Þjóðviljinn - 30.05.1972, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.05.1972, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 30. mai 1972 —ÞJÓÐVILJINN—SÍÐA 11 eru samsvarandi skattstofnar nú 7 talsins. Þessar breytingar eru fyrsti á- fanginn að þvi marki að gera skattkerfið miklu einfaldara en áður var og þar með ódýrara í álagningu og innheimtu — og skiljanlegra öllu venjulegu fólki. Auk þess sem einföldun kerfisins er algert skilytði fyrir því, að unnt verði að koma á þeirri skip- an, að menn greiði skatta af tekj- um sínum um leið og þeir vinna fyrir þeim. Af málum sem fjallað var um á þingi, en ekki náðu fram að ganga í vetur má einkum nefna þingsályktun um raforkumál, sem miðar að því að tengja sam- an orkuvei tusvæðin og endur- skipurskipuleggja direifingu ork- unnar frá grunni, — einnig frum- varp um endurskipulagningu heilbrigðisþjónustunnar og stofn- un heilsugæzlustöðva — en bæði þessi mál verða í sumar til um- ræðu hijá þeim sem þau helzt snerta og verða svo væntanlega afgreidd snemma á næsta þingi. í þinglok var einnig lagt fram frumvarp um hlutdeild ríkisins í byggingu og rekstri dagheimila og leikskóla. Dagvistunarheimili eru nú aðailega byggð og rekin af sveitarfélögum, en með stór- auknum fjárstuðningi ríkisins við þessa starfsemi er þess að vænta að eitthvað greiðist úr því neyð- arástandi sem ríkt hefur í þess- um málum. Sama máli gegnir tun frum- varpið um framleiðsluráð land- búnaðarins og sexmannanefnd, sem felur í sér breytta stefnu í landbúnaðarmálum og miðar m. a. að því að bændur semji beint við ríkisvaldið um kjör sín. UPPLAUSN í STJÖRNARLIÐINU? — Hvernig hefur samstarfið innan stjórnarflokkanna gengiðP — Tvímælalaust mjög vei. Stöðugur áróður Morgunblaðsins um upplausn og óeiningu í stjóm- arliðinu er ekkert annað en heila- spuni ritstjóranna, sprottin af ósk- hyggju, og jafnframt ætlaður til að breiða yfir hinn magnaða á- greining sem ríkir innan Sjálf- stæðsfliokksins. Auðvitað koma allaf upp ýmis ágreiningsefni — annað er óhugs- andi! En aðalatriðið er, að á- greiningsefnin hafa almennt ver- ið leyst af lipurð og gagnkvæm- um samstarfsvilja án nokkurra geðshræringa. Það er ekkert leyndarmál, að tæpt stóð með frumvarpið um Sölustofnun lagmetisiðjunnar — þar eð fáeinir stuðningsmenn stjórnarinnar vildu ekki fella sig við, að ríkið skipaði þrjá af fimm stjómarmönnum stofnunarinnar. Þeir viidu auka aðiid framleið- enda að stjóminni úr tveimur fuiltrúum í þrjá og þar með gefa þeim hreinan meirihiuta. Hins vegar töldum við ekki forsvaran- legt annað en að ríkið hefði fuila stjórn á þessu stórfyrirtæki, með- an svo stendur á, að ríkið leggur til þess allt fjármagn eða sem nemur á annað hundrað miijón- um. En frumvarpið náði þó ör- ugglega fram að ganga og ákvæð- ið umdeilda var samþykkt með öruggum meirihluta, þar sem Al- þýðuflokksmenn í neðri deild reyndust okkur sammála um þetta atriði. FLOKKSBÖND BRESTA — Er ekki fremur sjaldgxft, að flokksbönd bresti, þegar at- kvxði eru greidd um meiriháttar mál? — Jú. Það sem tii dæsmis gerð- ist við atkvæðagreiðslu um nið- urfellingu vegaskattsins á Reykja- nesbraut var mjög óvenjulegt: Þá þverklofnuðu ailir flokkar. Þing- menn Suðurlands hlupu undir bagga með sjö þingmönnum úr Reykjaneskjördæmi og hjáipuðu þeim að afnema gjaldið á Reykja- nesbrautinni til að komast hjá því, að svipað gjald yrði sett á hraðbrautina austur í sýsiur. Þingmenn utan af landi voru hins vegar almennt á móti afnámi vegaskattsins og töldu ástæðu- laust, að bíleigendur sem verða að skrölta á lélegum vegum úti tun land verði látnir standa undir hraðbrautarframkvæmdum út frá Reykjavík með hækkuðum ben- sínskatti. En úrslitin urðu sem sagt þau, að vegagjaldið var af- numið með 27 atkvæðum gegn 25. Sjö sám