Þjóðviljinn - 08.10.1972, Side 12

Þjóðviljinn - 08.10.1972, Side 12
12. SIÐA — ÞIÓÐVILJINN Sunnudagur X. október 1972. 'Vr lönskólinn í Reykjavík Nemendumsem stunda eiga nám i 3. bekk á annarri námsönn þetta skólaár, en hafa ekki lokið prófum i einstökum náms- greinum 2. bekkjar með fullnægjandi árangri, gefst kostur á að sækja námskeið i dönsku, reikningi og efnafræði ef næg þátttaka fæst. Innritun fer fram i skrifstofu skólans dagana 9. til 11. þ.m. kl. 8,30—16.00. Námskeiðin hefjast 16. október og próf byrja 6. nóvember. Námskeiðsgjald verður kr. 500,- fyrir hverja námsgrein. Nemendur sem þurfa að endurtaka próf i öðrum námsgreinum 2. bekkjar skulu koma og láta innrita sig i þau dagana 23. til 25. október. Skólastjóri. Tilboð óskast i smiði og uppsetningu inn- réttinga og hurða fyrir barnadeild nr. 18 við Kópavogshæli. Verkinu skal vera lokið 15. júli 1973. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, R., gegn 3.000.00 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjud. 31. okt. 1972, kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 ® Rafvirkjar Rafmagnsveita Reykjavikur óskar eftir að ráða rafvirkja til starfa. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar hjá yfirverkstjóra Rafmagnsveitunnar, Ármúla 31 milli kl. 13.00 og 14.00 daglega. Umsóknarfrestur er til 14. október 1972. ^ RAFMAGNSVEITA ^ REYKJAVÍKUR LITLI GLUGGINN Grátittlingurinn Ivan Turgenjev átti veiðihund, sem hét Trésor. Einu sinni þegar Ivan var á leið heim af dýraveiðum kom fyrir atvik, sem hann segir svo frá: Ég kom heim af dýraveiðum og gekk eftir trjáganginum í aldingarði mínum. Hundurinn minn hljóp á undan mér. Allt í einu hægði hann á sér og læddist gætilega áfram, eins og hann yrði var við veiði fram undan sér. Ég horfði fram eftir trjáganginum, kom auga á grátittlingsunga með gult nefið og úfið fiður á kollinum. Hann hafði dottið út úr hreiðrinu — stormurinn hristi og skók birkitrén í ganginum-og sat nú og baðaði ráða- laus úr litlu vængjunum sínum. Trésor færði sig nær honum í viga- hug, — þá steyptist allt í einu gamall grátittlingur svartur á bringunni niður úr næsta tré og datt eins og steinn rétt fyrir framan hundskjaft- inn, og með ýfðar fjaðrir, frá sér numinn, titrandi og tístandi, hoppaði hann tvisvar fram móti þessu opna gini, er var sett svo hvössum tönnum, með hugrekki því, er örvæntingin gefur... Hann hafði steypt sér niður til að frelsa ungann sinn og ætlaði að vera honum hlífiskjöldur. En allur litli kroppurinn titraði af hræðslu, hann tfsti aumlega, — í dauðans angist fórnaði hann sjálfum sér.... Hvílík voðaleg ófreskja hlaut hundurinn að hafa verið fyrir hon- um. Og þó hafði hann ekki getað set- ið kyrr þar sem hann var, óhultur á grein sinni. Vald, sem var viljanum voldugra hafði knúið hann til að fljúga ofan. Trésor stóð kyrr, hopaði lítið eitt aftur á bak ...það sýndist eins og jafnvel hann lyti því sama valdi. Ég varð hrifinn og flýtti mér að kalla á hundinn... og fór leiðar minnar með helgri lotningu í huga minum. Já hlæið ekki. Ég bar sannarlega lotningu fyrir þessum litla hetju- fugli og fyrir kærleiksverki hans. Ég fann að kærleikurinn sigrar bæði dauðann og dauðans angist. Kærleikurinn einn er viðhald alls lífs. Þessi fugl syngur aldrei framar Einu sinni sat búandi maður úti í garði sínum með öllu fólkinu; sá hann þá Ijómandi fallegan fugl, sem sat á trjágrein þar nærri. Sonur hans sex ára gamall starði á fuglinn með mestu athygli. Bóndi hélt að syni sínum myndi þykja gaman að sjá hann nær, greip byssu sína í hugsunarleysi og skaut fuglinn. Síðan kallaði hann á drenginn til þess að hann skyldi sjá, hversu fjaðrirnará fuglinum voru fallegar. En drengurinn fór að gráta, þegar hann sá fuglinn dauðan, og sagði : „Faðir minn, þessi fugl syngur aldrei framar". „Það skal ekki verða næsta daginn, að ég skjóti fugl," sagði bóndi nokkru seinna við einn af finum sín- um. í H r'o RvaR Ilér er skcmmtilcg mynd eftir hann Helga litia Hjörvar. Myndin er af konungshöll og þrem llfvörð- um, sem eru að gæta hallarinnar og kóngafólksins. Helgi er 5 ára og er nýkominn heim frá Danmörku, þar sem hann var I tvö ár með mömmu sinni og pabba. Litli glugginn þakkar þér fyrir myndina, Helgi, og vonast eftir fleiri myndum frá þér.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.