Þjóðviljinn - 01.05.1965, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.05.1965, Blaðsíða 7
Laugardagur 1. maí 1965 HÖÐVILIINN SlÐA J LEIKFÉLAG KÓPAVOGS: FJALLA-EYVINDUR eftir Jóhann Sigurjónsson Leikstjóri: Ævar R. Kvaran Mánuður er liðinn frá því Leikfélag Kópavogs frumsýndi „Fjalla-Eyvind“ Jóhanns Sig- urjónssonar, verk ,það er flest- ir telja stórbrotnast og snjall- ast íslenzkra leikrita; það var að sjálfsögðu ætlan mín að geta atburðar þessa að nokkru, þótt ekki gæti ég komið því við af gildum ástæðum. Nú skal reynt að gera ofurlitla úrþót þótt harla seint sé og ég geti ekki bætt neinu mark- verðu við umsagnir annarra; en ötulu starfi áhugaleikend- anna í Kópavogi, fórnfúsri baráttu og örðugum aðstseðum hef ég kynnzt allt frá því fé- lagið hóf göngu sína fyrir átta árum. Það er sízt af öllu ætlan mín að rseða um „Fjalla-Eyvind" að þessu sinni, feril hins seið- magnaða harmleiks. auðuga og ótvíræða kosti og vissa ann- marka, verks sem hlaut Ev- rópufrægð fyrst og eitt ís- lenzkra leikrita, og er löngu sigilt orðið í heimalandi sínu og verður túlkað kynslóð eftir kynslóð. „Fjalla-Eyvindur“ er siðrómantísk hetjusaga og unpistaðan að nokkru sótt í alkunnar sagnir frá átjándu öld. en svo óháð er skáldið efnivið sínum að leikurinn er í raun og veru óbundinn stað og stundu og jafnvel skyldari Is- lendingasögum en þjóðsögum síðari alda, eða getur nokkr- ar stærri og skýrari and- stæður en Höllu Jóhanns og nöfnu hennar í munnmælun- um? Halla sameinar fortíð og nútíð með sérstæðum hætti, enda tvímælalaust mikilfeng- legust kvenlýsing í íslenzkum . leikritum, hún er konan sem öllu fórnar fyrir ást sína, ver- . aldargæðum, heiðri og loks börnum sínum, konan sem er 1 í öllu ábyrg gerða sinna, vel- ur hiklaust sinn eigin veg og veit að henni er aðeins eitt líf gefið og enginn lausnari og enginn guð — kona sem þolir hinar ótrúlegustu raunir og bognar aldrei fvrr en ástin kulnar í brjósti hennar og hún ' finnw að fórn hennar er unn- in fyrir gíg. Lýsing Höllu þiýtur að vera mitimemönnum að skapi þrá-tt fyrir ágang ár- anna, hrífa bá og rata til hjartans — Jean-Paul Sartre og fylgismenn hans mættu 1 meðal annars vera hreyknir af hinni íslenzku söguhetju. Það er skylda leikhúsanna í höfoð-taðnum að sýna hið si- i gilda öðru hverju. bregða skærri birtu yfir harmi þrung- in örlög útlaganna. En hve- nær á að flytja „Fjalla-Ey- vind“? er eðlilegt að soyrja. Þegar ieikhúsin geta sagt með fsahhi: nú eigum við þá leik- ' konu sem virðist til þess kjör- . in að leika Höllu — þá og (ekki fj'rr, það er mín skoðun. j Til tómstundaleikara eru auð- ; vitað allt aðrar og minni kröf- j ur gerðar. og veigamikil ís- > ienzk viðfang=efni hljóta að freista þeirra öðru framar og reynast vænlegust til þroska. lífi erlendra þióða er þeim tiðast ofraun að lýsa. Vegna næsta nágrennis við höfuðstað- inn virðist það óneitanlega mikil dirfska af Leikfélagi VApavógs ^að svna „Fjalla-Ey- vind“ og Óf mikiö færzt í fang, einkum þsr sem vita mátti að hin unea l?tt revna leik'rona Oktavía Stefánsdóttir fengi ekki risið undir hlutverki Höllu, enda varð sú raunin á; og þó var sýningin fremri mínum vonum. Oktavía er dugmikil stúlka og tiðum furðu örugg i orðum og gerð- um og þróttmest og viðfeldn- ust í hinum litríka þriðja þætti, en skortir mjög innlif- un og tilfinningahita og þann fríðleik og þokka sem skáldið leggur á mikla áherzlu. í ann- an stað er hún blessunarlega laus við hégómaskap og tildur. Og í hinum örlagaþrungna lokaþætti bregzt hún algerlega, kiknar bókstaflega undir allt of þungri byrði. Þar er túlkun hennar viðvaningsleg um skör fram, og talið svo ankanalegt og ógreinilegt að örvingluð orð Höllu um andvana ást og brostnar vonir sem eru aðal leiksins skiljast vart i munni hinnar skýrmæltu stúlku. Kári er nokkuð undarlega samsettur maður sem alkunn- ugt er, veiklyndurog stelsjúkur og þó framar öllu hetja að