Þjóðviljinn - 07.06.1964, Page 3

Þjóðviljinn - 07.06.1964, Page 3
Sunnudagur 7. Júní 1964 . ■ . ~ ~ ' ------ ----------------—-------— — ÞIÖÐVIUINN SlÐA 3 Gunnlaugur Scheving stendur hér við eina af sjómannamyndum sínum. SEXTUGUR Á MORGUN Gunnlaugur Scheving listmálari Ég efast ekfci um að mikið sé til af ágsetu, réttsýnu fólki, en maður er því miður ekki alltaf að rekast á það, eða svo er um mig. — Þess vegna langar mig til. um leið og ég óska afmælisbarninu til ham- ingju, að þakka forsjóninni þá tilhögun að ég skyldi fá að lifa samtímis Gunnlaugi Scheving og í góðum kunningsskap við hann. Það er ekkert álitamál að hann er einn okkar fremsti listamaður, en mér hefur ekki ' fúndizt síður aðdáunarvert hve réttsýnn hann er í garð starfs- bræðra sinna sem berjast við önnur vandamál myndlistarinn- ar en hann hefur sett sér að leysa. Það er ekki sízt þetta sem ég þakka honum fyrir í dag um leið og ég óska honum til hamingju með þau verk sem hann hefur gefið okkur. Þorvaldur Skúlason. ☆ ☆ ☆ Það er mikið lán fyrir gngan og reynslulausan mann I sem hyggst leggja út á hina svokölluðu listabraut að kynnast slíkum leiðbeinanda sem Guunlaugi Ó Scheving. Skapgerðarstyrkur hans og gáf- ur voru okkur mörgum á þeim árum bæði skóli og fyrirmynd í senn, og ekki má gleyma því glæsilega fordæmi sem hann gaf okkur í verkum sínum, verkum sem Jónas frá Hriflu hræddi bændur með í Sam- vinnunni og borgarana i sýn- ingarglugga á Hótel Island. Síðan hafa árin liðið en í okk- ar augum hefur Scheving ekk- ert breytzt, enn er hann sami drengskaparmaðurinn, sem ber bráfaldlega blak af ungum listamönnum ef á þá er ráð- izt, enn vill hann hvers manns vanda leysa sem til hans leitar, enn vinnur hann af sömu listrænu alvörunni og áður, af sömu ögun og strangleik við sjálfan sig. Fyrr- um lét hann fátækt og fálæti ekki á sig bíta. enn þá síður lætur hann nú veraldarhyggju og kvalræði nútímans nokkuð á sig fá. Einungis þýðir ekki lengur að hræða saklausar sál- ir með verkum hans, þau hafa unnið sér verulegan sess í vit- und allra þeirra, sem myndlist unna á Islandi í dag. Á morgun hyllum við af- mælisbamið sem einn af fremstu listamönnum þjóðar- innar. Gunnlaugur, ég óska þér hjartanlega til hamingju með þín síungu ár og þakka margar skemmtilegar samveru- stundir. Hörffllr Ágústsson. ☆ ☆ ☆ Gunnlaugur Scheving er þannig maður að hann kemur með tyllidaginn með sér þeg- ar hann birtist. Fáum mönnum er eins lagið að afnema hvers- dagsleika sem er bara alltíeinu horfinn þegar sönn kímnigáfa tekur á honum til þess að raða upp á sinn máta þeim litlu þáttum sem atvikin eru snúin saman úr. Hinn hæverski en furðunæmi húmor Gunnlaugs Schevings hefur gert mörg lítil samkvæmi talsvert stór vinum hans. En hvað árin líða. Eru nú ekki allt í einu tíu ár síðan Gunnlaugur Scheving varð fimmtugur. og því trúir maður varla þegar maður hugsar til þess dags sem er næstum einsog í gær; en það er einsog miklu lengri tími þegar maður hugs- ar í staðinn um myndirnarsem hann hefur gefið okkur sinni þjóð á þessu skeiði: þessar stóru sterku myndir sem eru óðurinn um það líf sem ein- hverjum gæti virzt hversdags- legt þangað til skáldskapur i mynd eða máli hrekur slíka firru úr sjónmáli. Þessi hlédrægi yfirlætislausi maður hefur í hógværð sinni verið að hlaða upp verðmætum sem ættu að gera hinum ötulu útbreiðslusendlum tómleikans erfiðara fyrir að afnema ríki- dæmi þessarar þjóðar. Scheving er einn þeirra manna sem hafa gert þá svokölluðu erfiðu tíma sem við lifum