Þjóðviljinn - 30.05.1972, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.05.1972, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 30. mai 1972 ______ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3. Frá skólaslitum Vélskólans: Gömlu vélarnar beint á Þ j óðmin j asafnið! Gömlu vélarnar i Vél- skólanum eru orðnar þvilikir forngripir að þær verða fluttar beint á Þjóðminjasafnið, þegar vélaendurnýjun fer fram. Þetta kom fram i skólaslitaræðu skóla- stjórans, Andrésar Guðjónssonar, en skól- anum var slitið á laug- ardaginn. 1 skólann voru innritaðir 66 nemendur i fyrsta stig og 50 stóð- ust prófið, þar af 36 með fram- haldseinkunn. 66 stóðust próf á öðru s-tigi, 49 með framhaldseink- unn. Á þriðja stigi stóðust 62 próf, þar af 49 með framhaldseinkunn og á fjórða stigi hófu 33 nám og stóðust allir próf. Skólastjóri sagði m.a. i skóla- slitaræðunni: ,,Nú eygjum við lausn á hús- næðisvandræðum skólans. Neita varð allmörgum um skólavist sl. vetur, en ráðamenn menntamála þessa lands hafa sagt við mig, að slikt megi helzt ekki eiga sér stað, enda væri erfitt að forsvara það, þar sem alltaf er skortur á vél- stjórum. Mun hann sýnilega auk- ast, þar eð nú er fyrirsjáanleg mikil aukning i skipastóli lands- manna, m.a. með tilkomu hinna nýju skuttogara. Hafin er nýbygging austan við skólann og verður hluti hennar væntanlega tilbúinn til notkunar i haust. Þar fáum við m.a. raf- tækjasal. Þangað verður flutt öll verkleg kennsla i rafmagnsfræði. Gamla raftækjasalnum verður breytt i kennslustofur. Einnig er ætlunin, að Skólafélag Vélskóla- nema fái þar skrifstofu eða litið fundarherbergi. 1 nýbyggingunni verða auK tækjasaia tyririestra- salur og kennslustofur. Við höfum fengið loforð fyrir þvi, að i sumar hverfi Veðurstofa Islands úr norðurenda vélahúss- ins. Þar fáum við þá 3 stofur, sem henta vel fyrir verklega kennslu i stýritækni, kælitækni og vélfræði, en þá kennslu þarf að stórauka. Vegna aukins nemendafjölda þurfum við að koma okkur upp fleiri smiðastofum, kaupa fleiri rennibekki, hefla, fræsivél ásamt skrúfstykkjum og handverkfær um. Aætlað er að útbúa tvær smiðastofur fyrir haustið. Verð- um við að taka hluta af vélasaln- um i það. 1 vetur vetur var hafin kennsla i rafsuðu og gassuðu. Sú kennsla fór áður fram i Iðnskól- anum. Vegna þrengsla i vélasölum, verðum við að losa okkur við elztu vélarnar þar. Við erum löngu hættir að nota þær við kennsluna. Þær eru orðnar það gamlar, að þær eru nú hreinir forngripir, enda hefur nú verið ákveðið, að þær verði afhentar Þjóðminjasafni til varðveizlu. Hefur Þór Magnús- son þjóðminjavörður mikinn á- huga á þvi að fá þær, og skilst mér á honum, að hann muni setja aðra þeirra strax á safn, en hina i geymslu fyrst um sinn. Þessar vélar eru: gömul gufuvél úr linu- veiðaranum „Sigriði”, en þessi gerð gufuvéla var smiðuð upp úr aldamótunum og var mikið notuð hér á landi á millistriðsárunum, en þá áttum við mikinn fjölda af linuveiðurum, sem voru með gufuvél og ketil. Þessi vél er þvi safngripur, er minnir á fiskveiði- sögu íslands. Hin vélin er gufu- ketill með ábyggðri gufuvél. Hún var smiðuð i Þýzkalandi árið 1889, og er þvi komin