Þjóðviljinn - 01.05.1965, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.05.1965, Blaðsíða 16
Lesa upp á kvöldvökunni í Tjarnargötu 20 í kvöld Bergljót Stefánsdóttir ★ Eins og undanfarin ár verður 1. maí-kaffi á boðstólum í Tjarnargötu 20 í dag á vegum Carolínu-sjóAs Kvenfélags sósíalista. Kaffisalan hefst strax að loknum útihátíðahöld- um verkalýðssamtakanna og verður síðan kaffi á könnunni fram eftir deginum — og ekki þarf að taka fram að borð verða þar hlaðin af ótal kökutegundum og öðru gómsætu kaffibrauði. ■k Klukkan 9 um kvöldið hefst svo kvöldvaka í salnum, Tjamargötu 20. Þar verður bögglauppboð og flutt sam- felld dagskrá sem ber heitið „20 ára hernám“. Lesarar verða Bergljót Stefánsdóttir, Guðrún Guðvarðardóttir, Jón Júlíusson og Margrét Jónsdóttir. Ætti ekki að þurfa að hvetja fólk til að saekja kvöldvoku þessa. Margrét Jónsdóttir JÖTUNN sjósmuR t FYRRADAG í fyrradag hleypti Stálvík h.f. af stokkunum dráttarbátnum Jötni sem skipasmíðastöðin hef- ur smíðað fyrir Reykjavíkur- höfn. Teikningar hefur annazt Agnar Norland skipaverkfræð- ingur. Báturinn er 15.3 m að lengd en 4.12 m að breidd. Að- alvél bátsins er 290 hestafla af gerðinni Deutz en ljósavél af Listergerð. Stálsmíði og vélanið- ursetningu framkvæmdi Stálvík en innréttingar gerði Nökkvi h.f. Raflagnir annaðist Raf- tækjavinnustofa Hauks og Ólafs. Báturinn verður afhentur Reykjavíkurhöfn einhvern næstu daga að aflokinni reynsluferð. (Ljósm. Þjóðv. A. K.). <s> Sam^ykkt f rumvarpsins tor- veldar samningana nú í vor —- sagði Eðvarð Sigurðsson í gærkvöld — ríkisstjórnin hættir l- við að þvinga frumvarpið til staðfestingar í dag, 1. maí í gærkvöld hófst önnur um- ræða í neðri deild um gerðar- dóm gegn flugmönnum og bann við vinnustöðvun þeirra. Sigurð- ur Bjarnason mælti fyrir áliti meirihlutans, sem lagði til að frumvarpið yrði samþykkt. Sig- urvin Einarsson mælti fyrir á- liti minni hlutans, sem lagði til að þingið felldi frumvarpið, en auk þeirra tóku til máls Einar Olgeirsson og Eðvarð Sigurðs- son. Báðir gagnrýndu þeir frumvarpið, og sagði Eðvarð, að með því væri ráðizt á helgasta rétt verkalýðshreyfi'-garinnar, samningsréttinn og verkfalls- réttinn. Ennfremur sagði hann, að slík lögþvingun eitraði and- rúmsloftið fyrir þá samninga, sem nú eru í vændum og myndi án efa torvelda þá á ýmsa lund, ef samþykkt yrði. Skoraði hann á ríkisstjórnina að draga frum- varpið til baka þegar í stað. ★ Eðvarð benti á, ekki í fyrsta sinn, þetta væri sem núver- HWíisi t > v m •> , •/ •• n V.M.W •í-.:x>-v: ’ andi ríkisstjórn réðist að launa- fólki með slíkum ofbeldisað- gerðum. ★ Það kom fram í ræðu Sigur- vins Einarssonar, að bæði flug- menn og forystumenn Loftleiða hefðu tekið vel í þá málaleitan að hefja samningaviðræður í gærdag, ef frumvarpið yrði dregið til baka, um sinn a.m.k., en stjórnarliðið hefði ekki vilj- að fallast á það úrræði. Sagði Eðvarð að af þessu væri sýnt að ríkisstjórnin væri . aðeins verkfæri í höndum Vinnuveit- endasambands íslands, sem væri kunnugt að allt öðru en ást á frjálsum samningum í kjara- deilum. ★' Einar Olgeirsson lagði fyrir samgöngumálaráðherra sömu