Þjóðviljinn - 01.05.1965, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.05.1965, Blaðsíða 9
Laugardagur 1. maí 1965 ÞJÓÐVILIINN SlÐA 9 Jónas Jónsson frá Hríflu áttræður Ég kynntist ekki Jónasi Jónssyni frá Hriflu persónulega fyrr en hann var orðinn sjö- tugur að aldri. Þá var fífill hans fölnaður á sviði stjóm- mála. Hann stóð ekki lengur í köldu skini sviðstjósanna, hafði dregið sig í hlé í sæti sitt í áhorfendastúkunni. Saga mannanna er líkust leik- húsi. Þeir semja sjálfir leik- ritið — mæla það jafnvel oft af munni fram — leika sjálfir öll hlutverkin og eru áhorfend- ur þess í þokkabót. Oft fer þá svo, að sá sem lengi hefur far- ið með stjömuhlutverk í leikn- um kann illa við sig í áhorf- endasætinu, unir ekki hlut- skipti hins kalda dimma hnatt- ar. En slík eru impia fata allr- ar skapaðrar skepnu í mann- heimi. 1 þau tíu ár sem ég hef þekkt Jónas Jónsson hef ég aldrei orðið þess var, að hann harm- aði sitt áhorfendahlutskipti f hinu stóra þjóðleikhúsi vor allra, íslenzkri sögu. Ég hef hann jafnvel stundum grunað- an um að hafa gaman af þvf þægilega ábyrgðarleysi, sem er sérréttur stúku og áhorfenda- palls. Jónas Jónsson situr dag hvem og horfir á leik gamalla andstæðinga og skoðanabræðra þar sem þeir ganga fram á fomum fjölum hússins, hver með þá grimu, er hlutverki hans hæfir — hina tragísku og hina kómísku og þá grímu, sem mörkuð er dráttum fáránleik- ans. Gamli maðurinn í áhorf- endasætinu þekkir þennan sviðsheim út í yztu æsar, getur botnað hverja hálfkveðna vísu, sem þar er mælt af munni fram, kann hverja leikbrellu og glottir kalt, jafnt að ungum stamandi viðvaningum oggöml- um goðunum, sem kennt er að geifla á saltinu. Kannski er það happ mitt, að ég kynntist ekki Jónasi Jónssyni fyrr en hann hafði tekið sér sæti í áhorfendastúku hússins. Ég held að ég hafi kynnzt manninum Jónasi Jóns- syni betur fyrir þá sök, að ég hafði ekki persónuleg kynni af stjómmálamanninum Jónasi Jónssyni. En kynni mín af manninum hafa orðið mérmjög ánægjurík. Oft hef ég furðað mig á því, hve fast Jónas Jóns- son lifir með samtíð sinni á gamals aldri, hve fátt sleppur undan athygli hans. Já, hann nýtur enn sjónleiksins með öllum skynfærum eins og ó- spilltur sveitapiltur sem kemur í leikhús í fyrsta skipti á æv- inni. Og um leið og ég þakka Jónasi Jónssyni fyrir tíu ára persónuleg kynni og góðvild í minn garð vil ég bera fram þá afmælisósk að mega sjá hann enn um mörg ár f sínu kyrr- ■ láta sæti horfandi á sjónleik- inn, sem svo langt á til loka- þáttar. Lifðu heill! Sverrir Kristjánsson. * í dag, 1. maí, hefur Jónas frá Hriflu fyllt hinn áttunda tug ævi sinnar. En líklega er ekki nema hálfur fimmti áratugur síðan ég, er þessar línur rita, fór að veita honum athygli og dá hann úr fjarlægð. Mér er það minnisstæðast frá þessum fyrstu árum er ég las ritgerðir Jónasar í tímariti kaupfélag- anna og Tímanum, hve honum var innilega uppsigað við í- haldið og kaupmennina. Hon- um tókst einhvem veginn að gera íhaldið, þetta gamla, góða sauðfróma íhald, svo hlægilegt að mann langaði næstum til að vorkenna þvL Samverjaeðl- ið var þó ekki svo ofarlega í mér, að ég vorkenndi íhaldinu húðstrokur Jónasar. Þvert á móti fékk ég mestu skömm á íhaldinu, og sú skoðun mín hefur ekki breytzt fram á þennan dag. En ég er síður en svo nokkurt einsdæmi, hváð þetta snertir. Jónas gerði í- haldshugtakið svo óvinsælthér á landi, að enginn vill framar við það kannast, en blaða- menn og stjórnmálaforingjar nota það siem skammaryrði hverir um aðra, þegar mikið liggur við. Sjálfur íhaldsflokk- <S> Eimreiðin sjötug TÍMARIT Eitt elzta tímarit landsins, Eimreiðin, á sjötugsafmæli um þessar mundir. Það var stofn- að í Kaupmannahöfn 1895. 