Þjóðviljinn - 24.12.1969, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 24.12.1969, Qupperneq 9
■-lytyr* JÓL.ABLAÐ — 9 O. já, ég hefði gjarnan viljað bera hana. Fjórir af sex voru þó úr Holtshverfinu. Hinir tveir voru Halli i Bæ. og Ari á Læk. sem nú var orðinn silf- urhærður. Þeir tóku stefnu í norðvesturhorn garðsins. Jú, þar eygði ég væna moldar- hrúgu. Allfjölmennur hópur fylgdi þeim eftir. ásamt ein- um hempuklæddum. Ég sióst ' í hópinn. Það var eins og sta^kkuðu augu sumra, þegar þeir 'áttuðu sig á. hver kominn vár. Einstaka kinkaðd kolli. það Var ekki siður að tala mikið og þaðan af síður hátt í hópi líkfylgdar í Aust- urdal. Burðarménn létu kistuna síga niður i gröfina. losuðu böndin og gengu frá. — Nú var ég í vanda staddur. Sá hempuklæddi var auðsjáanlega tilbúinn að framkvæma síðasta verk kristilegrar hefðar. en ég vissi, að eitt sinn hefði mátt segja nokku-r orð áður en rek- unum var kastað. Og ég lagði frá mér hatt. regnhlíf og ann- að á jörðina og steig fram að gröfinni . . Og sagði: „Olga! Það eru orð að sönnu, þeg- ar þú sagðir við mig á vega- mótunum fyrir sjö árum, er ég var að fara úr þessari sveit. að við sæjumst trúlega ekki aftur Og ég man einnig orð- in, sem þú valdir mér. þegar þú óskaðir mér velfarnaðar og enn er það vel í sjónminni, er þú að lokum veifaðir til mín stafnum þinum. En nú á þessari stundu. stend ég yfir gröf þinni. sem mér virðist vera tilviljun ein — og þó. Það eru kannski örlögin, sem hafa gripið í taumana og viljað hafa það svona. Það er sagt. að við grafar-*. bylinn sé jafnan þöignin rofin. Og nú vil ég, og einmitt nú þakka þér kynni og velvild. Ég gæti minnzt margra bjartra stunda og skemmtilegra sem við fólkið í Holtshverfinu höf- um átt með þér. Það var oft kátt í baðstofuylnum í gamla daga. er við urðum aðnjótandi mælsku og frásagnarsnilldar þinnar. Þó er mér eitt minnis- stæðara en amnað- Það var eitt sinn um jól. þegar heims- kreppan mikla hvíldi harðast á, að þú prjónaðir handa okk- ur sokka svo að við myndum ekki klæða köttinn. Það var okkur miklu meira virði. en nokkuð annað þá. Og það vil ég þakka sérstak- lega hér yfir gröf þinni, og ég vona fyrir alla þá, er þú megnáð- ir að skapa björt jól. Og við þá, sem til mín heyra vil ég segja: Það mun langur tími líða þar til sveitin eignast slíkan per- sónuleika, sem Olga var. Og ég er raunar viss um það, að rúm það, sem hún skipaði verður ekki fyllt. Ég kalla hana eilcki Olgu förukonu, sú nafngift er alröng- Það hefði verið nær sanni, að hún héfði verið köll- uð öreiginn á Norðurlofti, því að það var hún á veraldarvisu- En hún var öðrum fremur rík- ari af því, sem kallast andlegt sálarþrek. Eða hver hefði átt heima á Norðurlofti yfir þrjátíu ár án þess að kvarta? Ég held að ef líf hennar yrði rannsakað niður í kjö-linn, þá muni hún hafa verið sá aðili í þessari sveit sem borið hefur heitast hjartá til samtíðar og einstak- linga- Það er bjart yfir dalnum í dag. Þa-5 er líka bjart yfir lífi þessa fulltrúa, sem sveitin kveð- ur nú, og geymast mun á arni minninganna-“ Ég tók upp pjönkur mínar og gekk nokkur skref frá- Og með hattinn minn í hendinni, horfði ég á unga, glæsilega prestinn kasta rekunum, sem honum líka fórst vel úr hendi. Og