Þjóðviljinn - 15.11.1972, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.11.1972, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 15. nóvember 1972 |ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Helgi Seljan, alþingis- maður, er formaður Bandalags íslenzkra leikfé- laga og skrifar hér grein um leikstarfsemi áhuga- fólks. tslendingar eru sagðir listelsk- ir. Mikill fjöldi stundar ýmiss konar listsköpun i einu eða öðru formi. Eflaust eru þar margir, sem aðeins eru kailaðir, en ekki útvaldir. En hvað um það. Ef ánægja og innri gleði fylgja slikri listsköpun, er hún sannarlega ómaksins verð. Hins vegar eru hryggilega mörg dæmi um það, að fólk haldi til- raunir sinar i þessa veru sanna list og geri þá kröfu til umheims- ins, að hann meti slikt að verð- leikum, þó aðeins sé um að ræða lélega eftiröpun, gersneydda frumleik og listrænum tökum á viðfangsefninu. Hvimleitt fyrir- bæri, en þvi miður áberandi i okkar menningarlifi. Það fólk, sem ég ætla að minn- ast hér á, er blessunarlega laust viö þetta ofmat á listsköpun sinúi og kallar hana ekki þvi nafni, ætl- ast ekki til þess, enda oftlega um veikburða tilraunir að ræða, Ungmennafélagið Dagsbrún i Austur-Landeyjum sýndi leikritið Storm i grasinu eftir Bjarna Benediktsson fra Hofteigi. A myndinni eru Stefán Jón Jónsson, Sveinbjörn Benediktsson og Grétar Haraldsson i hlutverkum sinum. Leikritið var meðal annars sýnt hér á þéttbýlis- svæðinu. Nokkrar hugleiðingar um leikstarfsemi áhugafólks Úr sýningu Leikfélags Akureyrar á Strompleiknum. Leikstjóri var María Kristjánsdóttir. meira og minna misheppnað- ar að vonum. Ég held þó, að óhætt sé að fullyrða, að vanmat á þessu starfj sé áberandi, ekki einungis hjá fólkinu sjálfu, heldur og sam- ferðafólkinu, að ekki sé nú talað um suma lýsandi menningarvita, hálærða og margsiglda hér i höfuðborginni. Ég er hér (svo ég komist nú frá formálanum) að tala um þá fjölmörgu, sem starfa að leiklistarmálum hvarvetna úti um landsbyggðina. Þar eru auð- vitað fáir, sem kallast mættu út- valdir, en þeir eru þó vissulega til, en.allir, sem þar að vinna, komast i senrtingu við þá töfra, sem leiklistin á i sér fólgna, enn nánari og næmari snertingu jafn- vei en fæst við það að horfa á færa leikara túlka snilldarverk, og skal þó sizt úr þvi dregið. En það er margt undravert, sem i ljós kemur i þessu áhugastarfi. Hægláti sveitapilturinn, sem er fálátur að jafnaði og fátalaður að sama skapi, reynist geta brugðið sér i ótrúlegustu gervi, skipt um rödd, fas og svipbrigði, leikur jafnvel svo vel, að leikstjórinn, sem hefur margt séð og mörgu góðu kynnzt, stendur agndofa yfir þessari gerbreytinggu. Kona á fimmtugsaldri kemur upp á svið i fyrsta sinn, þann draum hafði hún reyndar átt frá æskuárum. Hún er- kvíðin og óstyrk i fyrstu og ýmislegt fer i handaskolum á æfingum. En á frumsýningu birtist þessi greinda en hljóðláta kona okkur allt i einu á sviðinu sem talandi dæmi borgarlegrar heimsku, snobbuð og hávær svo sem vera ’ber og fólk spyr sjálft sig: Ekki getur þetta verið hún....? Þetta' má auðveldlega kalla ýkjur, rangt listamat, dóm- greindarleysi almennings og mér er sem ég sjái fyrirlitninguna skina af upphöfnum gáfusvip menningarvitanna sumra hverra. Og fleiri en þeir hrista höfuðið eða láta sér nægja að brosa góð- látlegu vorkunnarbrosi. Nú skal það skýrt tekið fram, að þrátt fyrir þessi dæmi, sem ég persónulega jþekki og fjölmörg önnur, fer þvi fjarri, að ég haldi þvi fram, að leiksýningar áhuga- fóiks séu einhver listræn heildar- sköpun að túlkun og svip hverrar sýningar má ósjaldan finna miklu meira neikvætt en jákvætt, ef lagður er á strangur listrænn mælikvarði. Þvi má reyndar bæta við, aö fátt getur staðizt þann mælikvarða fullkomnunarinnar, sem sumir vilja leggja á þessa viðleitni. Mig langar hins vegar á harla ófullkominn hátt að telja fram þau atriði, sem hniga að því öll, að þessi starfsemi hafi auk sins mikla félagslega