Þjóðviljinn - 30.05.1972, Side 14

Þjóðviljinn - 30.05.1972, Side 14
14.SIÐA — ÞJÓÐVILJINN— Þriöjudagur 30. mal 1972 KR komá óvart gegn Val Ungu Ijónin úr KR komu sannarlega á óvart i sínum fyrsta leik í islandsmótinu. Sigur þeirra yfir Vals- mönnum 2:1 var engin til- viljun og það var ódrepandi baráttuvilji/ sem færði KR- ingum þennan sigur. Hitt er annað mál að jafntefli hefði verið sanngjörnustu úrslit þessa leiks og dómaramistök komu i veg fyrir að Valur næði jafn- tefli. Það er alltaf leiðin- legt þegar þau verða til þess að lið tapar á þeim stigi. Þessi dómaramistök áttu sér stað á siðustu minútu leiksins. Hermann Gunnarsson komsteinn inn fyrir KK-vörnina og ætlaði að leika á Magnús Guðmundsson markvörð KR, sem kominn var útfyrir vitateig. Magnús henti sér þar fyrír fætur Hermanns og greip um þá, en Hermann náði að iosa sig og senda boltann i net- ið. Hannes Þ. Sigurðsson, sem var illa staðsettur til að sjá þetta brot, kom aðvifandi og dæmdi brot á Hermann rétt utan vita- teigs, en fyrir hvað? Það vissi enginn nema Hannes. Fyrri hálfleikiir var i daufara lagi og ekkert markvert gerðist fyrr en á 43. minútu að Alexander Sigurður Uagsson gripur hér boltann, eftir skot frá Atla Héöinssyni hinum skemmtilcga sóknarmanni KR. Atli skoraði sigurmark KR. Jóhannesson skoraöi eina mark Vals, eftir misheppnað úthlaup hjá Magnúsi Guðmundssyni markverðí. Annað úr fyrri hálf- leik getur ekki talizt markvert. Siðari hálfleikurinn var aftur á móti fjörugri. Það voru ekki liðn- ar nema 2 minútur af honum þegar Björn Pétursson, hinn skemmtilegi leikmaður, skoraði fyrir KR og jafnaði þar með 1:1. Og minútu siðar bjargaði bak- vörður KR, Baldvin Eliasson á linu, skoti frá Ingvari Elissyni. Á 64. minútu átti Ingi Björn skot i stöng og þaðan hrökk boltinn til Bergsveins Alfonssonar, sem skaut i Magnús markvörð og af honum hrökk boltinn i horn. A 70. minútu átti Gunnar Gunnarsson leikmaður KR skot i stöng og Sig- urður Dagsson náði að gripa bolt- ann i frákastinu. En svo á 83. minútu skoraði Atli Héðinsson sigurmark KR. Hann átti i höggi við þá Helga Björgvinsson og Sigurð Dagsson, en snéri á þá báða og skoraði glæsilega 2:1. Þrátt fyrir nokkra pressu þær min. sem eftir voru af leikn um tókst Valsmönnum ekki að jafna, ef frá er talið atvikið, sem sagt er frá i upphafi. Ingi Björn átti þó tækifæri til þess á siðustu sekúndunum, þegar hann skaut yfirafum það bil meters færi fyr- ir opnu markinu. Berjist KR-ingar svona vel i hverjum leik, ættu þeir ekki að lenda i neinum erfiðleikum i sum- ar. Ungu mennirnir i liðinu eru sivaxandi, en beztir þeirra eru þeir Björn og Haukur Ottesen, Gunnar Gunnarsson og Atli Héðinsson. Þá átti Baldvin Eliasson mjög góðan leik, sem og Þórður Jónsson. Hjá Val áttu Róbert Eyjólfsson, Hermann Gunnarsson og Sigurð- ur Dagsson beztan leik. Dómari var Hannes Þ. Sigurðsson og dæmdi yfirleitt vel, nema þarna undir lokin er honum brást bogalistin. — S.dór. Juventus varð Ítalíumeistari Juventus varð Italiumeistari i knattspyrnu i 14. sinn á sunnu- daginn með þvi að vinna Vicenza 2:0 i siðasta leik sinum. Það voru Þjóðverjinn Helmut Haller og Luciano Spinosi, sem skoruðu mörkin. Þetta er i 7. sinn eftir siðari heimsstyrjöldina. sem Juventus verður italskur meistari i knatt- spyrnu. EINAR GUÐNA- SON ER í SÉR- FLOKKI Á sunnudaginn var haldið hið svokallaða Þotumót i golfi á golf- vellinum á H valeyrarholti i Hafnarfirði. Þetta er eitt fyrsta stórmót ársins enda gefur það stig til landsliðsins. Einar Guðnason sannaði það enn einu sinni að hann er orðinn okkar fremsti golfleikari, þvi að hann sigraði þarna með glæsi- brag. Það var ekki við neina auk- visa að keppa. Þarna voru samankomnir flestir beztu golf- leikarar landsins. 