Þjóðviljinn - 10.09.1972, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1«. septcmber 11)72
Sunnudagur 10. september 1972 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 9
aftnjótandi. Tvær stúlkur fara
meó hvern hóp og þá er farið i
berjamó. gengið á fjöll. teknar
myndir. tfnd blóm og lifað reglu-
legu útilegulifi. Vist er að þetta er
hollt fyrir öll börn og ómetanlegt
fyrir þau sem annars eru mikið
inni. Á meðan hóparnir eru svo i
sumarbústöðunum eru tekin inn
börn sem eru á biðlista og fá þau
að vera meðan húsrými leyfir.
Meðan börnin dveljast á
heimilinu yfir sumartimann er
margt gert þeim til skemmtunar,
farið i gönguferðir og berjamó,
leikvöllur er þarna mikið notaður
og eins og áður er getið er sund-
laugin gjörnýtt yfir sumarið.
Á veturna breytist lifið þarna
töluvert. Meira reynir þá á hug-
myndaflug starfsfólksins, þvi að
börnin eru þá mest inni við og
þurfa að hafa eitthvað fyrir
stafni. Fyrir utan skólann og
föndrið sem þarna er kennt er
haft ofan af fyrir krökkunum með
ýmsu móti. Mikill fjöldi leiktækja
er þarna sem um leið eru
kennslutæki, s.s. .’.púsluspil”,
talnaþrautir og annað sem er
hvorttveggja i senn, þroskandi og
skemmtilegt. Þá eru vinsælar
gönguferðirnar sem kallaðar eru
,.að labba stokkinn", en það er
þegar gengið er eftir hitaveitu-
stokknum þegar snjór er annars
yfir öllu. Einnig eru kvöld-
vökurnar geysivinsælar, en þær
eru haldnar hálfsmánaðarlega og
eru þá krakkarnir sjálfir látnir
finna upp skemmtiatriði og flytja
þau. Segja má að hver minúta
sem til fellur sé notuð i undir-
búning næstu kvöldvöku og
leyndardómurinn kringum dag-
skrá hverrar kvöldvöku er vand-
lega geymdur af þeim sem skipa
hverja skemmtinefnd.
Skálatúnsheimilið er rekið af
eins konar foreldra- eða vina-
félagi Skálatúns. Heimilið er
styrkt af Styrktarfélagi lamaðra
og fatlaðra auk annarra félaga-
samtaka sem láta fé af hendi
rakna. bá greiðir hið opinbera
dagpeninga með hverjum sjúk-
ling kr. 650. —sem er af einhverj-
um ástæðum um 400 kr. minna en
með öðrum sjúklingum. Erfitt er
að skilja hvers vegna þetta er svo
og það er óréttlætanlegt að börn
i Skálatúni eru einstaklingar
frá fjögurra ára til 28 ára,en börn
eru þarna i miklum meirihluta.
Forstöðukona á vistheimilinu
Skálatúni er Katrin Guðmunds-
dóttir. þroskaþjálfi. en i fjarveru
hennar da'ldu i mig fróðleik þær
Jarþrúður Einarsdóttir og Guðný
Guðmundsdóttir sem báðar eru
útskrifaðir þroskaþjálfar.
Úttekt
Ekki er nokkur möguleiki að
gera jafn viðamiklu efni sem
þessu nokkur viðhlítandi skil i
stuttri grein sem þessari. Til þess
er þvi miður alltof mikill fjöldi
vangefinna barna og heimila sem
annast þau. Hlutverk blaða-
manns. sem fær litinn tima til að
lata mata sig á óþrjótandi fróð-
leik um aðstöðu vangefinna barna
á Islandi til að lifa sem eðlileg-
ustu lifi hlýtur að miðast við að
gefa aðeins örlitla innsýn i það lif
er þessi hlutfallslega fámenni, en
þó of fjölmenni, hluti okkar ts-
lendinga lifir. Ef plássið væri
óþrjótandi, hefði verið hægt að
taka málið frá fleiri sjónarhorn-
um en svo er ekki og þvi verður
þetta að duga að sinni.