gildis, viss áhrif til jákvæðrar listsköpunar og hafi jafnvel i för með sér viss afrek á sviði leiklistarinnar — ég leyfi mér að endurtaka orðið afrek, svo enginn haldi, að um prentvillu sé að ræða. Þessi atriði mættu þá gjarnan vera réttlæting þessara skrifa, andsvar við þvi þrönga sjónarmiöi, sem þessi mál virðast litin af þeim, sem ættu að ýta undir þessa starfsemi, en ekki ganga af henni dauðri, eins og ætlunin virðist stundum vera. Fyrst er rétt að minna á þá geysileggu fyrirhöfn, alla þá vinnu, sem þetta fólk leggur á sig, oft eftir langan erfiðisdag. Að visu er félagslif án fyrir- hafnar litils virði samanber ýmsa innantóma klúbbstarfsemi, þar sem matar- eða drykkjarveizlur skipa öndvegi, en hún er vinsæl hjá ýmsum betri borgurum, sem halda sig taka þátt i félagslifi með þessu móti. En litum rétt á fyrirhöfnina og það, hversu mikil hún er i raun. Það er ekki óalgengt, að i meðalleikrit fari 150 æfingar- stundir til viðbótar annarri vinnu, að ógleymdum sýningum og ferðalögum þeim tengdum. Og fyrirhöfnin borgar sig fyrir fólkið, þó mikil sé. Ekki peningalega séð, enda litið i það varið, en sú félagslega tilfinning, sem því er samfara að vinna þannig er dýr- mæt hverjum og einum. Hin mikla sameiginlega vinna við sameiginlegt verkefni eykur vissulega þá samfélagslegu kennd, sem við erum ekki alltof rik af. Við hljótum að stefna i átt til meiri félagshyggju, aukins félagsþroska, þar sem sérhags- munir einstaklingsins verða að aðlagast hagsmunum heildar- innar til góðs fyrir alla aðila. öll starfsemi i þá veru hlýtur að vera mikilsverður áfangi á þeirri þroskaleið. Og mikilsvert er það einnig að leggja á sig starf til annars en þess að græða peninga, einkum nú á dögum, þegar pen- ingar virðast skipta meiru máli en nokkru sinni, þó fallvaltleiki þeirra sé einnig meiri en oftast áður. Þessi tilfinning getur verið býsna lærdómsrik þeim, sem annars er vanur verðmætamati bundnu við eina saman peninga. Þetta um fyrirhöfnina og félagslegt og raunar mennignar- legt gildi hennar, þó miklu fleira mætti um það skrifa. Ég vik að hinum skapandi þætti þessa starfs. Langflestir þeirra, sem leika einhver hlutverk, sem máli skipta, reyna að gera sér grein fyrir eðli og skaphöfn per- sónunnar, sem túlka á, reyna einnig að velta fyrir sér heildar- byggingu verksins og persónunni sem einstaklingi meðal annarra einstaklinga leikritsins. Góðir leikstjórar (og aðra þekki ég t.d. ekki) aðstoða hér dyggilega við hvort tveggja, dýpka skilninginn á viðfangsefninu, skýra og skerpa þær höfuðlinur, sem draga þarf. Þessum þætti fylgir ósjaldan nokkur sjálfskönnun viðkomandi leikara, meðvituð eöa ómeðvituð, þroskavænleg og rétt meðferð, ekki aðeins fyrir persónusköp- unina, heldur einngi fyrir leikar- ann sjálfan, ef hann leggur sig fram. Og það vil ég segja af nokkurri reynslu, að fáir eru þeir, sem ekki leggja sig fram og vilja allt gera til þess, að sem bezt takist. Með góðri aðstoð hæfra leikstjóra er hér á ferðinni glettilega mikil mannlífskönnun, þegar betur er að gáð. Hinn skapandi höfuðþáttur starfsins kemur jafnt inn á hið listræna svið, þegar vel tekst til og ekki siður leiðir hann til aukins þroska, aukinnar þekkingar við- komandi einstaklings á sjálfum sér og mannlifinu yfirleitt. Og mörgum tekst i persónu- sköpun sinni að vinna umtalsverð afrek, draga fram skapgerðar- einkenni og eðlileg viðbrögð, nota réttan tón á réttum stað, finna persónuna, skilja hana og túlka hana rétt. Þetta kalla ég án minnsta efa listsköpun,vægara orð verður þar stundum ekki notað a.m.k. I þriðja lagi vil ég nefna þau áhrif, sem þvi eru samfara að komast i snertingu við gott leik- verk, hvort heldur það hefur alvarlegan eða gamansaman grunntón. Þau áhrif vara lengur en meðan leikið er. Þau segja til sin i aukn- um bókmenntaáhuga og túlkun þeirra, svo eitthvað sé nefnt. Margir sökkva sér beinlinis Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.