Þjóðviljinn - 02.11.1972, Síða 13

Þjóðviljinn - 02.11.1972, Síða 13
Fimmtudagur 2. nóvembcr 1972ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13. 23 Alistair Mair: Það var sumar í gær standa sig i slikri samkeppni. Það er allt og sumt. — Áttu við að hann elski starfið meira en þig? — Já, eiginlega held ég að hann geri það að vissu marki. — En það er ekki vel gott. — Tja, ég veit það ekki. Það er alls ekki slæmt, Bill. Hann gæti ekki verið betri og tillitssamari. Eða kærleiksrikari þegar hann man eftir þvi. Og það hefur aldrei verið önnur kona, og það ætti að gleðja f jörutiu og fimm ára gamla eiginkonu. Bill drap i sigarettunni. Hann virðist varla hafa mátt vera að sliku. — Ég vil heldur hugsa mér betri ástæðu, sagði Elisabet. — Hver einasta eiginkona verður að trúa þvi að til sé betri ástæða. Hún leit undan, horfði á gervilog- ann speglast i málmplötunni. — Lifið hefur ekki verið alveg eins og ég hafði hugsað mér það, sagði hún hljóðlega. — En það er það vist aldrei. — Það getur verið, sagði Bill með hægð. — Ef til vill hefði lif með þér ekki orðið sá dýrðar- draumur sem ég gerði mér vonir um.En ef ég ætti að lifa lifinu upp á nýtt, þá myndi ég taka áhætt- una. Það er aðeins eitt sem ég myndi gera á anna hátt. — Hvað er það? — Ég myndi draga þig til borgardómara i svo miklum flýti, að þú yrðir komin ibrúðkaupsferð áður en þú vissir að þú værir trú- lofuð. Hún hló. — Já, ég verð að viðurkenna, að það hefði getað heppnazt. Ég hef alltaf þurft að láta aðra taka ákvarðanir fyrir mig. — Já, en það vissi ég ekki i þá daga. Ég var of ungur. Ég gaf þér góðan tima. Eg gaf þér þann tima sem þú þurftir til að hitta Peter. —- Já, sagði hún. — Það gerð- irðu reyndar. Hann horfði á hana og rifjaði upp með sjálfum sér hve hörund hennar hafði verið mjúkt, hve varir hennar höfðu verið hlýjar og örvandi og likaminn stinnur og stæltur. 1 kvöld var auðvelt að minnast hins liðna, auðvelt að imynda sér að ekkert hefði breytzt. hvorki ástin né þráin, né sorgin sem hann hafði fyrst fund- ið til þetta aprilkvöld fyrir langa- löngu. Stolt hans hafði verið sært þá, og enn lék honum forvitni á að vita hvort hún hefði nokkurn tima dregið i efa að val hennar hefði verið rétt, gert sér i hugarlund það sem hefði getað orðið. Hann spurði bliðlega: — Nokkur eftirsjá? Hún brosti ögn. Nei, Bill, eiginlega ekki. — Eiginlega ekki? Hann virti hana fyrir sér. — Einhver vottur? Hún hló. — Ef til vill vottur. — Að hvaða leyti? — Þér myndi ekki lika það. — Skiptir það máli? — En mér líkar það ekki sjálfri. — Hvernig þá? Hún leit á hann. — Jú, sjáðu til, ég hef ekki breytzt, Bill. Ég held að fólk breytist ekki. Ég er eldri og ekki eins löguleg utanum mig og ég var, og ég á tvö uppkomin börn, en eiginlega hef ég ekki breytzt. Ég er ennþá eins og ég var þetta kvöld við Loch Ard. Ég er ennþá eigingjörn. Ég vil enn eiga Peter, en ég gæti lika hugsað mér að eiga þig. Hann hallaði sér aftur á bak i stólnum með hægð. — Misskildu mig ekki, sagði hann, — en ég verð að spyrja: Er þetta uppástunga? Hún hristi höfuðið. — Nei, Bill. Ég er hrædd um ekki. — Sem snöggvast var ég i vafa. — Hluti af mér