Þjóðviljinn - 01.05.1965, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.05.1965, Blaðsíða 8
3 SlÐA HÖÐVILJINN Sakaðir um kynbátfamorð Á þessari mynd sjáum við þrjá menn sem sakaðir eru um að hafa myrt frú Viola Liuzzo en hún var sem kunnugt er myrt er hún flutti fólk í mannréttindagöngn blökkumanna frá Selma til Mon,t- gomery. Með þeim á myndinni er verjandi þeirra (með gleraugu). Mikil verSlækkun í Sovétríkjunum 1 Sovétríkjunum hefur ný- lega verið framkvæmd verð- lækkun á ýmsum neyzluvör- um. Verðlækkunin er frá 6 og allt upp í 45 af hundraði og er framkvæmd að ákvörð- — Nálarstungur eru hreint ekki góð pólitík. Þær særa ekki, æsa bara upp.> (George Kennan, banda- rískur diplómat). — Erfiðustu samninga- viðræðurnar eru samninga- viðræður um það hvort það eigi yfirleitt að semja. (Maurice Couve' de Mur- ville, utanríkisráðherra Frakka).____________________ Nýnazistaflokkur stofnaður í Vestur-Þýzkalandi nýlega — Evrópa fyrir Evrópumenn, Þýzkaland fyrir Þjóðverja!'Allt fyrir vort ástkæra föðurland! Þannig hljóðuðu kjörorðin fyr- ir landsfund nýs nazistaflokks, sem nefnir sig Þjóðemislýðræð- isflokkinn. Allmargir smáflokk- ar, yzt til hægri hafa tekið höndum saman og stofnað hennan nýja flokk og vonast til þess að samsteypan verði til þess að þeim takist að fá fulltrúa kjöma í vestur-þýzka þingið. Það fylgir þó þessum fréttum að leiðtogum flokksins sé lítið um það gefið að hann sé kallaður nýnazistaflokkur. Varaformaður, Adolf von Thadden ljómaði bókstaflega'®' af þjartsýni á landsfundinum. Flokkurinn hefur nú þegar 6.400 meðlimi — þrátt fyrir það að hafa aðeins starfað frá því í nóvember í fyrra. Mestri ánægju veldur sú staðreynd foringjunum, að hvorki meira né minna en 40% af meðlimun- um er ungt fólk, yngra en 35 ára. Thadden kveðst sannfærður um það, að nýnazistaflokkurinn fái menn kjöma á þing. Stjóm- málafréttaritarar segja, að úti- lokað sé að flokkurinn fái nokkum mann kjördæmakosinn og því sé um að gera að reyna að fá meir en fimm prósent at- kvæða. Annars er kosningalög- Kvikmynda- f i • gjöfin ærið flókin í Vestur- Þýzkalandi og miðast við það að hindra það, að smáflokkar fái þingsæti í sinn hlut. Eng- um nýnazistaflokki hefur enn tekizt að fá þetta mikinn fjölda atkvæða og harla lítið útlit virðist fyrir það að þessum flokki takist það heldur en hin- um. Hættan við þessa flokks- stofnun er hinsvegar sú, að sögn fréttaritara „Dagblaðsins“ norska, að hún geti orðið til þess að ýta öðmm flokkum landsins í átt að enn öfgafyllri þjóðemisstefnu. Það er nú þeg- ar orðið ljóst, að flokkur frjálsra demókrata undir for- ystu Erich Mende og flokksbrot Strauss, fyrrum vamarmálaráð- herra, keppa um hylli hægri- manna í landinu og svífast einskis til þess að gylla mál- stað sinn í þeirra augum. Á umræddum landsfumli voru Iagðar fram bækur á borð við þessar: „Svik gegn Þýzka- Iandi“ og „Átti Þýzkaland eitt sök á seinni heimsstyrjöld- inni?“ Auk þess gátu þingfull- truar lesið sér til Iærdóms bók þess manns, sem beðið hefur hvað gifurlegastan kosningaó- sigur síðari tíma, Barry Gold- waters. Bók hans nefnist: „Hví ekki sigur?”. l-öareglug!