Eitt er vist: Þessum afskiptu
börnum og fólki er alltof litill
gaumur gefinn af okkur hinum
sem ekki erum tengd vangefnu
fólki á nokkurn hátt. Það er vissu-
lega freistandi að loka augunum
fyrir þessu vandamáli sem við
stöndum frammi fyrir og draga
umræður og ákvarðanir á lang-
inn. Þó munu mannlegar tilfinn-
ingar eflaust knýja hvern þann,
er litur þetta fólk augum, til að-
gerða. Það er án efa erfitt að
finna samansafn af fólki sem er
jafn friðsamt og þakklátt fyrir
það sem fyrir það er gert og van-
gefið fólk. Það verður að treysta á
okkur hin i blindni og biður eftir
að þvi sé veitt enn betri aðstaða
til ánægjulegs lifs. Orðið ,,van-
gefinn” er misskilið af mörgum;
sumir halda að vangefið fólk sé
allt saman algjörir örvitar sem
ekki eigi éinu sinni nema tak-
markaðan rétt á að lifa. Þetta er
alrangt — fjarstæða. Vangefinn
getur sá maður verið sem vantar
gáfur á einu sviði, en kunnátta
Með lækkandi sól og hita-
stigi fara börn, unglingar
og aörir er þess þurfa að
klifra upp á háaloft og taka
niður skóladótiö. Ritfanga-
verzlanir auglýsa, um
borgina þvera og endilanga
má fínna skólaföt á útsölu-
verði og kátir krakkar arka
um göturnar, þvi aö alltaf
er fyrsta vikan i skólanum
skemmtileg. Um þetta
hefur oft veriö skrifaö og
blöðin birta myndir og við-
töl viö fólk á öllum aldri
sem aftur er að setjast á
skólabekk að loknu gróða-
sömu sumarfríi.
En einn hluti nemenda
hefur verið nokkuð af-
skiptur til þessa. Fæstir
vita að geysimikil vinna er
lögð i alls konar fræðslu-
starfssemi til handa
vangefnum börnum. Sér-
menntaðir kennarar fara á
milli gisti- og dagheimila
og kenna þessum snið-
gengnu nemendum handa-
vinnu, sund, dans, leikfimi,
og einnig að lesa, skrifa og
reikna
Erfitt er að gera svo viða-
miklu efni sem þessu full
skil nema með útgáfu
margra doöranta en i
þessari grein má þó
vonandi finna eitthvað sem
gefiö getur hugmynd um
daglegt lif á heimilum fyrir
vangefín börn.
Ekki er viölit að heim-
sækja öll þau heimili sem
eru á Islandi. Þau sem urðu
fyrirvalinu núna voru dag-
heimilið Lyngás og gisti-
heimilið Skálatún.
LYNGÁS
Dagheimilið Lyngás. Safamýri
5, var teiknað fyrir :i6 börn, en
sökum mikillar aðþrengingar eru
þar nú 48 börn,og vissulega þarf
engan sérfræðing til að sjá að þar
er heldur þriingt um sjúklingana.
Var alltaf geysistór biðlisti sjúk-
linga. sem þurftu að komast á
þetta dagheimili. en hann
minnkaði verulega mcð tilkomu
Gisti og dagheimilisins Ifjarkar-
áss sem tekið var i notkun i
nóvember 1971. Á Lyngási eru nú
svo til eingöngu börn en þó er
þarna fólk allt upp til 33. aldurs-
árs.
Dagheimilið Lyngás er. eins og
nafnið gel'ur til kynna. eingöngu
dagheimili og eru börnin sótt á
morgnana og skilað heim aftur að
kvöldi. Mörg þeirra geta lært að
lesa. skrifa og reikna,en þau sem
ekki eru fær um það fá leið-
beiningu við margs konar önnur
verkefni og má finna þarna börn
sem hafa ótrúlega mikla hæfi-
leika til margra verka. Fallegar
teikningar el'tir sjúklingana
prýða veggi heimilisins og þarna
eru unnin nútima listaverk sem
gefa verkum siðskeggjaðara
listamanna litt eftir.
