Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1995, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 15 Er grasið grænna hinum megin? Þrátt fyrir að hér vanti fleiri hundruð manns i fiskvinnslu fiyst stór hóp- ur fiskverkafólks búferlum til Danmerkur til að vinna sömu störf þar. Eftir áralanga efnahagskreppu hér á landi fór loks að rofa til á síðasta ári og hagvöxtur jókst. Á þessu ári er einnig spáð áframhald- andi hagvexti og er talið að hann verði allt að 3%. Þrátt fyrir aukinn hagvöxt, lágt raungengi krónunnar og lága verðbólgu hefur atvinnu- leysi, því miður, ekki fariö minnk- andi eins og vonast var til. Efna- hagsbatinn virðist þó vera farinn að koma í ljós því störfum hefur fjölgaði um þrjú þúsund á milli ára. Aðgerðir hafa skilað árangri Til að stemma stigu við atvinnu- leysinu greip ríkisstjórn Sjálf- stæðiflokksins og Alþýðuflokksins til ýmissa aðgerða haustið 1992. Tekjuskattsprósenta fyrirtækja var m.a. lækkuð því stjórnvöld töldu að með því að minnka álögur á fyrirtækin yrði stærri hluti hagn- aðarins eftir í fyrirtækjunum. Það gæfi fyrirtækjum meira svigrúm til fjárfestinga í nýjum atvinnutæki- færum og skapaði þar með fleiri og varanleg störf. Þessar aðgerðir voru einnig gerðar tii að samræma skattaálögur á íslensk fyrirtæki við þaö sem tíðkast í ríkjum innan EES til að gera þeim þannig kleift að standast samkeppni. Áður en þessar aðgerðir voru gerðar voru fyrirtækin farin að draga verulega saman seglin, hætt að fjárfesta að miklu leyti og byrjuð að fækka starfsfólki. Stjórnendur fyrirtækja hafa haldiö að sér hönd- um og ekki fjölgað starfsfólki svo neinu nemur þrátt fyrir að at- vinnuumhverfi þeirra hafi breyst til batnaðar. Eflaust eru margar KjaHaiinn Sigurrós Þorgrímsdóttir stjórnmálafræðingur skýringar á þessari tregðu fyrir- tækjanna. Ekki er ólíklegt að stjórnendur þeirra séu að tryggja fjárhagsstöðu sína enn betur áður en þau fara að velta boltanum. Yfir 35 milljónir atvinnu- lausar Enda þótt atvinnuleysi hafi ekki farið minnkandi hér á landi und- anfarin ár má þó segja að það hafi ekki orðið sá hræðilegi bölvaldur sem margir spáðu. En fyrir nokkr- um árum töldu margir að atvinnu- leysi mundi fara yfir 20% hér á landi. Þessar aðgerðir stjórnvalda hafa því haft veruleg áhrif og hald- ið atvinnuleysinu í skefjum. Samkvæmt nýlegri skýrslu um atvinnuleysi í aðildarríkjum OECD kemur fram að um 35 milljónir manna séu atvinnulausar í þessum ríkjum og jafnvel enn fleiri. Þrátt fyrir þessa staðreynd virðast ís- lendingar, samkvæmt fréttum, flytja í stórum stíl til þessara landa til að freista gæfunnar. Margir telja e.t.v. að grasiö sé grænna hinum megin! Frá árinu 1993 þar til í júní í ár fluttu um sautján hundruð fleiri íslendingar frá landinu umfram þá sem fluttu inn í landið og þar af flutti 861 fleiri íslendingur út en fluttu til landsins árið 1994. Þetta eru vissulega ógnvekjandi tölur en þó skal haft í huga að stór hluti þessa fólks er námsmenn sem eru að nema á erlendri grund. Það sem er nokkuð óvenjulegt er að stór hópur iðnlærðs fólks er að flytja frá landinu í leit að atvinnu og virðist straumurinn fyrst og fremst liggja til Norðurlandanna, þ.e. Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Samt hafa íbúðabyggingar dregist mun meira saman í þessum löndum en hér á landi á undanförnum árum. Jafnframt hefur komið fram í fréttum að nokkuð stór hópur fisk- verkafólks flytjist búferlum til Danmörkur til að vinna við fisk- vinnslu, þrátt fyrir að hér á landi vanti fleiri hundruð manns í slík störf víða um land. En hvað er þaö sem fær fólk til að taka sig upp, oft með fjölskyldu, og flytjast búferl- um til ókunnra landa? Er það ein- göngu í atvinnuleit eða er þaö æv- intýraþrá? Þrá eftir sumri og sól og að komast í burtu frá þessu haröbýla landi. Er almenningur e.t.v. farinn að líta á Evrópu sem eitt atvinnusvæði og finnst ekki meira mál að flytjast búferlum frá íslandi til Evrópu en að flytjast búferlum milli atvinnusvæða hér á landi? Hver svo sem ástæðan er hefur þessi fámenna þjóð ekki efni á því aö missa hæfileikaríka ein- staklinga frá landinu. Mennter máttur Hér á landi, eins og reyndar ann- ars staðar, virðist atvinnuleysið bitna einna helst á ófaglærðu fólki. Það er því eitt brýnasta verkefni stjórnvalda að bjóða fólki upp á fjölbreytta menntun, bæði háskóla- og verkmenntun. Góð menntun fyrir alla á að vera efst á forgangs- lista þessarar þjóðar. Eitt það mik- ilvægasta fyrir íslenskt atvinnulíf er vel menntað og hæfileikaríkt fólk. En það er ekki nægjanlegt að krefjast þess að allir fái fyrsta flokks menntun; við verðum að geta veitt þessu fólki atvinnu svo það fari ekki til annarra landa til að leita sér að vinnu. Við höfum ekki efni á því aö mennta fólk fyrir erlendan vinnumarkað. Sigurrós Þorgrímsdóttir „Er almenningur e.t.v. farinn að líta á Evrópu sem eitt atvinnusvæði og finnst ekki meira mál að flytjast búferlum frá íslandi til Evrópu en að flytjast búferl- um milli atvinnusvæða hér á landi?“ Af Færeyjabraut til arðsemi Sjá íslands lýður, fögnuður er boðaöur: Veiðileyfi skal selja, á uppboði í einingaverði eftir veiðar- færum og afkastagetu skipa. Allan afla skal selja á uppboðsmarkaði. Uppboðsmarkaöir skulu vera í Reykjavík, Keflavík, Þorlákshöfn, Vestmannaeyjum, á Höfn, Eski- firöi, Þórshöfn, Húsavík, Siglufirði, Skagaströnd, ísafirði, Patreksfirði og í Ólafsvík og skal tilheyra hverjum markaði ákveðið löndun- arsvæði. Allir samningar landbún- aðarins verði felldir niður, land er hér ódýrt og afköst þess ágæt miðaö við verð. Ein reglugerð dugir, „Dýralæknar gefi út sláturleyfi, heilbrigðisleyfi og búfjárbreyti- leyfi, til ræktunar eða flutnings." Lífeyrissjóður verði einn á vegum tryggingastofnunar ríkisins, aðrir lífeyrissjóðir sæti fjármagnstekju- skatti. Allir ráðuneytisstjórar, skrifstofustjórar ráðuneyta og rík- isforstjórar verði ráðnir af ríkisstjórn hverju sinni. Sá skilningur verði á að lýðræöið sé eins og Margrét Tatcher segir; val um boðnar leiðir en ekki málamiðl- unarpólitík sem enginn vill. Þing- menn verði friðhelgir fyrir hags- munaaðilum og leiti sjálfir eftir upplýsingum um raunveruleik- ann. - Hagsmunagæsla fari fram í fjölmiðlum án beinna áhrifa á þing- menn aðra en ráðherra. KjaUaiinn Þorsteinn Hákonarson framkvæmdastjóri I héraði Sjúkrasamlög verði endurvakin, ríkið reki einungis eitt háskóla- sjúkrahús, sjúkrasamlög og sveit- arfélög og þeirra samtök önnur. Háskólasjúkrahús sé mannað til sérfræði og sæti læknar þar kjara- dómi og kennsluskyldu og hafi ekki verkfallsrétt. Sjúkrasamlög semji við aðra lækna. Framhaldsskóla- stig sé rekið af sveitarfélögum en nemendaaögangur þó ekki bund- inn við sveitarfélag heldur greiði hvert sveitarfélag fyrir sína nem- endur. Grunnskólinn sé rekinn af sveitarfélögum og sveitarfélög ráði kennara og semji við þá í héraði. Kennaraháskóli sé rekinn af ríki og hafl umsjón með gæðum kennslu. Kennsla verði greidd að hluta eftir árangri kennara sem mega nota hæfari nemendur sér til aðstoðar. Atvinnulíf Miða skal við að rekstraraðstæð- ur séu svipaðar fyrir hvaða rekstur sem er, rýmka ber skattfríðindi á áhættufé til rekstrar og hiutafé en setja á fjármagnstekjuskatt á ör- uggari vöxtum. Komið verði á vaktaskipulagi um atvinnulífið allt á þeim forsendum að fólk þjóni og sé þjónað þannig að unnir séu 7 dagar á hverjum 14. Þetta þarf vegna þess að framlegð er að miklu leyti oröin