Þjóðviljinn - 24.12.1969, Síða 33

Þjóðviljinn - 24.12.1969, Síða 33
J ÓLABLAÐ — 33 DANSINN DUNAR Dansánn er sagður j'alnigam- all mannkyninu. Og cians hverr- ar kynslóðar endurspeglar við- borf hennar til lífsins. Hann er ósjálfráð viðbrögð, líkt og kveðskapur og tónlisf, og játn- ing þess, sem manneskjunni býr innan rifja. Rokk og bítla- dansæði væri óhugsandi með- al landnema, sem stefna að á- kveðnu. torsóttu marki. Til- burðir nútímafólks í dansá end- urspegla upplausn og óvissiu. Margar frumstæðar þjóðir bafa ið'kað dansa, sem áttu að vera eftirlíking af hreyfingum ýmissa dýra og báru nafn af því. í Suður-Afríku er til Vatnaliestadans, sem er að likindum ekki sérstaiklega fim- legur. Indíánar dönsuðu Buffla- dans. fbúar Filipseyja höfðu skáldle'gra ímyndunarafl og fundu upp Bylgjudans, sem átti að líkjast öldum hafsdns. En „sagan endurtekur sig“. Amer- íkumenn fundu upp á því snemma á þessari öld að dansa Bjarndýradans, Kalkúnadans, Seladans og Pokadýradans. ítais'ki þjóðdansinn Tarant- ella á að hafa orðið þannig til: f Appúlíu er könguló, sem heitir tarantella oig bit henn- ar eitrað. Var það hjátrú, að ef kvikindi þetta biti menn. ýæri það eina ráðið. að þeir dönsuðu, sem óð'ir væru. Hófst dansinn hægt og stillilega, en ákafinn óx þar til dansendum- iþ voru orðnir sem trylltir og áuttu loks niður af þreytu. Eft- ir andartaksihvíld spruttu þeir á fsetur með enn meiri ham- forum. Þessd dans bireiddist út um alla ftalíu. En eftir að trú- in á læknih'gamátt hans leið undir lok. varð hann að sjálf- sögðu hóflegri. Dansæði gerði stundum vart við sig á hallæris- og direp- sóttartímum miðaldanna. Gerð- ist þetta til dæmis í Rínar- löndum rétt eftir Svarta dauða árið 1374. Þá dansaði fólk dag og nótt úti um akra og engi og þóttist sjá himnana opna. Æð- isgenginn máinnfjöldinn flykkt- ist til Sanktl Vitusar kapell- unnar i Zabern. Var jafnan heitið á þann dýrling þegar dansæði gerði vart við sig. Æði þetta vai líka nefnt Vítus- ardans. Trúlegt eir að öskur og skirækir hafi^fylgt múgæð'inu. Annars eðlis vsr dans. sem varð til í Miinchen um það leyti, sem pláigunni var að létta. Borgarbúar voru, að vonum, djúpt sokknir í eymd og vonleysi. Þá var það. að ílátasmiðir borgarinnar tóku sig til og buðu hörmiungiunum byrginn á óvæntan hátt. Þeir . komiu saman á torginu og döns- uðu eftir glaðlegum hljóðfæra- . slætti. Þátttaika varð eihhver, þrátt fyrir sorg og söknuð. Og upp frá því minntust boirgar- búar þessiara lífsglöðu mianna sjöunda hvert ár með því að dansa á götunum. Kallaðist það Beykisdans. Margar söigur fara af því, hve Spánverjar séu gefnir fyr- ir dans og hljóðfæraslátt. Fyrr á tímum brugðu þeir þvi jafn- vel fyrir sig að dansa við jarð- arf.airir. og var það að sjálf- sögðu með hátíðlegu sniði. Gamiall, spænskur þjóðdans nefnist Fandangó. Þar mun hafa verið allmikið líf í tusk- unum, því að dansinn vakti á sínum tíma reiði kirkjunnar. Einu sinni voru nokkrir prest- ar og frómir menn skipaðir til að gera ráðstafanir gegn hon- um. Enginn þessara manna hafði séð dansinn, en einn þeirra var svo samvizkusamur. að hann siagði. að jafnvel hið Ula yrðd að fá að verja sök sína. Kölluðu þeir á fyrir réttinn nokkur ungmenni til að sýna dansinn. En þá birá svo við, að<> dómendurnir urðu svo hrifnir, að þeir gleymdu hlutverki sínu og gengu með í dansánn. Svipuð saga er sögð af öðr- um spænskum dansd, Hirð- sveinadansinum. Hann var upp- haflega trúairleg aithöfn, sem fór fram í kirkjunni í Sevilla, og hélzt við fram á síðustu öld. Er honum þannig lýst: „Dansdnn hófst fimmtudaginn eftir fermingairhátíð og var iðk- aður í átta dagia. Fór hann fram um sólsetur, og var hvergi ljós nema í aðalkapellunni. Framan við altarið var klæði á gólfi. Þar stóðu tíu drengir i riddarabúningi frá miðöld- um. Allt í einu kváðu við hljóð- pípur, hom og strengjahljóð- færi, og drengimir tóku að diansa, hæigt og hátíðlega. Eftir litla stund hófu þeir söng, og hljóðfærasil'átturinn færðist í aukana. Drenglmir klöppuðu saman lófunum, og dönsuðu með vaxandi hraða, þar til úr því varð æðisgenginn hring- snúningur, sem hreif áhorfend- ur mjög“. Erkibis'kupinn í Sevilla setl- aði að banna þennan dans, en dómkirkjupres'tarnir og borgair- búar snerust á móti því. Skaut hann þá máli sínu til páfa. Páfinn var svo réttsýnn mað- ur, að hann kvaðst