Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 Fréttir Jón Baldvin Hannibalsson um sameiningu vinstri manna: Allar f orsendur til sameiningar hafa breyst - sama staða nú og eftir kosningamar 1983, segir Svanur Kristjánsson prófessor Enn einu sinni er hafin umræöa á íslandi um sameiningu vinstri manna í einn stjórnmálaflokk. Um þetta verkefni hafa menn rætt og stofnað stjórnmálaílokka allar götur síöan Sameiningarflokkur alþýðu, Sósíalistaflokkurinn, var stofnaður af kommúnistum og krötum eftir klofning í Alþýðuflokknum. Alþýðu- bandalagið var á sínum tíma stofnað af sósíalistum og Hannibal Valdi- marssyni til að sameina vinstri menn. Hannibal stofnaði svo Samtök frjálslyndra og vinstri manna til að sameina vinstri menn. Vilmundur Gylfason stofnaði Bandalag jafnað- armanna til að sameina vinstri menn og meira að segja Þjóðvaki var stofn- aður í vetur er leið til að sameina vinstri menn. Menn hrukku við Síöan gerist það að alþingismenn- irnir Svavar Gestsson og Jón Baldvin Hannibalsson efna til fundar um nýútkomna bók Svavars um framtíð- arsýn hans í íslenskri pólitík. Svavar segir bókina vera málefnalegt sáttat- ilboð sitt til sameiningar vinstri manna í landinu. Undir þetta tekur Össur Skarphéðinsson sem segist líta á bók Svavars sem framlag hans til tilraunar til að sameina vinstri menn. Fundur þeirra tvímenninga var mun flölsóttari en nokkur átti von á. Af því draga menn þá ályktun að áhugi grasrótarinnar fyrir samein- ingu sé mjög mikill. Margir flokks- broddar hrukku dálítið við þegar þeir sáu þennan flölda. Hann kom þeim á óvart. Og hinir gamalreyndu stjórnmálamenn Svavar Gestsson og Jón Baldvin gripu þetta á lofti og tal þeirra var líka á miklum sameining- amótum. Tóku aðstæður völdin? „Ég hef þaö á tilfmningunni að þeir hafi látið aðstæöurnar taka völdin þegar þeir sáu þennan flölda fólks úr öllum vinstri flokkunum. Þeir ætluðu að ræða bók Svavars en hófu að ræða sameiningu. Mér þótti það ills viti í þeirri umræöu að ekki var minnst á kvenfrelsisbaráttuna," segir Kristín Halldórsdóttir, þing- kona Kvennalistans, um upphaf nýj- asta sameiningartalsins. En hvað hefur breyst? Hefur eitt- hvað það gerst í íslenskum stjóm- málum sem eykur líkurnar á sam- einingu vinstri manna í einn sflórn- málaflokk? Ekkert segja sumir. R- listinn og árangur hans, segja aðrir. Eins og1983 „Mér sýnist að það sé komin upp svipuö staða í íslenskum stjórnmál- um og eftir alþingiskosningarnar 1983. Nú eins og þá hafa Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur myndaö ríkisstjórn. Nú eins og þá eru flórir smáflokkar á vinstri væng í stjórnarandstöðu. Það em meira að segja sömu styrkleikahlutfóll á milli sflómarandstöðuflokkanna og voru þá. Alþýðubandalagið aðeins stærra en Alþýðuflokkurinn og nú kemur Þjóövaki í stað Bandalags jafnaðar- manna og mjög svipað að stærð og Kvennalistinn með 3 þingkonur eins og þá. Þá var reynt að efla samstarf þessara flokka en með engum ár- angri," segir Svanur Krisflánsson, prófessor í sflórnmálafræði við HÍ, í samtali við DV um sameiningartal manna nú. Hann segist ekki sjá að neitt hafi í rauninni breyst frá 1983 nema til- koma R-listans. „Ef Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á Svanur: „Mér sýnist að það sé kom- in upp svipuð staða í íslenskum stjórnmálum og eftir alþingiskosn- ingarnar 1983.