Þjóðviljinn - 30.05.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.05.1972, Blaðsíða 1
DJOÐVILIINN Þriðjudagur 30. mai 1972 — 30. árgangur — 117. tölublað. Rœtt við Ragnar um þingið, flokk- inn og blaðið. Sjá opnu Þing Verkamannasambands Islands: Aldrei betri kaupmáttur 12 kaupskip hafa stöðvazt Ekki hefur sáttafundur verið boðaður i stýrimannaverkfallinu. Stöðvast nú daglega kaupskip hér i Reykjavíkurhöfn af völdum þessa verkfalls og ennfremur I höfnum úti á landi. Þegar hafa stöðvazt hér i Reykjavik Skaftafell, Litlafell, Disarfell, Stapafell, Helgafell, Esja, Langá og Selfoss. f dag koma hingað til Reykjavikur Ira- Fram vann Víking 1:0. Nánar í blaðinu ó morgun foss og Dettifoss og á morgun Reykjafoss. Hekla hefur stöðv- azt á Reyðarfirði, en Herjólfur hafði undanþágu i gær til mjólkurflutninga milli Reykja- víkur og Eyja. Stýrimenn hafa verið sakaðir um að hafa framkvæmt ólöglegt verkfall, og hafa skipaeigendur kært þetta verkfall fyrir Félags- dómi. í gær mættu lögfræðingar deiluaðila fyrir Félagsdómi og lögðu þar fram gögn i málinu. Við vengulega málsmeðferð i Félags- dómi tekur þrjár til fjórar vikur að kveða upp dóm i málum. Mögulegt er þó að kveða upp dóm að tiu dögum liðnum. Þjóðviljinn náði tali af Sævari Guðlaugssyni varaformanni Stýrimannafélags tslands og innti hann eftir lögmæti verkfallsins. „Samkvæmt félagslögum St- ýrimannafélags Islands var okkur skylt að bera samningana upp á félagsfundi og voru samn- ingarnir felldir þar. Þá stóð atkvæðagreiðsla yfir i viku og greiddu þannig 48 stýrimenn atkvæði um samningana af 120 starfandi félögum á kaupskipa- flotanum. Meiri hluti þessa hóps felidi samningana og var þetta lögmæt þátttaka. Heldur hafa samningafundir verið strjálir og hafa fjórir samn- ingafundir verið haldnir siðan samningar voru felldir á félags- fundi um 20. april. Siðan verkfall var boðað hafa tveir sáttafundir verið haldnir”, sagöi Sævar.g.m. Blaðinu barst seint i gærdag greinargerð um þetta mál frá Vinnuveitendasambandi íslands og Vinnumálasambandi sam- vinnufélaganna. Þar staðhæfa þessir aðilar að stýrimannaverk- falliðsé ólöglegt þar sem það hafi við frágang samninga i vetur verið fastmælum bundið að taka úrslitum sameiginlegrar at- kvæðagreiðslu allra farmanna- félaganna, en ekki hvers félags fyrir sig. SÍÐUSTU FRÉTTIR Um miðnætti s.l. ákváðu deiluaðilar að verkfalli stýrimanna á kaupskipaflotanum verði frestað i viku, eða til mánudagsins 5. júni. Ák v ö r ð u n i n u m frestunina var gerð til að gefa Félagsdómi ráðrúm til að kveða upp dóm varðandi ágreining þann, sem risinn er milli deiluaðila um lögmæti verkfallsins. búningi Lesandinn heíar nú fyrir framan sig offsetprentað eintak Þjóðviljans. Þjóðviljinn verður frá og með þessu tölublaði prcntaður reglulega i hinni nýju prentsmiðju blaðauna, Blaða- prenti h.f. Eins og lesendur munu sjá er ekki aðeins breyting á Þjóö- viljanum að þvi er tekur til prentunar og útlits. Einnig hefur orðiö breyting á efnis- niðurröðun blaðsins I talsverö- uin mæli. Við vonum að ies- endur taki breytingunum vel og skorum á þá að tryggja blaðinu nýja áskrifendur I tilefni dagsins, útkoinu Þjóðviljans I offestprcnti. Aldrei betri kaupmáttur almennra verkalauna en I dag, segir Verkamannasambandiö. Kaupmáttur timakaups almenns verkafólks hefur ekki i annan tima orðið meiri en um þessar mundir, né vikukaupsins, segir i ályktun um kjara- mál, sem samþykkt var á fimmta þingi Verka- mannasambands ísiands núna um helgina. Þá telur þingið, að sú stefnumótun um iaunajöfn- uð, sem sigraði i samningum 4. desember siðast- liðinn. bafi enn ekkr nándar nærri skilað þcim árangri, sem nauðsynlegt er að tryggja, ef lág- launastéttirnar eiga að geta lifað mannsæmandi lifi af hóflegum vinnudegi. Fimmta þing Verkamanna- sambands tslands var haldið I Reykjavik á laugardag og sunnu- dag. Forseti þingsins var Her- mann Guömundsson formaður Hlifar I Hafnarfirði og varafor- setar Óskar Garibaldason for- maður Vöku á Siglufirði og Jóna Guðjónsdóttir formaður verka- kvennafélagsins Framsóknar i Reykjavik. Stjórnin Formaöur sambandsins var kjörinn Eðvarð Sigurðsson. Hefur hann verið formaður siðan sam- bandið var stofnaö fyrir átta árum. Þá var Hermann Guð- mundsson kjörinn varaformaður i stað Björns Jónssonar, sem hefur gegnt varaformannsstörf- um frá stofnun sambandsins. Þá var ritari kjörinn Karl Steinar Guönason formaður verkalýðs- og sjómannafélags Keflavikur og Björgvin Sigurðsáon kjörinn gjaldkeri stjórnar sambandsins fyrir árin 1972 og 1973. Aðrir i stjórn voru kjörnir Björn Jóns- son, Guðmunda Gunnarsdóttir, Vkf. Snót i Vestmannaeyjum, Herdis ólafsdóttir, Vlf. Akraness, Jóna Guðjónsdóttir, Vkf. Fram- sókn, óskar Garibaldason, Vöku, Pétur Sigurðsson, Baldri á Isafirði og Sigfinnur Karlsson, Vlf. Norðfirðinga. Nokkrar breytingar urðu i stjórn sambandsins. Björgvin Sighvatsson frá Baldri á tsafirði og Ragnar Guðleifsson frá Vlf. og sjómf. Keflavikur gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Þá gaf Anna • Pétursdóttir ekki kost á sér i varastjórn. g.m. Ferjumaður drukknaði Hilmar Simonarson, ferjumaður Hriseyjar- ferjunnar drukknaði á laugardagsmorgun. Ferjumaðurinn hafði siglt bát sinum frá Litlu- Árskógsströnd og ætlaði hann til Hriseyjar. Hilmar var einn i bát sinum, og likur benda til, að hann hafi fallið út- byrðis og drukknað, þvi báturinn fannst á reki mannlaus. -úþ vúmu/m í nýjum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.