Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 5 Fréttir Aðeins átta laxa á tólf stangir á þremur dögum: Það er eitthvað mikið að í Laxá í Aðaldal - segir Erlingur Helgason sem veitt hefur í ánni í 25 ár „Við voram við veiðar í þrjá daga í síðustu viku með 12 stangir og feng- um ekki nema 8 laxa. Þetta er auðvit- að engu likt og hver svo sem ástæðan er þá er það staðreynd að veiðin hef- ur verið að dragast saman í ánni með hverju árinu sem líður undanfarin ár,“ sagði Erlingur Helgason lax- veiðimaður í samtali við DV, nýkom- inn úr Laxá í Aðaldal. Ég hef veitt í Laxá í Aðaldal í ein 25 ár en aldrei vitað hana svona daprá. Hér áður fyrr var það ekki óalgeng sjón að sjá jafnvel fimm til tíu laxa stökkva í einu á sama veiði- svæðinu. Nú er það alveg sérstakt ef maður sér hreyfingu. Það veit eng- inn hvað er að og óteljandi skoðanir á lofti þar um. Hjá okkur sem vorum þarna í þrjá daga við ána var ekki um annað rætt en hvað væri hægt að gera. Það má svo sem segja að það hafi verið aðalumræðuefniö við ána undanfarin ár því veiðin hefur verið að dragast saman ár frá ári. Það er eitthvað mikið að í Laxá í Aðaldal," sagði Erlingur Helgason laxveiði- maður í samtali við DV, nýkominn úr Laxá í Aðaldal. Þegar best veiddist í Laxá í Aðaldal komu um og yfir þrjú þúsund laxar á land á hverju ári. Þá var áin kölluð perla íslenskra laxveiðiáa. Undan- farin ár hefur veiðin verið að dragast saman og í fyrra veiddust um 1400 laxar og nú er áin að skríða yfir eitt þúsund laxa. Kristján Benediktsson, bóndi á Hólmavaði, er einn af þeim sem þekkir Laxá best. Á Hólmavaðssvæð- inu einu veiddust hér áður hátt í 300 laxar á sumri. Nú eru það fáeinir fiskar sem koma þar á land. „Ég vildi að ég vissi hvað er að. Það er auðvitað margt sem spilar inn í. Köld ár undanfarið samfara miklum sjávarkulda hefur eflaust sitt að segja. Svo hefur verið mikill sand- burður í ánni síðustu ár. Það hefur að vísu gerst áður en er nú með allra mesta móti. Menn hafa verið að græða upp land nærri Kráká til að reyna að hefta sandfok í hana en hún hefur borið mikinn sand í Laxá. En ástandið er orðið svo slæmt að hjá því verður ekki komist að setjast nið- ur og skoða málin ofan í kjölin til að reyna að finna orsakirnar fyrir þessu,“ sagði Kristján Benediktsson á Hólmavaði. Trúnaðarbrestur lögreglustjóra á Keflavlkurflugvelli: Reynum að f ylgja ótvíræðu áliti umboðsmanns Alþingis - segir Hannes Heimisson hjá Varnarmálaskrifstofu Nær allir skipstjórar rækjuskipa hafa skrifað undir kröfu til sjávar- útvegsráðherra um að ekki verði skylda að nota seiöaskilju við rækjuveiöar um vetur. Telja skip- stjórarnir að skiljan geti verið lífs- hættuleg vegna þess hve þung hún er. -GK „Við höfum enn ekki séð álit um- boðsmanns Alþingis og getum því ekkert um málið sagt að svo stöddu,“ sagði Hannes Heimisson hjá varnar- málaskrifstofu utanríkisráðuneytis- ins um meintan trúnaðarbrest lög- reglustjórans á Keflavíkurflugvelli í máli Skarphéðins H. Einarssonar. DV greindi í gær frá því áliti um- boðsmanns Alþingis að lögreglu- stjórinn hefði brotið trúnaöarskyldu þegar hann afhenti tryggingafélagi gögn vegna umferðaróhapps sem Skarphéðinn lenti í árið 1993. „Við reynum auðvitað alltaf að fylgja ótvíræðu áliti umboðsmanns en í þessu tilviki eigum við eftir að kynna okkur álitið áður en ákveðið verður með framhaldið," sagði Hannes. -GK Alþýðubandalagið: Flokksf élögum hef ur fjölgað - smölun vegna formannskjörs Undirbúningur að formannskjöri Alþýðubandalagsins er í fullum gangi en kosið verður um formann og varaformann flokksins á lands- fundi á Hótel Sögu 12.