Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1995, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 11 Fréttir Geymsluþol ísfisks í kössum: Er í flestum tilfellum ónýtur eftir 14-16 daga - segir Emilía Marteinsdóttir, efnafræðingur á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins „Þaö fer auövitað mikið eftir meö- ferðinni hvaö geymsluþol fisks er mikið og líka nokkuð eftir tegundum. Ef við erum að tala um þorsk sem fær bestu meðferð við ísun í kassa má áætla að hann sé orðinn ónýtur eftir 14 til 16 daga. Ég segi ekki að þaö væri ekki hægt að finna ætan 16 daga gamlan fisk en það er alger undantekning," segir Emilía Mar- teinsdóttir, efnaverkfræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, um geymsluþol ísfisks. „Ég hef aldrei heyrt talað um ætan fisk sem er eldri en 16 daga. Það er líka hægt að skemma fiskinn miklu fyrr. Fiskur byrjar að gefa sig um leið og hann hefur verið drepinn. Hann heldur þó ferskleikaeinkenn- um til að byrja með og það má segja að allt sé í lagi með 8 til 10 daga gaml- an fisk. En hann er farinn að tapa ferskleikanum þá og 14 til 16 daga gamall er hann búinn að vera,“ sagði hún ennfremur. Miklar sögur hafa verið um að hluti afla ísfisktogaranna, sem koma úr Smugunni, hafi verið ónýtur. í gær skýrði DV frá því að 20 til 30 tonn af afla Bessa ÍS hafi verið alger- lega ónýtur. Var þessi fiskur seldur á 7 krónur kílóið eftir að upphaflegi fiskkaupandinn hafði skilaö honum aftur sem ónýtu hráefni. Elsti fiskur- inn, sem Bessi ÍS var með, var 14 daga gamall. í sumum tilfellum hafa ísfisktogararnir verið að koma með enn eldri fisk að landi sem að sjálf- sögöu er bara efni í gúanó. Þess má geta að sjómenn, sem DV hefur rætt við, segja að til að mynda þegar Vestfjarðatogararnir eru á heimamiðum komi það varla fyrir að þeir komi með eldri fisk að landi en 8 daga gamlan. Haustið, heillandi innkaup hér heima! Þar sem skólarnir eru að byrja sem og önnur „týpísk" vetrarstarfsemi er næsti Langi íaugardagur tileinkaður haustkomunni. Það mun örugglega kæta yngstu gestina að hann LÚLLI LÖGGUBANGSI verður í heimsókn á Laugaveginum um kl. 12-13.30 fyrir utan Hagkaup. Spennandi bókaleikur verður í þremur bókaverslunum á Laugaveginum. Verslanirnar eru: Bókahornið, Laugav. 100, Bókabúð Æskunnar, Laugav. 50, og Mál og menning, Laugav. 18. Bæklingur frá Þjóðleikhúsinu mun liggja frammi í verslunum og kaffihúsum við Laugaveginn. Reykjavík, heimsborgin heima hjá þér! Fullt af góbum tilboðum Nýjar vörur A $ o 0 *l Laugavegi 97, sími 552-9977. Mikið úrval af fatnaði fyrir skólann á góðu verði. Mikið úrval af Amico-peysum (100% bómull). Verð frá kr. 1.990. 10% afsl. á Löngum laugardegi. Ný sending af Amico-jogginggöllum (100% bómull). Gajlabuxur frá kr. 1.490. Fákafeni 52, s. 568-3919, Kirkjuv. 10, Vestm , s. 481-3373. Muiúð tilhaðshamið Laugavegi 58 Simi 551 3311 Guðsteins Eyjólfssonan Laugavegí 34, sími 551-4301 Þýsku ullarflauelsbuxurnar komnar ásamt miklu úrvalí af öðrum buxum. Nýkomnar peysur, sloppar og margt fleira. 10% afsláttur af ng - mikið úrval amnzon Gæludýraverslun • Laugavegi 30 • Sími 551 6611 20% afsláttur af bikiníum og sundbolum föstud. og laugard. Laugavegi 30, sími 562-4225 FORZA innanhússkór, sterkir og endingargóðir, léttir og liprir. Nr. 28-46. Verð 1.990. LE CAF barnaskór úr leðri. Nr. 28-35. Verð 1.990. LA PLAGNE barnaúlpa. Nebraska Nr. 4, 6, 8,10 og 12. Tilboðsverð aðeins kr. 3.990. Ath. fleiri teg. af barnaúlpum. skólaúlpa. Nr. XS-XXL. Litir: Dbl. grænt, gult og rautt. Frábært tilboðsverð, aðeins kr. 4.990. Útsalan okkar er ennþá í fullum gangi. íþróttaskór, töskur o.fl. Verslið ódýrt fyrir skólann. SPORTVÖRUVERSLUNIN SPARTA Laugavegi 49 • Sími 551 2024.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.