Kegluleg kennsla hefst i Lyng-
ási mánudaginn 11. sept. Þar
kenna 2 kennarar bóklegar grein-
ar. s.s. lestur og reikning, 1
kennari kennir handavinnu
margskonar, og eini karl-
maðurinn sem vinnur að ein-
hverju leyti þarna er svo tóp-
þjálfari. en öllum er börnunum
þarna sameiginlegt að hafa mjög
gaman af tónlist. En viðar er
kennt þarna en inni i skólastofum.
Farið er með börnin i gönguferðir
um borgina og strætisvagnarnir
notaðir óspart til útsýnisferða.
Um leið eru bornunum svo
kenndar umferðarreglur og reynt
er að gera þau sem mest sjálf-
bjarga i umferðinni. Annar
ávinningur af þessum ferðum er
að með þvi að vera sem mest
fyrir utan háa girðinguna sem
umlykur heimilið komast börnin i
mun meiri snertingu við' um-
hverfið og Iifið og eins gæti heil-
brigt fólk jafnvel vanizt þeirri
sjón að sjá afbrigðileg börn og
hætt að snúa sér við á miðri götu
til að horfa á þessa ..furðulegu”
sjón.
Eins og áður hefur verið getið
fer fram leikfimikennsla á Lyng-
ási. Það ber að hafa i huga að oft
liggur geysileg vinna á bak við
það að geraseinumeinstaklingum
sem þarna dveljast fært að
stunda leikfimi. Oft eru börniri
ekki fa‘r um að hreyfa neinn hluta
likamans svo að nokkru nemi
vegna vöðvarýrnunar. litils jafn-
vægisskyns eða annarra hluta
vegna. Þess vegna starfar
sjúkraþjálfari á vegum
heimilisins og það starf er hann
vinnur hefur. að sögn forstöðu-
konu. gert mörgu ósjálfbjarga
barninu kleiftað ganga og jafnvel
öðlast nægan styrk til að vera
farnt um að teikna og vinna aðra
handavinnu sem er ómetanlega
mikilvæg tómstundaiðja fyrir
þessi börn sem ekki lifa i eðlilegu
umhverfi. Sjúkraþjálfari i Lyng-
ási er Anna Þórarinsdóttir.
Á Lyngási, eins og annars
staðar. virðist skórinn kreppa að.
Vangefin börn krefjast mun meiri
aðhlynningar en börn sem hafa
tilhneigingu til og eru fær um að
bjarga sér sjálf. Þau eiga erfitt
með að finna sér verkefni nema
þeim sé hjálpað og eftir að verk-
efni er fundið þarf að vera þeim
innan handar ef eitthvað fer úr-
skeiðis. Þá eru þessi börn ærsla-
fengin eins og önnur börn, jafnvel
meira. og mestu prakkararnir
hafa gaman af að láta starfs-
stúlkur hendast á eftir sér um
viðan völl. Þær eru lika ólatar við
það og þolinmæði starfsfólksins
og ummönnun er aðdáunarverð.
Keynt er að skipta starfsfólki og
sjúklingum þannig að 5-6 börn séu
á hverja stúlku. A sumrin, þegar
engin kennsla fer fram, hafa
börnin minna við að vera og er þá
enn vandasamara að finna þeim
næg verkefni. I einni stofunni, en
þær eru fjórar, er ein 18 ára
gömul stúlka sem vinnur við af-
leysingar i sumar, ein seinni
hluta dagsins með 13 börn. Þolin-
mæði hennar og hugmyndaflug
við að finna þeim verkefni er
óþrjótandi, en að hennar eigin
sögn væri hægt að gera miklum
mun meira ef þær væru fleiri. Að
visu var þetta timabundið ástand
en alltaf er leiðinlegt að horfa upp
á ástand sem þetta.
Á veturna vinna á Lyngási. að
meðtöldu kennaraliði. sem ekki
er þar allan daginn, átta stúlkur
við daglega gæzlu. Af þeim eru
þrjár lærðar til að annast van-
gefið fólk, og kallast þær þroska-
þjálfar. Það nám tekur á Islandi 2
1/2 ár og fer kennsla fram i hús-
næði Kópavogshælis. Dagheimilið
Lyngás er rekið af Styrktarfélagi
géfinna barna. Gjörbreytti það
aðstöðunni til að gera sjúklingun-
um til hæfis,en langur vegur er þó
frá að nægilega sé að gert, ef
ta’ma á þann biðlista sem er hjá
heimilum sem þessum.
