Þjóðviljinn - 20.08.1972, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.08.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 20. ágúst 1972 þjóÐVILJINN — SIÐA 11. Frá stofnþingi kommúnistasamtakanna M-,1 Nýstofnuð kommúnista- samtök marx-lenínista Um verzlunarmanna- helgina voru stofnuð sam- tök marx-leninista í Reykjavik — stofnþingið var haldið dagana 5.-7. ágúst. Samtökin boðuðu til blaðamannafundar i fyrra- dag og útskýrðu yfirlýsingu þingsins. Formaður sam- takanna er Gunnar Andrés- son. Fer hér á eftir úrdrátt ur úr yfirlýsingunni: Kommúnistasamtökin m-1 byggja á visindalega sósialis- manum, marxismanum-lenin- ismanum-hugsun Maós Tsetungs, og hlutverk þeirra er aö byggja upp marxiskan-leninskan flokk á tslandi, sem getur leitt öreiga stéttina fram til sigurs i stétta- baráttunni með sósialisku bylt ingunni og byggt alræði öreig- anna, sem er millistig i stéttlaust þjóðfélag kommúnismans. Endalaus launavinna, þrælkun, arðrán og kúgun er framtiðin, sem biður okkar, ef við ekki setj- um réttlæti hinnar vinnandi stétt- ar — þeirrar, sem byggir tilveru sina á eignarréttinum á fram- leiðslutækjunum. Arið 1930, er Kommúnistaflokk- ur tslands var stofnaður, setti hann á oddinn sögulegt hlutverk öreigastéttarinnar: sósialísku byltinguna. A þessum arfi byggja Landbúnaðurinn: kommúnistasamtökin marxist- arnir-leninistarnir. t baráttunni gegn borgarastéttinni verða kommúnistar ætið að vera á verði gegn hentistefnunni. Höfuðstoð hentistefnunnar á ts- landi er Alþýðubandalagið og jafnframt höfuðstoð þjóðlegu borgaranna. Stéttsvikararnir i Alþýðu- bandalaginu hafa tekiö að sér að efla grundvöll þjóðlegu borgar- anna með öllu starfi sinu, nú sið ast með þátttöku i „Alþýðustjórn- inni”. Með nýsköpun atvinnuveganna og útfærslu landhelginnar stuðla þeir aðeins að auknu arðráni á ts- lenzku öreigunum. Með boð skapnum um stéttasamvinnu eru þessir menn liprasta verkfæri borgaranna fyrir launavinnu- þrælkun, gegn baráttu öreiganna fyrir sóslalisma. / Alþýðubanadlagið, fulltrúi þjóðlegu borgaranna, hefur reynt að falsa sósialismann, afneitað byltingarsinnaðri heimssýn ör- eiganna og klætt þess i stað heimssýn borgaranna — hug- myndafræði borgaranna i „ósia- liskt” orðagjálfur, þar sem orð og hugtök eru til að dylja sannleik- ann um alræði borgaranna. bessir frasasmiðir reyna af alefli að draga verkalúðinn i dilk frels- isins að arðræna öreigana. Henti- stefna Alþýðubandalagsins á sér sögulegar rætur i sigrum hentistefnunnar i Kommúnista- flokki tslands 1938, er byltingar- flokkurinn var lagður niður og Sósialistaflokkurinn stofnaður. A þessum kentistefnugrundvelli byggir AB. Til að örej.gastéttin veröi fær um að skipuleggja sig á bylt- ingargrundvelli- veröur hún að njóta leiðsagnar visindalega sósialismans. marxismans- leninsmans-hugsunar Maós Tsetungs, sbr. lausnarorð Len- ins: ,,An byltingarsinnaðrar fræðikenningar getur enginn byltingarsinnuð hreyfing átt sér stað”. Þvi er höfuðverkefni stéttvis- ustu öreiganna i dag byltingar- sinnað námsstarf. t samræmi við höfuðverkefnið hefur KSML gert grundvallar- námshring, sem markar timamót i islenzkri stéttabaráttu. Það er fyrst nú með starfi KSML, að stéttvisustu öreigar landsins geta