Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1995, Blaðsíða 32
SIMATORG DV 904 1700 FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eða vftneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJORN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563*2700 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokaö Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 Kt. 6-8 LAUGARDA66 OG MÁNUDAGSMORGNA Frjálst,óháö dagblaö FOSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995. Lögreglan í Reykjavík: Kviknaði í stöðinni ^ „Viö vorum að koma á vaktaskipt- in klukkan sex í morgun þegar við urðum varir viö reyk sem kom frá neðstu hæðinni. Það var ekkert ann- að að gera en að fara niður og athuga hvort einhver væri þarna. Þaö var eldur í ljósastæði í loftinu og við náðum 1 slökkvitæki,“ sagði Haukur Ásmundsson, aðalvarðstjóri hjá lög- reglunni á Hverfisgötu, í samtali við DV í morgun. Eldur kviknaði í móttökuherbergi lögreglunnar á jarðhæð við bílastæði á baklóð hússins við Hveríisgötu í morgun. Lögreglumenn náðu að ráða niðurlögum eldsins með slökkvi- tækjum en kölluðu á slökkviliðið til að reykhreinsa bygginguna. Enginn reyndist vera niðri þar sem eldurinn ** kviknaði og voru sérfræðingar á leið til að kanna orsakir hans þegar DV fóríprentunimorgun. -Ótt Alvarlegir áverkar Rúmlega fimmtugur maður féll í veg fyrir bíl fyrir utan Hafnarkrána í Hafnarstræti um tíuleytið í gær- kvöldi. Maðurinn hlaut alvarlega höfuðáverka og var fluttur á Borgar- spítalann þar sem aðgerð var gerö á honum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá gjör- gæsludeild í morgun er líðan manns- ins eftir atvikum og er hann ekki talinn í lífshættu. -bj b Hafnarfjörður: Mikil ólga vegna uppsagna Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa ákveðið að segja upp samningum hátt í 100 starfsmanna til að spara útgjöld vegna bílastyrkja og fastrar yfirvinnu. Ingvar Viktorsson bæjar- stjóri segir þetta gert í sparnaðar- skyni. Greitt verði fyrir yfirvinnu og bílastyrkir verði áfram. „Það er geysileg ólga í starfs- mannahópnum því aö taxtar eru það lágir. Þetta er svo mikil kjararýrnun aö það verður að bregðast harkalega við þessu,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Starfsmannafélags Hafn- arfjarðar. -GHS Kínaráðstefna: Komustekki inn íslensku sendinefndinni á óopin- beru Kvennaráðstefnunni í Kína var __, ekki hleypt inn á opnunarhátíðina í gær. Þetta kom fram í fréttum Sjón- varpsins í gærkvöldi. -sv Bragi tók þá upp íogókþeim löqreglustöðina „Þegar ég kom niður í Eden um sexleytið i gærkvöldi var mér sagt að tveir piltar hefðu verið þar aö brjóta upp spilakassa. Þeir voru famir þegar ég kom á staðinn. Ég fór strax upp í bíl og tók með mér stúlku sem sagðist geta borið kennsl á þá. Viö fundum strákana niðri á þjóðvegi þar sem þeir voru aö húkka sér far. Ég stöðvaöi og strákamir spurðu hvort ég væri nokkuð að fara á Selfoss. Ég sagði bara já og tók þá upp í, lét sem ekkert væri og ákvað aö aka þeim bara á lögreglustöðina þar. Á leið- inni sögðust þeir vera úr Reykjavík þannig að þetta var allt í bróöerni hjá okkur til að byrja með,“ sagöí Bragi Einarsson, eigandi Edens i Hveragerði, f samtali við DV í morgun. Hann hélt ró sinni, svo ekki sé meira sagt, þegar hann freistaði þess aö koma tveimur 14 og 15 ára piltum til lögreglu um kvöldmatar- leytið í gær. „Strákamir vildu fara úr bílnum víð Shellsjoppuna á Selfossí, dálítiö fyrr en við komum að lögreglustöð- inni. Ég sagði þá aö ég væri nú hálfvitlaus að keyra svona glanna- lega því það væru engar bremsur á bílnum. Þá