Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: 563 2700 FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Talað um sameiningu íslenskir vinstrimenn hafa talaö og skrifað um samein- ingu á vinstri væng stjómmálanna í marga áratugi, ekki síst á þeim tímaskeiðum á öldinni þegar þeir hafa verið hvað duglegastir við að sundra sér pólitískt. Nú eru forystumenn í nokkrum stj ómmálaílokkum enn einu sinni famir að tala Qálglega um að sameina vinstrimenn, bæði á fundum og í fjölmiðlum. Framsóknarflokkurinn er að vísu ekki inni í samein- ingarmyndinni núna, þótt hann hafi verið og sé hluti af R-listasamstarfmu í höfuðborginni sem htið er til sem fordæmis - enda em framsóknarmenn á landsvísu í ríkis- stjómarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og líkar vel. En það er svo sem nóg eftir til að sameina ef raunveru- legur áhugi væri á shku hjá þeim sem ráða ferðinni meðal vinstrimanna. Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkur- inn, Þjóðvaki og Samtök um kvennahsta em öh í stjómar- andstöðu á Alþingi og telja sig að ýmsu leyti hafa sameig- inleg stefnúmál, þótt annað sé óhkt. Hugmyndin á bak við sameiningartal síðustu áratuga er út af fyrir sig einföld og auðskilin. Vinstrisinnaðir stjómmálaforingjar vilja mynda sterkt stjómmálaafl sem hefur möguleika til að ná völdum th jafns við Sjálfstæðis- flokkinn. Nú, eins og oft áður, em vinstriflokkamir svo sundraðir og htlir að þeir geta einungis keppt um það innbyrðis hver þeirra fær að vera með Sjálfstæðisflokkn- um í ríkisstjórn. Ef fylgi þeirra ahra skhaði sér á sameig- inlegan hsta þá hefðu þeir væntanlega aht aðra stöðu th að ná völdum í þjóðfélaginu. Foringjar flokkanna hafa farið ýmsar leiðir th að ná shku markmiði undanfama áratugi. Nokkrum sinnum hafa þannig verið myndaðar svo- nefndar vinstristjómir undir forystu framsóknarmanna sem þá hafa um hríð verið í vinstraskapi. Efnt hefur verið th kosningabandalaga. Alþýðuflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn tóku th dæmis höndum saman á miðjum sjötta áratugnum og reyndu með þess háttar samfloti um framboð að fá meirihluta á Alþingi en það mistókst. Farið hefur verið í formlegar sameiningarviðræður á mihi flokka, eins og þær sem stóðu yfir í nokkur ár á fyrri hluta áttunda áratugarins - en án árangurs. Ekkert af þessu hefur dugað th að breyta flokka- mynstrinu að ráði. Þvert á móti hefur vinstriflokkunum svoköhuðu yfirleitt fjölgað með nokkurra ára milhbih en síðan fækkað aftur við andlát nýlegra flokka eftir skamma lífdaga. Nú, eins og reyndar oft áður, hefur ungt fólk eðhlega varpað fram þeirri spumingu hvers vegna vinstrimenn geti starfað saman í stórum flokki, th dæmis í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi, en ekki á íslandi. Astæðumar em án efa bæði málefnalegar og persónu- legar. íslenskir vinstrimenn hafa um áratugaskeið haft mjög andstæðar skoðanir á mikhvægum þjóðmálum og sýnt lítinn vhja th að láta af stefnu sinni í þágu breiðrar samstöðu. Þá hafa margir htríkir foringjar íslenskra vinstrimanna tahð sig sjálfkjöma th að stjóma. Þeir eru auðvitað reiðubúnir að sameinast með því að innlima aðra flokka eða hreyfmgar 1 sinn eigin flokk og ráða þar áfram ferðinni. En þeir hafa ekki haft neinn áhuga á að fóma póhtískri stöðu sinni fyrir samruna flokka. Með þetta í huga er líth ástæða th að ætla að umræð- umar nú um sameiningu vinstrimanna verði neitt meira en orðin tóm - nema hvað einhver kann að fá th sín fylg- ishtinn Þjóðvaka við lok kjörtímabhsins. Elías Snæland Jónsson „Inn í þetta framandi umhverfi steðja nú allt að 30 þúsund vandamála-Sigrúnar úr öllum heimshornum til að ræða stöðu kvenna ...,“ segir Gunnar m.a. í greininni. Kalt stríð við Kína Þeir sem muna áróðursstríð Bandaríkjanna og Sovétríkjanna fyrir ekki margt löngu kannast við þann tón sem nú kveður við á Vest- urlöndum í garð Kína. í bakgrunni er að Kína á ekki ýkja langt í land með að verða risaveldi og hættuleg- ur keppinautur. Þess gætir æ meir í bandarískum íjölmiðlum að Kína sé útmálað í sömu litum og Reagan forseti not- aði um Sovétríkin: Heimsveldi hins illa. Bandaríkjamenn ætlast til þess, eins og ekkert sé sjálfsagðara, að