tekið höndum saman um að hasla byltingarsinnuðu fræðikenning- unni völl við islenzkar aðstæður með alhliða námi i öreigavisind- unum. Sterkasta vopn okkar i þessu skyni er námshringur KSML. Kommúnistasamtökin m-1 lögðu á stofnþinginu fram drög að póiitiskum og skipulagslegum grundvelli sinum. Þessi drög aö skipulagslega og póiitiska grund- vellinum verða bráðlega gefin út i fræðilega málgagni samtakanna, Rauöa fánanum. — atg — 15% af heildarverð- mætinu úr rikissjóði Landbúnaöarráöuneytið hefur sent blaöinu eftirfar- andi orðsendingu vegna er- indis Björns Matthíassonar hagfræðings í Ríkisútvarp- inu á mánudaginn. t erindi Björns Matthiassonar, hagfræðings, um daginn og veg- inn i Rikisútvarpinu mánudaginn 14. ágúst, hélt hagfræðingurinn þvi fram, að 48% af brúttó- tekj- um bænda kæmu úr rikissjóði, 904 miljónir kr. i niðurgreiðslur land- búnaðarvara innanlands, 332 mil- jónir kr. i útflutningsuppbætur og 571 miljón kr. i önnur útgjöld vegna atvinnugreinarinnar, sam- tals 1817 miljónir. Ráðuneytið telur ályktanir hag- fræðingsins rangar og sér þvi á- stæðu til að gera athugasemdir við fullyrðingar hans. Ekki verður fallizt á að niður- greiðslur á landbúnaðarafurðum verði taldar framlag til landbún- aðarins, heldur eru þær hag- stjórnaraðferð til áhrifa á verðlag og kaupgjald i landinu og þar með framfærsluvisitölu. 1 þessu skyni voru greiddar árið 1970, eins og áður segir, 904 miljónir kr. Samkvæmt rikisreikningi fyrir sama ár voru heildarútgjöld á vegum landbúnaðarráðuneytis- ins, önnur en áður nefndar niður- greiðslur, 676.265.000.00. 1 þeirri fjárhæð eru gjöld vegna Jarð- eigna rikisins, rannsóknarstofn- ana landbúnaðarins, veiöimála, skógræktar, landgræðslu og fjölda margs annars, sem engin rök eru fyrir að telja sem hluta af gjöldum til bænda eða sérstök framlög til atvinnugreinar þeirra, heldur framlög, sem að mestu eru i þágu alþjóðar. Árið 1970 voru greiddar upp- bætur á útfluttar landbúnaðaraf- urðir, 332.146.000.00. kr. Auk þess Frh. á bls. 15 BRÉF TIL BLAÐSINS Um mengunarvamir I vetur hlustaði ég á einn hinna skemmtilegu þátta Haraldar Olafssonar.Viðsjá. Þar sagði frá vesturlenzkum blaðamanni, sem var á ferð i kinversku sveita- þorpi. Þar hreifst hann af spar- semi og nýtni og af þvi hvernig gert var við vélar og tæki i stað þess að henda þeim, eins og gert er á Vesturlöndum. Umbúðir voru endurnýttar og matarleyfar gjörnýttar. Blaðamaðurinn taldi að þetta yrði sá lifsmáti sem menn temdu sér i framtiðinni, þvi að hin gengdarlausa sóun, sem tiðkast á Vesturlöndum, eða hinn ameriski lifsmáti, yrðu dæmd úr leik af sjálfu sér. Mengun. Okkur hafa verið sýndar hroða- legar myndir i sjónvarpinu af þvi hvernig skeytingarlaust iðnaðar- þjóðfélag mengar og eyðileggur umhverfi sitt. Lengst er eyðileggingin komin i Bandarikjunum en V-Evrópa og Japan fylgja fast á eftir. Rætt er i fullrialvöru um að nota eingöngu gerfiáburð i stað þess lifræna, en kasta þeim siðarnefnda i burtu. Er ekki eitthvað bogið við svona hagfræði? Við sjáum myndir af sistækkandi sorphaugum sem ógna umhverfi sinu, kolmengaðar ár og vötn, sem flytja dauðann með sér á haf út, þar sem lifvana svæði fara si- stækkandi. Og auðvitað vitum við hvar þetta endar, þegar