Þjóðviljinn - 30.05.1972, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 30.05.1972, Blaðsíða 13
w Þriðjudagur 30. mai 1972 — ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Keflvíkingar áttu ekki í erfiðleikum með í A Keflvikingar áttu ekki i neinum erfiðleikum með Skagamenn i fyrsta leik íslandsmótsins sem fram fór uppá Akranesi sl. laugardag. Sigur þeirra 3:1 var sanngjarn, þótt segja megi að hann hafi ef til vill verið marki of stór. Það var fyrst og fremst ÍA- vörnin sem brást algerlega i þessum leik, og hvað eftir annað opnaðist hún eins og flóðgátt. Þá voru tengiliðiT Keflvikinga mun virkari og réðu vallar- miðjunni svo til alveg. Leikurinn var heldur daufur allan fyrri hálfleikinn og það gerðist ekkert markvert fyrstu 20 minútur leiksins. Marktækifæri voru engin og svo virtist sem leik- menn væru heldur áhugalitlir um verkefni sitt. Svo á 20. minútu áttu Skaga- menn bezta marktækifæri sitt, þegar Björn Lárusson komst einn innfyrir tBK-vörnina og átti bara markvörðinn éftir, en skot hans hitti ekki markið. Næst gerðist það markvert, að Einar Guðleifsson markvörður IA varði af hreinni snilld skot frá Steinari Jöhannssyni af stuttu færi. Annað markvert gerðist ekki i fyrri hálf- leik, annað en það að Keflviking- ar skoruðu mark, sem dæmt var af vegna brots á Einari mark- verði tA. Skagamenn komu mjög ákveðnir til leiks í siðari hálfleik og tóku leikinn algerlega i sinar hendur um stund. Teitur Þórðar- son, bezti maður tÁ-liðsins i þess- um leikátti mjög gott marktæki- færi á 49. minútu, en skot hans var naumlega varið i horn. Skagamenn sóttu ákaft næstu minúturnar, eða þar til á 60. minútu að dæmd var hornspyrna á IA. Boltinn barst fyrir markið og til Steinars Jóhannssonar, sem var óvaldaður við markteig og hann skoraði glæsilegt mark 1:0. Skagamenn hófu þegar sókn, sem endaði með þvi að Ástráður Gunnarsson bakvörður IBK bjargaði á linu skoti úr mikilli þvögu i vitateig tBK. En nú var skammt stórra högga á milli. A 64. minútu fékk ungur og efnileg- ur nýliði i tBK-liðinu Albert Hjálmarsson boltann og óð með hann uppundir vitateig IA, en öll lA-vörnin hopaði undan honum og á vitateigslinu skaut hann og bolt- inn hafnaði efst i markhorni tA- marksins 2:0. Næstu 10 minúturnar gerðist ekkert markvert, en á 74. minútu átti Steinar Jóhannsson skot i stöng af stuttu færi eftir hroðaleg varnarmistök hjá IA. Svo á 76. minútu framkvæmdi Haraldur Sturlaugsson aukaspyrnu til hli.ð- ar rétt utan vitateigs og sendi til Matthiasar, sem sneiddi boltann i markið með skalla 2:1. En Keflvikingar höfðu ekki sagt sitt siðasta orð, og á 81. minútu urðu enn mikil mistök i tA-vörninni og þau notfærði Steinar Jóhannsson sér og skoraði 3ja mark IBK. bessi urðu lokaúrslit leiksins og var sigur Keflvikinga fyllilega sanngjarn. Þeir börðust allan leikinn og unnu fyrir hverjum bolta, en Skagamenn virtust al- gerlega áhugalaustir. Þeir Karl Hermannsson og Grétar Magnús- son voru beztu menn IBK, ásamt Einari og Guðna Kjartanssyni. Þessir 4 menn voru máttarstólpar liðsins. Steinar Jóhannsson er alltaf hættulegur sóknarmaður og Eyleifur á hér í höggi við þrjá varnarmcnn ÍBK en þeir höfðu betur að þessu sfnni eins og svo oft í leiknum sama má segja um Friðrik Ragnarsson. Af Skagamönnunum bar Teitur Þórðarson af. Hann var sá eini sem barðist