í Skálatúni. sem annars staðar,
er mikið lagt upp úr þvi að _fá
börnin til að taka að sér einhver
verkefni sem eru þeim nokkuð
erfið en þó ekki ofviða. Það er
ótrúlegt hvað hægt er að gera ef
viljinn er fyrir hendi, og starfs-
fólkið i Skálatúni hefur verið
viljugt við að leggja á sig mikla
sjálfboðavinnu við uppsetningu
og gerð verka sem börnin vinna.
Til dæmis má nefna að 17. júni s.l.
var settur á svið á túninu fyrir
utan heimilið mikill söngleikur,
Litla gula hænan, og voru öll hlut-
verk leikin af dvalargestum i
Skálatúni. 1 maf s.l. var haldin
sýning á verkum eftir börnin i
Félagsheimili Kópavogs, og
enginn vafi er að geysileg vinna
liggur á bak við framtak sem
þetta og meirihluti þess er unninn
i sjálfboðavinnu starfsstúlkna.
Mikill lærdómur fyrir börnin felst
i að vinna að einhverju sem þessu
og vafalaust er þetta föndur
þeirra stór hluti kennslunnar i
Skálatúni.
Bókleg kennsla fer fram i
Skálatúni og hefst hún um miðjan
þennan mánuð. Þarna kenna,
eins og annars staðar, 2 kennarar
bóklegu greinarnar. einn handa-
vinnukennari og einn leikfimi-
kennari. Þá kemur þarna reglu-
lega á vetrum tónþjálfari og er
hann i miklum metum hjá
börnunum. Sérstök sundlaug er
þarna við heimliið og er hún
mikið notuð — bæði af starfsfólki
og dvalargestum. Þar er börnun-
um kennt að synda á sumrin og
eins á veturna ef vel viðrar. Að
sögn er börnunum nokkuð sama
hvort þau eru látin staglast gegn-
um stafrófið og reikninginn eða
hvort þeim er kennt að synda eða
leika sér á annan hátt — þau eru
þakklát fyrir allan fróðleik sem
þeim er veittur. Með mikilli
þolinmæði hefur tekizt að þroska
þau svo mikið að handbragð
þeirra er glæsilegt og margir
þeirra hluta sem þeim er kennt að
SKÁLATON
Fæstir vita hvernig búið er að vangefnum börnum á íslandi eða hvernig
lifi þeirra er háttað. Þeir eru þó ófáir sem gera sér einhverja mynd af
þessu, en þá er imyndunaraflið oftast látið ráða,og sú mynd á sér þá oftast
enga stoð i veruleikanum.
Greinarhöfundur hafði sjálfur gert sig sekan um að imynda sér alls kyns
þvætting um lif vangefinna barna, taldi þau vera ósjálfbjarga vesalinga
sem ekki væru fær um að gera nokkurt handtak, hvað þá að geta unnið
sjálfstætt að einhverjum verkefnum. Þegar hann svo opinberaði fávizku
sina fyrir skömmu var honum ráðlagt að kynna sér málin og þá mundi
ýmislegt koma i ljós. Árangri þeirra kynnisferða sést hér safnað saman i
örstutt lesmál/ig vonandi rennur upp Ijós fyrir fleirum en höfundi við lestur
þessarar greinar.
Myndir og texti: Gunnar Steinn
Dagheimilið Lyngás cr að hefja kennslu nk. mánudag, og verður öllum almennum kennslugreinum gerð
skil. Börnin eru sótt á morgnana, og er myndin tekin þegar verið er að aka með þau heim að kvöldi.
