Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995
Utlönd
Tilraunasprenging Frakka vekur viðbrögð um heim allan:
Heimskuleg gjörð
- sagði Paul Keating, forsætisráðherra Ástralíu
„Eg fordæmi harðlega það sem
Frakkar hafa gert. Þetta er heimsku-
leg gjörð. Með henni sýnir franska
ríkisstjómin löndunum og fólkinu á
svæðinu og öllum þeim sem stefna
að kjarnorkuvopnalausri veröld fyr-
irlitningu," sagði Paul Keating, for-
sætisráðherra Ástralíu, eftir að
Frakkar sprengdu fyrstu kjamorku-
sprengju sína af átta neðanjarðar á
Mururoa-eyjum í Kyrrahafi í gær-
kvöldi.
Sprengjan, sem var tæp 20 kílótonn
að stærð, sprakk klukkan hálftíu að
íslenskum tíma. Við sprenginguna
varð lygn sjórinn við kóralrifið allur
hvítfryssandi um stund og há vatns-
súla steig til himins. Franskir herfor-
ingjar klöppuðu kurteislega þar sem
þeir sátu í sólstólum og fylgdust með.
„Þessar tilraunir em nausðynlegar
svo við getum verið vissir um áreið-
anleika og öryggi kjarnorkuvopna-
búrs okkar til lengri tíma. Kjarn-
orkuvopn tryggja okkur sjálfstæði
og verndun mikiivægra hagsmuna,"
sagði Charles Millon, vamarmála-
ráðherra Frakka, eftir sprenginguna.
Frakkar sögðu að niðurstöður
sprengingarinnar lægju ekki að fullu
fyrir fyrr en eftir nokkra mánuði.
Niðurstöðumar gætu þó vel orðið til
þess að fyrirhuguðum tilrauna-
sprengingum, allt að átta, yrði fækk-
að.
í kjölfar sprengingarinnar til-
kynntu stjórnvöld á Nýja-Sjálandi og
í Chíle að þau kölluðu sendiherra
sína í Frakklandi heim. í Hvíta hús-
inu í Washington hörmuðu menn að
Frakkar skyldu framkvæma spreng-
inguna og hvöttu stjórnvöld í París
til að hætta við frekari kjarnorkutil-
raunir. Bandarískir embættismenn
sögðu Clinton forseta hafa komið
skilaboðum þess efnis áleiðis til Par-
ísar. Rússar hörmuðu sprenginguna,
Japanir og fleiri þjóðir.
Með sprengingunni í gær var brot-
ið bann sem Mitterrand, forveri
Jacques Chiracs á forsetastóli, hafði
sett við kjamorkutilraunum. í dag
em það aðeins Kínveriar sem fram-
kvæma slíkar tilraunir. Frakkar
segja tilraunimar nauðsynlegar svo
þeir geti skrifað undir sáttmála um
algert bann við kjarnorkutilraunum
í Genf á næsta ári.
Grænfriðingar um heim allan mót-
mæltu sprengingunni og yfirlýsing-
arnar vora óblíðar. „Sprengingin
mun setja Jacques Chirac á spjöld
sögunnar sem pólitískan og um-
hverfislegan glæpamann," sagði tals-
maður grænfriðunga á Nýja-Sjá-
landi. Reuter
Hollensk kona og Astrali taka niður um sig buxurnar til að sýna andúð sina á kjamorkutilraunum Frakka. Myndin
var tekin á „video-blaðamannafundi“ sem haldinn var i Papeete i Frönsku-Pólynesíu i kjölfar sprengingarinnar.
Franski hershöfðinginn Paul Vericel er á skjánum i baksýn. Simamynd Reuter
NÚ BJÓÐUM VIÐ UPP í QianSy
NÝ NÁMSKEIÐ SEM HEFJAST Á HAUSTÖNN
BARNADANSAR
GÖMLUDANSARNIR
SUÐURAMERfSKIRDANSAR
SAMKVÆMISDANSAR
KENNT í FRAMHALDS OG BYRJENDAFLOKKUM.
EINNIG ER BOÐIÐ UPP Á EINKATÍMA.
