Þjóðviljinn - 01.05.1965, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.05.1965, Blaðsíða 1
r Þjóðviljinn er 28 síður í dag tvö blö - 16 síðna blað og 12 síðna aukablað Laugardagur 1. maí 1965 — 30. árgangur — 97. tölublað. Einhuga kröfur - einhuga sökn - einhuga um Guðmundur Guðmundsson Brynja Benediktsdóttir og- Erlingur Gíslason leikstjórar leik- þáttanna sem sýndir eru á menningarvikunni. (Ljósm. A.K.). MENNINGARVIKAN SETT f DAG KL. 4 SÍÐD. ★ Menningarvika Samtaka hernámsandstæðinga verður sett í dag klukkan fjögur í sýningarsalnum á 2. hæð í Lind- arbæ. Þóroddur Guðmundsson, rithöfundur flytur ávarp. I sýningarsalnum sýna 35 listamenin verk sín,. ★ Skrifstofa menningarvikunnar er í Lindarbæ á 2. hæð. Verður hún opnuð klukkan tvö í dag og er opin fram- vegis alla daga vikurmar á sama tíma og myndlistar- sýningin þ. e. 14.00—23.00. ★ Dagskráin á morgun, sunnudaginn 2. maí hefst klukkan 15.30 á Litla sviðinu í Lindarbæ, og er á þessa leið: ★ EINLEIKUR á píanó: Atli Heimir Sveinsson leikur verk eftir íslenzka fcöfunda. ★ LIMRUR eftir Þorstein Valdimarsson. Þórarinn Guðna- son les. ★ DANSFLOKKUR undir stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur sýnir dansa er hún hefur gert við lög eftir Béla Bartok. ★ SKÁLD lesa úr verkum sínum: Þórbergur Þórðarson og Jón úr Vör. ★ DAGSKRÁ mánudaginn 3. maí á Litla sviðinu I Lind- arbæ: ★ JÓÐLÍF, leikþáttur eftir Odd Björnsson. Þorsteinm ö. Stephensen og Baldvin Halldórsson, flytja. Leikstjóri: Erlingur Gíslason. ★ SKÁLD lesa úr verkum sínum: Guðbergur Bergsson, Ingimar Erlendur Sigurðssoni, Guðmundur Böðvarsson, Halldóra B. Björnsson og Jóhannes úr Kötlum. ★ ÆTLAR BLESSUÐ MANNESKJAN AÐ GEFA UPP ANDANN? — burlesca da camera eftir Thor Vilhjálms- Leikstjóri Brynja Benediktsdóttir. Leikendur Þorsteinn ö. Stephensen, Erlingur Gíslason, Bríet Héðinsdóttir, Jóhanna Norðfjörð, Leifur Ingvarsson og Pétur Einars- son. Reykvísk aíbýða fylkir í dag iiði um hagsmuna- kröfur og hugsjónir verkalýðshreyfingarinnar Stofnað er til hátíðahalda alþýðunnar í Reykjavík þennan 1. maí með þeim hætti, að samkomulag hefur orðið innan verkalýðshreyfingarinnar um hátíðahöldin og ávarp dagsins og er það gleðiefni. Með því er stuðlað að einingu alþýðunnar um hagsmunamálin fyrst og fremst. Framundan eru á næstu vikum mikil átök um kjaramál fólksins í verkalýðsfélögunum, um hag allrar alþýðu. Það er þáttur þeirrar baráttu að fylkja liði í kröfugöngu og á útifund samfylktrar verkalýðshreyfingar Reykjavíkur. — Verið því öll með í dag! Safnazt verður saman í kröfugönguna kl. 1.30 við Iðnó og lagt af stað^ í gönguna um tvöleytið, en strax að henni lokinni hefst útifundur á Lækj- artorgi og flylja þar ræður GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON varafor- maður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og EGGERT G. ÞORSTEINSSON alþingismaður. Þjóðviljinn hefur beðið Eð- varð Sigurðsson, formann Verka- mannafélagsin5 Dagsbrúnar, um að segja nokkur orð varðandi hátíðahöldin, og svaraði hann á þessa leið: — Mikilsvert er þennan fyrsta maí að tekizt hefur að ná ein- ingu um kröfur verkafólks al- mennt á hendur þjóðfélaginu og sérstaklega um kröfumar sem liggur nú fyrir að s'emja um. Svo giftusamlega hefur til tek- izt að samkomulag hefur orðið með hinum stríðandi öflum í verkalýðshreyfingunni um þessi höfuðmál fyrst og fremst. Dámur kveðinn upp í fjársvika- f gær var kveðinn upp í saka- dómi Reykjavíkur dómur í fjár- svika- og gjaldeyrissvikamáli er höfðað var á hendur þeim Har- aldi Faaberg skipamiðlara, Ósk- ari Gíslasyni skrifstofustjóra, Helga Bergssyni fyrrv. fram- kvæmdastjóra og fleirum í sept- ember 1964. Er fréttatilkynning frá sakadómi um dóminn birt á 4. síðu blaðsins. Menn sakna sjálfsagt ýmissa atriða í ávarpi daggins að þessu sinni og á kröfuspjöldum hans, atriðum sem þeir hefðu óskað eftir að eining gseti líka orðið um þennan 1. maí. En samkomu- lag um hátíðahöld dagsins og Framhald á 11. síðu. Fimmtudaginn 6. maí flytur Brynjólfur Bjamasonn erin<E í Tjamargöta 20 uppia Sósíal- istaflokkurinn og samfylking- in. — Æ.F.-félagar eru hvatt- ir til að fjölmenna. Fræðslunefnd Æ.F. Þingsályktunartillaga Alþýðubandalagsins: Varnarsamningi ðslands og Bandaríkjanna sé sagt upp Allir þingmenn Alþýðubandalagsins flyjtja á Alþingi tillögu til þingsályktunar um uppsögn varnarsamnings milli íslands og Banda- ríkjanna. 1— Tillagan er svohljóðandi: — Alþingi ályktar að Fela ríkisstjórn- inni að æskja nú þegar endurskoðunar á varnarsamningi milli íslands og Bandaríkjanna frá 5. maí 1951, samkvæmt heimild í 7. gr. samningsins, svo og að leggja fyrir Alþingi frumvarp til uppsagnar samningsins, þegar er endurskoðunarfrestur sá, sem í samningnum er ákveðinn, heimilar uppsögn hans. Tillögunni fylgir ítarleg greinargerð og verður hún birt hér í blaðinu síðar. Kennaraefnin kveðja kennara 1 gær fóru fjórðubekking- ar í Kennaraskólanum, en þeir útskrifast sem kenn- arar í vor, um borgina og kvöddu kennara sína. — Myndin er tekin af kenn- araefnunum ásamt nokkr- um kennurum þeirra fyrir utan gamla Kennaraskól- ann. Fyrir miðju með blóm- vönd í hendi er fyrrver- andi skólastjóri, Freysteinn Gunnarsson. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.