fornum sið, afreksmaður mik- ill, glæsimenni og eftirlæti kvenna. Sigurður Jóhannesson er geðfeldur leikari og hefur oft farið laglega með lítil hlut- verk, og skal það játað að ég bjóst ekki við miklu og varð ekki heldur fyrir vonbrigðum. Hann er snotur maður, en ekki hvatlegur né hetjulegur í neinu, og í réttunum tekst honum bezt er hann skýrir Höllu frá veikleika sínum, og mjög að vonum. En Sigurði vex ásmegin er á líður og leikur skýrt og blátt áfram í síðasta þætti, tekst að koma orðsvörum og viðhorfum Kára furðuvel til skila. Björn Magnússon er líka mjög við- feldin leikari og hefur stund- um unrnð sigra, en- auðnast ekki að gera Arnes. hinn beisklynda, fyrirlitna útilegu- þjóf og flæking nógu hugtæk- an og lifandi, túlkun hans er of létt á voginni. Beztur er hann í samskiptunum við Höllu uppi á fjöllum, þar er sönn tilfinning og talsverður þungi í orðum hans. Gestur <$>—------------------------------- Gíslason er myndarlegur hreppstjóri, en ekki nógu ör- uggur, hnittilegur og fastur fyrir, þar skortir einhvem herzlumun. Af aukahlutverkunum ber fyrs,t að nefna Amgrím holds- veika sem hinn aldni og geð- þekki leikari Sveinn Halldórs- son lýsir af miklum skilningi og ósviknum þrótti, búinn á- gætu gervi, lifandi og átakan- leg mannlýsing. Og Auður Jónsdóttir lýsir Guðfinnu einnig ágæta vel, traust og sannfærandi í hverjum hlut; þessum þekktu leikendum hef- ur aldrei tekizt hetur svo ég viti. Ýmsir aðrir eru síðri, til að mynda Guðrún Hulda Guð- mundsdóttir, lagleg stúlka sem leikur Oddnýju mjög viðvan- ingslega, enda eflaust alger ný- liði. Við framgöngu smalans unga Leifs Haukssonar mátti vel una, og hún Tóta litla, það er Dagbjört Gunnarsdóttir vann allra hugi. Loftur Ás- mundsson var að vísu gervi- leglegur og ósvikinn fjár- bóndi, en túlkun hans ekki skemmtileg að sama skapi — snilli Friðfinns Guðjónssonar er okkur að sjálfsögðu í minni; sýslumaðurinn Guðmundur Gíslason gerði skyldu sína. Allir eru leikendurnir á- hugafólk búsett í Kópavogi, en leikstjóri og leikmyndateikn- ari sóttir til Reykjavikur og ekki kastað höndum til neins. Leikstjóri er Ævar R. Kvaran og vinnur verk sitt af alúð og glöggsýni að því ég fékk séð; sviðsetning hans rétilega hefð- bundin, en smekkvís í bezta lagi; um smáatriði má auðvit- að deila. Sýningin var nokkuð langdregin og hefði að ósekju mátt stytta leikinn dálítið a vissum stöðum, sleppa atrið- um þeim sem sízt eru drama- tísk í eðli, að minnsta kosti langri sögu Arnesar í réttun- um. Það er ekkert helgibrot, meðal annars vegna þess að skáldið var sífellt að breyta leikritinu, útgáfum þess á hin- um ýmsu þjóðtungum þer ekki saman. Búningar eru smekk- legir og ekki iburðarmiklir um Arnes (Björn Magnússon) og Arngrímur holdsveiki (Sveinn Halldórsson). skör fram eins og stundum hefur viljað við bregða, og allar " sviðsmyndir Sigfúsar Halldórssonar gerðar af hag- leik og listfengi og fremri þeim sem listamaðurinn gerði fyrir Þjóðleikhúsið árið 1950, þótt margt gott mætti um þær sagja. Þarf ekki annað en minna á stílhreina og einfalda öræfalýsingu hans, þar ber jökul mikinn við loft, en ó- sýnilegur foss niðar í dimmu gljúfri; „£ jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur.“ Á. Hj. FLÝGUR FISKISAGA! Landburbur af síld? Ball um næstu helgi? Nei, - ná talar allt plássið um vorfargjöld Flugfélagsins. Flugfélagið býður 25% afslátt af fargjoldum til útlanda í aprít og mal. Leitið upplýsinga um lágu fargjötdin hjá Flugfélaginu eða ferðaskrifstofunum. z fa/ZzfSj j/jt ICELJXIXDJXÍH er flugfélag Islands S t M I 2 4 113 Sendibílastömn Borgartúni 21 SOVETRIKJUNUM býður DRÁTTARVÉLAR til allskonar LANDBÚNAÐAR -JARÐVINNSLU - OG ÞUNGAVINNUFRAMKVÆMDÁ FULLKOMIN VIÐGERÐA- OG VARÁ- HLUTAÞJÓNUSTA Einkaumboð: Dráttarvélar til sýnis á staðnum. BJÖRN & HALLDÓR H.F. Síðumúla 9 Reykjavík. — Símar: 36030 og 36930.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.