Þjóðviljinn - 01.05.1965, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.05.1965, Blaðsíða 11
Laugardagur 1. maí 1965 ÞJðÐVILJINN SlÐA 11 FÍA svarar Loftleiðum Þótt allmikið hafi þegar verið skrifað af hálfu deiluaðila í kjaradeilu Loftleiða og FlA, sér FÍA ástaeðu *til að svara grein- argerð stjóiihar Loftleiða, sem birtist í níjfekrum dagblöðum 29. apríl sl.,f ■ —t- . íilTf Það að bírta tölur um laun byrjenda hjá erlendum flugfé- lögum gefur eitt út af fyrir sig ekki rétta mynd af því, hver launakjör yiðkomandi flug- manna eru, heldur hitt hver laun þeirra eru í samanburði við aðrar stéttiif þjóðfélagsins og hvað eftir er sem hreinar tekj- ur, þegar skattayfirvöld hafa seilzt eftir sínu. Slíkur saman- burður er óhagstæðari fyrir ís- lenzka atvinnuflugmenn en hokkra starfsbræður þeirra, sem feru frjálsir að því að semja um kjaramál sín, en það munu flugmenn vera, að því FIA veit, Bema í einræðisríkinu Portúgal og í löndunum austan járntjalds, en nú bætist Island við. Samkvæmt upplýsingum, sem FlÁ hefur aflað, eru laun jap- ansks flugstjóra 4 þús. sterlings- pund, um það bil 9—12 föld ;laun skólamenntaðs verzlunar- manns eða skrifstofumanns. Samanburður á launum flug- manna hjá SAS og launum sam- kvæmt kröfum FlA er sem hér segir: Kröfur FlA (miðað við hæstu Jaun): Flugstjóri 514,400 kr. á áfi, aðstoðarflugmenn kr. 331.000. Hjá SAS hins vegar: Flugstjóri kr. 568,059, aðstoðarflugmenn 392,108, auk þess má geta þess að SAS menn hafa unnið að því að fá kauphækkun og fyrir ca. tveimur vikum var gert ráð fyr- ir því að, hún yrði 6%. Upplýs- ingar Loftleiða um laun aðstoð- arflugmanna hjá BOAC, BEA og Japan Airlines eru hrein fölsun. Tölur þær, sem upp eru gefn- ar eru laun byrjenda (second officers) á fyrsta ári. Laun fyrir þann flugmannahóp hér eru 123.000 kr. (Samsvarandi hjá SAS 181.988). Starf aðstoðarflug- manns er allt annað. Hann er næst æðsti maður um borð í flugfari og laun slíks manns f hæsta launaflokki, t.d. hjá BO- AC. eru 430.000 kr. Fullyrðing Loftleiða um tregðu FlA til að semja fellur um sjálfa sig, með því að upplýsa að Loft- leiðir vildu leggja málið fyrir gerðardóm, því að það sannar einmitt fullyrðingu FlA um samningatregðu Loftleiða, þar sem um samninga er ekki lengur að ræða, hafi kjaradeila verið lögð fyrir gerðardóm. Loftleiðir kannast með tregðu við það, að vinnutími flugmanna geti komizt upp í 22 klst., en tala hins vegar um, að lengsta flug á flugleiðum þeirra sé 7 klst., og sé flugtími lengri en 12 klst., sé flugmönnum séð fyrir hvíldum. Með vinnutíma er átt við vakttíma flugmanna, þ.e. tímann frá því að þeir hefia starf, undirbúa flugið, flugið sjálft og þann tínia, sem líður eftir lendingu. þar til flugmenn hafa skilað af sér öllum gögn- um og eru lausir við starfsskyld- ur. Húnveiningafélðgið í Reykjavík efnir til bazars og kaffisölu í Félagsheimilinu, Lauf- ásvegi 25, sunnudaginn 2. maí kl. 2. Kömið og gerið góð kaup. Nefndin. Aðalfundur Flugfélags íslands h.f. verður haldinn föstudaginn 4. júní n.k. í fundarsal Hótel Sögu og hefst kl. 2. ■ }: eftir hádegi. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum á aðalskrifstofu félagsins í Bændahöll- inni 4. hæð, frá og með miðvikudeginum 2. júní. Útför móður minnar, KARÓLÍNU BÁRÐARDÓTTUR sem andaðist 22 apríl, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 3. mai kl. 3 e.h Kjartan Steinbach. Útföi % \ RAGNHEIÐAR MAGNÚSDÓTTUR frá Vallanesi Slíkur tími fyrir og eftir flug getur orðið jafnlangur og jafn- vel lengri en flugtíminn sjálfur. Það heyrir til undantekninga, að áætlaður flugtími hafi á síð- ustu árum farið yfir 12 klst. Þannig er óraunhæft og ómak- legt, sem Loftleiðir