Þjóðviljinn - 01.05.1965, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.05.1965, Blaðsíða 4
4 SlÐA ÞIÓÐVILIINN Laugardagiur 1. maí Í965 Dtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsia, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust, 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 90.00 á mánudi. Fyrsti maí rrn J dag er liðskönnunardagur verklýðssamtakanna, er launafólk skipar sér um kröfur sínar um rétt- látara þjóðfélag. Aldrei hafa hinar nær'tæku kröfur íslenzkra alþýðusamtaka um verulegar kauphækkanir, styttingu vinnutímans og aukin fé- lagsleg réttindi verið ómótmælanlegri en nú, þegar að baki eru þrjú veltiár sem hafa aukið þjóðar- tekjurnar um meira en fjórðung á sama tíma og kaupmáttur tímakaupsins hefur hreinlega verið skertur. Einu gildir hversu sárlega ein- stakir atvinnurekendur kunna að kveinka sér eða hvaða tölum hagfræðingar kunna að hampa í áróðursskyni, undan þeirri staðrejmd verður ekki skotizt að afkoma þjóðarbúsins er samfelld- ur rökstuðningur fyrir því að nú beri að bæta lífskjör verkafólks til mikilla muna. Allt annað er herfilegt þjóðfélagslegt ranglæti, og þvílík ó- stjóm verður ekki þoluð af öflugustu fjöldasam- tökum á íslandi. Þess gerist því ekki þörf að sannfæra fólk um kjarakröfur verkafólks á þessum degi, röksemdirnar eru á hvers manns vitorði; í dag þurfa einhuga alþýðusamtök að- eins að heitstrengja að saekja rétt sinn undan- bragðalaust. j^n við minnumst þess einnig í dag að ísland er ekkert einangrað ríki í veröldinni; íslenzk alþýðusamtök eru ekkert útkjálkafélag heldur snar þáttur hinnar alþjóðlegu verklýðshreyfingar; sú framtíð sem íslenzkri alþýðu er búin verður ekki aðeins ráðin hér á landi. Á þessum alþjóðlega baráttudegi eru hugsjónir sjálfsákvörðunarréttar, lýðræðis og friðar hin nærtækustu baráttumál, þegar bandarískir heimsvaldasinnar senda heri sína með helsprengjur, benzínhlaup og eiturgas inn í eitt smáríkið af öðru, jafnt við Karíbahaf sem í Suðaustur-Asíu, og skilja eftir sig dauða og tortímingu. Á því er ekki aðeins mikil hætta held- ur er það fullvíst, að árásarstvrjaldir Bandaríkj- anna leiða nýja heimsstyrjöld yfir mannkynið, ef ekki tekst að stöðva ofbeldisverk þeirra manna sem vilja drottna yfir heimsbyggðinni. Sú nær- tæka kjarabarátta íslenzkrar verklýðshreyfingar, sem fávísir og skammsýnir menn telja einu verk- efni hennar, myndi þá koma fyrir lítið. því skulum við minnast þess sérstaklega í dag að það er lífshættulegur smánarblettur á íslenzka lýðveldinu að alþjóðlegir ofbeldismenn skuli einn- ig hafa bækistöðvar hér á landi og telja okkur bandamenn sína. Það er skylda íslenzkrar alþýðu við sjálfa sig, við hugsjónir frelsis, friðar og sjálfs- ákvörðunarréttar, að hrinda hernáminu og losa ís- land úr bandalagi við það ríki sem hefur friðar- vonir mannkynsins að leiksoppi. Hugsjónir verk- lýðshreyfingarinnar hafa alltaf náð langt út fyr- ir þau markmið sem reiknuð verða í krónum op aurum, og kulni þær hugsjónir mun einnig h: hversdagslegri kjarabarátta bíða hnekki. — m. Dómur í fjársvika- og gjaldeyris- svikamáli kveðinn upp í sakadómi Föstudaginn 30. apríl var í sakadómi Reykjavíkur kveðinn upp af Þórði Björnssyni yfir- sakadómara dómur í máli, sem höfðað var af saksóknara rík- isins með ákæru dags. 29. sept- ember 1964, á hendur Harald Faaberg, skipamiðlara, Laufás- vegi 66, Óskari Gíslasyni, skrifstofustjóra, Hávallagötu 45, Helga Bergssyni, fyrrver- andi framkvæmdastjóra, Granaskjóli 26, Sigríði Faa- berg, húsfreyju, Laufásvegi 66 og Guðrúnu Einarsdóttur, hús- freyju, Fálkagötu 19, öllum hér í borg. Harald Faaberg og Óskar Gíslason voru ákærðir fyrir fjársvik, brot varðandi gjald- varðandi gjaldeyrisskil og bók- eyrisskil og bókhaldsbrot, Helgi Bergsson fyrir fjársvik, Sigríður Faaberg fyrir brot varðandi gjaldeyrisskil og bók- haldsbrot og Guðrún Einars- dóttir fyrir bókhaldsbrot. Sakadómari taldi sannað að þeir Harald Faaberg og Óskar Gíslason hefðu í meira en 40 skipti á árunum 1955—1960 látið Harald Faaberg h.f. inn- heimta á sviksamlegan hátt hjá farmeigendum, bæði hluta- félögum og opinberum stofn- unum, hærri farmgjöld en samið var um við umboðs- menn skipaeigenda — oftast á eigið eindæmi en í viðskiptum við Verzlunarsambandið h.f. þó að nokkru í samráði við fyrirsvarsmann þess, Helga Bergsson. Hefðu þeir með þessum hætti svikið út sam- tals jafnvirði £ 12.768-14-2 og af þessari fjárhæð hefði Helgi Bergsson fengið jafnvirði £<' 1.148-9-7. Atferli hjnna tveggja fyrrnefndu var talið varða við 248. gr. almennra hegningar- laga nr. 19, 1940 en atferli Helga við 249. gr. sömu laga. Ólöglegur fjárvinningur Har- ald Faaberg var talinn vera í íslenzkum krónum kr._ 539.