Þjóðviljinn - 01.05.1965, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.05.1965, Blaðsíða 6
SÍÐA HÓÐVILTINN iívip Vf,<« í «%,pfnS9rS*S,-í Langardagur 1. maí 19W ÆSKAN ★ OTG.: ÆSKULYÐSFYLKINGIN - RITSTJÖRAR: HRAFN MAGNÚSSON, ARNMONDUR BACHMANN OG SVAVAR GESTSSON ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ l■»»■■■■■■■■■■■■■■■■»»■■■■■■■■■l A VARP Æskulýðsfylkingarín nar—sambands ungra sósíaHsta til íslenzkrar alþýð uæsku 1. mai 1965 í vor verður þess freistað að ná víðtæku sam- komulagi um kaup og kjör launastéttanna. Það veltur því á miklu, að mnsamdar hagsbætur verði varanlegar og raunhæfar, þannig að tryggt sé, að samningamir verði ekki hafðir að ómerku papp- írsgagni á samningstímabilinu. Verkalýðshreyfingin hefur nú reynslu af víð- tæku samkomulagi, þ.e. hinu margnefnda júní- samkomulagi 1964. Meginforsenda þess var stöðv- un verðbólgunnar og verklýðssamtökin féllu frá sanngjörnum kröfum sínum um sinn. Senn er þetta samningstímabil á enda runnið og hefur komið berlega í ljós, aö innan ramma núverandi stjómarstefnu stenzt slíkt samkomulag ekki. Rétt eftir að júnísamkomulagið var gert dundi yfir stóraukin skattpíning á láglaunafólk, söluskattur var hækkaður og verklegar framkvæmdir skornar niður. Ríkisstjórnin hafði rofið júnísamkomulag- ið. Við samningsgerð í vor verður að girða fyrir slík samningsrof. í samningunum verður að tryggja raunverulega tilfærslu fjármima í þjóð- félaginu, þannig að hagsbætur til launastéttanna verði teknar af öðmm þáttum í þjóðarbúskapn- um, með því móti að skerða gróða fjárplógs- manna og taka upp skynsamlega stjórn á þjóðar- búskapnum. Verklýðssamtökin hafa þegar sett fram ákveðn- ar kröfur um styttri vinnuviku, hærra kaup og , íélagslegar umbætur. Þessar kröfur eru studdar ómótmælanlegum rökum þó það eitt skuli nefnt hér, að þjóðartekjumar hafa vaxið um a.m.k. 25 af hundraði sl. þrjú ár, en á valdatímabili nú- verandi ríkisstjórnar hefur kaupmáttur tíma- kaups Dagsbrúnarverkamanns rýmað um 12%. Þetta mikla misræmi hefur verkafólk reynt að bæta sér upp með óhóflega löngum vinnutíma, þannig að ýmsir starfshópar afla helmings tekna sinna í yfirvinnutíma. Við svo búið má ekki leng- ur standa. Tilfærsla auðæfanna í þjóðfélaginu og stöðvun verðbólgunnar er gmndvöllur raunhæfra kjara- bóta. Slíkt krefst nýrrar stjómarstefnu, því ríkis- stjórn, sem hefur það að höfuðmarkmiði að hygla gróðastéttunum getur aldrei tryggt launþegun- um mannsæmandi kjör. íslenzk alþýðuæska! í dag er 1. maí, hátíðis- og baráttudagur þinn. Láttu þátttöku þína setja svip á þennan dag og hafðu það hugfast, að eigi þróun efnahagsmál- anna að vera þér í hag og árangur samnings- gerðar varanlegur, verður að koma til ný stjóm- arstefna, sem tekur fullt tillit til hagsmuna þinna. Neiti stjómarvöldin hinsvegar að standa að raunhæfum og varanlegum samningum hljóta launþegasamtökin að láta sverfa til stáls og grípa til þess ráðs að beita samtakamætti sínum og verkfallsvopni. Æskulýðsfylkingin — Samband ungra sósíalista — skorar á þig að ganga ótrauð og sigurviss til baráttunnar fyrir rétti þínum og heitir þér