Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Síða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995
Fréttir
Nautakjötsbirgðir halda uppi verðinu:
Fornaldarhyggja í
framleiðsluháttum
- segir Jón Magnússon, formaður Neytendafélags höfuðborgarsvæðisins
„Það kemur ekki á óvart þó nú séu
miklar birgðir af frosnu nautakjöti.
Framleiðendur ákváðu í fyrra að
taka hluta framleiðslunnar út af
markaði í þeim tilgangi að hækka
verð á nautakjöti. Þeim tókst þetta
en nú sitjum við uppi með birgðim-
ar. Þegar í fyrra mótmæltum við
þessu á þeim grundvelli að þarna
væri um samkeppnishömlur að ræða
en því miður á íslenskur almenning-
ur fáa varnarleiki í stöðunni. Stjóm-
völd standa alveg á bak við þessa
fomaldarhyggju í framleiðsluháttum
og meina borgurunum með lögum
að gera hagkvæm innkaup," segir
Jón Magnússon, formaður Neyt-
endafélags höfuðborgarsvæðisins.
Umtalsveröar birgðir af frosnu
nautakjöti eru í landinu eins og fram
kemur annars staðar í blaðinu í dag.
Kjötið var tekið út af innlendum
markaði í fyrra og var áformaö að
selja það til Bandaríkjanna. Þau
áform brugðust og í Ijósi innlendra
markaðsaðstæðna er vafasamt að
hægt sé að selja kjötið innanlands.
„Það er spurning hvað menn ætla
að gera við birgðirnar. Á að henda
þessu eða er hugmyndin sú að skatt-
greiðendur borgi fyrir þetta með ein-
hveijum hætti, meira en orðið er?
Þessi hugsun var aldrei hugsuð til
enda. Ef þessir menn ætla að setja
þetta núna inn á markaðinn þá
mundi það valda töluvert miklum
sviptingum á kjötmarkaðinum.“
Guðmundur Lárusson, formaður
Landssambands kúabænda, sagði
við DV aö nautakjötsbirgðimar væru
ekki lengur 300 tonn heldur væri
búið að selja nokkurt magn til kjöt-
vinnslu og á almennan markað.
Þannig hefðu 60 tonn selst í ágúst-
mánuði.
„Það er verið að selja kjötið jöfnum
höndum, annars vegar sem efni í
hakk og hins vegar í þeim lofttæmdu
umbúðum sem það var pakkað í fyr-
ir ári. Kjötið er í mjög góðu ástandi.
Ársgamalt kjöt er ekki gamalt kjöt,“
sagði Guðmundur.
„Það er merkilegt að nú á tímum
frelsisins skuli borgararnir ekki hafa
frelsi til að kaupa þann mat sem þeir
vilja kaupa. Þeir hafa ritfrelsi, félaga-
frelsi, trúfrelsi og ýmislegt fleira eri
þeir hafa ekki frelsi til að kaupa sér
brýnustu lífsnauðsynjar. Ríkisstjórn
á hverjum tíma er að ráðskast með
það hvað fólk hefur á borðum hjá
sér. Þetta stangast á við mínar hug-
myndir um lýðræði og frelsi," segir
Jón. -kaa/bjb
Stuttar fréttir
Aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík var haldinn í aðalstöðvum sveitarinnar í gærkvöldi. Ursögn úr
Landsbjörg kom ekki til afgreiðslu heldur fékk stjórnin óskorað umboð til viðræðna við forráðamenn Rauða kross-
ins um samstarf í björgunarmálum á breiðum grundvelli. Ingi Þór Þorgrimsson, formaður sveitarinnar, sagði við
DV að hún yrði áfram i Landsbjörg, hvað sem framtiðin bæri í skauti sér. DV-mynd ÞÖK
Nágrannakrytur vegna lausagöngu búflár:
Kindur úr Grindavík
á beit í Vogunum
- þeirra eigið búfé, segir formaður bæjarráðs Grindavikur
Fieiriráðstefnur
Fleiri erlendar ráðstefnur
verða haldnar á íslandi í ár en
áður. Skv. upplýsingum Við-
skiptablaðsins verða 77 slíkar
ráðsteíhur haldnar í ár saman-
borið við 65 í fyrra.
Aukinnútflutníngur
Útílutningur iðnaðarvara, ann-
arra en áls og kísiljáms, hefur
aukist um rúm 33% fyrstu 7 mán-
uði ársins miðaö viö sama tíma í
fyrra. RÚV greindi frá þessu.
Úttektá vistfræði
Borgaryfirvöld hafa ákveðið að
láta vinna ítarlega vistfræðiút-
tekt á Elliðaánum, upptökum
þeirra og ósasvæði, vegna marg-
endurtekinna mengunaróhappa
og sjúkdóraa í fiskstofhum ánna.
RÚV greindi frá þessu.
Óánægjameðleiðir
Atvinnumálafulltrúinn á Akur-
eyri hefhr sagt upp störfum, Að
sögn RÚV er ástæðan óánægja
með þær leiðir sem farnar eru í
atvinnumálum bæjarins.
Talkennararáþingi
Félag talkennara stendur fyrir
málþingi í Breiðholtsskóla í
Reykjavík á föstudaginn. M.a. á
að ræða framtíö núverandi þjón-
ustu við flutning grunnskólans
til sveitarfélaga.
