Þjóðviljinn - 24.12.1969, Side 19
JÓLABLAÐ — | 9
Það vakti eftirtekt mikla á skódahátíð á fæðingardag konungs (8-
apríl), að Hilmar Finsen stiftamtmaður þakkaði fyrir drukkið minni
stiftsyfirvalda með langri ræðu á latínu fyrir mitnni skólans og hafði
fyrir texta orð spekingsins forna: „Bókmenntimar skerpa æskuna,
skemmta ellinnni, prýða meðlætið, veita hæli og hugfró í mótlæt-
inu“. Þeir Bjami rektor og Gísli kennari Magnússon kvittuðu fyrir,
hinn fyrri með sérstakri ræðu fyrir Finsen stiftamtmanni, hinn
siðari með ræðu fyrir minni Islands, og töluðu báðir latínu-
(tJr bák Jáns biskups Heligaisonar „Árbækur Reyk,javíkur“ (ium ár-
ið 1866). Myndin er eftir bókartiöfund og sýnir Reyiktjavík, eiins og,
hún leit út fyrir heilli öld, á þeirn tíma er Kristján Fjallaskáld
dvaldist þar).
Bræður þrfr frá Hofi í Vbpna-
firði, Gunnlaugur, Jón og Lár-
us Halldórsisynir munu þó hafa
verið honum mest traust í skól-
anum, og víst er það um Lárus,
að það kom síðar fram- Þeir
urðu allir sambakkingar Kristj-
áns 1865-
En það er vinnustúlkan, sem
kom frá Fljósbakka við Skjálf-
andafljót að Hóli á Fjöllum vor-
ið 1860, sem talin er að valda
mestu um örlög Kristjáns- Hún
á að vera heitmey hans um mörg
ár, en bregða sivo því heiti með
þeim afleiðingum fyrir Kristján,
að hann sagði sig úr skóla og
átti þá stutt eftir ólifað. Sagt
hefur það verið að stúlka þessi
hafi séð Kristján haustið 1859,
gestkomandi á heimili sínu, og
hafi þá þegar ákveðið að láta
slag standa um það að hann
yrði eiginmaður sinn, Kristján
er þé á 18-' ári, en stúlkan 21
áns, svo hér er undarleg saga
á ferð, og væri hún sönn segir
hún það fyrst og fremst hversu
Kristján er bráðþroska, að hann
kveikir í vinrtukohum á 18- ári!
Stúlkan hefur eflaust verið
greind og voru foreldrar henn-
ar Jóhannes Oddsson og Guðný
Kristjánsdóttir, ættuð af Tjör-
nesi og Aðaldal- Jóhannes var
hagmæitur maður og tilfærð vísa
eftir hann um lát Antoníusar
skálds Amboníusiarsonar árið 1857
í bókinni „Horfnir úr Héraði“
eftir Konráð Vilhjálmsson. Bróð-
ur Jóhönnu, Þorstein að nafni,
þékkti ég, er hann var á gam-
alsaldri og fékkst hann við
skáldsikap, en var lengi í Amer-
íku- Bók gaf hann út er heitir
„Dalurinn minn“. Allir vilja
hafa það fyrir satt að þau ha'fi
bundizt heituim Kristján og Jó-
hanna, og þá eru náttúrlega heit-
rofin fyrir hendi, þvi að Jó-
hanna var gift réttu missiri áð-
ur en Kristján dó. Það er þó
of einföid skýring á þvf, sem
hér var urn að ræða, því að
hvernig eru hú svikin í vaxt-
arjaginu?