œpamenn teknir un Sovétstjórnarinnar og mið- stjómar Kommúnistaflokksins. Svo telst mönnum til, að þessi verðlækkun nemi sam- tals 1.24 miljarði rúblna en þar á ofan bætist allt að 558 miljón rúblna verðlækkun á vörubirg2um, sem þegar hafa verið sendar á markaðinn. Af þeim vörum, sem lækka, má nefna barnaföt sem lækka um 18%. Ljósmyndavélar af þeim | gerðum, sem mest er eftir- spurnin eftir lækka um 21%, saumlausir kvensokkar Iækka um 28% og kakaó Iækkar um 45%. Mikil vcrðlækkuni á sér einnig stað á ullarefnum og bómullarefnum ýmiskonar og sama cr að segja um allskon- ar matvöru. Hefur gerf 4 000 hiarfaunnskurði MOSKVTT — Frægur sovézkur skurðlæknir, prófessor Jevgení Mesjalkín, hefur gert hvorki meira né minna en 4.000 hjartauppskurði. Síðasti upp- skurðurinn — nr. 4.000 — var í því fólginn að fjarlægja sprengjubrot í hjartavöðva sjúklingsins. Sprengjubrotið hafði ekki fundizt er sjúkling- urinn lá á hersjúkrahúsi 1944, og í 21 ár hafði það valdið hon.um miklum sársauka. Þessi afmælisuppskurður prófessors- ins tókst í alla staði hið bezta. Kvikmyndahúsið í Kragerö f Noregi bauð nýlega við- skiptavinum sínum upp á eftirfarandi myndaseríu: Föstudag kl. 20,15: Buxna- lausar hetjur. Laugardag kl. 20,15: Á valdi eyðimerkurinnar. Sunnudag kl. 19,00: Tapp- ann úr flöskunum! Sunnudag kl. 21.00: Hvar endar þetta? I Miami í Florida komst það nýlcga upp að sá starfsmaður ríkis- lögreglunnar sem an.nast skyldi baráttuna við eiturlyfjasmyglara staðarins, var sjálfur í vitoröi með þeim. Hann var handtekinn ásamt tveim samstarfsmönnum sínum, en að bandariskum sið sleppt lausum gegn, tryggingu. — A myndinni hér að ofan sjáum við „aðstoðarmcnnina’’ — skælbrosandi. Hjálpartilboð" Jobnsons ## er hræsni og blekkingar Einn miljarður dala er mikið fé. Þetta fé bauð Johnson Bandaríkjaforseti sem sinn hluta af því fé, sem varið yrði til þess að græða sárin í Suð- ur-Vietnam. A ytra borði var ræðan falleg, innihaldið í raun réttri hvergi nærri eins fagurt. Einn miljarður dala er svip- uð upphæð og sú, sem Johnson notar til eyðileggingar í Viet- nam. Hann skýrði sjálfur svo frá, að þetta miklu fé .væri varið í „sprengjur, kúlur og flugvélar.” Með þessum milj- arði — og fjárupphæðin á enn --------------------------------- eftir að hækka samkvæmt síð- ustu „loforðum” Bandaríkja- manna — veldur Bandaríkja- stjóm eyðileggingu í Suður- og Norður-Vietnam. Verðmæti fyr- ir mörg hundruð miljónir dala eru eyðilögð með árásum Bandaríkj amanna. Kynsjúkdómar færast mjög í aukana með ungu fólki — Hann er stórfenglegur stjórnmálamaður. Þegar hann hefur einu sinni tekið ákvörð- un getur enginn mannlegur máttur fengið harn til þess að standa við hana! (Salon Gahlin) Kynsjúkdómar meðal ungs fólks hafa.mjög færzt í aukana undanfarin ár í ýmsum lönd- um. Þetta kemur fram í grein- argerð sem WHO, heilbrigðis- málanefnd Sameinuðu þjóð- anna, hefur látið frá sér fara. Ýmis lönd eru til nefnd, en einkum er vandamálið sagt erf- itt viðureignar í Danmörku, Bandaríkjunum og Heimsveld- islöndunum, en Mexico hefur einnig við mikla erfiðleika að stríða af þessum sökum. Orsak- ir þessarar uggvænlegu þróun- ar eru að sögn nefndarinnar ýmsar, en meðal þeirra sem hún tilfærir, er almenn fáfræði um kynferðismál. Þá er upp- lausn heimilanna tilgreind sem ein aðalorsökin en þar við bæt- ist, að óttinn við kynsjúkdóma er mjög í rénun eftir tilkomu penisilíns. Auk þess leggur skýrslan áherzlu á það kyn- ferðisalræði, ,sem nú ríki í bók- um, kvikmyndum og sjónvarpi. Miljarður sá, sem Johnson bauð, er tæpast nægur til að bæta þann skaða, sem sprengju- árásir Bandaríkjamannna hafa valdið. Því fer fjarri, að hér sé um einhverja gjafmildi að ræða: Raunverulega er hér um að ræða einfalda skyldu þess er árásimar gerðr að bæta skaðann. Ar hvert veita Bandaríkja- menn leppum símnn í Saigon hemaðaraðstoð sem nemur frá 450 til 500 miljónum dala. 1 ár verður aðstoðin enn aukin. Og ennfremur veitir Bandaríkja- stjóm leikbrúðum sínum í Sai- gon 400 miljónir dala