gefa í skyn, að flugmenn liggi í hvílum hluta af vinnutíma sínum. Það er því ekki úr vegi að biðja stjórn Loftleiða að benda flugmönnum og öðrum, sem vilja, á hvílurn- ar í Rolls Royce-400; þær eru ekki t»I. Óheilindi stjórnar Loftleiða sjást líka á upplýsingum um laun amerískra flugstjóra félags- ins. Þessir flugmenn fljúga jafnt og íslenzkir, allt að 105 klst á mánuði. Stjórn Löftleiða ætti að upplýsa í bíöðum, hvað félagið greiðir þessum mönnum fyrir hverja flugstund um fram 70 Loftleiðir upplýstu samninga- nefnd FlA um það að það væru nær 800 kr. Þannig geta laun þessara manna orðið yfir kr. 80 þúsund á mánuði fyrir að fljúga DC 6 b, en yrðu eðlilega mun hærri fyrir að fljúga Rolls Royce-400, Stjórn FlA. Síðara bindi af greinasafni Jón- asar frá Hriflu í gær kom í bókaverzlanir i tilefni 80 ára afmælis Jónasar Jónssonar frá Hriflu, fyrrver- andi ráðherra, síðara bindið af bókinni ,,Aldir og augnablik“ og fjallar, eins og segir á kápusíðu, Um „vökumenn og gjösofendur" í íslenzku þjóðlífi, Þetta er nær 200 blaðsíðna bók og hefur að geyma allmargar greinar, sem birzt hafa eftir Jónas í blöðum og tímaritum síðustu árln. Út- gefandí er Afmælisútgáfan. Gljáfaxi fer tíl Ar/is II. Árdegis í dág, kl. 7.30, er ráð- gert að „Gljáfaxi“ Flugfélags íslands, sem er búin skíðum, fljúgi til íseyjarinnar Arlis II. meg brezkan sjónvarpgleiðangur. Ráðgerð er tveggja tíma við- dvöl á íseyjunni. Áhöfn Gljáfaxa verður þessi: Jóhannes Snorra- sop flugstjóri, Karl Schiöt og Baldur Bragason. Þess má geta að Jóhannes er nýlega kominn heim úr miklum skíðaflugs- leiðangri í Grænlandi. Félagsprent- smiðjan 75 ára Félagsprentsmiðjan er 75 ára í dag. Það má raunar segja að 80 ár séu liðin frá stofnun prent- smiðjunnar því það var árið 1885 sem Sigurður Guðmunds- son keypti prentsmiðjuna hing- að til lands, en nafnið Félags- prentsmiðjan hlaut hún við eig- endaskipti fimm árum síðar og er afmælið við það miðað. Eig- endur prentsmiðjunnar þá voru þeir Halldór Þórðarson bókbind- ari, Þorleifur Jónsson, ritstjóri Þjóðólfs, síðar póstmeigtari, Torfi Þorgrímsson prentari og Valdi- mar Ásmundsson ritstjóri Fjall- konunnar. — Núverandi eigend- ur eru Bjami Konráðsson lækn- ir, Bjöm Fr. Bjömsson tann- læknir, Erlin.gur Brynjúlfsson fulltrúi, Hannes Þórðarson lækn- ir og Kristján Guðlaugsson hrl. Nánar verður sagt frá Félags- prentsmiðjunni í blaðinu síðar. Eggert Laxdal sýnir í Bogasal í dag opnar Eggert.E. Laxdal málverkasýningu í Bogasalnum og verður hún opin til 14. mai. Þar sýnir hann sextán myndir, flegt olíumálverk. Á sýningunni eru auk þess fjórar myndir eftir Eggert M. Laxdal, föður lista- mannsins. Eggert Laxdal er fæddur 1925 og hefur lengj málað. Hann kom allmikið við sögu Félags frí- stundamálara. Árin 1950—54 var hann búsettur í Kaupmanna- höfn og lærði þá í einkaskóla Eriks Clemensen. Eftir heimkom- una hefur hann haldið nokkrar sýningar, síðast í kaffihúsinu Tröfi og sýndi þá klippmyndir. Verið er að prenta Ijóðabók eftir Eggert sem nefnist „Pír- eygðar stjörnur“ og hann er að ganga frá skáldsögu um lista- mann sem mun að líkindum hljóta heitið „Á listarinnar brautum“. Einhuga kröfur — einhuga sókn Framhald af 1. síðu. ávarp gat því aðeins orðið, að menn leggðu til hiiðar hað sem þeir voru ekki sammála um í því skyni að leggja sameigin- lega þungann á það sem nú skiptir öllu þessar næstu vikur: Hin beinu kjaramál og samninga- mál. Þau höfuðmál eru fyrst og fremst kaupgjaldsmálin, krafan um kauphækkun; og vinnutím- inn, stytting vinnuvikunnar í 44 stundir með óskertu kaupi; og fjögra vikna orlof. Og þá einnig félagsiegar ráðstafanir í skatta- og húsnæðismálum. Jafnhliða þessum meginmál- ur er