eins og Keflvikingar gerðu. Þá gerðu Skagamenn þá skyssu að setja Jón Alfreðsson sem bakvörð, i stað þess að láta hann leika sem tengilið, sem er hans staða og fyrir bragðið réðu Keflvikingar algerlega miðju vallarins. Þeir Haraldur og Björn Lárusson náðu þar aldrei neinum tökum. Aftasta vörnin, að Þresti Stefánssyni undanskildum, var mjög léleg og það svo, að maður hefur vart séð hana svo lélega fyrr. Dómari var Guðmundur Haraldsson og dæmdi mjög vel að vanda, nema hvað mér fannst hann of fljótur á sér með gula spjaldið við Matthias Hallgrims- son. Þaðer nefnilega ekki svo litið hlutverk sem þetta gula spjald leikur orðið i knattspyrnunni hjá okkur. — S.dór. r Ovæntasta af öllu óvæntu Þaö munu ár og dagar síðan úrslit úr knattspymu- kappleik hér á landi hafa komið jafn mikið á óvart og úrslitin úr leik Breiða- bliks og iBV á sunnudags- kvöldið. Hver hefði trúað því fyrir fram# að Breiða- blik myndi vinna þennan leik og það 3:2 eins og raun varð á? En svona er knatt- spyman. Sennilega hafa Eyjamenn vanmetið „Blikana" algerlega, enda spáðu leikmennirnir sjálfir 6:0 sigri heimamanna. Leikurinn var mjög vel leikinn af beggja hálfu og þó einkum, Breiðabliks-liöinu, sem náði þarna mjög góðum leik, þrátt fyr- ir allt taugastriðið sem það hafði kostaö liðiö að biöa i tvo daga eft- ir að komast til Eyja. Veður til keppni var mjög gott og áhorf- endur margir, enda búizt við miklu af heimamönnum. Það liðu heldur ekki nema 14 minútur þar tii þeir höfðu ástæðu til að fagna sinum mönnum, er Óskar Valtýsson skoraði stór- kostlegt mark af 30 m. færi 1:0. En aðeins 3 minútum siðar varð Magnús Guðmundsson mark- vörður KR hefur misst af knettin- um en þeir Hörður Hilmars- son, einn bezti maður Valsliðsins og Ingi Björn sækja þarna aö honum, cn ekkert varð úr. þessi gleði að engu, þegar ólafur Friðriksson jafnaði fyrir Breiða- blik. Markvörður tBV varði skot hans, en missti boltann frá sér og náði honum aftur, en þá fyrir inn- an marklinu að dómi linuvarðar, sem var úr Eyjum. Þannig var staðan i leikhléi, en á 56. min. skoraði Hinrik Þór- hallsson mark, sem var ekki siður fallegt en mark óskars Valtýs- sonar. Þrumuskot hans af 30 m færi hafnaði efst i markhorninu 2:1. Og á 77. minútu skoraði Heiðar Breiðfjörð 3ja mark Breiðabliks eftir að markvörður hafði fyrst varið skot en misst boltann frá sér og þá var bjargað á linu, en boltinn hrökk til Heiðars, sem skoraði. Nú hreinlega gáfust Eyjamenn upp og iögöust i vonleysi. En von þeirra lifnaði aftur á 80. minútu er Guðmundur Jónsson skoraði sjálfsmark hjá Breiðabliki og staðan oröin 3:2. Þær 10 minútur sem eftir voru sóttu Eyjamenn stift en tókst þó ekki að skora, enda vörðu Breiðabliksmenn for- skotið af eldmóði. Breiðabliks-liðið lék mjög vel þennan leik og átti sigurinn fylli- lega skilið. Hitt er annað, að Eyjamenn geta sjálfum sér um kennt að miklu leyti, vanmat er nokkuð, sem ekkert lið hefur efni á. Þessi sigur Breiðabliks og Einnig KR yfir Val, setur heldur betur strik i reikninginn hjá þeim, sem reyndu að spá, fyrir um úr- slit þessa Islandsmóts. Þeir sem sáu leik Breiðabliks i Eyjum full- yröa að þetta lið verði ekki i neinni fallbaráttu. Dómari leiksins i Eyjum var Valur Benediktsson en linuverðir báðir voru úr Vestmannaeyjum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.