. Pétur var spurður um þá fullyrð- ingu fiskifræðinga Hafrannsókna- stofnunar að hrognafylling ígulker- anna væri orðin nægilega góð til að hefja veiðarnar. „Fiskifræðingur Hafrannsókna- stofnunar, sem kannaði málið, fékk gögn frá okkur, auk þess að fara á miðin og kanna ástandið. Ég tel að sú rannsókn sem hann gerði hafi verið ófullkomin. Hann fór dagpart á einum af bátum íslenskra ígulkera hf. í Njarðvík á þann stað sem skip- stjóri bátsins ákvað að veiöa á. það er alveg hægt að velja sér staði, smá- bletti, þar sem hrognanýting er betri en annars staðar á nærri því hvaöa árstíma sem er. Ég tel ekki hægt að komast að niðurstöðu eftir slíka rannsókn. Ég tel hana hafa verið af- skaplega ófullkomna," segir Pétur. Hann segist telja að veiöar á ígul- kerum hér við land séu komnar á ystu mörk. „Þess vegna er eðlilegt að draga það að hefja veiðarnar þar til ástand ígul- keranna er betra. Þegar stofninn er lítill á að slátra honum þegar ásig- komulag ígulkeranna er best en ekki þegar það er á mörkum þess að vera nothæft," segir Pétur. Japanskir kaupendur skilja þetta ekki - segir Ellert Vigfússon hjá íslenskum ígulkerum „Viðskiptum okkar í Japan er stefnt í voða með þessari ákvörðun að hefja ekki veiöarnar fyrr en um miðjan september. Við erum búnir að gera sölusamninga sem miða við að veiðarnar heíjist 1. september eins og verið hefur. Svo fáum við bréf frá ráðuneytinu 24. ágúst, viku áður en veiðarnar eiga að hefiast, þar sem okkur er tilkynnt um frestun veið- anna. Það er eins og þessir menn í ráðuneytinu haldi að þetta gangi allt fyrir sig rétt eins og að smella fingr- um. Hvort við töpum markaði vegna þess skal ég ekki segja neitt um á þessu stigi. Við höfum reynt að út- skýra það fyrir kaupendum okkar hvað þarna sé á ferðinni. Við höfum sagt þeim að yfirvöld viti ekki hvað stofninn sé stór og vilji fara varlega. Þeir eiga að vonum erfitt með að skilja af hverju ekki var hægt að láta þá vita fyrr,“ segir Ellert Vigfússon, framkvæmdastjóri íslenskra ígul- kera í Njarðvík, í samtali við DV. Ellert segir að sjómenn og stjórn- endur íshákarls í Stykkishólmi, sem er hinn framleiðandi ígulkera í land- inu, fullyrði að hrognafylling nú sé svo lág að ekki eigi að leyfa að hefia veiðar fyrr en 1. október. Sjávarút- vegsráðherra hafi svo valið að fara bil beggja og leyfi að veiðarnar hefi- ist 15. september. „Við teljum þessa fullyrðingu þeirra ranga. Við lögðum fram gögn um að nýtingin nú væri alls ekki lág, jafnvel hærri en hún hefur oft verið. Ráðherra hlustaði ekki á það né nið- urstöðu og álit starfsmanna Ha- frannsóknastofnunar um að nýting væri í lagi. Hér er meiningarmunur og þá velur ráðherra að fara ein- hvern milliveg í stað þess að fara eftir gögnum Hafrannsóknastofnun- ar,“ segir Ellert Vigfússon. FORSYNINGAR UM HELGINA í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM: FÖSTUDAGUR KL. 9. LAUGARDAGUR KL. 9. SUNNUDAGUR KL. 9. FORSALA AÐGÖNGUMIÐA FRÁ KL. 16 ALLA DAGANA HASKOLABIO FRUMSÝND 15. SEPT. ÍSFIRÐINGAR ATHUGIÐ!! FORSÝNINGAR í ÍSAFJARÐARBlÓ FÖSTUD. OG LAUGARDAG KL. 9. D CcrGArtJié 0 SUNNUDAG KL. 11.15. AKLREYRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.