Vistheimilið Skálatún er nýlegt og glæsilegt hús, sem tekizt hefur að gera skemmtilegt og vistlegt að
innan. Fyrir utan er leikvöllur fyrir börnin, og hestarnir sjá um að ekki þurfi að slá grasblettinn i kring.
vangefinna og var heimilið reist
árið 1960 á vegum félagsins. Dag-
legur rekstur er kostaður af dag-
peningum sem hið opinbera
greiðir með hverjum sjúklingi og
eins fé sem Styrktarfélag van-
gefinna ieggur fram. Dvöl
barnanna á Lyngási er foreldrum
eða forráðamönnum barnanna
algjörlega að kostnaðarlausu.
Forstöðukona heimilisins er
Hrefna Haraldsdóttir, þroska-
þjálfi, og hefur hún veitt greinar-
höfundi þær upplýsingar er komið
hafa fram.
minna og eldra fyrir drengi.
Skálatúnsheimilið var stofnað
fyrir u.þ.b. 20 árum af templara-
hreyfingunni og var þá i þvi húsi
sem drengirnir eru i núna. Fyrir 6
árum hófust siðan byggingar-
framkvæmdir við annað hús við
hliðina á þvi eldra, mun sfærra og
að sjálfsögðu hannað sérstaklega
til notkunnar við gæzlu van-
vinna eru það vel unnir að þeir
væru fullboðlegir til sölu hvar
sem væri. Einnig það má þakka
starfsfólkinu.
Á sumrin leigir heimilið tvo
sumarbústaði og er farið þangað
með börnin i hópum, 10 daga i
einu. Það er umræðuefni sem
gengur allt árið og ein almesta
skemmtun sem þau verða
sem þarfnast jafnmikillar um-
mönnunar og kennslu og vangefin
börn skuli hafa svo miklu lægri
daggjöld en t.d. ellisjúklingar.
A Skálatúni eru 54 börn og þar
vinna 4 þroskaþjálfar og 25
starfsstúlkur. Hver vakt saman-
stendur að meðaltali af um 10
stúlkum að meðtöldum þroska-
þjálfum.
(Goethe )
hans, minni og hæfileikar get
verið geysilegir á öðrum sviðum
Fyrir þessi takmörkuðu svið gál
unnar lifir þetta fólk, og það e
skylda okkar, sem erum fær ur
að hjálpa,að gera það — og ger
það strax.
Það vekur athygli þegar komið
er i Skálatún hve allt er þar
heimilislegt og eiginlega nota-
legt. Blóm og myndir prýddu
veggi og gólf, teppi sem
krakkarnir höfðu rýjað voru á
gólfum, og púðar sem þau höfðu
einnig gert og saumað siðan út
voru i sófunum i dagstofunni.
Þarna dvelja börnin lika allan
sólarhringinn, sum i áratugi,önn-
ur skemur. Það er þvi ekki van-
þörf á að hafa vistarverurnar
þægilegar og vissulega hefur
þeim tekizt vei upp stafs-
stúlkunum i Skálatúni.
Annars virðist sama hvar er á
svona heimilum, starfsfólkið,
sem einhverra hluta vegna er allt
kvenfólk. er ákaflega þægilegt, og
eðli vinnu þeirra krefst mikillar
þolinmæði og vandvirkni sem
stúlkurnar virðast hafa i rikum ..
mæli. Tillitssemi þeirra er lofs-
verð og ekki er hægt annað en
fyllast aðdáun yfir hve vel þær
leysa starf sitt af hendi. Vist-
heimilið Skálatúni er i tveimur
húsum, annað fyrir stúlkur og hið
17. júni sl. settu börnin á vistheimilinu Skálatúni á svið söngleikinn Litlu gulu hænuna. Margir áhorfendur voru og þótti þessi skemmtun
takast vel. öll hlutverkin voru leikin af vangefnum börnum i Skálatúni
Sundlaugin á Skálatúni er mikið notuð, bæði sumar og vetur. Heitt vatn er tekið úr stokknum, sem er
þarna rctt viö, og snyrtilegir búningsklefar eru á laugarbarminum.
Eimskip
Austur-
Síberíu
1 skrifstofu forstjóra Austur-
Siberiu-eimskipafélagsins hangir
stórt landakort upp á vegg. For-
stjórinn, Valentin Bjankin segir:
,.Ég var rétt i þessu að fá staðar-
ákvörðun skipa okkar. Skip okkar
hafa varpað akkerum i 31 iandi.