Fiatlavist
Eflaust hefur Guðný móðir
Kristjáns átt við lítinn kost að
búa í Ási árið 1857 - 58, er hún
virðist búa þar og hafa þá báða
drengina á búi sínu. Þess getur,
að vísu lauslega, að þá hafi það
borið til, að Bjöm hafi gist á
Fjöllum og lesið þar bók- Sagði
hann svo Kristjáni bróður sín-
um efhi bókarinnar, en þeir
bræður gjörðu sameiginlega
kvæði út af.gfninu og var það
Veiðimaðurinn, eitt bezta kvæði
i kvæðabók Kristjáns. Þetta gæti
ég hugsað væri málum blandað-
Þetta vor, 1858, virðist þvf lok-
ið fyrir Guðnýju að halda sam-
an fjölsikyldu sinni. Þau hjón
fara í Garð, i Kristján í Meiða-
velli, en feril Björns hef ég í
engu raikið. Hann fór síðar til
Airxeríku. Ii
Svo er það 1859, að Kristján
fer til frænda sinna að Hóli á
Fjöllum- Fjallasveit er á þess-
um tíma allmikil sveit og eikki
mikill fjallabragur á lífi fóikis,
þótt að vísu sérstæður sé. Mörg
heimili eru stór, þar á meðal
Hóll- Það er tímanna táikn, að
Norðausturlandið er fjölbyggð-
ast í landinu um 1860. Aðal-
manntalið það ár sannar þetta-
1 Vopnafirði eru 989 menm. I
Jökuldalsbreppi eru hálft fimmita
hundrað manns. Byggð er þá
uim allar heiðar við Jökuldal,
Vopmafjörð og Þistilfjörð. Þjóð-
in nær þá ekki 60 þúsund manns,
og er hér törgætt efni í söigu
að rannsaka- Á Fjöllum eru 106
menm og 10 bæir, fimm af þeim
kenndir við hól: Hóll, Hólsel,
Víðihól, Nýhóll og Grundar-
hóll, og er Víðihóll kirkjustáð-
urinn, og þjónað frá Skinnastað.
Síðan eru Grímsstaðir, Nýibær,
Fagridalur. Ás og Langavatn-
Við Fjallabæi bsebast svo, að þvi
að sikilja er, heiðabæir í Búr-
feiísheiði Foss og Ilvannstaöir,
er báðir eru í Skinnastaðapresta-
kalli, en ekki Svalbarðspresta-
kalli. En hyort þeir hafa verið
í Svalbarðshreppi hef ég ekki
athugað, og á Hvannstaðir stytza
kirkjuleið að Víðihóli, því þeir
standa undir Heljardalsfjalli.
Síðan lengist. Axarfjarðarbyggð
i átt til Fjalla með þremur bæj-
um, er heita Grænur, .Hviril-
vellír og Ásholt- Allar þessar
fjalla- og heiðasálir þarf prest-
urinn á Skinnastað að hirða og
gerir það trúlega svo heimildim-
ar eru fyrir hendi. Nú hefur
prestur minna ómak, er öll þessi
byggð er hbrJin nema þrír bæ-
ir á Fjöllum, að vísu þríbýli á
eirium þeirra. Bændur á Fjöilum
eru allvei stöndugir, en abnúgi
náttúrlega fátækur, þar á með-
al Kristján og vinnukonan á
Hóli- Sveitin er yfirbragðsmikil
og kaldleg en kjaminn segist og
eýnist í landi og búháttum.
Það er viss hrikalháttur í
sveitarlífinu. Fjallamenn em ekki
mysumenn í lífsháttum, margir
greindir og vel lesnir menn, tals-
máti fólks ákveðinn og oít næsta
grófur eða stórgerður. Það ger-
ir landslagið, víðáttan blönduð
auðnum við kjamagresjur-
Landið svíkur ekki og þá ber
mönnum ekki að svíkja lamdið,
hvorttveggja gefur mikið og
heimtar mikið — það er Fjalla-
líf. Orðspor af Fjallamönnum er
ekki mikið í grenindinni, sumt af
því er öfund, annað misskilning-
ur. Fyrir einni öld bjuggu þar
f jórir bræður og voru allt Fjalla-
líf á þeim dögum. Þeir voru
kallaðir Fjallaþjófar, greindir
menn og ágætir Gg stórum kyn-
sælir menn- Þeir léku á sýslu*-
manninn, heljaríork, og létu
gestina hjálpa sér til að slátra
ófrjálsu sauðfé. Þetta vom sög-
urnar, þetta hlaut að vera sjálf-
stætt rí'ki með sínum eigin lög-t
um, en varð samt að ónota
hreppsbrennimarki, sem dregið
var eftir langt fram í tíma í
Fjalladilkinn. Hér kom eíkikert
tii, engin rök, enginn sannleik-
ur nema sérstæðið, sem ætíð
vinmur sér inn kenninafnið. Þeir
vom Jónssynir Fjallabræður og
Ámi hét einn og mestur Fjalla-
bróðir- Nú vom þeir sonarsynir
hams, Árni á Hóli og Brynjólfur
í Hólseli, Brynjólfssynir, og
orðnir gamlir menn og eð'lilega
var svipurinm á Fjallalífi gamall
þegar Kristján. kom þangað- En
svo eiga Fjöllin sínar gersem-
ar, Dettifbss og Herðubreið og
aldrei er líf svo stórbrotið, né
menn svo stórbrotmir að gersim-
irnar hafi ekki ríkust áhrifin
þegar kemur inn úr öllu stór-
brotnu ytra lífi- Þetta kemur
Kristjáni vel. Á Fjallaámm sín-
um mótast hann, undir stór-.