1 nýútkomnu afmælishefti ritsins rekur núverandi rit- stjóri, Ingólfur Kristjánsson, aðdraganda að stofnun þess og rekur helztu atriði úr sögu Eimreiðarinnar. Árið 1892 hófst Nafnlausa félagið svo- nefnda handa um undirbún- ing að stofnun tímarits og safnaði eitt þúsund krónum í stofnfé, en það varð ekki fyrr en í janúar 1895 að Val- týr Guðmundsson og fleiri sendu út boðsbréf um áskrif- endasöfnun. Þar er lögð á- herzla á það, að tímiritið eigi að vera víðfeðmara og alþýð- legra en þau tímarit íslenzk er þá komu út, flytja jafnt skáldskap sem leiðbeinandi ritdóma, greinar um þýðing- armikil þmdsmál sem skemmt- andi fróðleiksefni. Valtýr Guðmundsson var frá upp- hafi ritstjóri og allt til 1917 er hann seldi ritið Ársæli Árnasyni, og er nú talin helzt ástæða fyrir þeirri ráðstöfun, að erfitt var um samgöngur við Danmörku á styrjaldar- árunum og þvf torvelt að gefa út íslenzk rit frá Kaup- mannahöfn. Ársæll réð Magn- ús Jónsson síðar guðfræðipróf- essor ritstjóra, og gegndi hann því 1 starfií til 1923 að Sveinn Sigurðsson cand, the- VALTÝR GUÐMUN DSSON fyrsti ritstjóri Eimrciðarinnar ol eignaðist ritið og ritstýrði hann því síðan í 32 ár. Skrifar Sveinn einmitt margt um sögu tímaritsins í afmæl- isheftið. Um áramótin 1955 — 56 komst Eimreiðin svo í eigu Félags fsl. rithöfunda og varð Guðmundur Hagalín þá ritstjóri þess um þriggja ára skeið, en Þóroddur Guð- mundsson frá Sandi í eitt ár. 1 ársbyrjun 1960 varð Ingólf- ur Kristjánsson aðaleigandi Eimreiðarinnar og hefur verið ritstjóri hennar síðan. Af öðru efni afmælisritsins má nefna grein eftir Richard Beck um Eimreiðina og Vest- ur-íslendinga, kafla úr rit- gerð eftir Valtý Guðmunds- son er birtist f fyrsta hefti Eimreiðarinnar og nefnist Járnbrautir og akbrautir, kvæði eftir Kristmann Guð- mundsson og Kára Tryggva-' son og smásögu eftir Sigur- jón Jónsson. !■■>■■■■!■■■■■■■■■■■■■■■■ar urinn sligaðist von bráðar und- ir þeim krossi er Jónas hafði lagt honum á herðar. Hann varpaði frá sér nafni sínu sem hverri annarri útslitinni og ó- hreinni flík og íklæddist ann- arri ásjáiegri, er hann tók traustataki og‘ átt hafði annar flokkur, er iátinn var fyrir nokkrum árum. Á þriðja og fjórða tugi þess-. arar aldar vissi hvert manns- barn við hvem var átt, þegar nefndur var Jónas, án frekari skilgreiningar. Svo mjög bar Jónas frá Hriflu þá höfuð og herðar yfir alla sína nafna. Hann eignaðist bæði aðdáend- ur og andstæðinga. Ýmsir munu hafa álitið hann af guði sendan fósturjörðinni til bless- unar. Aðrir höfðu fyrir satt, að hann stæði í mjög nánum tengslum við myrkrahöfðingj- ann og væri af honum sendur, hverju góðu málefni til for- djörfunar. Jónas Jónsson nýtur þeirra forréttinda að vera umdeild- asti íslendingur þessarar ald- ar. Eflaust líða enn langir tímar unz saga hans verður skráð og verk hans metin, án hlutdrægni og hleypidóma. Meðan áhrif Jónasar á ís- lenzk stjómmál voru mest, mátti það teljast til hreinna undantekninga að hitta mann sem gat rætt um hann ástríðu- og hitalaust. Afstaðan til hans varð flestum hreint trúaratriði, nokkurskonar Stóri