Þjóðviljinn - 24.12.1948, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 24.12.1948, Qupperneq 13
Jólin 1948 ÞJÖÐVILJINN 13 ^WbW^WWSVbW.'.V^W^WyW.V.WAW^.W.W.-.NW.'UVWW.'VW.'.W.S'.VAVWWU'UVWVWVVA' W|- Leconte de Lisle: Paysage polaire. Norður við heimskaut Sofandi .heimur, heimur íss og' mjalla, húmveröld náhvít, döpru ljósi skyggð, frostmekki hulin, lclofin kuldans sigð, klakaberg rísa á auðnum jökulvalla, yfir þenna eyðivíða sæ af ísi og snævi fer með nöprum hreimi nístandi rok, í hels og ógna heimi hvín það og ymur dimmt um dauðans glæ. Hér ríkja í þrúðgri þögn um aldir alda þursaleg nátttröll fornra máttarvalda, samfrosta þeirra sál við ísinn bleika. Rymjandi af kæti um klakans hálu gljá, klæddur í feld sem líkist gömlum snjá, riðandi höfði einn sést ísbjörn reika. Fríða Einars ‘— Gerðist aldrei neitt sögulegt í viðskiptum ykk- ar Laxdælinga í leitunum? — Onei. Við mættumst við Hjarðarfell og Rjúpna- fell. Laxdælingar áttu fé fyrir norðan, Bæjarhrepp- ingár fyrir sunnan. Svo einhverju sinni var byrjað að leita á sunnudegi, eða einum degi fyrr en venjulega, til að ná sem mestu áður en hinir kæmu; og þá lenti í hart milli Bæjarhreppinga og Dalamanna, en bardagár urðu 'þó aldrei! En fyrst þú minntist á Laxdælinga, — þeir voru margír skemmtilegir náungar. Eg man enn eina sögu, sem ég heyrði neðan úr dal. Það er langt síðan hún gerðist. Þá var prestur á Hjarðanholti, sem þótti ágengur og harðdrægur, en í þá daga létu prestar landseta sína borga sér í skepnufóðrum. Einn þeirra, Jón Markússon á Spákellsstöðum, sem mun hafa þótt prestur harla ágengur og óhlífinn í viðskiptum, varð einnig að fóðra gimbrar fyrir prestinn. Um vorið voru þær allar lamblausar og þegar prestur Spurði 'hverju slík ósvinna sætti svaraði hinn, að það hefði aldrei verið minnzt á að hleypa til þeirra, sér hefði aðeins verið sagt að fóðra þær! Fékk prestur ekki að- gert hve illa sem honum li'kaði. „Hafi það níðzt úr mér “ — Þið stundið einnig sjó þarna við Hrútafjörðinn? — Já, ég hafði bát og fiskaði á handfæri. Aflinn var misjafn, en oí't fékk ég góða 'björg úr sjónum. Einu sinni fékk ég 300 punda spröku á færið. Það var erfitt að innbyrða hana — á bátnum vom ekki aðrir en ég og tveir synir mánir, báðir ungir, — en það tókst og þá náði 'hún bæði með haus og sporð út fyrir borðstokkinn, stærri var báturinn ekki, og það rann sjór inn í hann, en þetta gekk allt vel. Það íiskaðist lítið þá og aðrir sem á sjó voru þennan dag fengu lítið, svo ég skipti veiðinni á milli okkar, en það borgaði sig. <
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.