spurningar og í fyrrakvöld, en ráðherrann þagði sem fyrr. I fyrirspurnum sínum til ráðherra bað Einar m.a. um upplýsingar um laun forstjóra Loftleiða. Ennfremur lagði Einar þá spurningu fyrir ráðherra, hversu mikið fé Loftleiðir greiddu til Vinnuveitendasambandsins í samanburði við það kaup, sem flugmennirnir færu fram á. Væri ekki nær fyrir Loftleiðir að leysa vinnudeilur á eigin spýtur og segja sig úr Vinnu- veitendasambandinu? Þá benti Einar á, að sam- kvæmt loftferðalögum, sem Framhald á 11. síðu. Valtýs og Jóhannesar Með vori færist gjama talsvert líf í myndlist í borg- inni. Og r.ú ber það til stórra tíðinda að þeir Valtýr Péturs- son og Jóhannes Jóhannesson opna málverkasýningu í Lista- mannaskálanum í dag. Verður þessi sýning opin til níunda maí. Þeir Valtýr og Jóhannes eru svo sem engin unglömb í túni Hstarinnar — hafa sjálfsagt tekið þátt í einum fimmtíu sýningum, einkasýn- inngum og samsýningum. Og bað út um allan heim — ailar götur tii Moskóvíen. 1 vindum skeknu húsi ís- tenzkra lista hafa beir fest upp fimmtíu myndir, olíumál- verk; sautján eftir Jóhannes og þrjátíu og tvær eftir Val- tý. Þetta eru nonfígúratívar myndir að sjálfsögðu, en bera tiltölulega lýrísk nöfn úr náttúrunnar ríki: Nótt á Kili, Kalt í veðri, Vorstef. Þeir kalla þetta nokkra viðleitni til að efla samband áhorf- andans við myndimar — það geti stundum hjálpað, stund- um ekki. Báðir sýndu þessir lista- menn síðast í fyrra í húsa- kynnum Húsgagnaverzlunar Reykjavíkur, Jóhannes um páskana, Valtýr um hvíta- sunnu. Þeir benda og á það. að tveggja manna sýning hef- ur ekki verið haldin 1 Lista- mannaskálanum síðan 1943. Þótt slíkt samspil hljóti að auka á ánægjulega spennu i tilverunni — bæði með áhorf- endum og málurunum sjálf- um. Og Jóhannes sagði það væri mjög ánægjulegt að sýna með Valtý. Valtýr sagði hins- vegar að hann fyndi til hræðslu fyrir þessa sýningu: hann væri með svo góðan mann sér við hlið. Valtýs var freistað til að formæla hressilega hábölvuðu húsnæðisleysi isl. mynd- listar, sem nú er munaðar- lausust allra listgreina. Os það væri yfirleitt ekkert gam- anmál að vera listamaður á íslandi. Enda virtust fáir geta orðið til að taka við af eldri kynslóðinni — sér þætti tor- velt að koma auga á lista- menn innan við þrítugt er ekki köfnuðu undir nafni. Af framtíðaráformum er það hinsvegar helzt að frétta, að Jóhannes sendir mjög bráð- lega nokkrar myndir á sýn- ingu í Bandaríkjunum. Þar til sendur kvenmaður hefur þegar valið myndirnar, en að öðru leyti er f átt vitað um til- högun sýningarinnar og svo það, hve íslenzk þátttaka verður víðtæk. Laugardagur L maí 1965 — 30. árgangur — 97. tölublað. Nýja þyrlan Eir tekin í notkun ■ Hin nýja þyrla Landhelgisgæzlunnar og Slysavama- félags íslands, TF-EIR, hefur nú verið tekin í notkun, en undanfarna daga hafa starfsmenn gæzlunnar unnið að því að setja vélina saman, ganga frá tækjum og reyna. f gærmoirgun var nokkrum gestum, þ.