Þjóðviljinn - 01.05.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.05.1965, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. maí 1965 - MÖÐVILIINN SlDA 5 /. maí ávarp Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Rvík 1. maí, hinn alþjóðlega baráttudag verkalýðsins, fylkir íslenzk alþýða liði undir merkjum samtaka sinna til nýrrar sóknar fyrir stórbættum lífskjörum, vaxandi afkomuöryggi og aukinni velferð alls vinnandi fólks. Verkalýðshreyfingin er í senn þjóðleg og alþjóðleg, Nú eins og ævinlega á þessum degi minnumst við frumherj- anna sem brautina ruddu, manna sem lögðu velgengni sína, frelsi sitt og jafnvel lífið að veði til að hefja merki þeirr- ar frelsisbaráttu kúgaðra stétta og þjóða sem markað hefur heilladrýgst spor í mannfélagsþróun síðustu kynslóða. Verka- lýðshreyfingin er nú voldug og sterk víða um lönd, en réttlætishugsjón frumherjanna kallar enn til markvissrar og fórnfúsrar baráttu. Þrátt fyrir þá staðreynd að vísindi og tækni nútímans megna að tryggja öllum börnum jarðar- innar mannsæmandi lífskjör, er skortur lífsnauðsynja enn hlutskipti meiri hluta mánnkyns. í dag, 1. maí, tekur ís- lenzk verkalýðshreyfing heilshugar undir kröfur stéttar- systkina um allan heim um að böli fátæktarinnar sé hvar- vetna útrýmt og félagslegt réttlæti gert að hyrningarsteini sérhvers þjóðfélags. Hugsjón friðar og frelsis er frá öndverðu aðall hinnar al- þjóðlegu verkalýðshreyfingar. Tvívegis á þessari öld hefur mannkyninu verið att út í heimsstyrjöld því til ólýsanlegra hörmunga. Því verður baráttunni fyrir friði og afvopnun fram haldið unz martröð eyðingarmáttar kjarnorkuvopn- anna er endanlega bægt frá með varanlegum samningum sem tryggja að gereyðingarvopn verði kvödd fyrir fullt og allt en deilumál leidd til lykta með friðsamlegum hætti við samningaborð. íslenzk alþýða krefst í dag friðar og afvopnunar, eins og stéttarsystkin í öðrum löndum. Hún krefst útrýmingar múg- drápsvopna, gagnkvæmra ráðstafana til að eyða tortryggni og úlfúð ríkja á milli, og að fjármunum sem vinna fólksins skapar sé beint frá herbúnaði til að uppfylla lífsþarfir manna. íslenzk alþýða tekur undir sjálfstæðiskröfur þjóða sem enn búa við nýlenduáþján. Krafan um afnám kynþáttamis- réttis verður æ brýnni, og ber þar hæst baráttu hins kúg- aða meirihluta í Suður-Afríku. íslenzk verkalýðshreyfing tekur eindregið undir kröfu hinnar alþjóðlegu verkalýðs- * hreyfingar um frelsi og mannréttindi öllum til handa án tillits til litarháttar eða þjóðernis. íslenzk alþýða krefst þess að sérhver þjóð hafi óskorað frelsi til að stjórna eigin málum án þess að eiga á hættu yaldbeitingu innlendra eða erlendra aðila. Hún krefst þess að viðurkenndur sé réttur þjóða til efnahagslegs- ekki síður en stjórnarfarslegs sjálfstæðis. Þegar alþýða Reykjavíkur lítur um öxl á þessum hátíðis- og baráttudegi verkalýðsins og íhugar þá þróun sem orðið hefur liðið ár, blasir við sú staðreynd, að þrátt fyrir ein- dreginn vilja verkalýðshreyfingarinnar til að leggja sitt af mörkum til að stöðva verðbólguþróunina, hefur verðbólgan enn magnazt og raskað því hlutfalli sem júnísamkomulagið átti að tryggja launafólki. Almenn hækkun verðlags og stórauknar áiögur skatta og útsvara valda því að júnísamkomulagið hefur ekki náð til- gangi sínum og að rauntekjur verkafólks á tímaeiningu hafa enn rýrnað. Fyrsta maí krefst alþýða Reykjavíkur að þessi öfugþróun verði stöðvuð. Það er afdráttarlaus krafa einhuga verkalýðssamtaka að ör vöxtur þjóðarframleiðslu undanfarin ár, mjög bætt við- skiptakjör og tækniframfarir skili verkafólki raunhæfum kjarabótum í þeim samningum sem nú fara í hönd, með almennri kauphækkun, lækkun skatta og útsvara af lág- tekjum og miðlungstekjum og öðrum aðgerðum sem aukið geti kaupmátt launa. Aflétta verður því ófremdarástandi að meginþungi skatta og útsvara hvíli á launafólki, en gróðafélög og hverskonar gróðabrall beri tiltölulega léttar skattbyrðar eða sleppi jafnvel með öllu við skattaálagningu. í dag heitir verkalýðshreyfingin því að beita öllu afli samtakanna að því marki að stytta hinn óhóflega vinnu- tíma verkafólks, sem opinberar skýrslur sýna að enn leng- ist ár frá ári og er miklu lengri hér en í nokkru nálægu landi. Enn sem fyrr lýsa verkalýðssamtökin sig reiðubúin til samstarfs við stjórnarvöld landsins um leiðir sem að gagni mega koma til að stöðva verðbólguþróunina og koma á heilbrigðri festu í þróun launa- og verðlagsmála, enda eru markvissar aðgerðir í þessu skyni forsenda fyrir að unnt sé að gera raunhæfa kjarasamninga og tryggja réttlætis- kröfum verkalýðssamtakanna framgang. 