“ Jón Baldvin: „Vinstri menn eru ein- staklingshyggjumenn og rekast illa i flokkum. Hægri menn eru féiags- hyggjufólk og rekast vel i flokki." Kristín: „Ég held að þetta sé bóla eins og ávallt áður. Það er min til- finning fyrir þeirri umræðu sem fór af stað á fundi þeirra Svavars og Jóns Baldvins." aö verða leiðtogi sameinaðra vinstri manna þá getur það ekki gerst fyrr en eftir borgarstjórnarkosningarnar 1998. Ég ætla í sjálfu sér ekki að úti- loka að eitthvað gerist á þessu kjör- tímabili en það verður þá ekki fyrr en eftir borgarstjórnarkosningarnar 1998,“ segir Svanur Kristjánsson pró- fessor. Breyttar forsendur „Þú spyrð hvort eitthvað hafi gerst sem auki líkumar á að sameining vinstri manna takist nú frekar en áður þegar um hana hefur verið rætt. Ég svara því játandi. í fyrsta lagi og ætli það sé ekki einna stærst, Sovét- ríkin eru ekki lengur til. Austur- Evrópa er fijáls, Berlínarmúrinn fallinn og hugmyndafræðin á bak við þetta á vonarvöl. Þetta var nú stærsta ágreiningsefni lýðræðis-jafn- aðarmanna og kommúnista/sósíal- ista í 60 ár. Það er væntanlega úr sögunni nema ef til vill eftirhreytur í hugum einhverra. í ööra lagi má benda á að hver ein- nota tilraunin af annarri til flokks- stofnunar á vinstri væng hefur runn- ið út í sandinn. Kvennalistinn hefur verið undantekingin hvað varðar, Svavar: „Ég lít á bók mina sem málefnalegt samstarfstilboð til sam- einingar vinstri manna.“ Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson eigum við að segja, „eins máls hreyf- ingu“ hvað það varöar að lifa af. Nú heyrist sú skoðun frá fulltrúum Kvennahstans að því verkefni þeirra að hrista upp í karlaveldinu utanfrá sé kannski lokið að sinni þannig að nú komi til álita að fylgja málefna- baráttunni eftir innan stærri hreyf- ingar. Þá er enn eitt atriðiö sem skiptir máli. Flokkarnir skiptast nú ekki á milli sflórnar og sflórnarandstöðu eins og á síðasta kjörtímabili en það var afleiðing af ágreiningi um stór mál, svo sem EES-samninginn og ál- mál. Allt eru þetta atriði sem ættu að hafa mikiö að segja,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins, um málið. Bara í orði? „Ég held að sá mikli flöldi fólks sem kom á þennan fund sýni að fólk ætl- ast til þess af okkur aö við leggjum rækt við aö reyna að fmna samstarfs- leiðir eins og kostur er. Ég lít á bók Margrét: „,Ég tel að aðstæður allar til sameiningar vinstri manna séu breyttar. Þar nefni ég R-listann til sögunnar." Össur: „Ég hef þá trú að hugur fylgi máli, alla vega hjá forystumönnum A-flokkanna.“ Ásta: „Ég held að sameining félags- hyggjufólks sé nær en margur hygg- ur.“ mína sem málefnalegt samstarfstil- boð til sameiningar vinstri manna. Á fundinum kom fram, í orði alla vega, hjá Jóni Baldvin Hannibalssyni áhugi fyrir sameiningu. Hins vegar er ljóst að það er honum þvert um geð að hugsa til víðtæks samstarfs vinstri manna. Það sást best í grein í Alþýðublaðinu daginn eftir þennan fund. Þar skrifar hann um mig þann- ig að mér datt í hug: Er þetta Björn Bjarnason undir dulnefninu Jón Baldvin Hannibalsson," segir Svavar Gestsson alþingismaður. Flokksgirðingar horfnar „Ég tel að aðstæður allar til sam- einingar vinstri manna séu breyttar. Þar nefni ég R-listann til sögunnar. Ég veit að samstarfið innan Reykja- víkurlistans er nflög gott. Eða eins og Arthur Morthens orðaði