Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 11 Merming Bjagaðir tónar í Kópavoginum íslendingar hafa aUa tíð verið ákaflega söngelskir. Til marks um það eru öll íslensku einsöngslögin, en þau eru oröin um þrjú þúsund talsins. Eins og gefur að skilja eru þessi lög ærið misjöfn að gæðum; sum þeirra eru sannkallaðar perlur íslenskra tónbókmennta en önnur eru svo illa samin að varla er hægt að hlýða á þau án þess að roðna. Þessi íslenska tónhst var áberandi á ljóðasöngstónleikum sem Signý Sæmundsdóttir hélt í Gerðarsafni í Kópavogi sl. fóstudagskvöld. Var undirleikari hennar Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari. Á efnis- skránni voru lög eftir Pál ísólfsson, Áma Thorsteinsson, Sigvalda Kaldal- óns og Björgvin Guðmundsson. Einnig var flutt tónlist eftir erlend tón- skáld eins og Grieg og Sibelius. Tónlist Jónas Sen Það er skemmst frá því að segja _ að Signý Sæmundsdóttir er ein af okkar bestu söngkonum. Rödd hennar er tær og þróttmikil, og _______ túlkun hennar á hinum ýmsu við- fangsefnum sannfærandi. Meira aö ______ segja klunnalega samin lög eins og Vorsins friður, vorsins þrá eftir Sigvalda Kaldalóns hljómuðu furöu vel í túlkun hennar. Lögin eftir Grieg, „Jeg elsker dig“ og „Fra Monte Pincio" voru líka frábærlega flutt; einnig „Váren flyktar hanstigt" og önnur lög eftir Sibelius. Hinir tveir síðarnefndu sömdu yfirleitt þungmelta tónlist - til mótvægis söng Signý því þijú dægurlög eftir Robert Stoltz. Það gerði hún ekki síður vel. Hin mikla endurómun í Gerðarsafni skemmdi samt nokkuð fyrir Signýju. Svörunin gerði það að verkum að röddin varð hvell og skerandi á köflum. Þetta var alls ekki söngkonunni að kenna; rödd hennar er ein- stök eins og oft hefur sannast í gegnum tíðina. Það er bara salurinn sem er ekki eins og best veröur á kosiö. Hljómur píanósins var heldur ekki góður. Salurinn magnaði hann upp og gerði að verkum að nótumar runnu saman á köflum. Þóra Fríða Sæmundsdóttir hefði átt að hafa þetta í huga; t.d. með því að leika endur- tekna hljóma ögn veikar, nota minni pedal og láta „undirlaglínur" koma skýrar fram. Þrátt fyrir þetta stóð hún sig ágætlega: hún fylgdi söngkon- unni yfirleitt mjög vel og náöi aö undirstrika þá stemningu sem Signý reyndi að skapa í hverju lagi fyrir sig. Vonandi kemur að því fyrr en síðar að þjóðin eignist almennilegt tón- listarhús. Að heyra svona bjagaðan tónlistarflutning eins og þann sem hér er lýst er nefnilega ekkert einsdæmi. Ástandið er víða slæmt, sem er hvimleitt fyrir tónleikagesti. Fólk á rétt á að heyra tónlistina hreina og ómengaða. Boone/Jædig kvintett- inn og af mælisveislan Það var mikið um að vera á „Ömmunni“ á mánudagskvöld. Richard Boone og Bent Jædig léku fyrstapart kvöldsins með þeim Eyþóri, Tómasi R. og Einari Val á píanó, bassa og trommur. Richard Boone er söngvari og básúnuleikari, upprunalega Bandaríkjamaður og gerði garðinn frægan meö Basie hér áöur fyrr en hefur búiö í Kaupmannahöfn sl. 25 ár. Hann tók nú sæti Jespers Thilos í kvintettinum frá mánudagskvöldinu í Þjóð- leikhúskjallaranum. Hann er einstaklega blæbrigöamikill og tilfinninga- ríkur söngvari, og „skatt“söngur hans er með afbrigðum rytmískur og persónulegur, og básúnuleikurinn ber sömu einkenni þótt veikindi hans hafi valdið því að hann lætur hann aö mestu eiga sig. Þrátt fyrir góðar undirtektir við leik þeirra var eng- inn tími fyrir aukalög því nú skyldi haldin afmælisveisla. Jazzvakning hélt upp á 20 ára afmæh sitt og Guðmundur Steingrímsson, Papa djass, átti 50 ára starfsafmæli. Guð- mundur tók nú við ásamt sextett sínum: Ólafur Jónsson og Rúnar Georgsson á tenóra, Ámi Scheving á víbrafón, Carl Möller á píanó og Þóröur