svo alþjóðlegt innihald dagsins. Þar ber hæst krafan um varanlegan frið, bann við kjarnorkuvopnum og allsherjar- afvopnun. Og þá baráttan gegn kyuþáttamisréttinu, ekki sízt í þeirri mynd þess sem fram kem- ur i stjómarháttum Suður-Afr. íku. 1. maí er einstakt tækifæri fyrir alla alþýðu að lýsa yfir stuðningi sínum við hagsmuna- kröfur sem tekizt verður á um næstu vikurnar og fylkja sér um þær. Og einnig tii að fylkja liði með stéttarsystkinum sínum í öðrum iöndum, fyrir friði og bjartari framtíð. Það er brýn nauðsyn að fólk fjölmenni í gönguna og á úti- fundinn á Lækjartorgi, Það verður áreiðanlega tekið eftir þátttöku alþýðunnar í þessum hátíðahöldum, og hún höfð tjl marks um einbeitni hreyfingar- innar og styrk. ★ Fyrirkomulag hátiða- haldanna fer frain frá Fossvogskirkiu, mánudaginn 3. maí kl. 10..30 árdegiáv — Blóm vinsamlega afbeðin. Þeim sem viidu minnasíj!;, hinnar látnu, er beiit á líknarstofnanir . höfninni verður útvarpað Börnin. At ■ Flu^menn Framhald af 16. síðu. sett voru í fyrra, ætti ráðherr- ann að setja reglugerð um hvíldartíma flugmanna. Þetta hefði honum enn ekki þóknazt að gera eftir árstíma og væri þá vart við því að búast að gerðardómur leysti úr þessum vanda. •k' f gærdag var látið að því liggja á Alþingi að afgreiða ætti frumvarpið sem lög í gær, og síðan að gefa þau út í dág á hátíðisdegi verkalýðsins. Það kom hins vegar fram í fram- söguræðu Sigurðar Bjarnasonar, að ríkisstjórnin hefði hætt við þessa fyrirætlan og því var frumvarpið samþykkt til 3. um- ræðu kl. rúmlega 11 í gærkvöld með 20 atkvæðum gegn 18. —.------1--------------— Merkjasala á morgun Á morgun, sunnudaginn 2. maf, er merkjasöludagur til ágóða fyrir sumarnámskeið þau er góðtemplarar efna til fyrir böm að Jaðri. Merkin verða afgreidd í barnaskólum bæjarins og í góðtemplara- húsinu. Sölubörn fá góð sölu- laun og bíómiða í verðlaun svo sem venja er til. Fyrirspumum um nám- skeiðið að Jaðri í sumar verð- ur svarað í slma 15732 klukk- an 9-10 árdegis daglega. Eins og fyrr segir verður safn- azt saman við Xðnó kl. 1.30 og lagt af stað i kröfugöngu um tvöleytið. Gengið verður um Vonarstræti, Suðurgðtu, Aðal- stræti, Hafnarstræti, Hverfis- götu, Frakkastíg, Skólavörðustíg, Bankastræti, á Lækjartorg. Útifundur hefst á Lækjar- torgi strax að göngunni lokinni og flytja þar ræður Guðmund- ur J. Guðmundsson og Eggert G. Þorsteinsson. Búið var að ákveða Jón Sigurðsson, sem ræðumann, en hann varð lasinn, og kemur Eggert í hans stað. Óskar Hallgrímsson, formaður Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, stjómar fundinum. TILSÖLU: Fjögurra herb. hæð í tvíbýlishúsi við Sogaveg allt sér. — Útborgun. kr. 350 þús. Einbýlishús í Kópavogskaup- stað 3 herbergja íbúð á hæð- inni. Geymslur. — hitaherbergi og þvotta- hús í kjallara. — Stór lóð með byggingarétti. Útborgun kr. 250 þús. Sex herbergja ris- ibúð við Hiallaveg Sér inngangur — bíl- skúr. — Útborgun kr. 500 þús. FASTEIGNASALAN Hús & Eignir BANKASTRÆTI 6 — Símar 16637 og 18828. Heimasímar 40863 og 22790 O. J. OLSEN Flytur síðasta erindi sitt fyrir almenning í Aðventkirkjunni sunnudaginn 2. maí kl. 8.30. ALLIR VELKOMNIR Ný sending af H0LLENZKUM KÁPUM (þar á meðal úrval af heilsársfrökkum) tekin fram á mánudag. BERNHARÐ LAXDAL. Kjörgarði — Laugavegi 59. Sími 14422. Stærsta sending ársins af H0LLENZKUM DRÖKTUM tekin fram á mánudag. BERNHARÐLAXDAL. Kjörgarði — Laugavegi 59. Sími 14422. Félag Þingeyinga Aðalfundur Félags Þingeyinga 1 Reykjavík verður í Breiðfirðingabúð miðvikudaginn 5. maí og hefst kl. 20.30. Ven'juleg aðalfundarstörf. Sýnd verður kvikmyndin „Bú er landstólpi“. Stjómin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.