þessi upp- spretta næringar og ildis þrýtur. Gegn þessum staðreyndum höf- um við séð gerðar nokkrar úrbæt- ur t.d. varðandi sorpeyðingu. Þær eru til nokkurra bóta, þótt betur mætti gera. Sem dæmi mætti nefna háhitaofna sem brenna öllu reyklaust. En til er önnur tegund mengun- ar t.d. sú sem stafar af notkun skordýraeiturs. Töfraefnið DDT reyndist vel i fyrstu, en smátt og smátt urðu skordýrin ónæm. Þá fóru skammtarnir sistækkandi og loks dugar ekkert. Þá sjá menn að skordýrin hafa snúið á mann- inn, þvi að nú ógnar DDT öllu lifi vegna magns og útbreiðslu, en skordýrin „hrósa sigri”. Nú hefur notkun DDT verið bönnuð i nokkrum löndum og sumsstaðar athugaö, hvort banna eigi gerfiþvottaefni, sem auglýs- ingar skapa svo mikinn markað fyrir. lslendingar voru um aldir fá- tæk og kúguð þjóð, sem lærði aö fara vel með það litla sem fékkst. Eftir aö rétt var úr kútnum og farið var að bruðla með ýmsa hluti, segir gamli arfurinn oft til sin og menn segja: „Skelfing er að sjá hvernig farið er með verð- mætin.” Eitthvað þessu likt fær mig til þess að litast bezt á endurvinnslu- aðferðina — þ.e. að sorp verði hirt og fullnýtt. Flest mælir með henni, enda er það langt siðan visindamenn tóku að benda á, að hráefni þau, sem menn sækja til náttúrunnar, eru langt i frá ó- þrjótandi og gæti fullkomin end- urvinnsla seinkað þvi að ákveðin efni verði upp urin of fljótt. Nú á timum leggja einstakling- ar og heimili til megnið af þvi sorpi, sem til fellur. Með smáhag- ræðingu væri unnt að endurvinna megnið af sorpinu og breyta þvi i ýmis nytjaefni — með nokkrum kostnaði þó. 1 grófum dráttum yrði þetta þannig að öllu sorpi væri skipt i þrjá flokka: 1. Matarleifar 2. Kolvetni 3. Málmar og gler eða steinefni. 1 fyrsta flokk færu allar lifræn- ar leifar og mætti vinna mest af þvi i lifrænan áburð. 1 annan flokk færi allur pappir, fatnaður, tré og plast. t þessum flokki er mest af kolvetninu i formi trénis (sellu- lósu). Mest af þessu mætti vinna i pappaiðnaði, nota i þilplötur eða eitthvað annað skylt. 1 þriðja flokkinn færi allt sem er úr málmum og gleri, en málminn er unnt að skilja úr. Hann yrði notaður i brotamálmavinnslu, en glerið má bræða upp eða nota i glertrefjaefni eða annað þarflegt. Nú má búast við að erfiðlega gangi að koma þessari flokkun og vinnslu á, en það mætti örva á margan hátt og hafa t.d. sérstakt sorphreinsunargjaid. Enn er drasli ekið á hauga og nú ætlar Geir borgarstjóri að eyða átta hundruð miljónum i að leiða skolp lengra út i flóann, rétt eins og það sé einhver bót á vand- anum. Það kemur nú stundum fyrir að hann hvessir og þá er all- ur óþverrinn kominn hálfa leiö til sins heima. Væri nú ekki nær að byggja rot- þrær eöa safnþrær, þar sem öllu yrði breytt i lifrænan áburð til al- mennrar ræktunar og til upp- græðslu örfoka lands? Ekki hefja nýtt ævintýri eins og um Klett- strompinn, sem gerði það að verkum að óþverrinn úr verk- smiðjunum mengaði enn stærra svæði en áður. Bótólfur Jónsson — SENDISVEINN Sendisveinn óskast hluta úr degi, ekki yngri en 16 ára. Æskilegt að hann hafi vél- hjól til umráða. Upplýsingar á skrifstofunni. Raunvisindastofnun Háskólans Dunhaga 3, Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.