Þjóðviljinn - 30.05.1972, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.05.1972, Blaðsíða 6
6. StÐA — ÞJÓÐVILJINN — [Þriðjudagur 30. mai 1972 UOÐVIUINN MÁLGAGN SÖSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljana. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson.' Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 225.00 á mánuðí. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. Þjóðviljinn i nýjum búningi Þjóðviljinn kemur nú út offsetprentaður og verður svo eftirleiðis. Þjóðviljinn er því prentað- ur í fyrirtækinu Blaðprenti h.f., sem er eign fjögurra dagblaða. Að undanförnu hefur .Útgáfu- félag Þjóðviljans og Alþýðubandalagið rekið hlutafjársöfnun til þess að Þjóðviljinn geti tryggt sér aðild að hinni nýju prentun. Hlutafjársöfn- unin er nú svo langt fram gengin að þess vegna telur Útgáfufélag Þjóðviljans rétt að hefja prent- un blaðsins í Blaðaprenti. Enn vantar þó nokkuð á að það mark náist sem var sett er söfnunin hófst. Verður því unnið áfram að söfnun hluta- fjár. Þegar öll blöðin fjögur eru prentuð í Blaða- prenti h.f. verða þau öll í sama brotinu. Þannig er hætt við að áferð blaðanna allra verði svipuð. Þjóðviljinn mun því eftirleiðis sem hingað til leggja áherzlu á sérstöðu sína í málflutningi og jafnframt verður reynt að tryggja blaðinu sér- stöðu í útliti. En hið fyrrnefnda er þó mikilvægast og það er málflutningurinn, málstaðurínn sem ræður úrslitum. Þjóðviljinn óskar lesendum til hamingju með blaðið í nýjum búningi þess og treystir á góðar móttökur. Þeir létu segjast eftir sex mánuði ÞjóðviIjinn hefur skrifað mikið um verðlagsmál í vetur. Blaðið hefur hvað eftir annað lagt áherzlu á að þær verðhækkanir, sem leyfðar hafa verið, séu aðeins brotabrot þeirra hækkana, sem frá- farandi stjómarflokkar hefðu leyft. Blaðið hefur jafnframt sýnt fram á það með mörgum dæmum. að ríkisstjórnin hefur skorið niður hverja hækk- unarkröfuna á fætur annarri, hvort sem krafan hefur borizt frá einkaaðilum, sveitarfélögum eða ríkisfyrirtækjum. Á sama tíma og Þjóðviljinn sýndi fram á þetta, hamaðist Morgunblaðið yfir því að verðhækkanir ríkisstjórnarinnar væru allt að drepa, þær væru allt of miklar og háskalegar. Síðustu vikurnar hefur þessi rödd Morgunblaðs- ins hljóðnað og nú er skýringin komin í Ijós; rit- stjórn blaðsins hefur verið að búa sig undir sinna- skipti. Það kemur fram í Morgunblaðinu um helg- ina í svonefndu „Reykjavíkurbréfi'1. Þar er við- urkennt að ríkisstjórnin hafi haldið hækkunum í algeru lágmarki eða eins og segir í bréfinu: „I aðalatriðum er það áreiðanlega rétt hjá ráðherr- unum, að þeir hafa haldið hækkunum í algjöru lágmarki . . .“. Af þessari tilvitnun sést að þrátt fyrlr stærð og styrk Morgunblaðsins getur lítið blað, eins og Þjóðviljinn, gert Morgunblaðsrit- stjórunum staðreyndir Ijósar. En það tekur lang- an tíma — í þetta skipti um hálft ár. AÐ SAFNA UNDIRSKRIFTUM Nú í vetur var hleypt af stað rétt einni undirskrifta- söfnuninni. í þetta skiptið skyldi safna undirskriftum til eflingar hermannasjónvarp- inu á Keflavíkurflugvelli, svo öllum landslýð megi um ó- komna framtið veitast sú hamingja að fylgjast með menningarstraumum þeim, sem herstjórninni í Pentagon þóknast að senda í drengina sína hér uppi á Íslandi. Suður í Keflavík lágu frammi áskriftarlistar, og liggja víst enn. Hverjir það eru sem fyrir þessum undirskriftasöfntmum sranda þar syðra er ekki vitað, enda ekki ó- eðliiegt að þeir kjósi frekar að fara huidu