Þjóðviljinn - 30.05.1972, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.05.1972, Blaðsíða 8
8.S1ÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 30. mal 1972 UPPHAF LÍFSINS Fer ekki vel í mínum munni í þessari grein ræðir Steindór Árnason nokkur atriði i fiskimálaþætti Jóhanns Kúlds, sem birtist rétt fyrir lokadag vertiðar. Sérstaklega hnýtur hann um hugmyndir J.K. varðandi hafnargerð i Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri. Að fortið skal hyggja Eg verð að segja um þátt Jóhanns Kúlds daginn fyrir loka- dag siðastliðinn, kaflann um Þorlákshöfn, eins og sveita- karlinn, sem neitaði að kaupa hlýrann: „Hann fer ekki vel i minum munni”. Kostnaður við hafnargerðir, þar sem eins hagar til og við Þor- lákshöfn, Eyrarbakka og Stokks- eyri, eru svo yfirþyrmandi, samanborið við notin, að full ástæða er til að kanna aðrar leiðir sem hagkvæmari kynnu að reynast, áður en alltof miklum fjármunum er sóað þar sem skil- yrði eru ekki betri en fyrrnefndir staðir hafa upp á að bjóöa. Engar áætlanir um Þorlákshöfn hafa staðizt. öryggi skipa hangir þar á bláþræði, þegar stormar af hafi um stórstrauminn. Helzt skilst mér á Kúld, að hann ætli að skipa þá sveit er rennir hýru auga i vesturátt til Kvenna- gönguhólanna með grafelsi i huga ofan i hraunið til stækkunar Þorlákshafnar. Með sama rétti geta þeir á Bakkanum krafizt fjármagns til þess að grafa sig inn í Breiðumýrina til aukins olnbogarýmis'sinnar hafnar. Hún ætti ekki að vera harðari undir tönn en hraunið vestan ár. Kannski leysa þeir málið með allsherjar dælingu undan stork unni, en þá aðferð er vonandi einnig hægt að nota til að sökkva mýrinni. Ilollur er heimafenginn baggi. Þorlákshöfn er þegar orðin hæfilega stór. útgerð þaðan gefur ekki tilefni til stækkunar nema síður væri. Hún á ekki að vera umskipunarhöfn á fiski, nema i mjög litium mæli. Mis- jafnlega ásigkomnar netamorkur þola ekki flutning og skakstur yfir fjöll og hálsa, nema hljóta af skaða. Það veit J. K. betur en ég. Skip verða að vera það stór, að þau geti verið úti í nokkra daga, slægt sinn fisk, þvegið vel og isað i stiur eða kassa. Þegar hugað er á heimferð og verið er á netum, á aðtaka þauuppoggefa fiskinum fri á meðan landað er i heima- höfn hjá sinu fólki. Geti heima- höfn ekki tekið á móti fiskinum, eins og ætið getur hent á landi hér, verða skip að landa þar sem hægt er að vinna aflann og bjarga frá skemmdum, en þá er betra að fleytan sé gott ferðaskip. Daglegt ráp til heimahafnar, oft með slatta, veldur miklum aukakostnaði, umstangi og óþæg- indum i höfnum. Net eru skilin eftir i tugþúsunda tali meðan stimað er heim með slattana. Næstu dægur gefur ekki á sjó. Þá verða oft miklar skemmdir á fiskinum i netunum. Mig minnir að Tómas Þorvaldsson hafi upplýst i ÆGI, að 15 þúsund tonn af lélegu hráefni hafi orðið að salta á vertiðinni ’71 vegna lok- unar skreiðarmarkaða. En engar upplýsingar veitir ÆGIR um þær þúsundir tonna af stór- þoski sem fór beint i gúanó árið það. Sjónvarpið sýndi okkur netadrátt nýlega. Reytingsafli var I netum af stórum þorski, en það sem athygli vakti var, að ekki einn einasti fiskur hreyfði sporð né ugga, allur aflinn lif- vana ómeti. Eg hefi leitt rök að þvi að fisk- matið ætti ekki að mæla með um- skipun á hráefni og flutningi yfir heiðar og klungur, sama hverja vinnslu er um að ræða. Mikið er heimtað. 'Það er búið að ákveða mikið. Framhald á bls. 19 Ljósmyndari okkar i Eyjum tók þessa mynd á málverkasýningu sem Guðni Hermannsson hélt þar á dögunum. Myndin heitir „Upphaf lifsins". TF.RYLENE* J GEFJUNAR FOT Nýju Gefjunarfötin eru komin á markaðinn. GEFJUN AUSTURSTRÆTI Sleit skólanum í þrítugasta sinn Barna- og unglinga- skólanum i Njarðvikum var slitið i þritugasta sinn á föstudaginn. Allan starfstima skólans hefur sami maður stýrt honum: Sigurbjörn Ketilsson. Nemendur i skólanum voru 350 i ár, en voru 50 fyrsta starfsár hans. t skólaslitaræðu sinni gat skóla- stjóri þess meðal annars, að i vet- ur hefði skólinn verið tvisettur og auk þess haft tvær kennslustofur á leigu út i bæ. Skólastjóri gat þess, aö i sum- um fögum væri enn notazt viö sömu kennslubækur og þegar kennsla barna var grundvölluö 1908. 1 lok ræðu sinnar sagði skóla- stjóri: „Skóiastarf á að miða að þvi að auka samstarf og sam- stöðu nemenda, en ekki að kynda undir meting og samkeppni milli línwirs A-1 sósa: Með kjöti, með fiskl, með hverjn sem er einstaklinga, þar sem þeir skirrast ekki við að troða skóinn hver af öðrum.” 40 nemendur luku unglingaprófi frá skólanum á þessu vori og aðrir 40 barnaprófi. Hæstu einkunn á unglingaprófi hlutu þessir nemendur: Eyjólfur Finnsson 8,81: Pálina Hauks- dóttir 8,62, og Þorkelina Ragn- heiður Ragnarsdóttir 8,47. Hæstu einkunnir i 1. bekk Unglinga- skólans hlutu þessir nemendur: Asgeir Jónsson 9,45, sem jafn- framt var hæsta einkunn i skólan- um: Ólína Haraldsdóttir 9,03: Guðný Guðjónsdóttir 8,74 og Olgeir Sigmarsson 8,71. Hæstu einkunnir á barnaprófi hlutu eftirtaldir nemendur: Svavar Herbertsson 9,10: Jón Viðar Matthiasson 9,07: Hulda Karen Róbertsdóttir 9,03 og Dagný Guömundsdóttir 9,00. Ýmis verölaun voru veitt fyrir góðan námsárangur. Auk verð- launa til þeirra, sem hæstar hlutu aðaleinkunnir voru veitt verðlaun fyrir ágætan árangur i ýmsum greinum. Auk þeirra nemenda sem upp hafa verið taldir hlaut Margrét Hjelm verðlaun fyrir beztu handavinnunna I skólanum: Arnbjörg tsleifsdóttir fyrir hæsta einkunn i Islenzku á unglingaprófi: Hulda Karen Róbertsdóttir fyrir hæstu einkunn i islenzku á barnaprófi og var hún jafnframt tilnefnd ritstjóri Fermingarblaðsins sem út kemur næsta vor, af sóknarprestinum sr. Birni Jónssyni. Skólakór, undir stjórn frú Hlifar Tryggvadóttur, söng við skólaslitin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.