INNRITUN DAGLEGA FRÁ KL. 13 - 19.
KENNSLA HEFST LAUGARDAGINN 16 9 95.
wt mwóLm
REYKJAVÍKURVEGI 72 HAFNARFIRÐl
SÍMI 565 2285
NÝI DANSSKÓLINN SKILAR BETRI ÁRANGRI.
Verðlaunahafar í
sumarþrumuleik
Gronsásvogi 11
Sml: 5 886 686 Fax: 5 886 888
Mistök voru í auglýsingu sem birtist 30. ágúst sl. um
verðlaunahafa í Sum arþrumuleik Bónus Radíó.
Aukaverðlaun voru 10 en ekki 4 eins og stóð í auglýsingunni og
leiðréttist það hér með. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Aðalverðlaun:
Samsung Max 370 hljómtækjastæða
Hannes Þorkelsson
Heiðarbrún 78 Hveragerði
10 aukaverðlaun:
Hermann Sigurbjömsson
Nýjabæjarbraut 86
900 Vestmannaeyjum
Guðrún Jónsdóttir
Hátúni 4*105 Reykjavík
Bergur Þór
Torfufelli 44 111 Reykjavík
Þórarinn Jónsson
pósthólf 12 270 Mosfellsbæ
Ámi Páll Þorbjömsson
Borg á Mýrum Borgarbyggð
Jón Gunnarsson
Veghúsum31 112Reykjavfk
Helena Eiríksdóttir
Hafnarstíg 17A
Hmnamannahrepp Selfoss
Anna María Sigurðardóttir
Víkurbraut 38 Grindavík
Grétar Þór Guðmundsson
Laugavegi 17 Reykjavík
Anna Herdís Pálsdóttir
Engihjalla 2 Kópavogi
Hinir heppnu mega sækja vinninga sína
í Bónus Radíó, Grensásvegi 11.
þakkar öllum þátttökuna.
Mótmæli á kvennaráðstefau spyrjast ekki út:
Getum ekki skýrt frá
f lestu sem við sjáum
- segir kínverskur blaðamaður um starfsskilyrðin
Kinverskur almenningur veit
harla lítið um allar mótmælaaðgerð-
irnar sem konur á óháðu kvennaráð-
stefnunni í Kína efna til á degi hverj-
um. Ritskoðun fjölmiðla og þúsundir
einkennisklæddra og óeinkennis-
klæddra öryggisvarða sjá til þess að
fáir landsmenn komast á snoðir um
það sem fram fer.
„Það þjónar engum tilgangi að við,
kínverskir blaðamenn, fylgjumst
með ráðstefnunni," sagði kínverskur
blaðamaður sem ekki vildi að nafn
sitt kæmi fram. „Við getum ekki
skýrt frá flestu af því sem við sjáum.
Dagblöðin flytja valdar fréttir og
ekkert um mótmælin, jafnvel þótt
þau tengist Kína ekki neitt."
Konur á óháðu ráðstefnunni efna
til mótmæla á hverjum degi gegn
margvíslegu misrétti sem konur eru
beittar um heim allan. Það var ein-
mitt af ótta við að þess konar mót-
mæh mundu smita út frá sér að ráð-
stefnan var flutt til Huairou.
„Það er best að horfa ekkert á
mótmælaaðgerðirnar, það er best að
foröast þær,“ sagði afgreiðslustúlka
í verslun sem opnaði aðeins nokkr-
um dögum áður en ráðstefnan hófst.
„í Kína gerum við hlutina eftir okkar
eigin höfði. Ég klára vinnuna, fer
heim og sef.“
Hillary Rodham Clinton, forsetafrú
í Bandaríkjunum, gagnrýndi kín-
versk stjórnvöld í ræðu sinni á opin-
beru kvennaráðstefnunni í Peking í
gær fyrir framkomu þeirra gagnvart
þátttakendum á óháðu ráðstefnunni
ogfékkmikiðklappfyrir. Reuter
HVAR VARST ÞU
8. SEPTEMBER 19757
Fylgstu með
auglýsingatímanum í
19:19 á föstudag.
Frjálst.ohaö dagblaö