óskar þess, en Þann 17. sept. voru gefin saman i hjónaband i Langholtskirkju af sr. Sigurði H. Guðjónssyni ungfrú Gerður Kristjánsdóttir og Bergur Björnsson. Heimili þeirra verður að Eyjabakka 12 R. (Ljósmst. Gunnars Ingimars Suðurveri — simi 34852) Brúðkaup Laugardaginn 16. sept. voru gefin saman i hjónaband i Dóm- krikjunni af sr. Skarphéðni Péturssyni ungfrú Hildur Skarp- héðinsdóttir og Sigurður Einarsson. Heimili þeirra verður að Grænuhlið 17. R. (Ljósmst. Gunnars Ingimars Suðurveri — simi 34852) hinn hlutinn veit að það myndi valda vandræðum. — Vandræði eru rétta orðið, sagði Bill. — Með upphafsstöfum og undirstrikað. — Og ég elska Peter i alvöru. Þú mátt ekki misskilja mig. Ég elska hann. — Það er ég viss um að þú gerir. — Og ekkert vildi ég siður en særa hann. — Og ég ekki heldur. — Og þú skilur þetta? — Nei, sagði Bill. — Það væri ofmælt að segja að ég skildi það. En ég gengst upp við það. — Það var ekki ætlunin. En þannig er það samt. En sannleikurinn er sá, að hvað sem öllum vandræðum liði, þá myndi ég ekki kæra mig um að deila með öðrum. Ég er frjálslyndur i hugs- un, en ekki i svo rikum mæli. Hann þokaði sér framar i stólinn. —- Og eftir þessa háfleygu yfir- lýsingu er bezt að ég fari. Það eru takmörk fyrir þvi hve ég get stað- izt miklar freistingar. — Hef ég hneykslað þig? — Nei, það hefurðu ekki gert. — Þá ertu reiður mér. — Siður en svo. — Nú, jæja. Hvað liggur þér þá á? — Það er komið miðnætti eða þvi sem næst. Ég er mannlegur, og þú ert alltof falleg. Vegna þess að Peter, maðurinn þinn og bezti vinur minn, gæti komið heim eftir hálftima og þessa stundina er ég ekki alveg i skapi til að hitta hann. Það kom glettnissvipur i augu hennar. — Ertu með sektarkennd? — Já, fyrst þú spyrð. Svolitinn vott. En það lagast. Hann stóð upp. — Er frakkinn minn ekki i anddyrinu? — Jú, sagði hún. — Ég skal sækja hann. Þau komu samtimis að dyr- unum. Andartak snertust fingur þeirra á hurðarhúninum. Svo tók hann um hönd hennar. — Elisabet, sagði hann blið- lega, — það tók okkur tuttugu og fimm ár að koma þessu samtali i verk. Ef til vill liður óratimi þangað til við tölum saman næst. Leyfðu mér að segja eitt enn. — Já, Bill. — Allan þennan tima hafa til- finningar minar ekkert breytzt. Þær fara varla að breytast úr þessu. Jafnvel þótt við eigum aldrei framar eftir að tala saman á þennan hátt, þá mundu eitt: Ef þú þarft min við, þá er ég til taks, hvenær sem er. Hún kinkaöi kolli. — Já, ég veit það. — Og ef þú þarfnast min, þá kemurðu? — Og ef ég þarfnast þin, þá kem ég. — Gott. Hann horfði niður á andlit hennar og brosti. — Vertu góða stelpan, Elisabet. Hún dró að sér höndina og færði sig fjær honum. — Ef þú ferð ekki, sagði hún veikum rómi, — þá get ég engu lofað. — Allt i lagi. Hann opnaði dyrnar með hægð. — Góða nótt. Elisabet. — Góða nótt, Bill. Hún stóð á dimmum útitröpp- unum og horfði á rauð bakljósin fjarlægjast niður hæðina milli trjánna. Hún stóð kyrr og hlustaði FIMMTUDAGUR2 . nóvember. 