Högnason á kontrabassan- um, og frömdu hveija músík- skemmtunina á fætur annarri. Léttleikinn og glensið var í fýrir- rúmi, eins og ævinlega þegar Guð- mundur á í hlut, og gerði hann hátíðlegum ræðumönnum erfitt fyrir eins og honum er lagið. Dag- skráin var óvenju fjölbreytt. Carl Möller átti tvö lög, „Krúsi“ og „What Became of the Choir“, góð lög og þá sér í lagi það síðamefnda. Þeir lumuðu svo á ungri söngkonu, Hildi Guðnýju Þórhahsdóttur en hún söng með þeim Old Devil Moon og útsetningu Carls á þjóðlagasyrpu, og gerði það mjög smekklega. Topsy 2 hleypti afmælisbaminu í ham og fór hann á kostum. „Glettur" framdi hann svo í dúói meö Carli Möller, einhvers konar glettnislegt rifrildi mihi píanósins og trommusettsins, og rifjaði upp í minningunni ýniis uppátæki þeirra Guðmundanna, Stein- grímssonar og Ingólfssonar hér fyrr meir. Guðmundur lék svo og blístr- aði ásamt Þórði „The Big Noise from Minnetka", og var það eftirminnileg- ur gjörningur af beggja hálfu, vel spilað og skemmtilegur „performans". Að því loknu steig á svið Magnús Randrup, búinn að fægja tenórinn og þess albúinn að blása „Out of nowhere" og „Stardust" ásamt Rúnari í tilefni afmæhsins. Richard Boone bættist svo í hópinn og söng „What a Vonderful World" með þessari sístækkandi hljómsveit en í lokcdaginu, „C-Jam Blues“, röðuðu sér upp fjórir tenórleikarar og blésu í kór, Ólafur Jónsson, Magnús Randmp, Bent Jædig og Rúnar Georgsson, og með því lauk einni af fjörmeiri afmæhsveislum sem undirritaður hefur sótt, þökk sé þeim sem héldu uppi íjörinu. Bent Jædig lék i „Ömmunni" á mánudagskvöld. Djass Ársæll Másson Ostaveisla á löngum laugardegi á Laugavegi Kristín, Mæja, Eva og Dóra fengu sér að smakka osta sem Osta- og smjör- salan bauð upp á á Laugaveginum á laugardaginn. Þeim þóttu ostarnir góðir og fengu sér annan skammt í góða veðrinu. Déja vu gefur upp öndina Síðasta helgi var síðasta helgin sem Déja vu var opið. Staðnum var lokað af tilhtssemi við eldri konu í Þing- holtunum sem hefur átt erfitt með svefn um helgar. Elma Bjartmars og Þórunn Jóns fóru og kvöddu staðinn með virktum á föstudagskvöldið. Farvel Déja. Opið hús í Borgarleikhúsinu Á laugardaginn var opið hús í Borg- arleikhúsinu og starfsemi vetrarins kynnt almenningi. Fólki var leyft að horfa á æfingar, þiggja veitingar og fleira skemmtilegt. Herra Níels eða Fanney Vala Arnórsdóttir vappaði um svæðið en hér fékk hún sér far á bakinu á Ásdísi Berghndi Lúðvíks- dóttur sem leikur líka í Línu Lang- sokk. Bítlastemning á Ömmu Lú Þeir Geir og Róbert voru kátir og dilluðu sér í takt við ljúfa bítlatóna á föstudagskvöldið þegar stuðbandið Sixties lék fyrir dansi á Ömmu Lú og gerði allt vitlaust með gömlum slögurum. Hringiðan Lína Langsokkur 50 ára Lína Langsokkur hélt upp á 50 ára afmæh sitt í opnu húsi í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. Fjöldi fólks kom til þess að sjá hvað í boði verður í vetur í Borgarleikhúsinu og samfagna Línu á afmæhnu hennar. Borgarleikhúsið mun setja upp Línu Langsokk nú á haustdögum og það er Margrét Vil- hj álmsdóttir sem leikur Línu. DV-myndir T J I djúpi daganna Á föstudaginn var frumsýnt í Lindarbæ verk Maxíms Gorkís, í djúpi dag- anna. Meistari Megas, sem hér er ásamt Heru Hjartardóttur, þýddi verkið fyrir þessa uppfærslu íslenska leikhússins. Grínari Bandaríski grínarinn Dorothea Cuelho kom fram á „stand upp“-hátíð í Loft- kastalnum og þuldi brandara, áhorfendur til mikihar ánægju. Björn Baldvins- son Loftkastalamaður var viðstaddur sýningarnar og var hann mjög ánægð- ur enda er þetta í fyrsta sinn sem landinn kynnist þessu skemmtanaformi. DV-mynd Sveinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.