ekki geta skorið úr málinu, nema hann sæi drengina. Voru þeir þá sendir til Rómar. Páfinn varð svo hrifinn, að hann leyfði þeim að balda Hirðsveinadans- inum áfram. En til þess að móðga ekki erkibiskupinn, sagði hann, að dansinn skyldi lagður niður þegar riddarabún- ingar drengjanna væru gat- slitnir. En dóm'kirkjuprestarn- ir sáu við þessu. Þeir endur- nýjuðu hverja flík út af fyrir sig, jafnóðum og hún slitnaði. Þannig varð búningurinn aldrei útslitinn allur í einu. En sjálf- ur dansinn leið undir lok á öldinni, sem leið. Sérfiróðir menn bafa komizt að raun um. að 136 þjóðdans- ar hafi komið upp í Bæbeimi. þó að flestir séu nú gleymdir. Þar er Polka upprunninn, og um það er þessi saiga: Ung stúlka í sveitaþorpi, Anna Slezak, var svo glöð eitt sunnudaigskvöld, að hún fór að dansa syngjandi um torigdð, alein. Nágrannarn- ir þyrptust utian um hana og sáu, að þetta var áður óþekkt- ur dans. Allir vildu læra hann. og hún kenndi hann öllum með glöðu geði. Smám saman bairst hann út um alla álfuna og þótti alls staðar góð og hófleg skemmtun. Oðru máli var að gegna um dans, sem barst frá Póllandi og var jafnan kallaður Pólskur dans. Hann virðist ekki hafa verið m.eð öllu hættulaus því að svo er sagt, að „hjairta, lifur og lungu slitnuðu úr tengslum í hinum ofsalega hringsnún- ingi“, eins og það er orðað í gamialli bók. Fyrr á öldum var þannig dansað i Norður-Evrópu, að allir héldust í hendur og stigu dansinn hæigt og virðulega. Það er talið, að dansinn, með þeirri breytingu, að einstök „pör“ hringsnúist, hafi borizt þangað frá Póllandi á 15. öld. Þetta mæltist illa fyrir, því að þess- konar dans fór fram með feikna hraða, stökkum. hróp- um og lófaklappi. Sjálfur Lúth- er tók afstöðu í málinu og sagðist þrátt fyrir allt. ekki sjá sér fært að banna þennan dans í brúðkaupsvei zlum, þar eð dans væri gamall og góður siiður. f enstori bók frá þessum tím- um er svohljóðandi lýsáng á brúðkaupsvei zlum „Eftir að staðið er upp frá borðum, hefst hóreysiti máldl, svo að hriktir í bverju bandi. Brúðurin er leidd fram á gólfið, og samstundis duna,r dansinn, með snarsnún- ingi, sviptingum og pilsaþyt, svo að ætla mætti, að veizlu- gestimir væru djöfulóðir — Frá þeim tímum er þess líka víða getið i söignum og þjóð- sögum, að konur hafi dottið dauðar niður í dansi. Til dæm- ir á riddari nokkur að hafa látið dansa dóttur sína í hel í hegningarskyni fyrir það, að hún lagði hug á ótiginn mann. Síðar lagðist þessi umsvifa- mikli dans niður, og samkvæm- isdansar frönsku konungshirð- arinnar bárust út um Evrópu. Ballett, eða listdans, var upp- haflegia mjö'g hátíðleg atihöfn. Átti hann oft að sýna atburði úr goðafræði eða jafnvel biblí- unni. Veizla guðanna hét ít- alskur dians eftir aðalsmanninn di Botta. Þá vax og til dans, þar sem menn klæddust eins og kairdínálar, og einu sdnni voru „hinar sjö syndir“ úr biblíunni sýndar á danssviði. Fljótlega fór þó að bera á and- stöðu prestanna gegn þessu. Og þegar því var haldið fram til málsbóta, að Davíð konungur dansaði kringum sáttmálsörk- ina, sögðu þedr, að bölvun hvíldi yfir dansinum, síðan Salóme dansaði í velzlu Heiród- esar og varð Jóbannesi skír- ara að bana. Um miðja síðustu öld geisaði faraldur af dansæði á Mada- gaskar. Þessi plá-ga fór um alla eyna, og dansaði fólk í þús- undatali á þjóðvegum og torg- um. Það snarsnerist dag og nótt eftir trumbuslætti og hornablæstri. Fleiri og fleiri bættust við í hópinn, þar til enginn vissi, hverj ir voru óð- ir og hverjir, að nafninu til, allsgáðir. Um þetta leyti geis- uðu á eynnj harðvítugar trú- arbragðiadeilur og æsingiar voru í stjómmálum. Spámenn og töframenn fylgdu hópnum og reru undir. Lauk með því, að mikill hluti landsbúa á stóru svæði hringsnerist kringum stokka og steina, sem einhver átrúnaður var bundinn við. Að hálfum mánuði liðnum tók æð- ið að réna. Dansinn er kominn Danskinum frá. Danskurinn gaf okkur stjórnar- skrá. Margt hefur Danskurinn vel oss veitt, viljum þó kannast við lítið eitt — sungu íslendingar fyrir nokkrum áratugum. (Hedmildir, m.a. Dagligt liv i Norden, eftir Tr. Lund). ef þér þurfið á prentvinnu að Kalda, þá leitið upplýsinga hjá okkur. alls konar prentun, stór og smá, einlit og fjöllit. prentsmiðjon O D DI h.f. Bræðrahorgarstíg 7. Sími 20280 — 3 línur. *

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.