sannleik- ur, eins og Halldór Laxness myndi kalla það og mátti þar einu gilda hvort menn trúðu því, að hann væri okkur send- ur að ofan eða úr neðra. Allt fram til þess tíma, er Jónas settist í ráðherrastól, var ráðherra yfirmannlegt fyr- irbæri í vitund almennings. Ráðherrann stóð í efsta þrepi mannfélagsstigans. Sá sem gekk fyrir ráðherra skyldi ganga afturábak til dyra, seg- ir í bók Jóns Jakobssonar um mannasiði. Veit ég þó ekki hvort þeirri reglu hefur verið stranglega fylgt. En Jónas brú- aði bilið milli ráðherrans og hins óbreytta alþýðumanns. Síðan hefur enginn maður lit- ið upp til ráðherra á íslandi og mun sennilega aldrei gera. Hin alþýðlega og elskulega framkoma Jónasar olli hneykslan og vandlætingu meðal heldri manna og betri borgara, og bætti það ekki úr skák, að hann talaði oft með takmarkaðri virðingu um lang- skólagengna menn. Að hinu leytinu skóp þetta hátterni honum vinsældir meðal alþýðu, jafnt þeirra sem voru jábræð-<v ur hans í stjórnmálum, sem hinna, er fóru aðrar götur. Fyrir nokkrum árum hitti ég gamlan verkamann í Reykjavík, mér áður ókunnan. Ekki veit ég, hvaða stjórn- málaflokki hann fylgir, eða hefur fylgt, og nafni hans hef ég gleymt. En maður þessi sagði mér eftirfarandi sögu af viðskiptum sínum við Jónas: í þann tíð, er Jónas var ráðherra, stóð svo á fyrir mér, að ég þurfti nauðsynlega að ná tali af honum og ræða við hann ákveðið málefni. Vinnu minni var svo háttað, að ég gat með engu móti hitt hann á þeim tíma, sem hann var í Stjórnarráðinu. Þótt ég þekkti hann ekkert persónu- lega brá ég á það ráð að hringja til hans og spyrja hann hvort nokkur leið væri að ná tali af honum á öðrum tíma en venjulegum viðtals- tíma. Jónas spurði umsvifalaust: Geturðu komið heim til mín klukkan sjö í fyrramálið? Ég varð undrandi en játti þó auð- vitað og sagði að mér yrði varla skotaskuld úr því. Á slaginu sjö hringdi ég svo dyrabjöllunni heima hjá hon- um. Konan hans kom til dyra, bauð mér inn og beint inn í svefnherbergi Jónasar, en hann var þá ekki kominn á fætur. Jónas heilsaði mér og bauð mér sæti á rúmstokknum hjá sér. ''■"vni hans kom með rjúkandi kaffi og meðan við drukkum kaffið ræddum við málefni það, er mér lá á hjarta og ég fékk mín vand- kvæði leyst. Sú baráttualda sem Jónas Jónsson ásamt Ólafi Friðriks- syni kom af stað meðal æsku- manna í alþýðustétt á árunum milli 1920 og 1930, mundi ég vilja telja minnisverðasta á- fangann í ævistarfi hans. Sú orka er þá var leyst úr læð- ingi entist sem aflgjafi þeirri kynslóð er hinn næsta áratug varð að heyja baráttu við at- vinnuleysi og kreppu, kaup- félagsskuldir og Kreppulána- sjóð, og færði henni sigra í margri raun. Hitt er svo önnur saga, að Jónas réði ekki ávallt stefnu þeirrar öldu er hann hafði hrundið af stað. Oft fór hún að Jónas Jónsson þvert úr þeirri leið, er hann myndi kosið hafa. Þar fór sem oftar, að menn- irnir álykta, en guð ræður. Margir menn eru þeirrar náttúru, að þeir hafa gaman af því að safna einhverju. Sumir safna frímerkjum, aðr- ir safna jurtum eða fágætum steinum. En aðrir hafa gaman af því að safna fjármunum. Jónas hefur ekki með öllu farið á mis við söfnunarnátt- úru, þó að mér vitanlega hafi hann ekki safnað því er nú var nefnt. En hann hafði gaman af því að safna mönnum, einkum ungum mönnum. Enda fór svo að margir framgjarnir ungir menn höfðu áhuga fyrir því að komast í safn hans, og þá helzt á þeim árum, er