væmnis- laust sagði hann m a-: „Af moldu eru komin að moldu skaltu aftur verða“. STAKA eftir Kristínu Jónsdóttur í Flatey. Illt er veður, kárl kveður, kúrir freðinn öldumar. Sköflum hleður, skelfing meður, skelfist gleðin alstaðar. Kvenréttindi í Portúgal Árið sem leið, var hjúsikapar- löigum Portúgala breytt tals- vert konunní í vdl. Gamla lög- gjötfin var hundrað ára gömul, og ekki er víst, að henni hafi alltaf verið framfylgt. Nú getur eiiginmaður ekki bannað konu sinni að fara í ferðalag, og ekki hefur bann fuEan rétt yfir börnunum. Hann má ekk; selja eignir hennar og ekki banna henni að vinna utan heimilis. Það mun vera fremur sjald- gæft, að feðgar séu saman á elliheimili. En á elliheimili í Danmörku var fyrir skömmu 99 ára gamall maður og sonur hans 77 ára. Rómversk- kaþólsk skírn Þegiair guðfeðgin hafa tjáð prestinum nafn barnsins og játað skirninni fyrir þess hönd. blæs presturinn þrisvar i and- lit þess og býður Satan að víkja frá því. Þá gerir hann krossmark á enni þess og brjóst og helgar það Kristi með því að leggja hendur yfir það. Þá gefur hann þvi salt. sem er tákn þeirrar trúar. er skal varðveita það frá synd. Öðru sinni særir hann Satan frá því, lýkur síðan upp skilning- arvitum þess fyrir Guði og smyr það olíu. Hann dreypir vatni þrisvar á höfuð þess og mælir um leið skirnarorðin. ber krisma á hvirfil þess og réttir því loks hvítavoðir og logandi kerti. (Trúarbrögð mannkyns). Lítið er um frið á jörðu Það sem af er þessari öld, hefur verið að heita má óslit- in styrjöld í heiminum. Bétt fyrir aldamót hófst Búa- stríðið. Því laiuk 1902. Styrjöld Evrópustórveldanna í Kína árið 1900. Styrjöld Kínverja og Japana 1904. Styrjöld Rússa og Japana 1904 — 1905. Frá lOtftS—1911 rikti friður. ítailir herja á Tripólis 1911 til 1912 Balkanstríðið 1912—1913. Heimsstyrjöldin 1914—1918. Innrás nokkurra þjóða í Rúss- land 1918—1920. Styrjöld Grikkj'a og Tyrkja í Litlu-Asíu 1919—1923. Sterkur, snotur, vandadur, Sturtubíll fyrirstráka REYKJALUMDUR Foreldrar vita að leikföng barnanna þurfa að vera snotur og vönduð, og þau þurfa að likjast fyrirmyndinni. En umfram allt þurfa leikföng að vera sterk. Chevrolet vörubíllinn frá Reykjalundi hefur þessa kosti. Hann er úr tré, sterklega smíðaður, með sturtupalli, tvöföldurn gúmmihjólbörðum og stýrisútbúnaði. Hentar til leikja úti sem inni. Fœst i öllum leíkfangaverzlunum. VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJALUNDI AOALSKRIFSTOFA REYKJALUNDI, Mosfellssveit — Simi 91 ■ 66200 SKRIFSTOFA I REYKjJtVÍK Bræðraborgarstig 9 — Simi 22150 Vl te P; Styrjold í frlandi, eftir heims- sityirjöldina, laiuk 1921. ítalir taka Korfú atf Grikkj- um árið 1923. Friður 1923 — 1925. Styrjöld Frakka og Marokkó- manna 1925—1926. Styrjöld gegn franskri lands- stjóm í Sýrlandd 1925—1928. Styrjöld í Palestínu 1929. Styrjöld Japana og Kínverja 1931—1932. Styrjöld ftala í Abessíníu 1935—1936. Japanir ráðaisit á Kínverja 1937. Styrjöidin á Spáni 1936 til 1939. Heimssityrjöldin 1939—1945. Ef einhver, sem þetta les, hefur ekki sjónvarpsglæpa- mynd að horfa á í kvöld, get- ur hann dundað við að telja saman þær styrjaldir, sem hafa geisað síðan heimsstyrjöldinni lauk. Það er ekki víst, að frið- arárin séu mörg. í Hvanndölum, milli