höfði en opinbera sig, því svo undarlega er að málun- um staðið og unnið. Þó er haft fyrir víst þar syðra, að aðalhvata- maður að tmdirskriftasöfnuninni þar sé maður, sem ekki sé alis ó- ktmnugt um rekstur útvarps- stöðva; aðkomumaður á Suður- nesjum. Fyrsca ástæðan til þess að frum- kvöðkrnir fara huldu höfði er sennilega texti undirskriftaiist- ans. Með grein þessari birtist text- inn í heild svo hverjum og einum á að vera í lófa lagið að virða fyrir sér smíðina. Það er þó hvorki hinn undra- vitikusi texti né tilkoma þessarar undirskriftasöfnunar, sem hér verður rætt um, heldur markleysa undirskriftanna. ★ Á seðlinum eru skrifuð nöfn 15 einstaklinga. Af þessum 15 einstaklingum eru 4 fermingar- börn frá því um páska, en eins og jafnvel forráðamönnum undir- skriftasöfnunarinnar ætti að vera ljóst, fá íslendingar ekki pólitísk- an ákvörðunarrétt fyrr en þeir hafa náð tvítugsaldri. Islenzkir sjónvarpsnotendur. Ef þár eru3 fylgjandi frjálsum afnotum sjönvarpssendinga hvaSan, sem þær kunna a3 berast nú eda f náinni framtíð. Ef þér álítið a3 ydur sé ekki hætta húin frá sendingum bandariska sján- varpsins' á Keflavíkurflugvelli. Ef þér eruð á möti efskiftum og hömlum stjámvalda á útsendingum Kefiavikursjónvarpsins. Ef þér eru3 eindregiS meS stækkun sjónvarp'sins á Keflavíkurflugvelli þannig a3 sem flestir geti notid sendlnga þaðan. Ef þér viljið standa fast á Valfreisi y3ar I framtíðinni á sjónvarpselhl hvaóan, sem það kemur án þess a3 stjórnvöld skipti sór af þvi. Ef þér viljiS ekki hafa rándýran tækjabúnaS yðar elns og hvert annaú Etofustáss 20 kiukkustundir á sólarhrlng. 0 þór eru5 fylgjandi stofnun Fóiags fslenzkra sjónvarpsnolenda, sem Iremurtil med að standa vör3 um hagsmunl ySarí frarotiöinnl. 0 þór eru3 fylgjandj ofanrttuðu, vlnsamlega staðfestlð það med undir- skrtfty3ar. Nafnnúmer Nafn '&fc-szoy ?ó£v-c-ty> y.síi f*** ’ r . » y VWKttj fft Cj.i/K7^r\1cL ik/ 4&' Hcimlll /c J'?*' I s? p/j/yycir/jel-L / 2>L/ Staöur V-1.1 > i t f/ápZkr. LjÚrt ~ S\f)A'&íw! Þá eru eftir 11. Af þeim 11 sem eftir standa, eru 2 enn þá í barnaskóla. Þá eru eftir 9. Af þeim níu, sem nú standa eftir eru tveir útlendiingar; einn Færeyingur og einn Ameríkani, en þeir hafa enn þá ekki ákvörð- unarrétt í innanríkismálum okk- ar. Þá eru eftir 7. Af þessum 7 er einn enn ekki eldri en svo, að hann geti talizt ályktunarhæfur. Þá eru eftir 6. Þrjú þessara 6 nafna, sem enn eru eftir. eru fölsuð. Svo vill til að eitt þeirra er nafn undirritaðs; hinir tveir, sem nöfn sín eiga þarna, hafa staðfest, að nöfn þeirra séu einnig fölsuð, svo nú eru aðeins eftir 3 nöfn. Eitt þessara þriggja nafna er vitlaust skrifað, svo varlegt er að æda ritaranum of háan aldur; annað með barnshönd, en það þriðja og síðasta þó á þann veg skrifað, að ætla mætti að þar færi allt að því fuilvaxinn maður til líkamans, í það minnsta. Það skal tekið fram, að þetta eina nafn sem þarna stendur og virðist vera á manni, sem kominn er á lögaldur, jafnvel með kosn- ingarért, er eina nafnið á listan- um sem undirritaður veit ekki einhver deili á, og verður því tal- ið þangað löglega komið, þar til annað sannast Og þá er eftir einn. ★ Niðurstaðan er sem sé þessi: af 15 nöfnum sem skrifuð eru á list- ann eru 14 ýmist fölsuð eða nöfn bama og unglinga eða þá údend- inga. Líkur benda tíl að eitt nafn- anna á listanum eigi rétt á sér og sé þar komið með vitund og vilja berandans. Framhald á bls. 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.