brotnum ytri áhrifum fólkis og
náttúm og rómantík dýrra.
djásna. Hvo.rttveggja skfrskot-
aði til hans í ríkum mæli. Þann-
ig • ólst Egill Skaliiagrímssori
upp, undir rómantísfcu .veldi hins
dýra skáldskapar hjá Brák og
ættarvígabrandi h áfftröll ssonar
úr Hrafnistu- Kriistján kvað
snemrna eins og hann.
Um annað í Fjallavist Kristj-
ánis sýnist það vera, eftir kvæð-
um hans, að hánn h,áfi aðgang
að bókium eða að minnsita kosti
hafi hann getað aflað sér þeirra-
Hann kveður uim Bjöm á Skarði,
svo ljóst verður, að hann hef-
ur haft arinála hans undir hönd-
um, en þeir vom gefnir út í
Hrappsey 1772, og aðra útgáfu
hefur Kristján ekki undir hönd-
um á þessum tíma- Um bóka-
kost Fjallamanna verður ekkert
sagt með neinni vissu. En á
þessum tíma fæddist þar og ólst
upp ágætlega ritfær maður,
Friðrik Guðmundsson, ■ er ritáði
emdurminningar sínar með prýði
á stílgrein. En það kemur ann-
að fram í Fjallavist Kristjáns,
það mun vera strax fynsta árið
sem hann er á Fjöllum, að þar
kemur fram:
Fjallaskáld
Etflaust hefur það verið þekkt
í fari Kristjáns áður en hann
bom á Fjöll, að hann var slkáld-
mæltur. Marlc að því hefur þó
tæpast getað verið mikið, þar
sem hann er ekki enn orðinn
fullra 17 ára vorið 1859, er hann
kemur þangað, sjá þó kvæðið
Veiðimaðurinn og það sem fyrr
var sagt í þvi sambandi. En
það var um haustið á Vopna-
firði, þangað sóttu Fjallamenn
verzlun oig líklegt að þangað hafi
þeir rekið væna sauði á blóð-
völl. Þar er Kristján í hópi
þeirra. Höfðu þeir þar einhver
umsvif í fjöru, líklega við inn-
mat úr fé- Þá ber þar að Vil-
hjálm Oddsson, bónda á Hrapps-
stöðum. Hann var glaðlátur
maður, og kastaði oft fram vls-
um, var mikill félagi Páls Ól-
afssonar við hesta og skél og
lifir lengst á ljóðabréfum Páls,
er hann kvað til hans, er Smjör-
f jöúl sfcildu þá að. Hann var son-
ur Gunnlaugs dómkirkjuprests
Oddssonar og mégur séra Hall-
dórs á Hofi. Hann hafði þá setið
eitt ár á Alþinigi og hafði góðar
virðingar. Nú yrðir hann á
Fjallamenn í fjörunni:
Fastir standa Fjallamenn
í fjörugrýti,
athæfi í aur og skíti,
allir fara þcir í víti!
Þá er tekið undir i hópi
Fjallamanna og mátti kallast
karí hinn skeggllausi og kvað:
Vilhjáimur oss vinarkveðjur
vandað hefur,
viðmótsbMður var sem refur,
Vopnafjarðar gáttaþefur.
„Hvaða helvítis strákur er
þetta?“ spurði Vithjálmur.
Jú. þa'ð ei- stiúkur frá Hóli; •
á Fjöllum!
En það sem Kristján sagði
laut að því, að eðlilega var Vil-
h jálmur heima kominn á Vopna-
firði, þar sem töldust höfðingjar.