virtist ekkert gruna. Þegar ég kom að kaupfélaginu við Austurveg vildu þeir stöðva þar. " Ég sagði þá að það væri skilti þama sem segði að ég mætti ekki stoppa. Þegar ég kom austar í bæinn, áleið- is að lögreglustöðinni, fóru piltarn- ir að ókyrrast. Þá jók ég hraðami og ók beint að stöðinni. Um leið og ég stöðvaði fóru þeir út og hlupu í gegnum garða, Ég fór inn og gerði lögreglumönnum viðvart sem fóru á tveimur bílum til að leita og fundu þá fljótlega,“ sagði Bragi. Hann sagði að hér væri ekki um peningamál að ræða, heldur það að koma lögbqótum í réttar hend- ur. Spilakassinn var tæmdur í gær þannig að aðeins um þúsund krón- ur voru í honum. Piltarnir eru M Selfossi og viður- kenndu athæfi sitt. Þriðji pilturinn, sem er frá Hveragerði, var vítorðs- maður þeima. Hann hefur einnig játað. -Ótt Vigdis Finnbogadóttir, forseti Islands, skoðar hér sjöl úr kasmírull í versiun í Peking í morgun. Skipulagðri skoðun- arferð um „Hina forboðnu borg“, þar sem gömlu keisarahallirnar er að finna, hafði þá verið frestað. Vigdís mun ávarpa kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst á mánudag. Símamynd Reuter Breyttur eUiIífeyrir: Kallar á mjög hörð viðbögð - segirforsetiASí „Eigi að byggja á þessum hug- myndum og öðram ámóta í fjárlaga- gerðinni þá mun það kalla á mjög hörð viðbrögð hjá okkur. Ríkis- stjórnin hefur ekkert samráð haft við okkur og virðist ætla að fara leið kjararýrnunar. Það finnst okkur auðvitað hið versta mál,“ segir Bene- dikt Davíðsson, forseti Alþýðusam- bandsins. DV greindi frá því í vikunni að í tengslum við fjárlagagerðina áform- aði ríkisstjórnin að hækka trygg- ingagjald af launum og grípa til auk- inna tekjutengingar á greiðslum frá hinu opinbera, meðal annars ellilíf- eyri og barnabótum. „Við höfum verið mjög andvígir tekjutengingu á elhlífeyri. Grunnlíf- eyririnn er of lágur. Til þess að standa undir honum hafa menn ver- ið að greiða iögjald til trygginganna allt sitt líf, nú undanfarin ár í formi skatta. Því er það rangt að tekju- tengja þetta og aukin tekjutenging stangast mjög á við þær hugmyndir sem við höfum verið að halda fram. Væntanlega mun þetta einkum bitna ámillitekjufólki." -kaa Sauöfj árbændur: Hörðgagn- rýni á samn- ingsdrögin „Ég met það svo að fundurinn muni viðurkenna nauðsyn þess að búvörusamningnum verði breytt. Það má hins vegar reikna með ein- hverjum breytingum á þeim drögum sem liggja fyrir,“ segir Arnór Karls- son, formaður Landssamtaka sauð- fjárbænda. Framkomin drög aö breytingum á búvörusamningnum voru harðlega gagnrýnd á aðalfundi sauðfjárbænda sem haldinn er að Brúarási á Jökul- dal. Gagnrýnin var margbreytileg og beíndist ekki að einhverjum einstök- um þáttum. Líkur eru því taldar á að drögin verði samþykkt í megin- atriðum. Einna helst var það gagnrýnt á fundinum í gær að taka beingreiðsl- ur af bændum eldri en 70 ára. Þá voru uppi raddir um að afnema fram- leiðslutengingu styrkja. Gengið verð- ur til atkvæða um drögin síðdegis í dag en aðalfundinum lýkur í kvöld. -kaa -sjáeinmgbls.2 LOKI Þaö getur stundum verið varasamt að ferðast á putanum! Veðrið á morgun: Léttskýjað víðast hvar Veðurstofan reiknar með frem- ur hægri norðaustan- eða breyti- legri átt. Léttskýjað verður víðast hvar en þó hætt við lítils háttar vætu úti við norður- og norðaust- urströndina. Búist er við að hit- inn verði á bilinu 8-15 stig en all- mikill hitamunur dags og nætur. Dagurinn virðist því verða upp- lagður til útiveru. Veðrið í dag er á bls. 36 4- V' ar \WREVF/LZ/ 3 farþega og hjólastólabí h 588 55 22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.