Við siglum til Indlands, Japan,
Indónesiu, Burma, Egyptalands,
Alsir, Liberiu. Túnis, Kúbu,
Gana, Frakklands, Austur-
Þýzkalands. italiu og Noregs...”
Hann bendir á hvert hafið á
fætur öðru, og ekkert þeirra
verður út undan.
,,Við höfum mikla möguleikaað
auka verzlunarsambönd okkar á
hafinu.” segir hann. Þó að vöru-
flutningar eimskipafélagsins hafi
aðeins tvöfaldast á siðustu fimm
ára áætlun, skipuðu hafnarverka-
menn upp 379 þúsund tonnum um-
lram árs-áætlunina.
I flota eimskipafélagsins
bætast stöðugt ný skip, bæði far-
þega- og vöruflutningaskip, sem
smiðuð eru i Austur-Þýzkalandi.
Á siðustu fimm ára áætlun fékk
Eimskipafélagið i Austur-Siberiu
sjö vöruflutningaskip til umráða,
sem voru 17.900 tonn að stærð og
smiðuð i skipasmiðastöðvum
..Varnoverft" i Warnemíinde
(Austur-Þýzkaland) og 16 skip,
sem voru 7.220 tonn að stærð, sem
smiðuð voru af Neptúnfyrirtæk-
inu i Kostock. Aætlað er, að fyrir-
tækið fái tvö farþegaskip árið
1974, og verður hvort þeirra með
750 kojum og bilageymslu fyrir 25
bila. Á þessu ári voru teknir i
notkun 12 kranar af Sokolgerð-
inni, og geta þeir lyft allt að 30
tonnum. Frá Vladivostok eru flutt
til Austur-Þýzkalands mörg
þúsund tonn af vörum, bæði með
járnbrautarlest og skipum. Og á
þessu ári mun flutningurinn
aukast enn meira, þar sem
áætlunin um sósialiska efnahags-
lega samhæfingu tengir löndin
enn nánar.
Á siðustu limm ára áætlun tvö-
faldaðist vöruflutningurinn. En
þetta á ekki einungis við um
flutningsmagn, heldur koma
aðrar breytingar þarna til greina.
I höfnum Vladjvostok og
Nakhodka hafa verið teknar i
notkun tækjasamsetningar til að
skipa upp vörum i stórum
kössum. Vegna fullkominnar
vinnuhagræðingar og tækni við
uppskipun og hleðslu, hafa afköst
haínarverkamanna i Vladi-
vostok, Nakhodka og Nagajevo
þrefaldast á siðastliðnu ári.
Afköst slippstöðva munu
aukast um 77 prósent, en íyrir þvi
er gert ráð i fimm ára áætlun
þróunar eimskipafélaganna.
Höfuðstofninn mun tvöfaldast og
hafnarvinna kemst á hærra
ta'knistig.
VILKN BKUNJKO. APN.
Semja um
stjórnmála-
samband
HELSINKI 6/9. — Finnar og
Austur-Þjóðverjar eru nú búnir
að ná samkomulagi um það,
hvernig skipa skuli stjórnmála-
sambandi milli landanna.
Viðræðum sendimanna bcggja
landanna lauk i dag með þvi að
tveir samningar voru undirritað-
ir.
Annar samningurinn f jallar um
það að taka skuli upp stjórnmála-
samband milli landanna, og hinn
samningurinn kveður á um það
að öll samskipti landanna skuli
fara fram á jafnræðisgrundvelli.
Austur-Þjóðverjar lýsa því yfir
að þeir muni virða hlutleysis-
stefnu Finna og bæði rikin skuld-
binda sig að leysa öll deilumál sin
án valdbeitingar.
1 samningunum er einnig fjall-
að um bætur fyrir skaðann, sem
Finnar urðu fyrir af völdum
þýzkra hersveita 1944—45, og sagt
að um það atriði skuli samið.
Meðan á samningaviðræðunum
stóð, höfðu Finnar náið samband
við rikisstjórn V-Þýzkalands.