það þeg- ar við ræddum saman á fundinum á dögunum; allar flokksgirðingar eru fallnar, eru að engu orðnar. Þá vil ég benda á útkomu þessara flokka í alþingiskosningunum í vor. Auðvit- að hefðu allir vinstri flokkamir vilj- að veröa hinn eini stóri jafnaðar- mannaflokkur. En ég vona að úrslit kosninganna hafi orðið til þess að menn seu búnir að gefa upp vonma um að þeirra flokkur verði hinn eini stóri jafnaðarmannaflokkur. Ég vona að forystufólk allra þessara flokka átti sig nú loks á þessu og sé tilbúið að vinna að sameiningu af heilindum," segir Margrét Björns- dóttir, formaöur Félags frjálslyndra jafnaðarmanna. Held að þetta sé bóla „Ég held að þetta sé bóla eins og ávallt áður. Það er mín tilfmning fyrir þeirri umræðu sem fór af stað á fundi þeirra Svavars og Jóns Bald- vins. Hins vegar hygg ég að hjá hin- um almenna flokksmanni, grasrót- inni, sé áhugi fyrir samstarfi eða sameiningu. Árangur Reykjavíkur- listans ýtir mjög undir og víkkar umræðuna um þetta meðal fólks. Ég ætla ekkert að fullyrða en ég óttast að það sé annaö og erfiðara verk að flytja samstarf eins og tókst urn Reykjavíkurlistann yfir í landsmála- pólitíkina. Ég bendi til að mynda á að þeim Svavari og Jóni Baldvin datt ekki til hugar að ræða kvenfrelsis- baráttuna einu orði á fundi sínum á dögunum. Það eitt fyllir mig efa,“ sagði Kristín Halldórsdóttir, þing- kona Kvennalistans. Hugur fylgir máli „Eg hef þá trú að hugur fylgi máli, alla vega hjá forystumönnum A- flokkanna. Ég varð ekki var við það hér áður fyrr hjá forystumönnum Alþýðubandalagsins, á meðan ég var í þeim flokki, að þar væri útbreiddur vilji til að kanna málið til þrautar. Ég tel að hann sé það aftur á móti nú. Ég held líka að bók Svavars Gestssonar sé frá hans hendi hugsuð sem málefnalegt innlegg inn í sam- einingarmálin, alveg burt séö frá þvi hvernig menn túlka hana,“ sagði Össur Skarphéðinsson alþingismað- ur sem verið hefur bæði í Alþýðu- bandalagi og Alþýðuflokki. Nær en margir halda „Ég held að sameining félags- hyggjufólks sé nær en margur hygg- ur. Hún er mikið áhugamál hins al- menna flokksmanns í öllum vinstri flokkunum nú. Ég held enda aö mál- efnalega skilji ekki meira að þessa flokka en fólkið sem rúmast í Sjálf- stæðisflokknum. Ég tel og vona að félagshyggjuflokkamir beri gæfu til að ganga frá þessum málum fyrir 1997 þannig að þeir geti boðið fólki upp á nýjan valkost bæði í sveitar- stjómarkosningunum 1998 og í þing- kosningunum 1999,“ segirÁstaRagn- heiöur Jóhannesdóttir, þingmaður Þjóðvaka. Mörg Ijón Ýmsir óttast að þeir flokksforingjar sem nú ráða ferðinni, Jón Baldvin, Ólafur Ragnar, Svavar Gestsson, Jó- hanna Sigurðardóttir, Kvennalista- konur ýmsar, svo að dæmi séu tekin, séu svo pólitískt fyrirferöarmikil, frek og ráðrík aö þau rekist aldrei saman í stjórnmálaflokki. Fólkið sem DV ræddi við, Jón Baldvin, Margrét, Össur, Svavar og Ásta R. eru ekki mjög, en misjafnlega þó, svartsýn á það mál. Kristín Halldórsdóttir telur fyrirferðina of mikla. Það er alveg ljóst að það eru mörg ljón í veginum að sameiningu vinstri manna á íslandi í einn stjórnmála- flokk. Þó ekki væri fyrir annað en það sem Jón Baldvin sagði. „vinstri menn eru einstaklingshyggjumenn og rekast illa í flokkum. Hægri menn eru félagshyggjufólk og rekst vel í flokki."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.