1. maí lýsir reykvísk alþýða einhuga stuðningi við megin- kröfur verkalýðshreyfingarinnar, sem samþykktar voru ein- róma á ráðstefnu Alþýðusambands íslands í marz í vetur, með því að fylkja liði í kröfugöngu og á útifund verka- lýðssamtakanna, en meginkröfur þeirrar ráðstefnu eru þess- ar: 1. Almenn kauphækkun og samræming kauptaxta. 2. Stytting vinnuvikunnar í 44 stundir með óskertum laun- um. 3. Lækkun útsvara og skatta af lágtekjum og miðlungs- tekjum, og þurftartekjur séu skatt- og útsvarsfrjálsar. Jafnframt séu skattar og útsvör á gróðarekstur hækkuð og ströngu skattaeftirliti framfylgt. 4. Aðgerðir í húsnæðismálum sem auðveldi fólki að eignast íbúð á kostnaðarverði, svo sem aukning bygginga á fé- lagslegum grundvelli, hækkun lána, lenging lánstíma, lækkun vaxta og aðgerðir gegn húsnæðisbraski. 5. Orlof verkafólks verði lengt í fjórar vikur og verkafólki gert kleyft að njóta sumarleyfis síns. Reykvísk alþýða: Sýndu í verki vilja þinn til að tryggja þessum réttmætu kröfum þínum fram- gang. Fjölmenntu í gönguna og á útifund verkalýðssamtakanna í dag. Einhuga kröfur — Einhuga barátta — einhuga um sigur. 1. MAÍ-NEFND FULLTRÚARÁÐS VERKALtÐSFÉLAGANNA í REYKJAVÍK. Á varp /. maí-nefndar laun- þeganna í Hafnárfirði Hafnfirzk alþýða! 1. maí minnist íslenzk alþýða þess, að hún hefur unnið marga og stóra sigra með mætti samtaka sinna og fyrir fórnfreka baráttu. Alþýðan lýsir því yfir, að hún er staðráðin í að halda þessari baráttu áfram með vaxandi þunga og ryðja úr vegi öllum hindrunum, sem standa í vegi fyrir mannsæmandi lífi. Alþýðan fordæmir alla sérdrægni og sundurlyndi í þessari baráttu. Hún krefst þess af sjálfri sér og forystu- mönnum sínum, að allar innri deilur verði lagðar til hliðar og öllum mætti samtakanna beitt gegn atvinnurekendavald- inu og erindrekum þess, í hvaða mynd sem það kemur fram. Alþýðan er staðráðin í því, að berjast fyrir verulegri kauphækkun þeirra lægst launuðu, og hún krefst stytt- ingar á vinnuvikunni í 44 stundir, án skerðingar á heild- artekjum. Alþýðan krefst þeirrar breytingar á orlofslögum, að verkafólki verði tryggt fjögurra vikna orlof og að fram- kvæmd’ þeirra verði raunverulegt orlof fyrir verkafólkið. Alþý^an krefst lækkunar útsvara og skatta af lágtekjum « Æ svo og að skattar og útsvör á gróðarekstri verði hækkaðir og ströngu skattaeftirliti framfylgt. Alþýðan krefst lækkunar húsnæðiskostnaðar og að auð- veldað verði félitlu fólki að eignast eigið heimili. Þá mót- mælir alþýðan hinu stórfellda braski, sem nú viðgengst með nýtt húsnæði og krefst aukinna bygginga á félagsleg- um grundvelli. Alþýðan krefst heilbrigðra verzlunarhátta og aukins verð- lagseftirlits. Alþýðan krefst þess, að verkafólk njóti réttmætrar hlut- deil lar í framleiðsluaukningu þjóðarinnar. Alþýðan krefst jafns og óskerts samningsréttar fyrir öll stéttarfélög í landinu. Alþýðan krefst þess að hátíðisdagur hennar 1. maí, verði tekinn í tölu löggiltra frídaga og öll vinna lögð niður þann dag, sem aðra hátíðisdaga. Hafnfirzk alþýða! Framundan eru átök og barátta fyrir nýjum og betri samningum. Sýndu einhug og samstilltan vilja. Allir eitt! Ólafur H. Óskarsson: LANDSFLOKKA- GLÍMAN 1965 Drengjaflokkur 13 ára og yngri Á miðvikudagskvöld, 28. apr- íl, fór fram úrslitaumferð í drengjaflokki, 13 ára og yngri, í húsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu. 25 glímumenn höfðu tilkynnt þátttöku sína í þessum flokki