til ára sinna. Þessi vélasamstæða var notuð i Nýbygging er að risa austan viö skólann og verður hluti hennar væntanlega tilbúinn til notkunar i haust. Andrés Guðjónsson, skólastjóri, viö gufuvélina frá 1889, en hún verður flutt á Þjóöminjasafnið innan skanuns. saltfiskþurrkhúsi Alliance hf. i Þegar þessar vélar eru horfnar ir nýjar vélar, en þær þurfum við Ananaustum hér i Reykjavik, og úr vélasalnum, getum við nýtt að eignast, og af þeim gerðum, er hluti af sögu fiskiðnaðarins. salina betur. Þá skapast rúm fyr- sem notaðar eru nú á dögum”. Opinberir starfsmenn Jesú- byltingin í jeppakerru A laugardagskvöldið var fóru nokkrir unglingar úr hinni svo kölluöu Jesú-by Itingu hér á landi um borgina i kerru scm jeppi dró. Fóru þeir einkum að þeim veitingahúsum þar scm únglingar dveljast við skemmt- anir og sungu jcsúlög og boðuðu fólk til samkomuhalds i húsi hvitasunnusafnaðarins. Þessi mynd var tekin er hópurinn var fyrir utan Sigtún, spilandi og Ætla nú að gefa út tímarit um starfið Fyrsta júni fá opinberir starfs- menn siðasta hluta þeirra hækk- ana, sem samið var um við árslok 1970. Með visitöluhækkun, til viðbót- ar umsömdum hækkunum, og þeim hækkunum sem felast i aldurstilfærslum innan launa- flokka, nemur hcildarhækkunin nú 12%—20%. Fyrsti hluti samningsins frá áramótum 1970, eða 30% hækkun lána var látinn virka aftur fyrir sig til miðs árs 1969. Á árinu 1971 hækkuðu launin aftur um 17% og var þá komin til framkvæmda 50% af umsaminni hækkun. Um áramótin siðustu komu svo 30% af samningshækkununum til framkvæmda og nú fyrsta júni siðustu 20% marggreindrar samningshækkunar. Þá koma einnig til fram kvæmda tilfærslur i aldursflokka- röð rikisstarfsmanna, eða þær, að 1 ár i starfi nú jafngildir áður 6 árum, og 6 ár jafngilda 12 árum áður. Þessar tilfærslur færa þeim sem þeirra njóta 4%—6% launa- hækkun. Heildarhækkun launa opin berra starfsmanna nemur þvi 12%—20%. Þá lengist orlof úr 21 degi i 26 daga. Samningurinn gildir til ársloka A fimmta þingi Verkamanna- sambands islands var gerð álykt- un til eflingar á starfi samhands- ins. Þannig var samþykkt að hefja útgáfu á riti mcð fréttum frá starfi sambandsins og ein- stakra sambandsfélaga. Verði lika greint frá upplýsingum er sncrta kjarabaráttuna. Samþykkt var að efla fjárhag sambandsins og þá samþykkt að greiða til V.t. kr. 100,00 á karla og kr. 75,00 á konur. Á árinu 1973 hækki þessi skattur hlutfallslega miðað við hækkun launa i al- mennri vinnu. Erindrekstur verði aukinn og komið á námskeiðum fyrir trún- aðarmenn verkalýðsfélaga. Samþykkt var að V.l. gerðist aðili að Norræna verkamanna- sambandinu og ennfremur að Landvernd, landgræðslu og náttúruverndarsamtökum. Einar utan Einar Agústsson utanrikisráð- herra hélt utan á sunnudag á ráð-\ herrafund NATO, sem haldinn verður dagana 30. og 31. mai. I þessari sömu ferð mun Einar hitta að máli Walter Scheel, utan- rikisráðherra Vestur-Þýzka- lands, og ræða við hann um út- færslu islenzku fiskveiðilögsög- unnar. Listahátið i Reykjavik Miðasala opin daglega frá kl. 16—19. Laugardaga kl. 10—14. Simi 26711. 12-26% hækk- un 1. júní

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.