Þjóðviljinn - 24.12.1948, Síða 45

Þjóðviljinn - 24.12.1948, Síða 45
ÞJÖÐVILJINN / 45 Jólin 194« Getraun riddarans í jólablöðum Þjóðviljans hafa unclanfarín ár birzt þrautir og krossgátur, til þess að les- endur blaðsins hafi getað á frídögum sínum um jólin farið í andlega glímu við annarleg viðfangsefni, sem þeir alla jafna leiða hjá sér aðra daga ársins. í þessu jólablaði Þjóðviljans birtist nú erf- ið þraut, sem lesendur blaðsins geta spreytt sig á í jólafríi sínu 1948. Fyrir rétta lausn á þessari þraut greiðir Þjóðviljinn 500 krónur — fimm hundruð krónur. — Ef fleiri cn ein rétt lausn berst, verður dregið um verðlaun- in. Lausnir skulu sendast í lokuðu umslagi til Þjóðviljans, Reykjavík, fyrir 15. janúar 1949 og skal merkja umslagið greinilega með orðinu „Jólagétraun“. Til þcss að gcta leyst þessa þraut, þarf les- andinn að vita, hvaða gang riddarinn hefur í skák. Á ferð sinni um skákborðið gefur ridd- arinn lesándanum ýmsar upplýsingar um þrjár blómaíósir, sem hanii þekkir, cn síðan leggur hann fyrir lesandann þunga spurn- ingu. Þessari spurningu á nú lesandinn að svara. Ricldarinn byrjar ferð sína frá c3, þar sem orðið þcgar er undirstrikað. M E R K I D A G A R p .V 'i% „■ Sé sólskin fagurt á jóladag, verður gott ár; só sól- skin annan dag jóla, verður hart ár. Þegar jóladag- ur kemur með vaxandi tungli, veit á gott ár, og sé hann góður, veit á iþví betra. Jóladagurinn fyrsti mérkir janúar, annar merkir feterúar, þriðji merkir marz, fjórði apríl. Þegar hreinviðri er og regnsamt aðfangadag jóla og jólanótt, ætla menn það boði fróstasamt ár; en viðri öðruvísi, veit á 'betra. Ef stillt viérar seinasta dag ársins, mun gott ár verða, sem í hönd fer. Blási fjórðu jólanótt, veit á hart, en blási fimmtu jólanótt, veit á. slæmt sumar; blási sjöttu, verður grasvöxtur lítill; blási sjöundu, verður gott ár; blási þrettándu nótt jóla vestanvindur, veit það á frostasumár. Ef jól eru rauð, verða hvítir páskar, en rauðir, ef jól eru hvít. Af því rnyrkrið af tur snýr, ofar færist sól, því eruiheilög haldin hverri skepnu jól.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.