Þjóðviljinn - 30.05.1972, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.05.1972, Blaðsíða 10
. SIÐA— ÞJÓÐVILJINN— Þriöjudagur :tO. maí 1972 RÆTT VIÐ RAGNAR ARNALDS UM — Er hcegt að segja, að hart haji verið barizt á þessu þingi, sem nú hejur lokið störjum? — Nei. Þetta var ekki sérlega srormasamt þing. Það verður ekki sagt. Ríkisstjórnin lagði að vísu fram hvert málið öðru stærra, en harka var lítil í umræöum. Stjórn- arandstaðan var yfirleitt heidur dauf og veittist erfitt að finna sér tilcfni til gagnsóknar. Sart að segja var stjórnarandstaðan hvorki iirá né soðin í fjöidamörgum mál- um, hvorki með né á móti. Hags- munamál, sem fyrrverandi stjórn- arflokkar hafa lengi staðið á móti og ckki viljað framkvæma eru nú ailt í cinu að verða að veru- leika, og þá finnst þcim skynsam- legast gagnvart kjósendum að slá af og hengslast með. PÁFUGLARNIR Hins vegar má segja, að valda- barátran í Sjálfstæ-ðisflokknum hafi sett nokkurn svip á þing- 9törfin. Eins og kunnugt er, bíða tveir heiðursmenn í flokknum nokkuð svo óþolinmóðir eftir því, að formaðurinn, sem valinn var út úr neyð fyrir tveimur árum, flæmis endanlega úr starfinu. Þess vegna er ekki að undra, þórt flestir þingmenn hafi á tiifinn- ingunni þegar Jx-ir koma í ræðu- stól, keppinautarnir Gunnar og Geir, fjarskalcga hátíðlegir báðir tveir, að þá séu þeir aðallega að hugsa um að taka sig sem bezt út frammi fyrlr þingflokki Sjálf- stæðisflokksins. Eina verulega upphlaupið, sem stjórnarandstaðan reyndi að skipu- leggja, rcyndar aftur og afmr, varðaði utanríkismálin og beind- ist fyrst og frcmst að því, að úti- Ioka þirigflokk Alþýðubandalags- ins frá meðferð utanríkismála. Þessi upplilaup vom þó dæmd til að mistakast, enda var óhugs- andi að svo ólýðrasðislegar að- farir gæni fengið mikinn hljóm- grunn, hvorki innan þings né utan. SAMVINNA UM ÞINGSTJÖRN Annars er rétt að undirstrika, að Alþingi er ekki aðeins vett- vangur flokkanna til p>ólitískra á- taka. Alþingi er fyrst og fremst vinnustaður, þar sem mörg hundr- uð löggjafarmálefni eru yfirfarin og afgreidd. Samvinna flokleanna við afgreiðslu mála hefur verið góð í vetur, enda hefur núver- andi meirihluti gert sitt ítrasta til þess að skapa sem bezta sam- vinnu stjórnar og stjórnarand- stöðu, Sú nýbreytni var meðal annars tekin upp í vetur að veita stjórnarandsröðunni fulla aðild að þingstjórninni, en áður voru allir forsetar og varaforsetar úr hópi stjórnarþingmanna. Nú eru fyrsni varaforsetar í báðum deild- um og í sameinuðu þingi úr stjórnarandstöðuflokkunum og þingstörfin skipulögð á sameig- inlegum fundum. MERKUSTU MALIN — Hvað telurðu merkust/i málin, sem ajgreidd voru á þing- inu i vetur? — Langstærsta málið var að sjálfsögðu þingsályktunin um út- jœrslu landhelginnar, en þar heppnaðist eftir nokkurt þóf að tjaldabaki að skapa algera sam- stöðu um þá stefnu, er núverandi stjórnarfiokkar mótuðu fyrir kosningar. í framhaldi af landhelgismál- inu er eðlilegast að nefna nokkur stórmerk mál, sem öll stefna að einu helzta markmiði núverandi meirihluta, þ.e. að Jeggja grund- völl að stóraukinni framleiðslu og breikka þannig undirstöðu efna- hagslífsins. Mér eru að sjálf- sögðu sérstaklega hugstæð frum- vörp, sem ég átti kost á að fyigj- ast með frá byrjun, fyrst í nefnd- um, sem sömdu frumvörpin og seinna í þingnefndum, þ. e. lög- gjöfin um Vramkvœmdastojnun ríkisins og niðursuðufrumvörpin tvö um Sölustofnun lagmetisiðn- aðarins og Lagmetisiðju ríkisins á Siglufirði. En einnig er rétt að minna á hin stórmerku Jög um veðtryggingu iðnrekstrarlána, sem væntanlega munu gjörbreyta rekstrarstöðu iðnaðarins. í öðru lagi má minna á hin ýmsu mál, sem miðað hafa að því að auka jafnrétti þegnanna, stór- felldar breytingar á tryggingalög- gjöjinni, sem leitt hafa til hækk- unar örorku- og ellilífeyris- greiðslna um 32—104%; stytting vinnutímans og lenging orlofs í 4 vikur; og þá ekki sízt hin mikla umbylting skattakerfisins. Þar var að sjálfsögðu mikilvægast afnám nefskattanna, sem áður voru inn- heimtir gjörsamlega án tillits til efnahags og komu því langþyngst niður á þeim efnaminni og eigna- lausu. Þessi byrði, sem nam rúm- lega 1200 miljónum króna, verð- ur nú borin uppi af þeim tekju- hærri. Jafnframt var um að ræða mikla einjöldun á skattakerjinu. í staðinn fyrir þær tólf tegundir skatta sem ríki og sveitarfélög lögðu á almenning og fyrirtaeki, ÞINGIÐ S?Lautaflanmd > WRÉGUTi ÞETTA NÁM Fiuterktm/ýf 6dartttktft*ktht

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.