hann mátti sín nokkurs i greiða götu þeirra. Það þótti yfirleitt tiltölulega greið gata til nokkurs frama fyrir velgefna sveitapilta að fara í Samvinnuskólann á þeim árum er Jónas var ráð- herra og jafnframt kennari við skólann. Sæi Jónas að ein- hver döngun væri í mannin- um, var hann vís til þess að koma því til leiðar að sá fengi að námi loknu eða eftir nokk- urn reynslutíma, lífvænlegt starf á þeirrar tíðar mæli- kvarða. Margir þessara manna hafa artazt vel, orðið dólp- ungskarlar, sannir máttarstólp- ar þjóðfélagsins, og haft á sér heldrimannasnið. Hitt er svo annað mál, að draga má í efa, að allir hafi launað Jónasi forna fyrir- greiðslu, svo sem efni stóðu til og hann hefði ef til vill mátt ætla. Þess munu og finn- ast dæmL að ýmsir þeirra, er Jónas lyfti í söðul, hafi síðar gerzt mótgangsmenn hans. En þetta eru fjölskyldumálefni Framsóknarmanna og skulu þau ekki gerð hér frekar að umtalsefni. Ég. sem þessar línur rita, þekki Jónas ekki mikið per- sónulega. Sem ungur maður hreifst ég af ritsnilld hans og baráttu við kaupmannavald og þegar ég, 24 ára gamall, vildi freista þess að afla mér ein- hverrar menntunar áður en lengra væri út í lífið haldið valdi ég Samvinnuskólann og^. ég held, einkum og sérílagi sökum þeiss að mig fýsti að kynnast Jónasi Jónssyni gerr en gjört var með því að lesa það er hann skrifaði. Þetta var sama haustið og Jónas settist í ráðherrastól. Hann kenndi okkur þó nokkra tíma í viku, á morgn- ana áður en hann fór í Stjórn- arráðið. Það voru yndislegar stundir. Tíminn var liðinn áður en við vissum af. En minnisstæðastar eru mér ef til vill kvöldvökurnar í skólanum, þegar Jónas kom og sýndi okkur með skuggamynd- um inn í heim listanna og skýrði það sem fyrir augun bar. Eða þá hann lauk upp fyrir okkur leyndardómum bókmenntanna. Ég held að við Jónas höfum skilið hvor annan þennan vet- ur, er ég dvaldi í skólanum. Hann skildi að ég dugði ekki til inngöngu í þá sveit manna er hann hafði í mótun til efl- ingar og fulltingis Samband- inu og Framsóknarflokknum. Ég skildi að ég átti ekki heima í þeirri fylkingu. En hvað um það. Eg fór úr skóla Jónasar ánægður með mitt hlutskipti, og ég tel að ég hefði farið mikils á mis hefði ég ekki þangað komið. Þótt skoðanir okkar Jónasar hafi á langri ævi verið ólíkar um margt, hefúr mér löngum fundizt og finnst enn, sem upphaf ýmissa félagslegra við- horfa minna geti ég rakið til þeirra áhrifa sem ég hefi orð- ið fyrir frá Jónasi Jónssyni, og mun mörgum þykja með ólík- indum. En sjálfur mundi Jón- as sennilega vilja segja við mig eirts og hann sagði við Gunnar Benediktsson forðum daga: Helyíti var að þú fórst að grufla út í þetta. Fyrir ári bar fundum okk- ar Jónasar saman. Höfðum við þá ekki hitzt í þrjátíu og tvö ár. Ég held að við höfum fundið það báðir, þótt við orð- uðum það ekki, að þótt við hefðum lengst þess tíma stað- ið í ólíkum og andstæðum fylkingum, höfðum við aldrei staðið andspænis hvor öðrum. Því hafði aldrei neinn skuggi fallið á þau kynni er tókust með okkur þegar hann var kennari en ég nemandi. Hann spurði mig við þetta tækifæri, hvað mér fyndist ég hafa borið úr býtum með veru minni í Samvinnuskólanum. Ég svaraði honum einhverju £ flýti, en ofanskráðar línur má hann gjarna líta á sem fullnaðarsvar. Því er mér það ljúft að senda Jónasi Jónssyni hugheilar árn- aðaróskir og þakkir fyrir liðna tið, nú þegar hann hef- ur fyllt