jafn- fram stuðningi heils hugar. K All PFÉLAGSST JÓR ASTARF Kaupfélagsstjórastarfið hjá Kaupfélagi Grundfirð- inga, Grafamesi er laust til umsóknar frá og með 15. maí n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf og y kaupkröfum óskast sendar til st'jórnarformanns fé- lagsins, Gunnars Njálssonar, Grafamesi eða til starfsmannastjóra Sambands ísl. samvinnufélaga, Jóns Amþórssonar, Réykjavík. Starfinu fylgir leigufrítt húsnæði. Umsóknarfrestur er til 1. maí n.k. Stjóm Kaupfélags Grundfirðinga, Grafamesi. py. sr rb >0 ;.ör Verkakvennafélagið FRAMSÓKN óskar til hamingju með daginn. GLEÐILEGA HÁTlÐ! Verkalýðsfélagið ESJA óskar meðlimum sínum og landsfólki öllu GLEÐILEGRAR HÁTÍÐAR 1. MAÍ ■■■■■■■■■■■■■i æskilegt að væntanlegir þátt- takendur safmst sem fyrst ■ Myndin er frá Suður-AIsír og sýnir hún sterklega þjóðlífshætti í suðurhluta Iandsins. A henni má ;•> greina mæðgin, farartæki, búsáhöld, heimili og landslag. ; Látið skrá ykkur til þátt- töku í Alsír-mótinu! □ Undirbúningsnefndin fyrír 9. heimsmót æsk- unnar í Alsír hefur látið Æskulýðssíðu Þjóðvilj- ans í té eftirfarandi upplýsingar um gang ferða- í lagsins á heimsmótið og um tilhögun þess. — Flogíð verður með Rolis Royce 400 frá Keflavík föstu- daginn 23. júlí til Luxemburg og farið þaðan með bíl til Par- ísar samdægurs. 1 París verð- ur svo dvalið í 4 daga og flog- ið þaðan til Alsírborgar 27. júlí. — Mótið hefst 28. júlí og stendur til 8. ágúst. Mótsþátt- taka er bundin aldrinum 14—35 ára. — Flogið verður hcim á Ieið frá Alsír til Parísar þ. 11. ág. og áfram frá Luxemburg til Keflavíkur með Rolle Royce 400 föstudaginn 13. ágúst. — Ferðin mun því taka 22 daga, og þátttökugjaldið verð- ur 18 þúsund krónur og er innifalið í því verði ferðir fram og til baka ðll gisting, þátt- tökugjaid í mótinu og fæði í Alsír. — Þar sem ekki hefur enn fengizt leyfi fyrir hærri tölu þátttakenda frá Islandi en 30 manns, er vissara að tryggja sír far sem fyrst. Einnig er . r. þér eigib valiö, vex handsápuma'r hafa þrennskonar ilm EFNAVEKKSMIÐJAN (sjöfn) BÓKBINDARAFÉLAG fSLANDS óskar til hamingju með daginn, GLEÐILEGA HÁTlÐ! saman til þess að geta undir- búið sig og hópinn sem bezt undir þátttöku í mótinu, en að því þurða þátttakendur að vinna FÉLAG - .J5» Jt ekki siður en undirbúnings- nefndin, því að þetta er þeirra mót, þar sem þeir eru þátttak- endur en ekki aðcins áhorfend- GARÐYRKJUMANNA " "• f> * ■.r,te i>• T ~í->. Infíid ur. — Þelr sem óska eftir að hvetur meðlimi sína til þátjtöku í t*. (íb,4 taka þátt í mótinu, geta sent umsókn sína til Ferðaskrifstof- hátíðahöldum dagsins. unnar Landsýn, Pósthólf 465, Reykjavík, sími 22890. Þar er GLEÐILEGA HÁTÍÐ! elnnig hægt að afla sér nánari upplýsinga um mótið. 796 Félag kjötiðnaðarmanna i “ .tnns® •as? ur’osl -»r Ss (í! rrf 'A'An ■ íiT il.U Ssíiv ■ •■ -'S-nr. tu jísnei t-1 óskar öllum meðlimum sínum GLEÐI- /! LEGRAR HÁTÍÐAR 1. MAÍ. ifa /R ter ■ ■ ú' TrT T6 j Verkalýðsfélagið JÖKULL Höfn í Hornafirði Sendir öllum verkalýð landsins b^tu heillaóskir 1. maí. GLEÐILEGA HÁTlÐ! :b 9'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.