-15. október. Þá samþykkti miðstjórn flokksins, á fundi sem haldinn var um síðustu helgi, að landsfundurinn myndi fialla sérstaklega um atvinnu og lífs- kjör, starfsemi sveitarfélaga, framtíð vinstri hreyfingar og ofbeldishneigð og vímuefnavanda. Þetta kom fram á blaðamannafundi nýlega. „Það er frekar óvenjulegt að stjórn- málaflokkur fialli sérstaklega um starfsemi sveitarfélaga með þessum hætti. Hingað til hafa sveitarfélögin verið talin fyrir utan hinn hefð- bundna vettvang landsfundar flokk- anna en við teljum að starfsvettvang- ur sveitarfélaganna sé orðinn það mikilvægur að rétt sé að fialla um sveitarfélögin á landsfundinum,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins. Kjörskrá fyrir formannskosningar flokksins verður lokað 29. septemb- er. Þá verða kjörseðlar sendir heim til allra flokksfélaga og eiga þeir að sjá sjálfir um að skila þeim til yfir- kjörstjómar fyrir klukkan 12 föstu- daginn 13. október. Þá hefst talning. Flokksfélagar sem ganga í flokkinn eftir að kjörskrá lokar geta reynt að kæra sig inn á kjörskrá fyrir lands- fundinn. Flokksfélagar eiga kost á því að kjósa utan kjörstaðar. Félagar í Alþýðubandalaginu eru um 2.700 í dag og segir Einar Karl Haraldsson, framkvæmdastjóri Al- þýðubandalagsins, að þeim hafi fiölg- að um nokkra tugi undanfarnar vik- ur.,í fiölmiðlum hefur komið fram að liður í kosningabaráttu frambjóð- endanna sé að smala í flokkinn. -GHS Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, og Steingrimur J. Sigfússon og Margrét Frímannsdóttir, frambjóðendur til formanns, kynntu á blaðamannafundi nýlega umfjöllunarefni landsfundar flokksins sem fram fer um miðjan október. Á landsfundinum verður fjallað um atvinnu og lifs- kjör og framtið vinstri hreyfingarinnar auk formannskjörsins. DV-mynd ÞÖK Langar þig í skemmtilegan skóla eitt kvöld í viku? ■ Langar þig að vita hvar látnir vinir þínir og vandamenn hugsanlega og líklega eru í dag og hversu öruggt meint samband við þá og þessa undarlegu heima er með aðstoð miðla? ■ Langar þig að vita hvað eru afturgöngur og draugar og hvers vegna þessi fyrirbæri sjást? ■ Langar þig að vita af hverju langflestir „vísindamenn" heimsins hafa eins mikla fordóma fyrir dulrænni reynslu fólks og raun ber vitni? ■ Langar þig að vita hvað best og mest er vitað í gegnum sálarrannsóknarhreyfinguna sem og vísindalegar rann- sóknir á líkunum á lífi eftir dauðann og hvar framliðn- ir liklega eru og i hvemig samfélagi þeir líklegast lifa? ■ Langar þig að lyfta þér upp eitt kvöld í viku í bráð- skemmtilegum og vönduðum skóla innan um lífsglatt og skemmtilegt fólk, þar sem skólagjöldunum er stillt í hóf? Ef svo er þá áttu ef til vill samleið með okkur. Tveir byrjunarbekkir eru að hefja nám í Sálar- rannsóknum 1 nú á haustönninni. Skráning stendur yfir. Hringdu annars ogfáðu allarnán- ari upplýsingar ísímum 561 -9015 og 588-6050. Yfir skráningardagana út september er svaraö í síma Sálarrann- sóknarskólans alla daga vikunnar kl. 14.30 til 19.00. Skrifstofa skólans verður hins vegar opin alla virka daga kl. 17.00 til 19.00 og á laugardögum kl. 14.00 til 16.00. jÉ\Sálarrannsóknarskólinn Mí/,.A - Skemmtilegur skóli - Vegmula 2, S. 5-619015 og 5-886050. Haustvörunar eru komnar! Terelynebuxur - flauelsbuxur - gallabuxur - vinnuskyrtur - úlpur - pólóbolir háskólabolir og margt margt fleira. Við höfum yfirstærðirnar — - Nýtt - Mikið úrval af fallegum kventöskum Wm I 10% staðgreiðsluafsláttur ^!1!*** Búðin, Bíldshöfða 18. OpiðL mánud.-föstud. 10-18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.