Óhressir á Reykjanesi
Reyknesingar eru óhressir meö
sölu tveggja báta til Kambs hf. á
Flateyri. Með bátunum fer nokk-
ur hundruð tonna kvóti.
Kratarviljaskýrslu
Kratar ætla aö krefja forsætis-
ráðherra um skýrslu um fram-
kvæmd GATT þegar Alþingi
kemur saman í haust. í samþykkt
krata segir að hver mistökin hafi
rekið önnur í afgreiðslu ríkis-
stjórnarinnar á innflutningsmál-
umítengsIumviðGATT. -kaa
„Við höfum orðiö vör við lausar
kindur hér, sérstaklega undanfarnar
vikur. Þær eru væntanlega úr
Grindavík því lausaganga er bönnuð
hjá okkur. Nokkrar hafa verið á
vappi hér í kring og ein hefur verið
hér í mestallt sumar. Við ráðum ekki
við það þegar fénaður úr öðrum
sveitarfélögum kemur yfir til okkar.
Við reynum eftir fremsta megni að
handsama þetta fé en það gengur
ekki alltaf. Þær eru mjög styggar og
sækja í brautina," segir Jóhanna
Reynisdóttir, sveitarstjóri í Vogum.
Hreppsnefnd Vatnsleysustrandar-
hrepps og önnur bæjarfélög á
Reykjanesskaga hafa þrýst á bæjar-
yfirvöld í Grindavík að banna lausa-
göngu búfjár en lausaganga er bönn-
uð á öllum Reykjanesskaganum
vegna ofbeitar og umhverfissjón-
armiða, nema í Grindavík, auk slysa-
hættu á Reykj anesbrautinni þegar
kindur sækja þangað. Grindvíkingar
eiga um 300 fjár, sem ganga laus, en
Vogamenn eru með um 100 kindur
lokaðar í hólfi á vegum hreppsins.
„Þetta er allt fé frá þeim sjálfum.
Það er bændunum í sjálfsvald sett
hvort þeir leyfa kindunum að ganga
lausum eða ekki og ég veit ekkert
um það hvort girðingin þeirra er
held. Við ætlum ekki að smala fyrir
þá nema í réttimar. Viö höfum heyrt
um áhuga þeirra á aö við lokum okk-
ar kindur inni í hólfi en ekki stendur
til að banna lausagöngu búfjár. Hún
er ekki bönnuð á landinu og af hverju
ættum við aö banna hana? Þó landiö
sé gróðursnautt aö hluta þá er það
frekar vanbeitt en ofbeitt," segir
Hallgrímur Bogason, formaður bæj-
arráðs í Grindavík.
Samkomulag milli sveitarfélag-
anna á Suðurnesjum og Varnarliös-
ins í Keflavík um að greiða Sam-
bandi sveitarfélaga á Suðurnesjum
fyrir fjárgæslu rann út í fyrra og er
ekki fyrirhugað að endurnýja það.
Ekki er nein sérstök íjárgæsla á
svæðinu nú. -GHS
NIÐURSTAÐA
,r o d
Hefur þú trú á aö vinstri .z',
með geti sameinast í íULItOmo
einnflokki? 904-160„
- segir Jakob Jakobsson
„Ég myndi ekki slá lán út á
þessi seiði, í það mínnsta ekki
strax," sagði Jakob Jakobsson,
forstjóri Hafrannsóknastofnun-
ar, aðspurður um hvort sterkur
þorskárgangur væri nú að vaxa
upp á íslandsmiðum.
í nýkynntum niðurstöðum af
mælingum Hafrannsóknastofn-
unar á þorskseiðum frá í ár kom
fram að seiðafjöldinn er yflr með-
allagi og þess vegna ekki útilokað
að úr verði sterkur árgangur.
„Við þurfum góða aðstoð frá
náttúrunni ef vel á að rætast úr
þessum seiöum. Þaö er því enn
of snemmt að fagna komandi góð-
æri í sjávarútveginum en það er
líka margt sem gefur tilefni til
meiri bjartsýni en síðustu ár,“
sagðiJakob. -GK
Reykjavikurborg:
Akureyring-
ur ráðinn
Borgarráð hefur samþykkt að
ráða Jón Bjömsson, félagsmála-
stjóra á Akureyri, i stöðu fram-
kvæmdastjóra uppeldis-, menn-
ingar- og félagsmála. Ekki er Ijóst
hvenær hann tekur til starfa.
Borgarráð hefur einnig sam-
þykkt ráðningu 32 starfsmanna í
ýmis verkefni sem áður töldust
átaksverkefni við skóla í Reykja-
vík. -GHS
Akranes:
Minnstaat-
vinnuleysi
um árabil
Daníel Ólafeson, DV, Akranesi:
Eitthvað virðist vera að rofa til
í atvinnumálum á Akranesi. At-
vinnuleysi i júní sl. var 5,12% en
í júli var það 3,86% og er það
minnsta atvinnuleysi um árabil í
bænum, að sögn Brynju Þor-
björnsdóttur, atvinnufulltrúa og
. rekstrarfræðings á Akranesi,
sem hefur unnið ötullega að því
að fjölga störfum á Akranesi.