hjá. 159 MÁL AFGREIDD — Draga þingmenn nú ekki andann léttar, eftir þá stanzlausu fundi, sem voru síðustu daga þingsins? — Jú, ætli það ekki. Annars er það hjá mér eins og sjálfsagt mörgum öðrum, að óleyst verk- efni hafa hlaðizt upp, meðan litlu öðru en þingstörfum hefur verið unnt að sinna, svo að mér sýnist ég hafa sízt minna að gera á næsm vikum og mánuðum. — Nú hlýtur að vera núsmik- ið að gera á þingi á hinum ýmsu tímum? — Já, í þetta sinn var einna rólegast um miðjan veturinn. En undir vorið var farið að afgreiða í stórum stíl úr nefndum hin ýmsu mál, sem send höfðu verið til umsagnar í ótal áttir. Það kost- ar mikii fundahöld og margar heimsóknir utanþingsmanna á nefndafundi, þegar verið er áð reka smiðshöggið á hin ýmsu mál, en Alþingi afgreiddi i vetur 92 lög og 46 þingsályktanir. Auk þess var vísað til ríkisstjórnarimi- ar 21. frumvarpi og þingsálykt- unum. Eftir vora þá 48 óútrædd frumvörp og 55 þingsálykrunar- tillögur. HELZTU MENNTAMÁLIN Flestir þingmenn Alþýðubanda- lagsins hafa gegnt formennsku í þingnefndum í vetur. Fjárveit- inganefndin er langmesta starfs- nefnd þingsins, fjallar m.a. um fjármálin og vegaáœtlun og hún hefur verið undir forustu Geirs Gunnarssonar. Hjá mér hefur annríkið á þingi verið mest vegna formennsku í menntamálanefnd og fjárhagsnefnd efri deildar. Nokkur helztu menntamáiin, sem við höfum fjaliað um, eru breyt- ingar á lögum um Háskóla ís- lands, sem taisverður styrr stóð um meðal háskólamanna, ný lög um Árnastofnun, þ. e. stofnun Árna Magnússorutr á íslandi, um Tcskniskóla íslands og íþrótta- kenrtaraskóla íslands og staðsetn- ingu þeirra og um jöfnun náms- kostnaðar, sem veita mikilvæga aðstoð þeim námsmönnum, sem sækja þurfa skóla langan veg úr héraði, en í þessu frumvarpi fólst einnig heimild til að styrkja nem- endur í framhaldsskólum, sem búa við þröngan fjárhag. Þetta er mjög merkileg viðbót við lög- in um námslán og námsstyrki, sem fyrst og fremst era miðuð við framhaldsmennrun að loknu stúdentsprófi og einnig vora til meðferðar á þinginu í vetur með þeim árangri, að nemendur Vél- skóla íslands og Stýrimannaskól- anna voru teknir inn í lánakerfið. Var það að sjálfsögðu gert með sérstakri hliðsjón af því, hvílík knýjandii þörf er á því fyrir ís- lendinga með stóraukinni sjósókn í kjölfar útfærslu landhelginnar að eiga velmenntaða sjómanna- stétt. Jafnframt var ákveðið, að námslaunakerfið í heild yrði tek- ið til endurskoðunar. Mennta- málanefnd afgreiddi samtals 17 framvörp, m.a. frumvarpið um Þjóðleikhúsið, sem strandaði þó í neðri deild á síðasta snúningi. NÝIR LIÐSMENN Á ÞINGI — Það hafa orðið miklar breyt- ingar í þingliði Alþýðubandalags- ins. — Það hefur verið ferskur svipur yfir þingflokknum í vetur og ákaflega góður samstarfsandi. í fyrra bættust í hópinn þrír þingmenn, sem ekki hafa áður setið á þingi og fluttu með sér ný barárramál og nýjar hugmynd- ir: Helgi Seljan hefur mikið látið sig skipta ýmis félagsmál og bind- indismál, Garðar Sigurðsson hefur mest verið í sjávarútvegsmálum enda formaður sjávarútvegsnefnd- ar neðri deildar, og Svava Jakobs- dóttir hefur aðallega verið í félags- og menningarmálum. Hún vann mikinn sigur, þegar tillagan, sem hún var 1. flutningsmaður að, um endurgreiðslu söluskatts af bókum til rithöfunda var samþykkt í hörkuatkvæðagreiðslu, þar sem stóru flokkarnir tveir þverklofn- uðu. Og hún vann a.m.k. hálfan sigur með hinu stórmerka fram- varpi sínu um Jafnlaunaráð, sem ekki komst þó alla leið í þetta sinn. Þá hafa óvenjulega margir varaþingmenn komið Inn á þessu þingi og látið mjög mikið að sér kveða: Bjarnfríður Leósdóttir, Haukur Hafstað, Jón Snorri Þor- Jeifsson, Karl Sigurbergsson, Sig- urður Blöndal, Sigurður Magnús- son, Stefán Jónsson og Skúli Alexandersson. Af málum, sem