Þjóðviljinn - 30.05.1972, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.05.1972, Blaðsíða 2
2. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 30. maf 1972 ARA R/XNN- SOKNIR HAFA SANNA-D SKA-DSEMI REYKINGA FYRIR HEILSUNA / Fangar á Lkla-Hrauni hafa komið til okkar fjölmörgum fyrirsprnum til þriggja aðila. Hér fer á eftir megin efni fyr- irspurnanna. TIL RÁÐUNEYTiSMANNA 1. Er ekki æskilegt að aðskilja dóms- og kirkjumál? 2. Eru í undirbúningi reglu- gerðir fyrir Skólavörðustíg 9, sem engin er nú í fram- kvæmdinni, og fyrir Litla- Hraun, sem er frá árinu 1968, en óvirk er, nema hvað snertir 6 atriði? 3 Hvort hugsanlega verði skip- aður aðstoðarforstjóri, sem gegni störfum forstjóra í fjarveru hans? 4. Hvers má vænta með skipan ríkisumboðsmanns, og eru ætlaðar samstarfsnefndir reglu og borgara hugsaðar undir stjórn væntanlegs rík- isumboðsmanns? 5 Eru í athugun ráðningar sér- fróðra manna að Litla- Hrauni til fræðslustarfa, svo sem starfsfræðslu og félags- fræðikennslu auk almennrar kennslu? TIL FANGELSIS- NEFNDAR 1. Hefur nýja fangelsisnefndin tekið upp þráðinn, þar sem fyrri nefnd hvarf frá, svo sem með athugun og rannsókn- um mála, sem þá lágu fyrir? 2. Hvað líður rannsókn á Högumálum þeim er upp komu í vetur (fyrir brun- ann) um meinta valdníðslu, lánastarfsemi eða mútur og ranglegar innilokanir? 3. Er það rétt, að ýmsir aðiiar hafi boðizt til að koma að Litla-Hrauni til fyrirlestra- halds, skemmtanahalds og annars í þéim dúr, en verið neitað? 4. Er það rétt að Selfoss-lög- reglan noti svokallaðar „sell- ur" að L.H. undir gæzluvarð- haldsfanga? 5. Er það ekki ólöglegt að hýsa gæzlufanga í refsiHefa, sem aðeins er ædaður öl/óðum mönnum, og svipta þá tó- baki, ljósi og lestraraðstöðu; aðstöðu til hreyfingar og þrifnaðar? TIL FANGELSIS- STJÓRANS 1. Hver er ástæðan fyrir því, að Fyrirspumir frá föngum á Litla-Hrauni ljós eru slökkt í Hefum fanga að næturlagi? 2. Hvað sparast margar krónur með þessum hætti? 3. Hvað kostaði að leggja tvö- falda lögn fram á varðstofu, till þess að hægt væri að slökkva þaðan? 4. Eru á döfinni frekari breyt- ingar á húsinu, eins og t.d. neyðarútgangur og annað sem þyrfti til að gera húsið löglegt samkvæmt öryggis- reglugerðum? 5. Hver tekur ákvörðun um það að föngum skuli refsað fyrir agabrot; er ákvörðunin tekin samdægurs og brotið er framið; er fanganum til- kynnt fyrir hvað honum sé refsað og hve lengi refsingin á að vara? 6. Er þess gætt að árekstrar séu kannaðir til hlítar og rætt við báða aðila, eða alla aðila málsins; getur annar aðillnn-, þ.e.a.s. fangavörður haft á- hrif á þá refsingu sem á- kveðin er í slíku tilfelli? * Hinum fyrirspurðu er frjálst að senda okkur svarlínu, jafnvel tafarlaust. Þessi bíll er ánægður með sig... Því að hann er í 5 ára RYÐKASKÓ, og veit að þeir sem seldu hann vilja allt fyrír hann gera. Hann veit líka að hann gleður eiganda sinn, nieð ódýrum rekstri, lipurð í umferð og traustleika, eins og allir bræður hans frá SKODA. SKODA 1972 TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-46 SlMI 42600 KÓPAVOGI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.