hinn áttunda tug ævi sinnar. Skúlí Gnðjónsson Merkjðsöludagur unglingareglunnar Unglingaregla IOGT hefur nú starfað hér á landi í 79 ár en fyrsta bamastúkan, Æskan nr. 1 var stofnuð hér í Reykjavík 9. maí 1886 og síðan hver af annarri. Á vegum unglingaregl- unnar hefur verið unnið mikið starf bæði innan bamastúkn- anna víða um land og ennfrem- ur má nefna útgáfu hins mynd- arlega og vinsæla bamablaðs Æskunnar. Hinn árlegi kynningar- og fjáröflunardagur unglingaregl- unnar verður n.k. surfnudag, 2. maí. Þá verða eins og venju- lega seld merki og bókin Vor- blómið til ágóða fyrir starf- semina. Merkin kosta kr. 10.00 en bókin kr. 30.00. Eru það vin- samleg tilmæli forráðamanna unglingareglunnar að menn taki sölubömunum vel á sunnudag- inn. *********■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■( AVARP frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja Á hátíðis- og baráttudegi launþega samtakanna sendir stjórn Bandalags starfsmanna ríkis- og bæja meðlimum samtakanna og öllum laun- þegum landsins kveðjur og ámaðaróskir. Þegar opinberir starfsmenn fengu takmarkaðan samn- ingsrétt með lögum, sem sam- þykkt voru á Alþingi vorið 1962, lýstu samtökin yfir þvf, að þau mundu berjast fyrir algerum samningsrétti um kaup og kjör og verkfallsrétti. Viðbrögð ríkisvaldsins og meirihluta Kjaradóms í kjaramálum opinberra starfs- manna sýna, að hvergi má hvika frá þessari stefnu sam- takanna. Þess vegna hefur stjóm BSRB beitt sér fyrir því að skipuð væri nefnd til þess að endurskoða lögin um kjarasamninga opinberra starfsmanna, óg hefur ríkis- stjórnin skipað slíka nefnd með fulltrúum frá báðum samningsaðilum. Opinberir starfsmenn geta ekki sætt sig við það mis- rétti, sem nú ríkir í þessum málum, og munu berjast fyr- ir fúllum samningsrétti, unz sigur vinnst. Samtök opinberra starfs- manna benda á brýna nauð- syn þess, að fundnar verði leiðir til þess að stöðva vöxt verðbólgunnar, en dýrkeypt reynsla launþega sýnir, að verðþenslan eyðileggur ‘jafn- harðan árangurinn af baráttu launþegasamtakanna, þannig að kjarabaráttan verður í reynd varnaraðgerðir gegn verðlagshækkunum, í stað þess að tryggja launþegum réttláta hlutdeild í vaxandi bjóðartekjum. Á meðan verðbólgan er ekki stöðvuð verða opinberir starfsmenn, sem aðrir laun- begar að krefjast launahækk- ana vegna verðlagshækkana. Tryggja verður að launa- kjör hina lægst launuðu séu Kfvænleg miðað við eðlileg- an vinnutíma. Stjórn B.S.R.B. minnir enn einu sinni á þá staðreynd, að beinir skattar hér á landi koma óeðlilega þungt niður á launamönnum og að skatta og útsvarsbyrðar siðastliðins árs voru óbærilegar fyrir launa- menn. Óhjákvæmilegt er að herða verulega eftirlit með skattframtölum til að fyrir- byggja skattsvik. Telur stjórn BSRB að lækka verði verulega skatta- byrði á almenningi á yfir- standandi ári, en telur fram komnar tillögur á Alþingi í skattamálum alls ófullnægj- ^ndi. Þróun kjaramála og skatta- mála hefur staðfest þá miklu nauðsyn, sem er á nánara samstarfi allra launþegasam- taka landsins um hagsmuna- mál launþega. Stjórn BSRB skorar á ein- staklinga og félög innan samtakanna að vinna ötullega að framgangi málefna sinna og styrkja samstöðuna um rétt sinn og hagsmunasamtök. Með félags- og baráttu- kveðju. SFjóm B. S. R. B. • ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■<

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.