1 öðru sæti varð Björgvin Hólm, sem hefur skotið sér upp á stjörnuhimininn i golfi á stuttum tima. Næstur kom svo skipstjór- inn Sigurður Héðinsson, sem kemur i land við og við til að sýna mönnum hvernig á að leika golf. 1 fjórða sæti varð svo Þorbjörn Kjærbo og i fimmta sæti öttar Ingvason. Guöjón Guömundsson, bezti bringusundmaður Noröurlanda á styttri brautum, setti nýtt tslandsmet i 200m. bringusundi á sunnudaginn. ÓL- lágmarkið hjá honum er stutt undan. GUÐJÓN Á NÝjl ÍSLANDSMETI Guðjón Guðmundsson sundmaður frá Akranesi lætur ekki staðar numið með afrek sin i sundinu. Á sundmóti KR sl. sunnudag var hann sá eini sem setti nýtt islandsmet en það var i 200 m. bringusundi. Hann náði þó ekki ólympíulág- markinu/ en það gerði eng- inn af sundmönnum okkar á þessu móti, enda var vart við því að búast. Guðjón hefur náð þvi á æfingum svo varla verður langt þar til að hann nær þvt við lög- legar aðstæður og svo mun vera um fleiri sundmenn okkar. Met Guðjóns Guðmundssonar i 200 m. bringusundi var 2:35, en eldra metið, sem Leiknir átti, var 2:35,3min. ól-lágmarkið i þessari grein er 2:34,5 min, svo það er ekki langt i að Guðjón nái þvi. Þess má geta að sundíólkið okkar er allt sem stendur i þrekæfingum og meðan þær standa yfir, er varla von á umtalsverðum afrek- um og þvi kom þetta Islandsmet Guðjóni mjög á óvart. Leiknir Jónsson varð 2. á timanum 2:44,3, en nokkuð vantar á að Leiknir sé kominn i sömu æfingu og Guðjón, enda hefur hann átt við meiðsli að striða. I 400 m. skriðsundi sigraði Frið- rik Guðmundsson á timanum 4:38,6 min. sem er ekkert sér- stakur timi enda eins og áður seg- ir varla von til afreka hjá mönn- um strax. Sigurður Ölafsson varð annar á 4:41,1 min. Bára Ólafs- dóttir varð sigurvegari i 200 m. fjórsundi á 2:55,6 og i 200 m. fjór- sundi karla sigraði Guðmundur Gislason á 2:23,4 min. I 100 m. skriðsundi sigraði Salome Þórisdóttir á 1:07,3 min. og Finnur Garðarsson sigraði i 100 m. skriðsundi karla á 57,8 sek. Sturlaugur Sturlaugsson 1A sigraði i 50 m. skriðsundi pilta á 30,5 sek. og Jóhanna Jóhannsdótt- ir 1A sigraði i 50 m. bringusundi telpna á 42,6 sek. Næsta verkeini sundfólksins verður 13. júni nk. en þá verður sundmót ÍR haldið. Forráðamenn SSI hafa áhyggjur útaf sundkon- um okkar vegna landsliðsins, en þær eru langt frá þvi að vera komnar i æfingu eða eru hættar æfingum sumar hverjar af okkar beztu sundkonum. — S.dór. DANIR UNNU NORÐMENN í SUNDI Danir unnu Norðmenn i landskeppni i sundi um siðustu helgi með 144 stigum gegn 118. Keppnin fór fram i Nadderudhall- en i ósló, og stóð yfir laugardag og sunnudag. Eftir fyrri dag keppn'innar höfðu Norðmenn forustu 69:51. Nánar verður sagt frá keppninni á morgun i Þjóðviljanum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.