Var honum láð þetta nokkuð og
bótti vísan kom,a vél niður og
Vilhjálmur hafa vel til unnið, er
hann stóðst nú ekki stráikinn- En
frá þessum tima hét Kristján
Fianaskáld- Það var á sinn hátt
stórbrotið, eins og nú var um-
hverfi Kriistjáns og hann að
sækja í sig veðrið. Það varð
fliótt eftir þetta, að meira kvað
að skáldskap hans, og var eitt
af því kvæðið „Dettifoss“. Stór-
brotið orðalag og stórbrotnar
hugmyndir, einkenndu það mest,
og kannsiki kvæða mest- Fjalla-
skáld Maut að hafa kveðið bað-
„1 jörmunefldum íturmóði" er
sannarleiga fjallaiskáldskapur og
fjallalíf- Kveðskopur Kristjáns
fór að verða kunnur og birtist
í blöðum á Akureyri. Það kom
hrímikalt haust ofan af Fjöllum
og þótti öllum gott að fá það
haust- Það mun hafa verið fyrst
áríð 1862, sem sýnt þykir að
Kristján er svo mikið skáld, að
mikið tjón verður að þvf, ef
hann getur eigi menntazt í til-
svörun við sína ' ágætu skáld-
gáfu- Hann hét þá „vinnupiltur-
inn á Hólsfjöllum“ og þótti þá
allrar hæversku gætt í mennt-
aðri túlkun á Fjallaskáldinu.
Talið hefur verið að einna
fremstur í floikki um aðgerðir í
þessu menntamáli hafi verið
Jón, frændi Kristjáns, alþinigis-
maður á Gautlöndum Sigurðs-
son- En vitað mél er það, að
ekki hefur það faríð framhjá
séra Halldóri á Hofi, ef eitt-
hvað átti að gera í þessari grein.
Hann hélt kennara 1861 - ’62 og
sama mann fyrir aðstoðarprest
árið eftir, sem og fyrr sagði-
Hann er þá að búa syni sína
undir skóla og gepgu þrír þeirra
í skólann í Reykjavík 1865 í
annan bekk, og urðu allir sam-
stúdentar 1870. Ég þykist viss
uim að þama hafi Kristján notið
góðs af, að minnsta kosti um
tímia, enda er hann ekki skráð-
ur vinnumaður á Hóli 1862 - ’63-
Svo verður það sumarið 1863,
að hann fer til Reykjavíkur í
fylgd með Jóni á Gautlöndum
og semst þá við ýmsa meran þar,
að kenrna honum undir skóla-
Um haustið fer hann frá Hóli
til Reykjavíknr eins og áður var
sagt, og stendur i kirkjubók
burtfluttur úr sókninni til
Reykjavífcur og eins og áður var
sagt, er hann ekki síðan skráð-
ur til heimilis á Fjöllum og
siegir það sig sjálft að Fjalla-
menn hafa ekki ætlað að láta
hann vinna sér inn sveitfesti á
Fjöllunum!
Svo sem sagt var, kom Jó-
hanna Jöhannesardóttir að Hóli
1860, og er þá Kristjón þar
vinnumaður og er að verða 18
ára gamall. Það er erfitt að gera
ráð fyrir þvi, eftir þeim svip,
sem er á lífi Kristjáns á Fjöll-
um á þessum árum, að honum
sé áhangaradi kvenmaður. En
þetba vill sagan vera láta- Og
svipur sögunnar er þetta: Þau
Kristján og Jóhanna eru sam-
tíða á Hóli 1860-61, að hann
verður 19 ára- Þá fara þau bæði
í Fagradal með Brynjólfi Árna-
syni og Rannveigu Sveimbjarn-
ardóttur og eru þar samtíða
næsta ár 1861-62. Þá er Krist-
ján tvíbugur, og nú fer hann
í Hól, en Jöhanna verður öftir
hjá Rannveigu, sem nú er orð-
in ekkja og fyrirsvar lítið á
heimilinu þetta ár, þrjú böm
þeirra hjóna eru ung að árum.
Er hér farið skiMnerkilega eftir
Meimildum að aldrei eru þau
samvistum á Fjöllum, Krist-
ján og Jóhanna, nema þessi tvö
ár, og enigar líkur eru fyrir því,
að Jóhanna hatfi ráðizt þannig
til vistar að skyldugt væri að
veita Kristjáni kaupavinnu- Frá
1862 til 1868 eru þau aldrei sam-
vistum á Fjöllum og vafasamt
að þau hafi sézt eftir haustið
1863 að Kristjón fór suður, því
ekki þeikfci ég áreiðanlegar heim-
ildir fyrír því, að Kristján hafi
dvalið á Fjöllum á sumrum er
hann var £ skölia.
Hvað menn vilja giera úr
þessu ástalífi hirði ég ekki um.