þjónusta og ber að auka. Tollfríðindi verði á búnaði til út- leigu fyrir feröamenn. Veitinga- rekstur og ferðaþjónusta greiði 3% söluskatt en fái ekki endurgreidd- an virðisaukaskatt, með öilum við- skiptum með kassakvittun. Eftir- litsiönaður ríkisins verði stórlega skorinn niður og færður til sveitar- félaga. Ráð og nefndir verði aflagð- ar og ráðuneytin taki við verkefn- unum. Póstur og sími, hitaveitur og raforkufyrirtæki veröi gerö að hlutafélögum. Ríkisbankar verði gerðir að hlutafélögum. Vald Seðla- banka til að koma í veg fyrir spá- kaupmennsku verði aukiö og yfir- dráttur ríkisins í Seðlabanka verði óheimill. Við erum nú á Færeyjabraut, við missum 100.000 tonn í sjóinn af afla vegna heimskulegs kvótakerfis, við erum meö verulegar offjárfestingar og komið að þvi að hætta þeim og reka til arðs. Við verður að bregð- ast hart. Þorsteinn Hákonarson „Sá skilningur veröi á að lýðræðið sé eins og Margrét Thatcher segir; val um boðnar leiðir en ekki málamiðlunar- pólitík sem enginn vill.“ Ofurtollar á landbúnaðar- vörur Óhjákvæmi- legt „Við erurn því miður svo stutt á veg kotnnir i framleiðslu og vinnslu á landhúnaör- vörum aö við keppum ekki Óverndað við Art Teltsaon, torma«ur aðrar þjóðir B“ndasamlaka isiands. Eg tel að það sé óhjákvæmilegt að beita jöfn- unartollum til þess aö vernda ís- lenskan landbúnaö fyrir aðflutn- ingi á mismikiö niðurgreiddum landhúnaöarvörum. Erlendisbúa bændur oftast nær við allt önnur og hagstæðari veöurfarsskilyröi en við. Þar eru einnig oft allt aðr- ar kröfur um heilbrigði og um- hverfi en hér á landi. Fyrir vikið er verðið lægra en setja má spurningarmerki um hollustuna. GATT-samningurinn gerir ráð fyrir 6 ára aðlögunartíma. Ef bændur og aðrir sem að vinnslu afuröanna koma verða of væru- kærir mun það reynast hættu- legt. Ég held að það sé ekki nema gott eitt um þaö aö segja þó Guð- mundur Lárusson og fleiri bendi á það að við verðum aö taka til höndunum Á síðustu árum hafa bændur náð miklum árangri í því að lækka verð á landbúnaöarvörum. Til aö geta staðið í slagnum verð- um við aö lækka framleiðslu- kotnaðinn þó þaö sé ólíklegt að viö náum að framleiða á sama verði og bændur á suðlægari slóðum. Ég hef því ekki trú á.því að jöfnunartollai' hverfi. Bændur munu reyna að sporna gegn því að þeir lækki það ört að þeir verði tekjulausir og gefist upp.“ Gagnast ekki „Með til- komu GATT- samninganna hefur opnast fyrir inn- flutning land- búnaðarvara, annars vegar svokailaður lágmarksað- gangur og hins vegar Gudmundur UruMOn, lormaður Land6sam- bands kúabænda. innflutningur með tollum sem tekur mið af mismuninum á heimsmarkaðsveröi og verðinu hér á landi. Ég tel að þessi inn- flutningur ógni ekki beinlínis af- komu kúabænda, ekki nema þá lágmarksaögangurinn. Það er hins vegar umhugsunarefni hvort rétt sé að beita tollunum eins og gert er því að við vitum að ekki verður hægt að verjast innflutningi með þeim hætti til frambúðar. Menn verða að nota þann tíma sem til stefnu er til þess að endur- skipuleggja allt kerfið: fram- léiðsluna, úrvinnsluna og stoð- kerfið. Einungis þannig getum við mætt auknum innflutningi. Mér finnst örla á því að menn séu of værukærir í þessum efnum og muni ekki nota þann tnna sem viö höfum samkvæmt GATT til að búa okkur undir óþjákværai- lega samkeppni. Úr því sem komið er verða sam- tök bænda, forsvarsmenn afuröa- stöðva og þá væntanlega fulltrúar landbúnaðaráöuneytisins að móta mjög ákveöna stefnu um það hvernig við ætlum að nota aðlögunartímann okkur til fram- dráttar þannig að í lok þessa tímabils verði íslenskur landbún- aður hæfari en nú er til að takast á við erlenda samkeppni.“ -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.