á að fjölskrúð- ugasta skeiði íslenzkrar menn- ingarsögu þar sem íslenzkt sér- eðli hefur náð að staðfesta sig með fullgildum teiknum á fleiri sviðum en okkar ódauðlegu fomsagnahöfundar náðu inn á þótt góðir væru. Menn einsog Gunnlaugur Scheving og aðrir fremstu list- málarar okkar hafa komið fram erindum sínum á nýjum vett- vangi með fullgildum hætti sinnar listgreinar og lagt fram vitnisburð handa komandi tím- um um það land sem heitir Is- land og þess sérstaka fólk og líf sem áður lifði í orðinu einu frá öld til aldar. Áfram lifir þetta í orðinu en ekki í orðinu einu heldur líka á myndfletin- um, og Gunnlaugur Scheving er einn þeirra manna sem við þökkum fyrir þc.ð. Og heldurðu að þú lítir nú ekki bráðum inn. Thor Vilhjálmsson. A tímum loddaraskapar og yfirborðsmennsku er ekki al- deilis ónýtt fyrir myndlistina að eiga góða menn að, lærða menn með hleypidómalaus við- horf. Kæri Gunnlaugur, til ham- ingju með daginn. Þökk fyrir skemmtilegar sög- ur, já, ógleymanlegar sögur og umfram allt þökk fyrir góð kynni af góðum manni. stórum listamanni. Jóhannes Jóhannesson. ☆ ☆ ☆ Það er sennilega einhver seiglífasta öfugtrú meðal fólks. að andleg mikilmenni hafi jafn- an á sér stóran slátt, eitthvert útvortis origínalitet. Það hind- urvitni sannast bezt á mannin- um Gunnlaugi Scheving. Eitt- hvert sinn var hann sem oftar á ferð í áætlunarbíl suður með sjó, og sat þá við hliðina á honum maður sem ávarpaði hann með þessum orðum: Ég kem þvf ekki alminnilega fyr- ir mig hver þú ert; ertu ieik- fimiskennari eða selurðu trygg- ingar? Gunnlaugur er ckM einn af þeim stóru semí fáta um með því fasi sem séu þeir útsendir til að kunngjora al- þjóð nálægð efstu daga. Að sitja með honum í goðu tómi er eitthvert mesta dýrrndi sem ég þekki af góðum félagsskap: ljúflyndið, kýmnin, ja, frá- sagnarsnilldin; þar man ég ekki aðra fara betur með góða sögu. Og svo sem hann hefur hvorki vængi á frakka né vind- myllur á hatti, þannig talar hann og helzt ekki um listir, — nema kannski spánverjana; þá gömlu. Fomafnið ég er naumast til í hans orðabók. En í rósem! daga, þar sem dagblöð koma ekki inn um dyr, þar sem útvarp hefur aldrei heyrzt. í hægri kyrrðinni milli rísandi birtu og rökkurs, verða til myndir undan hendi hans sem þannig era vaxnar, að Is- land er ekki hið sama áður og eftir að þær era smíðaðar. Sé hægt að tala um lifandi streng þjóðarsögu, þá held ég að form- skyn þjóðveldisaldar, hin mikla vídd íslendingasagna, samfara meitlaðri orðfæð, eigi naumast sterkari tengsl í íslenzkum nú- tíma en í stórdúkum Gunnlaugs Schevings. Það er eins og hið dulhverfa f skapi þjóðarinnar. víðemi landsins og formskerp- an . f nekt þess séu máttarvið- irnir sem hann smíðar á verk sín. Og hvort sem við megum eign? okkur nokkuð í Gunn- laugi Scheving, verða þau myndlistarverk hans allt að einu innlegg okkar allra á þann reikning framtfðarinnar, sem öld okkar verður íj-rst ■:.g fremst af metin. I i Björn Th. Bjömsron. VORUR Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi — Kakó. KRON - búðirnar. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Á miðvikudag verður dregið í 6. flokki. — 2.200 vinningar að fjárhæð 4.020.000 krónur. N HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS 2 á 200.000 kr. 2 á 100.000 kr. 52 á 10.000 kr. 180 á 5.000 kr. 1.960 á 1.000 kr. Aukavinningar; 4 á 10.000 kr. 400.000 kr. 20 3,000 kr. 520.003 kr. 900.00ú kr. 1.960.000 kr. 40.000 kr. 4.020.000 kr.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.