Ég þykist reyndar vita að Jó-
hanna hafi getað geymt og ekki
gleymt- Því mundi miklu síður
farið um Kristján. Árið 1863 fer
Guðmundur bróðir Rannveigar
að Fagradal og þar verður mann-
margt heimili, og er Rannveig
í sjálfsmennsku- Jóhanna finnst
ekki neinstaðar skráð á Fjöllum,
en kirkjubökin yfir burílflutta
sannar það að Kristján er í Hóli
frá krossmessu 1863 til hausts.
Ég tel víst að Jóhanna hafi ver-
ið á Hóli eða Fagradal 1863-64,
og ef hún hefði flutzt til'
Reykjavífcur haustið 1863 með
Kristjáni, hefði hún einnig ver-
ið skráð burtflutt, en það er
hún eikki. Nú veit eniginn. um
hætti Kristjáns í skólagöngunni,
en lauslega hefur verið gert; ráð
fyrir þvl, að hann hafi á sumr-
in verið á Fjöllum, það eru
engar hkur fyrir því né heim-
ildir, að ég hygg. Jón Ölafsson
getur þess í æviminningu Krist-
jáns við útgáfu ljóðmæla hans,
að hann hafi bundið vináttu við
þá Laufásbræður, Tryggva,
Eiggert og Gunnar, og jafravel
hafi hann dvalið með þeim á
sumrum á skólaárum. Hann yrik-
ir brúðkaupsljóð til Eggerts, er
hann kvænitist á Stóru Borg í
Víðidal 1867, og það er senni-
legt að Kristján hafi verið í
brúðför Eggerts það surnar og
dvalið með honum á Espihóli
í Eyjafirði.
Jóhanna fer að Grímsstöðum
á Fjöllum vorið 1864
til Bjöms Gíslasonar er bá bjó
þar, ágætur maður og mikilhasf-
ur- Þar er hún vinnukona í tvö
ár og fer þaðan að Brú á Jökui-
dal 1866. Kristján virðist hverigi
nærri, er senniiega í Eyjafirði
þetta sumar. Fyrir utan það sem
hér blasir við um samband
þeirra Kristjáns og Jóhönnu,
hafa menn talað um brennheit
ástarbrélf frá henni til Kristjánsi,
en gizkað á lítil andsvör af
hans hendi. Það væri gott ef
þau bréf væru til, sem ég efast
um að sé- En það kemur ein
merkileg heimild í ljós um þetta
efni- Guðný Pétursdóttir á Snæ-
landi í Kópavogi átti tal við mig
út af ritmennsku um Kristjón
og sagði mér þá, að föðurmóðir
sín, hin gáfaða kona Þóra Ein-
arsdóttir, kennd við Fögruhlíð,
hefði sagt það, að Kristján hefði
verið á Brú og töldust þau þá
heitbundin Kristján og Jóhanna.
Þar var Þóra til staðar og mátti
bera um þeirra samband, sem
hennd fannst þurrlegt á Krist-
jáns hlið, og hefði varla verið
von að Kristján hefði viljað eiga
þá konu, og lét hún nokkra
orðgnótt fylgja sem henni var
ríkulega gefin. Þetta verður ekki
hrakið, svo áreiðanleg var Þóra
um alla frásögn- Hins vegar
finnst Þóra ekki í heimilisfestu
á Jökuldal efra, þessi ár, sem
hér um ræðir, en hún átti þar
frændfólk og var kona oft á
kynnisleið, þar sem víðar. Þó
er hún þó ung stúlka- Þetta hefur
orðið að vera 1868 eða kannski
ekki fyrr en Kristján er al-
kominn úr skóla, 1868. Úr þvi
verður tæplega skorið, en þvi
má bæta við að Jóhanna fór
ekiki í Bi-ú 1866 ti'l að gifta sig-
Ef til vill hefur henni verið
stjakað burtu af Fjöllunum í
tæka tíð- Það var vani hrepps-
nefnda að gera ekki aðkomu-
fólk sveitlægt og enginn veit
hvaða erfiðleikum þau kunna
að hafa átt að mæta, Kristján
og Jóhanna, í þessu efni á Fjöll-
um. Það, sem hér er víst, er
það, að Kristján er kominn til
Vopnafjarðar suimarið 1868 og
þann 9. sept- er dagsett kvæði
til Kristjáns Eldjáms eftir hann.