- 921.54, fjárvinningur Óskars Gíslasonar kr. 179.973,84 og fjárvinningur Helga Bergsson- ar kr. 94.214,34. Þessar upp- hæðir voru allar gerðar upp- tækar til ríkissjóðs. Ennfremur taldi dómurinn sannað að þeir Harald Faaberg og Óskar Gíslason hefðu van- rækt að gera gjaldeyrisyfir- völdum fullnægjandi grein fyrir gjaldeyristekjum Harald Faaberg h.f., að fjárhæð £ 111.779-18-10, sem færðar voru á árunum 1955—1960 á banka- reikning félagsins í London og ráðstafað samtals £89.676-7-6 af þeim tekjum án leyfis gj aldeyrisyf irvalda. Einnig var talið sannað að þeir hefðu gefið gjaldeyrisyfir- völdum rangar skýrslur um afgreiðslugjöld skipa á vegum Harald Faaberg h.f., og með því brotið gegn 147. gr. hegn- ingarlaganna. Loks voru þeir sakfelldir fyrir stórfelld bókhaldsbrot bæði vanrækslu á færslum og rangar færslur í bókhaldi Harald Faaberg h.f. og Eim- skipafélag Reykjavíkur h.f. Var þetta talið varða ýmist 158. gr. eða 262. gr. hegning- arlaganna auk lagaákvæða um bókhald. Sigríður Faaberg hefur verið meðstjórnandi í Harald Faa- berg h.f. frá stofnun félagsins. Taldi dómarinn að henni hafi borið að afla sér vitneskju um rekstur félagsins og hafa eft- irlit' með honum í meginefn- um en sýnt væri að skort hefði á eftirlit af hennar hendi. Yrði hún því að bera refsiábyrgð á gjaldeyrisvanskilum og bók- haldsbrotum hjá félaginu. Á hinn bóginn taldi dómur- inn ekki vera næg rök fyrir því að leggja refniábyrgð á Guðrúnu Einarsdóttur fyrir bókhaldsbrot hjá Eimskipafé- lagi Reykjavíkur h.f. en^ hún kom í stjórn þess félags í maí 1959 og var hún sýknuð. Dómurinn taldi að við á- kvörðun refsinga^ þeirra Har- ald Faaberg og Óskars Gísla- sonar bæri að hafa í huga að brot þeirra væru bæði um- fangsmikil og margþætt og einnig þaulhugsuð og framin acr' staðaldri um langan tíma en einnig yrði að taka tillit til þess að málareksturinn hefði án þess að þeim yrði um það kennt — staðið yfir í meira en fjögur ár með óhjákvæmileg- un; óþægindum á margan hátt fyrir þá. Þá væri á það að líta að Harald Faaberg hefði verið framkvæmdastjóri beggja fé- laganna og aðaleigandi Harald Faaberg h.f. og notið þrefalt meiri fjárvinnings af fjár- svikabrotunum en Óskar Gíslason. Dómsorð var þannig: D ó m s o r S : Ákærða Guðrún Einarsdóttir á að vera sýkn af kröfum á- kæruvaldsins í máli þessu. Ákærði Harald Faaberg sæti fangelsi í 2 ár. Ákærði Óskar Gíslason sæti fangelsi í 14 mánuði. Ákærði Helgi Bergsson sæti fangelsi í 7 mánuði en fulln- ustu refsingarinnar skal fresta og niður skal hún falla að tveimur árum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa, verði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlega nr. 19, 12. febrúar 1940 sbr. 4. gr. laga nr. 22, 3. maí 1955 haldið. Ákærða Sigríður Faaberg greiði kr. 50.000.00 sekt til rík- issjóðs og komi varðhald í 3 mánuði í stað sektarinnar efx hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði Harald Faaberg greiði til ríkissjóðs kr. 539.- 921.54. Ákærði Óskar Gislason greiði til ríkissjóág kr. 179.- 973.84. 7 Ákærði Helgi Bergsson "reiði til ríkissjóðs kr. 94,- 214.34. Málsvarnarlaun Ragnars Jónssonar, hægtaréttarlög- manns, verjanda ákærðu Guð- rúnar Einarsdótturkr. 12.000,00 greiðist úr ríkissjóði. Málsvarnarlaun Guðmundar Ásmundssonar, hæstaréttarlög- manns, verjanda ákærðu Har- ald Faaberg, Óskars Gíslason- ar og Sigríðar Faaberg ákveð- ast kr. 65.000.00 og af þeim greiði þau þrjú in solidum kr. 15.000.00 og ákærðu Harald Faaberg og Óskar Gíslason in soljdum kr. 50.000.00. Ákærði Helgi Bergsson greiði málsvarnarlaun verj- anda síns, Egils Sigurgeirsson- ar, hæstaréttarlögmanns,: kr. 20.000.00. Allan annan kostnað sakar- innar ,þar með talin saksókn- arlaun til ríkissjóðs kr. 65.- 000.00, greiði ákærðu Harald Faaberg og Óskar Gíslason in solidum að 12/15 hlutum, á- kærði Helgi Bergsson að 2/15 hlutum og ákærða Sigríður Faaberg að 1/15 hluta. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. (Frá sakadómi Reykjavíkur). LONDON 29/4 — Wilson, forsæt- isráðherra Breta, hélt ídagheim- leiðis að loknum viðræðum sín- um við Aldo Moro, forsætisráð- herra Italíu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.