Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1995, Page 32
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eba er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiö-ast 7.000. Fulirar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sóiarhringinn. 55ÖM555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995. Fj árlagafrumvarpið: Tekjur ríkisins aukast um sjö milljarða frá fjárlögum Efnahagsbatinn á næsta ári mun auka tekjur ríkissjóös um ríflega milljarð króna. Skeröing bóta- greiðslna til einstaklinga, hækkun á tryggingagjaldi af launum, fjár- magnstekjuskattur, hátekjuskattur og aörar aögerðir munu auka tekjur enn frekar. Samkvæmt drögum rík- isstjómarinnar að fjárlagafrumvarpi munu tekjurnar aukast um 7 millj- arða miðaö við fjárlög þessa árs og verða alls 119 milljaröar. Drögin voru kynnt á þingflokks- Mi fundi Framsóknarflokksins í gær og í dag verða þau kynnt þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt þeim munu útgjöld ríkissjóðs á næsta ári aukast um 3,5 milljarða miöað við gildandi fjárlög og verða 123 milljarðar. Gert er ráð fyrir að fjárlagahallinn veröi um 4 milljarðar í stað 7,4 milljarða í ár. í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir um 1 prósents hagvexti á næsta ári í stað 2,5 prósenta eins og gengið var út frá í ársbyrjun. Minni hag- vöxtur kostar ríkissjóö um 1,5 millj- arða í tekjur og um 500 milljónir í útgjöld. Eitt umdeildasta atriðiö í frum- varpsdrögunum er aukin tekjuteng- ing lífeyrisgreiðslna Tryggingastofn- unar en frá því var greint í DV í síð- ustu viku. Ætlunin er að tengja greiðslumar við fjármagnstekjur og mun það meöal annars skerða ellilíf- eyri sparifjáreigenda og eignafólks. í krónum talið er mest um niöurskurð innan heilbrigðiskerfisins en að hluta er honum mætt með aukinni og samræmdri gjaldtöku innan heil- brigðiskerfisins. -kaa - Stór stund hjá Björk Daníel Ólafsson, DV, Akranesi: Myndband Bjarkar Guömunds- dóttur, Army of Me, hefur veriö til- nefnt sem eitt af fimm bestu mynd- böndunum í E vrópu 1995 af tónlistar- sjónvarpsstöðinni MTV. Talið er að Björk eigi mikla möguleika á að vinna verðlaunin - sigra. Afhending verðlaunanna fer fram aðfaranótt föstudagsins 8. september - hefst bein útsending á MTV kl. 24 og stendur í þijár klukkustundir. Meðal listamanna sem koma þar fram eru Michael Jackson, REM, TLC, Bon Jovi og hljómsveitin Live. stórum gæsum! LOKI Þessirskotveiðimenn hljóta að vera vaniransi Veðrið á morgun: Skýjaðað mestu Á morgun verður norðaustlæg átt, víöast kaldi. Allra austast á landinu verður rigning, skúrir við noröurströndina en skýjaö að mestu í öðrum landshlutum. Hiti verður á bilinu 6-12 stig, hlýjast um landið suðvestanvert. Veðrið 1 dag er á bls. 44 Fóturinn vsr hreinlega md aður í sundur - segir Bjöm Jóhannesson, eigandl trippisins „Það vantar eitthvað i höfuðið á þessum mönnum,“ segir Björn Jó- hannesson á Akranesi, eigandi trippis sem varð að fella eftir að gæsaskyttur höfðu skotiö undan þvi fótinn nú í vikunni. Af verksummerkjmn má ráða að skotið hafi verið á trippið af löngu færi þar sem það var á beit við eyðibýlið Vallarnes ásamt öðru hrossi. Dýralæknir var kallaður til, eftir að Björn fann trippið í blóðí sínu, og aflífaöi hann það. „Eínn fóturinn var hreinlega molaður i sundur," sagði Björn í samtali við DV í morgun. „Það er sárt að verða fyrir þessu enda fol- inn fallegur og efnilegur, undan fyrstu verðlauna hesti og mikiö búið að hafa fyrir að ala hann upp. “ Að sögn Teódórs Þórðarsonar, lögreglumanns í Borgarnesi, fer ekki á milli mála að trippið var skotið með öflugum riöli af löngu færi. Engar vísbendingar hafa fundist um hver skotmaðurinn var og rannsakar lögreglan í Borgar- nesi málið. „Þarna hafa verið einhverjir óvit- ar á ferð að skjóta gæs með stórum riffii. Við höfum heyrt af slíkum mönnum á þessum slóðum,“ segir Teódór og lýsir eftir upplýsingum um mannaferöir við Vallarnes nú í byrjun vikunnar. -GK Sólin er loks farin að láta sjá sig á höfuðborgarsvæðinu eftir vætutið ágústmánaðar og það kunna námsmenn vel að meta. Einar Örn Ævarsson og kærastan hans, Ingigerður Guðmundsdóttir, notuðu tækifærið og kynntu sér nýjar námsbækur úti í náttúrunni. DV-mynd ÞÖK Drukknaði í Kötiuvatni Maöur á áttræðisaldri drukknaði við silungsveiðar í Kötluvatni á Mel- rakkasléttu í gær. Kafari fann lík mannsins á botni vatnsins eftir skamma leit. Hinn látni fór snemma í gærmorg- un aö vitja neta sinna. Um hádegið veittu aðstandendur hans því athygli að bátur hans var á reki. Var björg- unarsveit kölluð út og fannst lík mannsins um klukkan þrjú. Telur lögreglan á Þórshöfn að mað- urinn hafi fallid fyrir borð, ef til vill eftir aðsvif. Ekki er hægt að birta nafnhansaðsvostöddu. -GK Húsavík: Féslátrað fyrir Banda- ríkjamarkað Albert G. Timaison, DV, Húsavík: Slátrun hófst hjá Kaupfélagi Þing- eyinga 5. september og er áætlað aö slátra 50 þúsund fjár. Þar verður slátrað lömbum frá fleiri stöðum en úr Þingeyjarsýslum eða frá Vopna- firöi, Egilsstöðum, úr Eyjafirði og Skagafirði, að sögn Páls G. Amar sláturhússtjóra. Ástæðan fyrir því að fé frá þessum stöðum er slátrað á Húsavík er sú að sláturhús KÞ er annað af tveimur sláturhúsum á landinu sem hefur útflutningsleyfi á Bandaríkjamark- að. Alls munu 120 manns starfa við slátrunina á þessu hausti hjá KÞ. Smugutogarar liggja í aðgerð Mikill afli hefur verið í Smugunni í gær og í nótt og lágu íslensku togar- arnir flestir í aðgerð í morgun eftir að hafa fengiö upp í 50 tonn í hali síðasta sólarhringinn. Nú eru um 30 íslenskir togarar í Smugunni en samkvæmt upplýsing- um Tilkynningaskyldunnar munu nokkrir vera lagðir af staö heim með fullfermi. Veður er gott og segja Landhelgisgæslumenn að aflinn hafi að mestu verið tekinn í flottroll. -GK Konafótbrotnaði Kona á níræðisaldri brotnaði illa á fæti þegar ekið var á hana á Suður- götu, sunnan Háskólans, í gær. Að sögn lögreglu gekk konan út á götuna og náði ökumaður aðvífandi bifreið- ar ekki að koma í veg fyrir slys. -GK wn alltaf á Miövikudögnm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.