Ólafs- fjarðair og Héðinsfjarðar, er blettur, sem kallaður er Ódá- insakur. Þjóðtrúin segir, að þar yxu lífgrös. En sá sem neytti þeirra, gat ekki dáið. Lögðust þó Hvanndalir í eyði. Menn hafa þar ekki verið frekir til fjörsins. Ólafsaugnfró heitir sjaldgæf jurt, sem vex á Reykjum í Fnjóskadal. Villihveiti er afar sjaldgæf jurt. Hefur fundizt á Stóru- Völlum í Bárðardal. LÁGMÚLA 9 — SÍMI 81400 — SÍMNEFNI: SAMÁBYRGS Auk þess að annast endurtryggingar á skipum skyldutryggSum hjá bátaábyrgðarfélögun- um og skyldutryggingu tréfiskiskipa gegn bráðafúa, tekur Samábyrgðin að sér eftirfarandi «yggingar: Frumtryggingai á skipum yfir 100 rúmlestir. Vélatryggingar á fiskiskipum undir 100 rúmlestum. Abyrgðartryggingar útgerðarmanna. Slysatryggingar sjómanna. Farangurstryggingar skipshafna. Athygli eigenda bráðafúatryggðra fiskiskipa er vakin á því, að Samábyrgðin lánar þeim endurgjaldslaust rakaeyðingartæki til þurrkunar á innviðum skipanna. Bifreið yðar er vel tryggð tajá otakur. VIIU Wpt Samvinnutryggingar hafa annazt ______________________________;_________‘______LL' bifreiðatryggingar frá því i janúar 1947 og alla tíð síðan beitt sér fyrir margvíslegum nýjungum og breytingum á bifreiðatryggingum, sem allar hafa verið gerðar með tilliti til hags hinna fjölmörgu við- skiptavina. Fjöldi bifreiða í trygg- ingu sannar það traust og álit, sem félagið hefur áunnið sér meðal landsmanna. Við viljum benda bitreiðaeigendum ð eltirlaldar tryggingar og þjónustu hjá Samvinnutryggingum: 1 . Ábyrgðartrygging Bónuskerfið hefur sparað bifreiðaeigendum milljónir króna frá þvi að Samvinnutryggingar beittu sér fyrfr, þeirri nýjung. Gætnir ökumenn fá nú allt að 60°^ afslátt af iðgjaldi og eftir 10 tjónlaus ár er 11. árið ið- gjaldsfrítt. 2. Kaskótrygging Iðgjaldaafsláttur er allt að 40%, ef bifreið er tjónlaus í eitt ár. — Auk þess lækka iðgjöld veruléga, ef sjálfsábyrgð, kr. 2.000,00—10.000,00, er tekin í hverju tjóni. 3. ríáif-Kaskó er ný trygging fyrir allar tegundir og gerðir bifreiða. Iðgjöld eru sérlega lág éða frá kr. 850,00 á ári. 4. ÖF-trygging Þetta er dánar- og örorkutrygging fyrir ökumenn og farþega. Bætur eru frá kr. 100.000,00—600.000,00 og iðgjald kr. 250,00 á ári. 5- Akstur í útlöndum Viðskiptamenn Samvinnutrygginga geta fengið alþjóðlegt tryggingarskirteini „Green Card“, ef þeir ætla utan með bifreiðir, án aukagjalds. 6. 10 ára öruggur akstur Þeir sem tryggt hafa bifreið í 10 ár hjá Samvinnutryggingum og aldrei lent i bótaskyldu tjóni, hljóta hoiðurs- merki og eru gjaldfriir ellefta árið. Hafa samtals á þriðja þúsund bifreiðaeigendur hlotið þessi verðlaun. 1. mai sl. fengu 225 bifreiðaeigendur frítt iðgjald og námu brúttóiðgjöld þeirra kr. 1.148.100,00. 7. Tekjuafgangur Unnt hefur verið að greiða tekjuafgang af bifreiðatryggingum sex sinnum á liðnum árum. Samtals nemur greiddur tekjuafgangur kr. 68.133.236,00 frá því 1949. 8. Þegar tjón verður Allt kapp er lagt á fljótt og sanngjarnt uppgjör tjóna. Samvinnutryggingar hafa færa eftirlitsmenn, sem leið- beina um viðgerðir og endurbætur. Tryggið bifreið yðar þar sem öruggast og hagkvæmast er að tryggja. ÁRMÚLA 3, SÍMI 38500 SAJVlVirvrSIUTRYGGIINGAR tr

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.