Kínverjar taki upp bandaríska siði, þar á meðal McDonalds, og tileinki sér vestræn gildi yfirleitt. Kínverjar hafa sín eigin mörg þús- und ára gildi. Misskilningurinn er alger. Loks- ins þykjast Bandaríkjamenn hafa fundið verðugan andstæðing til að sameinast gegn í nýju köldu stríði. Taiwan Kínverjar fyrir sitt leyti hafa ver- ið herskáir í seinni tið. Heræfingar þeirra og ógnanir viö Taiwan hafa skotið nágrönnum þeirra í Suö- austur-Asíu skelk í bringu og til- kall þeirra til Spratly-eyja við Víet- nam er-til vitnis um heimsveldistil- burði aftan úr öldum. Samskiptin viö Bandaríkin eru verri en nokkru sinni fyrr, að sögn fréttastofunnar Nýja Kína. Þar er varað við nýju köldu stríði í kjölfar þess að Clinton Bandaríkjaforseti veitti forseta Taiwans viðtal sem túlka má sem viðurkenningu á sjálfstæði kínversks ríkis þar. Kalt stríö er í raun þegar hafið. Segja má að aldrei hafi gróið um heilt síöan 1989 þegar mótmælin á KjaHarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður Torgi hins himneska friðar voru bæld niður með skriödrekum í beinni sjónvarpsútsendingu á CNN. Þá hófst mannréttindaher- ferðin gegn Kína. Kvenfólk Kína er sögulega einveldi og heimsveldi. Maoisminn var aðeins smávegishliðarspor. Marxismi hans endaði með því að Mao gerði sjálfan sig aö keisara í raun og arf- takar hans eru nú að syngja sitt síðasta. Efnahagsuppbyggingin kemur aðallega aö utan, með fjár- festingum frá Taiwan og Hong Kong, Japan og víðar, aðeins að litl- um hluta innan frá. Marxisminn er aðeins dulargervi þess alræðis sem eitt sér heldur Kína saman. Deng er á grafarbakk- anum og við blasir valdabarátta á næstu árum sem gáeti leitt til þess að allt fari í gamla horfið þegar nokkrir stríðsherrar skiptu Kína í milli sín. Sjang Hæ Sjek var einn slíkur og Taiwan var hans síðasta vígi. Inn í þetta framandi umhverfi steðja nú allt að 30 þúsund vanda- mála-Sigrúnar úr öllum hcims- hornum til að ræða stööu kvenna og fárast yflr því að mannréttindi í Kína séu ekki eins og í Skandínav- íu. Af því getur ekki komið neitt gott, hvorki fyrir kvenfólk né Kín- verja. Allra síst mun það bæta sam- skipti Kínverja við hinn vestræna heim sem þeir eru hvort sem er fráhverfir. Samkundan í Peking mun aðeins skerpa andstæðurnar. Gunnar Eyþórsson „Efnahagsuppbyggingin kemur aðal- lega að utan, með fjárfestingum frá Taiwan og Hong Kong, Japan og víðar. Aðeins að litlum hluta innan frá.“ Skoðanir annarra Ekki stéttlaust þjóðfélag? „Það er vel kunn en lítt ræaa staðreynd ao launa- munur eykst með hveiju ári. ísland er ekki það stétt- lausa þjóöfélag, sem margir vilja vera láta. Þess vegna vekur enga furðu þótt fólk taki sig í auknum mæli upp og flytji þangað sem betri skilyrði eru til að bæta lífskjör sín ... Verkalýðshreyfingin, ef ein einhver töggur er eftir í henni, hlýtur að fara aö rumska.“ Úr forystugrein Alþbl. 31. ágúst. Einræðisríkið Kína „Tengsl íslands og Kína hafa stöðugt verið að efl- ast á undanfórnum árum ... Það hefur hins vegar ávallt verið stefna íslenskra stjórnvalda að blanda ekki saman stjórnmálum og viðskiptum við einstök ríki. Skýrasta dæmið eru tengsl okkar við Sovétríkin á sínum tíma. Þeirri staðreynd að Kína er einræöis- ríki má aldrei gleyma í samskiptum okkar við þetta ríki. Gerðist þaö værum viö orðnir leiksoppar í voða legum leik, leik sem okkur tókst sem betur fer að foröast í samskiptunum við Sovétríkin." Úr forystugrein Mbl. 30. ágúst. Flaggskip heilbrigðis- þjónustunnar „Það er rétt, sem fram hefur komiö, að stóru spítal- arnir í Reykjavík eru flaggskip heilbrigðisþjón- ustunnar. Þar eru kennslusjúkrahús og rannsóknir, og þar er að flnna þá hátækni sem rutt hefur sér til rúms í lækningum. Hins vegar er staðreynd að að- staða hefur víða verið byggð upp út um landsbyggö- ina sem þarf að nýta sem best, og það ber að kanna þaö verkefni fordómalaust hvort verkaskipting er möguleg, til dæmis á sviði sérfræðiþjónustu. Til þess að ná árangri verður starfsfólk heilbrigðisþjón- ustunnar, forsvarsmenn sjúkrahúsanna og stjórn- málamenn að koma að málunum með vilja til þess að ná árangri.“ Úr forystugrein Tímans 31. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.