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15. og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbænkl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7 50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Liney Jóhannsdóttir heldur áfram lestri þýð- ingar sinnar á sögunni um ,,Húgó og Jósefinu” eftir Mariu Gripe (5) Tilkynning- ar kl. 9,30. Létt lög milli liða. Þáttur um heilbrigðis- inálkl. 10.25: Geðheilsa, I: Gylfi Asmundsson sálfr. svarar spurningunni : ,,Hvað er andleg heilbrigði” Morgunpopp kl. 10.40: Leon Russel syngur. Fréttir kl. 11.00. Hljómplötusafnið (endurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna 14.15 Búnaðarþáttur. Vinir Hrafna-Flóka, pistill eftir Helga Haraldsson á Hrafn- kelsstöðum. — Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöð- um flytur. (endurt.) 14.30 Bjallan hringir. Annar þátturum skyldunámsstigið i skólum. Móðurmáls- kennsla. Umsjón hefur Steinunn Harðardóttir. 15.00 Miðdcgistónleikar: Gömul tónlist, Léontyne Price og Placido Domingo syngja ariur eftir Hándel. Eugen Míiller-Dombois lútuleikari, Heinz Friedrich Hartig semballeikari og Irmgard og Fritz Helmis hörpuleikarar leika ásamt Filharmoniusveit Berlinar balletttónlist úr óperunni „Almira” eftir Hándel; Wil- helm Bruckner-Ríiggeberg stj. Enrico Mainardi leikur Einleikssvitu fyrir selló nr. 5 i c moll eftir Bach. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið.Pétur Stein- grimsson kynnir 17.10 Barnatimi: Soffia Jakohsdótlir stjórnar. a. Veturinn og börnin. Frásagnir . þulur og sitt- hvað fleira. Solveig Halldórsdóttir og íris Erlingsdóttir, 8 ára,les auk Soffiu. b. Ctvarpssaga barnanna: „Sagan hans II jalta litla” eftir Stefán Jónsson. Gisli Halldórsson leikari les (5) 18.00 Létt lög. Tilkynningar 18,45 Veðurfregnir . Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Daglegt mál. Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn 19.25 Glugginn, Umsjónar- menn Ágúst Guðmundsson, Guðrún Helgadóttir og Gylfi Gislason. 20.00 Frá vorhátiðinni i Prag i mái s.t. Vlach-kvartettinn leikur Strengjakvartett i a- moll op . 51 nr. 2 eftir Jóhannes Brahms, (Hljóð- ritun frá tékkneska út- varpinu.) 20.35 Leikritið: „Rosenbcrgs- hjónin skulu ekki deyja” eftir Alain Decaux;þýðandi: Torfey Steinsdóttir. Leik- stjóri: Gisli Halldórsson Persónur og leikendur: Július Rosenberg/Þorsteinn Gunnarsson Ethel Rosen- berg/Kristbjörg Kjeld Dómarinn/Steindór Hjörleifsson Verjand- inn/Guðmundur Pálsson Akærandinn/Jón Sigur- björnsson Fréttamaður- inn/Guðmundur Magnússon David Greenglass/Sigurður Karlsson Ruth Green- glass/Hrönn Steingrims- dóttir Tveir rikislögreglu- menn/Rúrik Haraldsson og Pétur Einarsson Max Elitcher/Karl Guðmunds- son McCarthy, öldungar- deildarþingmaður/Helgi Skúlason 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Reykja- víkurpistill. Páll Heiðar Jónsson leggur leið sina i myndlistarsal SÚM og talar viö Stefán Jónsson frá Möðrudal. 22.45. Manstu eftir þessu?Tón- listarþáttur i umsjá Guð- mundar Jónssonar pianó- leikara. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Akureyri Iljólbarðaviðgerðir. Iljólbarðasala. Snjóneglum notaða og nýja hjólbarða. Gúmmívi niiustofan BÓTIN Hjalteyrargötu 1 Akureyri. Simi 12025.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.