á.m. Jóhanni Hafstein dómsmálaráðherra, boðið að skoða þyrluna. Við það tækifæri fluttu þeir stutt ávörp Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgis- gæzlunnar, ráðherrann, Gunnar Friðriksson forseti SVFX og Lúð- hvatamaður þess að til sjóðsins var stofnað með almennri fjár- söfnun og merkjasölu um land allt tvo kosningadaga árið 1959, en kjörorð fj ársöfnunarinnar var „Friðun miða, framtíg lands“. Nemur það fé. sem þá safnaðist og vextir sem af því hafa feng- Þyrlan lyftir sér. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). vig Gugmundsson fyrrv. skóla- stjóri. Ráðherra færði öllum þeim þakkir sem unnið hafa að því að þyrian kom hingað og drap sérstaklega á þann góða skerf sem þyrlusjóðurinn svo nefndi hefur átt í málinu. Lúð- vig Guðmundsson var einn aðal- Togarí tekinn í landhelgi Togarinn Hafliði frá Siglufirði var í fyrradag tekinn að ólög- legum veiðum 1,2 sjómilur innan við 8 mílna fiskveiðitakmörkin af varðskipinu Óðni. Þjóðviljinn hafði í gær sam- band við bæjarfógetann á Siglu- firði og sagðj hann að rannsókn væri lokið í málinu, hefði skip- stjóri viðurkennt brot sitt og hefði verig leyft að halda úr höfn gegn 600 þúsund króna tryggingu. Er staðarákvörðun var gerð af varðskipinu reyndist Hafliði vera 1,2 mílur innan við 8 mílna mörkin norð-norðvestur af Gríms- ey. — Við rannsókn reyndist skekkja í ratsjá skipsins, en ekki nema 0,5 sjómílur. Togarinn Hafliði var búinn að veiða 90 tonn af góðum fiski fyrir siglingu, þegar hann var tekinn. Dómur verður ekki kveðinn upp í málinu fyrr en eftir helgi. Kvikmyndir Ós- valds Knudsens Vegna fjölmargra áskorana verða kvikmyndir Ósvalds Knud- sens, Surtur fer sunnan, Sveit- in milli sanda og Svipmyndir, sýndar á ný í Gamla bíói kl. 5 og 7 í dag, laugardag og á morgun, sunnudag. Ættu þeir, sem misstu af myndunum. er þær voru sýndar fyrir páska, að nota þetta tæki- faeri til að sjá þær. izt síðan um 720 þús. kr. eða 1/5 hluta kaupverðs þyrlunnar. Lúðvig Guðmundsson kvaðst vona að nýja þyrlan, EIR, mætti fylgja vel í fótspor fyrirrenn- ara síns sem bgr þetta góða nafn, gyðju lækninga- og mann- úðarmála forfeðra vorra. Björn Jónsson, þyrlustjóri Landhelgisgæzlunnar, lyfti síðan gestum, tveim í senn, í hinu nýja farartæki sínu og flaug með þá í sveig yfir næsta nágrenni flugvallarins. Þótti öllum farar- tækið hið bezta og ætti það vafalaust eftir að koma ag góð- um notum j framtíðinni. 26% hœkkun ó brœðslusíld Morgunblaðið skýrir frá því nýverið að síldarverk- smiðja Einars ríka f Vest- mannaeyjum hafi hækkað verð það sem hún greiðir fyrir bræðslusíld um 26%. Bræðsluverð á sfld hafði ver- ið ákveðið 81 eyrir á kíló, og þótti sjómönnum og út- vegsmönnum það svo lágt að naumast svaraði kostnaði að veiða síld upp á þau býti. En nú hefur síldarverksmiðja Einars Sigurðssonar hækkað verðið upp í 102 aura og hin síldarverksmiðjan í Vest- mannaeyjum mun fylgja f kjölfarið. Jafngildir þetta 26 prósent kauphækkun til sjó- manna á þessum veiðum. Þetta frumkvæði Einars ríka er mjög ánægjulegt, ekki sízt þar sem nýlokið er fundi atvinnurekenda f fiskiðnaði, þar sem menn báru sig mjög illa og kváðust ekki geta tek- ið á sig neinar kauphækkan- ir. Einar Sigurðsson hefur nú sannað f verki að sá bar- lómur hefur verið mjög orð- urn aukinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.