og fullyrða má, að aldrei hafa jafn margir drengir látið skrá sig til leiks í landsflokkaglímu. Vegna þessa var horfið að því ráði, að skipta flokknum í þrjá riðla og þrír efstu menn í hverjum riðli glímdu síðan til úrslita. Fyrri umferð fór fram á þriðjudagskvöld, 27 apríl, og níu drengir höfðu því rétt til úrslitakeppninnar. Er úrslita- umferðin átti að hefjast kom í Ijós, að einn drengjanna var talinn of gamall, og hann fékk ekkj að halda áfram keppni. Ákvæðin um aldurstakmörk í Glímulögum ISÍ eru því miður ekki afgerandi og þau má túlka á ýmsa vegu. Væri því æskilegt, að stjórn ÍSl gæfi út ótvíræða yfirlýsingu um þetta atriði. II. Það var mjög gaman að fylgjast með glímum þess'ara ungu drengja, en sumir þeirra tóku nú í fynsta sinni þátt í kappglímu. Bragi Bjömsson, KR bar sig- ur úr býtum og var vel að því kominn. Hann hlaut 4% vinn- ing af 6, tapaði fyrir Sverri Ármannssyni, en Bragi og Hörður Hilmarsson skildu jafn- ir eftir tvær glímur. Bragi er stærstur og sterkastur þeirra félaga, hann stendur ágætlega að glímunni og reynir helzt há- brögð. Honum hættir til að halda viðfangsmanni sínum of lengi á lofti, en það getur hann lagfært. Ef Bragi leggði meiri áherslu á lágbrögðin en hann gerir verður hann góður glímumaður. Guðmundur Stefánsson, Arm. hlaut og 4+1 vinning. Hann tapaði fyrir Braga eftir fram- lengda glímu svo og fyrir Hérði Hilmarssyni. Guðmund- ur varð að glíma um 2. og 3. verðlaun við Sverri Armanns- son. Guðmundur er liðlega vaxinn, sterkur, fimur og á-s> ræðinn, en hann vantar meiri æfingu. Glímur hans voru all- góðar, en stundum vildi sam- spil handa og fóta gleymast; einmitt þetta atriði skemmdi fyrir honum í glímunni við Braga. Sverrir Armannsson, Breiða- bliki, hlaut þriðju verðlaun og 4+0 vinning. Hann taoaði fyr- ir Guðmundi og Ágústi Ein- arssyni, en hann lagði Braga og alla hina. Sverrir er af þekktri glímumannaætt, sonur Ármanns J. Lárussonar, Saló- monssonar. Hann er Iiðlegur glímumaður og kappsfullur; er auðséð hvert hugur stefnir, og eflaust mun Sverrir verða góð- ur glímumaðu.r. ef hann stund- ar æfingar vel. Hörður Hilmarsson, KR hlaut 31/? vinning, eftir allgóðar glímur og má með sanni segja, að hann hafi staðið sig afar vel. Samt sem áður virðist hann ekki ná þeim árangri, sem af honum má vænta. Hörð- ur er sonur hins þekkta glímumanns, Hilmars Bjarna- sonar, og þeir eru mjög svo á- þekkir á vöxt og framkomu. Glímulag hans er svipað og föðurins, Hörður má gæta sín á þvi að glíma með saman- klemmd hné, því að slíkt er ekki farsælt til sigurs, nema síður sé. Ágúst Einarsson, Á, hlaut 3 vinninga, en fékk ekki nóg út úr sínum glímum; hann fékk t.d. slysabyltu fyrir Guðmundi, sennilega hefur Ágúst verið heldur taugaslappur, en það voru þeir reyndar allir. Bjarni Valdimarsson, Breiða- bliki hlaut 3 vinninga, vírtist hann ekki kunna mikið, en hann er slyngur að verjast brögðum og reynir mikið til að sækja hægrifótar hælkrók. Hallgrímur Sigurðsson, KR, stóð sig nokkuð vel, en vant- ar meiri æfingu og fleiri brögð. Bjarni Elíasson, Á, gekk úr glímunni, þegar hann átti eft- ir eina glimu. Hlaut hann högg á olnbogann, sem gerði hann óvígan um hríð, en það hefur engin eftirköst. Glímustjóri var Hörður Gunnarsson, yfirdómari Ölafur H. Öskarsson, meðdómarar voru Garðar Erlendsson og Lár- us Salómonsson. Einar Sæmundsson, formaður KR, afhenti verðlaunin, mælti nokkur orð til hinna ungu keppenda og bað áhorfendur að hylla þá með ferföldu húrrahrópi. III. Það er glímumönnum og glímuvinum mikil ánægja, að vita til þess að íslenzka glím- an er á uppleið, ef dæma má eftir líkum, hvað þátttöku í þessari landsflokkaglímu snert- ir. Forráðamönnum glímudeilda íþróttafélaganna er það vel ljóst, að það eru ungu dreng- irnir, sem eru undirstaða ís- lenzkrar glímu f framtíðinni. Vonandi tekst vel til með starf þeirra; ekki er alveg nóg að iðka glímuna í þröngum hón, heldur verður að hefja áróður fyrir henni í blöðum og út- varpi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.