til við- bótar árlega. Sú upphæð fer mest í það að fóðra leikbrúð- umar sjálfar. „Ti!boð’! það er Johnson reynir að friða bandamenn sína í Nató meö, memur þannig ekki meir en hehningi þess fjár, er Bandarfkjamenn henda nú í leppstjómina í Saigon. Og samtímis þvi sem John- son talar um „skílyrðislausar samningaviðEæðurí* og Ikxafta-1 é>- verk læknisfræðinnar, lætu hann sprengjunum rigna - lætur þær tæta fólk sundm lætur konur og böm brenna napalméldinum og matvæ þeirra eitrast. Bandarísk hræsni er söm vi. sig. Einhverntíma endar þetfa segir Ringó Það framgengnr af vinsælda- Iistum dagblaðanna vfða um heim, að Bítlamir blessaðir hafa enn einu sinni „»Iegið í gegn” með hljómplötu. Sú er hér um ræðir heitir „Tickct to ridc” — hvað í ósköpunum sem sá tltlll þýðir. Þeir félagar eru þcgar tcknlr aö vinna að næstu hljómplötu sinni. f blaðaviðtölum scgjast þeir félagar að sjálfsögðu harðá- nægðir mcð þcn.nan árangur sinn en bæta því við, að þeir geri sér cinkar vel Ijóst, að senn kun,ni að halla undan fæti, enda sé smckkur æskunn- ar harla breytilcgur. Og Ringð bendir réttilega á það, „að ein- hvcmtíma hljóti þeta að enda”. Laugardagur 1. maí 1965 LONDON 30/4 — Deilumar harðna nú mjog í Englandi vegna frumvarps stjómarinn- ar um þjóðnýtingu stáliðnað- arins. Stjóm Wilsons hgfur lagt fram frumvarp sem felur það í sér, að 14 helztu stáliðn- aðarfyrirtæki landsins verði þjóðnýtt. Ihaldsflokkurinn hef ur lagzt hatrammlega gegn þessari fyrirætlun og stjóm Verkamannaflokksins hefur lýst því yfir, að hún telji það jafngilda samþykktu van- trausti ef frumvarp stjómar- innar nái ekki fram að ganga. Þessum fregnum fylgir það, að tveir þingmenn Verka- mannaflokksins hafa lýst sig andvíga þessu frumvarpi. Þetta hefur með öðrum orð- um það í för rrteð sér, að Verkamannaflokkurinn hefur aðeins tveggja atkvæða meiri- hluta á þingi til þess að framkvæma þessa áætlun, sem Wilson hefur lýst eitt meginatriði stjómarstefnunn- ar. — Þessum fregnum fylgir að sjálfsögðu það, að þing- mönnum þingflokkanna, fjær- stöddum, hefur verið fyrir- skipað að koma til þings. ☆ ☆ ☆ $ Nafnabreytíng HELSINKI 30/4 — Fyrirhug- uð nafnbreyting á Bænda- flokknum finnska virðist ætla að verða raokkrum erfiðleik- um bundin, að því er fréttir hermdu frá Hclsinki á fimmtu dag. Flokksforystan hefur lagt það til, að flokkurinn taki upp nafnið „Miðflokkurinn” en annar stjómmálahópur hefur. þegar fengið einkaleyfi á því nafni. Bændaflokkurinn neyð- ist því eftir öliu að dæma til að finna nýtt nafn. ☆ ☆ ☆ Vörusýning BRUSSEL 30/4 — Alþjóðlega vörusýnjngin í Brussel, ein hin mesta í Evrópu, hófst á föstudag. Samtals taka 41 Iand og 4.000 fyrirtæki þátt í sýningunni. Sýndngarsvajðið tekur yfir 125.000 ferkíló- metra. ☆ ☆ ☆ Saman níðingar .. . LISSABON 30/4 — Vamar- málaráðherra Vestur-Þýzka- lands, Kai-Uwe von Hassel, er nm þcssar mnndir i heim- sókn í Lissabon, hér er nm opinbcra hcimsókn að ræða og stendnr húni í f jóra daga. A fimmtndag átti von Hassel viðræðnr við Salazar, einræð- isherra Portúgal, og vamar- málaráðherra landsins, Mari- nel Gomes de Aronjo. Frá þessn var skýrt í Lissabon í dag. ☆ ☆ ☆ Verkfall á ltalíu RÓMABORG 30/4 — 210.000 ítalskir jámbrautarstarfsmenn hafa ákveðið að leggja niður vinnu í 27 klukkristundir frá því klukkan 21.00 á þriðju- dag í næstu viku. Frá þessu var skýrt í Róm i gær. Fyrir um það bil hálfiún mánuði lögðu þcssir sömu starfsmenn niður vinnu í sóíarhring, til þess að Ieggja áherzlu á kröf- ur sínar um hærri Iaun og bctri vmnuskilyrði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.