þeir fluttu og náðu samþykki, má nefna breytingu á iðn- fræðsluiögunum, sem Sigurður Magnússon flutti og gjörbreytir fjárhagsiegri stöðu Iðnnemasam- bandsins og þingsáiyktunartillögu Bjarnfríðar um handbók laun- þega. VALDDREIFING OG ENDURNÝJUN En það hefur ekki aðeins verið mikil endurnýjun í þingliði Al- þýðubandaiagsins. Flokkurinn hefur strangar endurnýjunarregl- ur og í samræmi við þær urðu mjög veruiegar breytingar á fram- kvæmdastjórn og miðstjórn flokksins á landsfundinum í liaust — en þá var skipt um nímlega þriðjung miðstjórnar. í verar hef- ur þingfl. Alþýðubandalagsins einnig fylgt þeirri meginreglu að skipta um menn í öJlum ráðum og nefndum, sem Alþýðubanda- lagið á rétt á að rilnefna í — ef menn hafa verið þar lengur en tvö kjörtímabiL Alþýðubandalagið hefur ein- mitt skipulagslega sérstöðu meðal íslenzkra stjórnmálaflokka að þessu leyti: þar hefur verið leitazt við í ríkari mæli en annars stað- ar að dreifa valdinu og þar hef- ur verið sraðlað að stöðugri end- urnýjun í trúnaðarstöðum. Ég er ekki í minnsta vafa um, að hvort tveggja gerir fiokkinn að virkara baráttutæki. — Er flokksstorfið nógu öfl- ugt? — Nei, það er hverju orði sannara, að svo er ekki. Einkum er starfið á vegum flokksdeild- anna alltof Jítið og fábreytilegt. Hins vegar hefur margt verið að gerast einmitt nú síðustu mánuð- ina, sem horfir til bóta. Við höf- um nýlega flutt inn í nýtt hús- næði að Grettisgöra 3 og þar er að skapast ágæt aðstaða til skrif- stofuhalds og félagsstarfsemi. Nú hefur flokkurinn framkvæmda- stjóra, og fréttabréf frá fram- kvæmdastjórn er nú gefið reglu- lega út — en þar er gerð grein fyrir því helzta sem á döfinni er og flokkinn varðar. Núna jæssa dagana gengst Al- þýðubandalagið fyrir almennum fundum víðs vegar um land og þess er að vænta að tengsl mið- stjórnar við flokksdeildirnar muni nú fara vaxandi. STÆRSTA VERKEFNIÐ — Hvað eru mikilvœgustu verkefni flokksins á ruestunni? — Á því er ekki minnsti vafi, að það sem skiptir meira máli en nokkuð annað í flokksstarfinu nú á næsra vikum er Þjóðviljinn. Blaðið er nú offsetprentað, en Jxið gerar ekki orðið til frambúð- ar nema okkur takist að ná sam- an meira en tveimur miljónurn króna á ruestunni til að greiða hlut Þjóðviljans í hinu nýja stór- fyrirtæki Blaðaprenti h.f. og standa undiir öðram kosraaði við breytingarnar. Þennan aðgangs- eyri verða sraðningsmenn blaðs- ins að greiða með sameinuðu á- taki. Önnur Ieið er ekki til. Það kemur í okkar hlut að lyfta blað- imt yfir Jxtnnan erfiða þröskuld og inn í hina nýju tækni. Nú eins og fyrr er augljóst, að hreyfingin stendur og fellur með því að eiga sér öflugt og gott blað. Strax á fyrstu tveimur dögun- um eftir að söfnunin hófst, höfðu yfir tíu einstaklingar skrifað sig fyrir 25 þús. króna hlutabréfum í Prent h.f. og mjög margir keypt 5 og 10 þúsund króna bréf — og gefa Jæssar undirtektir vissu- lega góðar vonir. Að sjálfsögðu er ekki mögulegt fyrir alla að leggja fram svo stór- ar Lipphæðir, en við leggjum sér- staka áherzlu á það, að Aiþýðu- bandalagsmenn sem vilja láta af hendi minni upphæðir geri það með því að kaupa hlutabréf með sameiginlegu átaki á nafni Al- þýðubandalagsfélaganna á hverj- um stað. Að öðu leyti er það tvímæla- laust mikilvægasta verkefnið að treysta tengslin við hinn vinnandi fjölda. Sósíalískur flokkur má aldrei sökkva sér alveg á kaf í stjórnarstörfin. Hann verður alltaf að heyja baráttu sína bæði innan kerfisins og utan við J>að. Sér- staklega þurfum við að stórauka starf okkar í verkalýðshreyfing- unni, á vegum hernámsandstæð- inga og í öðrum alþýðuhreyfing- um, sem þurfa að veita ríkis- stjórninni bæði styrk og aðhald. HYAÐ VAR HELZT AÐ GERAST INNAN YEGGJA ALÞINGIS?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.